Hafnarfjörður - Garðabær - 05.04.2013, Page 10
10 5. apríl 2013
Það tekur allt tíma en
láttu hvern einasta dag telja
Með hækkandi sól og hita hleypur oft kapp í kinn. Nú á að taka kroppinn í gegn
til að getað spókað sig um á léttum
klæðum og njóta sín í góða veðrinu.
Margir vilja koma sér í bikiníformið
þ.e. geta verið á bikiníinu/sundskýl-
unni og verið ánægðir með sig, hafa
enga muffins toppa lekandi yfir brók-
ina heldur stinna og spengilega vöðva
sem sjást!! Já, kröfurnar eru miklar og
vonir og væntingar líka. En það er í
góðu lagi að vera með góðan ásetning og
hafa stóra drauma. Draumar eiga það
alveg til að rætast svo um munar. Það
er alveg hægt að ná þessu, en það er
vinna og það þarf að færa fórnir. Ef þér
finnst þú þurfa að færa of miklar fórnir
er spurning um hversu mikilvægt þetta
er þér. Ef þú hefur áhuga á að komast í
bikiníformið/sundskýluformið þarftu
svo sannarlega að hysja upp um þig og
byrja NÚNA. Það er enn tími en hann
er að hlaupa frá þér. Þú verður líka að
vilja fórna einhverju í núverandi lífsstíl
til að komast þangað. Ef þú breytir ekki
neinu breytist ekki neitt heldur.
Fyrst er að byrja á að setja sér mark-
mið. Hvert ertu að fara, hvert stefnir
þú? Settu niður tölur á blað, skrifaðu
þetta niður. Skrifaðu líka niður dag-
setninguna sem þú vilt ná markmiði
þínu. Það er betra að hafa raunhæf
markmið svo vonbrigðin verði ekki
mikil og brjóti niður sjálfstraustið.
Það þarf líka að gera lista yfir þær
breytingar sem þú þarft að gera á nú-
verandi lífsstíl og vera tilbúin/n – sátt/
ur við að gera það sem þarf að gera.
Listinn gæti verið eitthvað á þessa
leið 1. Borða alltaf morgunmat. 2. Út-
búa nesti. 3. Reikna með tíma til að
elda. 4. Sleppa sælgæti og kökum.
5. Sleppa snakki og áfengi. 6. Hreyfa
mig lágmark 3x í viku. 7. Undirbúa
mig andlega fyrir áhlaup annara á
mig. (Fólk á það til að skipta sér full
mikið af því þegar einhver er að gera
lífsstílsbreytingar og því er vissara að
vera undirbúin/n). Þetta gætu verið
eitthvað af atriðum sem þú þarft að
hafa á listanum þínum og ótal önnur.
Brjóttu markmið þitt niður í minni
bita. Settu markmið fyrir hvern dag
fyrir sig. Í dag ætla ég að drekka meira
vatn en ég geri venjulega eða ég ætla
ekki að borða sælgæti eða ég ætla að
elda og skipuleggja næsta dag osfrv.
Gerðu þetta samt á þann veg að þér
takist að ná daglega markmiðinu þínu.
Það er svo gaman að tikka við og segja,
þetta gekk vel og var ekkert mál.
Svona líða dagarnir einn af öðrum
og ef óhemjan í þér kemur ekki upp á
leiðinni ætti allt að ganga eðlilega fyrir
sig. Kílóin trilla af, eitt í einu, þolið
eykst, kroppurinn styrkjst osfrv hvað
það er nú sem þú stefndir að.
Vertu búin að gera þér grein fyrir
því að það er ekkert sem gerist á einni
nóttu!! Það tekur allt tíma en láttu
hvern einasta dag telja. Það er ótrú-
legt hvað tíminn líður hratt. 1,2,og
3 og mánuðurinn er liðinn. Þú vilt
geta litið til baka með stolti og ánægju
yfir því hve vel hefur tekist til og hve
vel þú nýttir tímann þinn. Það er
ekkert leiðinlegra en að „uppgötva“
að 4 vikur eru liðnar frá því þú settir
þér markmið og þú ert enn að slást á
sama staðnum af því að afsakanir og
sjálfsblekking tóku yfirhöndina. Ef
eitthvað er svekkjandi þá er það það!!
Þú færð neikvæða upplifun á þér og
brýtur sjálfstraustið niður fyrir þennan
aumingjaskap yfir að hafa ekki getað
staðið með þér í þetta skiptið. Það
vantar ekki skammirnar á sjálfan sig!!
Svo er annað mál. Það þurfa ekki
allir að líta út eins og fitness módel
eða vaxtarræktartröll. Ef þyngdin þín
er á heilbrigðum stað miðað við hæð
þína og þú ert í góðu formi er ekki þar
með sagt að þú þurfir að hafa sixpack
til að geta spókað þig um í bikiní eða á
sundskýlunni. Heilsa og vellíðan ættu
alltaf að vera í fyrsta sæti.
Kær heilsukveðja, Sigga.
Hafnarfjörður Garðabær
Auglýsingasíminn er 578 1190 - Netfang: auglysingar@fotspor.is.
HEilSUáRiÐ 2013 MEÐ SiGGU í HRESS
Sælkerafiskur allt árið
-spennandi matreiðslubók er komin út
Matreiðslubókin Sælkerafiskur allt árið kom nýlega út. Bókin er gefin út af Hafn-
firðingnum Jóhannesi Þór Ævarssyni
sem er eigandi fyrirtækisins Sælkerinn
ehf. Í bókinni er að finna uppskriftir
eftir Ólaf Ágústsson matreiðslumann.
,,Ólafur er einn af þessum ungu flottu
kokkum sem hafa komið fram á síðustu
árum og bera uppskriftirnar klárlega
keim af hinu nýja ferska eldhúsi þar
sem menn eru óhræddir við að blanda
saman óhefðbundnum hráefnum,‘‘ segir
Jóhannes. Þrátt fyrir óhefðbundna sam-
setningu eru uppskriftirnar settar upp
á einfaldan máta þannig að flestir ættu
að geta séð sér fært að prófa.
Sælkerinn ehf er til húsa við Akra-
lind í Kópavogi. Fyrirtækið stofnaði
Jóhannes árið 2006. ,,Upphaflega var
tilgangurinn að sýsla með aðföng fyrir
veitingahús og þjónusta þau en árið
2008 var vörumerkið Sælkerafiskur
sett á markað,‘‘ segir Jóhannes. Í fyrstu
unnu tveir starfsmenn við fyrirtækið en
í dag eru þeir sex talsins. Stærsti hluti
viðskiptanna er sala á smávöru til versl-
anna og þá sérstaklega Sælkerafisk. Auk
þess er sala á ýmsum árstíðartengdum
vörum mikil. ,,Við höfum fundið mik-
inn meðbyr með Sælkerafiski og fólk er
orðið opnara og víðsýnna í matargerð,
meðal annars með tilkomu sushi,‘‘ bætir
Jóhannes við.
Jóhannes segir að hugmyndin að bók-
inni hafi vaknað þegar hann vildi leita
nýrra leiða til að auglýsa vörurnar sem
fyrirtækið selur og nálgast viðskiptavini
á nýjan hátt. Hann telur að með því
að miðla góðum og girnilegum upp-
skriftum sem unnar eru af fagmanni
fæst fólk til að kaupa vörur sem það
hefur jafnvel ekki verslað áður. Jó-
hannes segir að matreiðslubókin henti
öllum þeim sem áhuga hafa á matreiðslu
og vilji elda gott sjávarfang. Mikill áhugi
er á bókinni á meðal sushi unnenda sem
sjá með henni leiðir til að nýta hráefnið
á margvíslegan hátt tengt sushigerðinni.
,,Bókin er verðlögð þannig að það ætti
ekki að vera hindrun fyrir viðskipta-
vini okkar að grípa hana með,‘‘ segir
Jóhannes. Bókina Sælkerafisk allt árið
er hægt að nálgast í flestum matvöru-
verslunum og þá yfirleitt í námunda
við frystiborðin þar sem Sælkerafisk er
að finna. Bókin er einnig væntanleg á
næstu dögum á rafrænu formi á slóðinni
www. skinna.is
Linda Hrönn Þórisdóttir
Uppskrift úr bókinni:
Steikt hörpuskel með eplum og rús-
ínum í karrýsósu
Innihald:
4 stk stór hörpuskel (Sælkerafiskur)
¼ rautt epli – skorið í grófa bita
2 msk rúsínur
1 pk gult karrýmauk (deSIAM yellow
curry paste)
1 dós kókosrjómi (deSIAM Coconut
cream)
1 límóna – safinn
2 msk chiliolía
Olía til steikingar
5 stk graslaukur – gróft saxaður
Salt
Aðferð:
Byrjið á að hreinsa litla vöðvann
frá hörpuskelinni. Gott er að þerra
skelfiskinn áður en hann er settur á
pönnuna til þess að fá fallega steikingu.
Steikið hörpuskelina á snarpheitri
pönnu og kryddið með salti.
Brúnið karrýið létt í víðum potti
ásamt eplunum og bætið kókosrjóm-
anum út á. Hitið að suðu og kryddið
til með límónusafa og salti.
Lækkið undir þegar suðan kemur
upp, bætið rúsínum út í og látið malla
í 10 mínútur.
Raðið upp á disk eða fat og skreytið
með chiliolíunni og graslauknum.
Samkvæmt leit á Google er konan á
myndinni módel í yfirstærð Það er
eitthvað rangt við það!!