Hafnarfjörður - Garðabær - 28.06.2013, Síða 2

Hafnarfjörður - Garðabær - 28.06.2013, Síða 2
2 28. júní 2013 Vilborg pólfari hélt fyrirlestur í Kaplakrika Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari með meiru, hélt fyr-irlestur í Kaplakrika í síðustu viku um markmiðasetningu. Um var að ræða samstarfsverkefni Íslandsbanka og FH. Vilborg fjallaði á skemmtilegan hátt um hvernig hægt er að setja sér markmið auk þess sem hún sagði ferða- sögu sína. Mynd: LHÞ Kosið í ráð og nefndir bæjarins Á dögunum var kosið í ráð og nefndir bæjarins eins og vaninn er á hverju ári. Næsta vor verður kosið til bæjarstjórnar og því sitja viðkom- andi stjórnir aðeins í 10 mánuði. Helstu ráð og nefndir bæjarins skipa: Kosið var í embætti í bæjarstjórn og er Margrét Gauja Magnúsdóttir for- seti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar til eins árs. Kristinn Andersen er 1. varaforseti bæjarstjórnar til eins árs og Sigríður Björk Jónsdóttir 2. varaforseti bæjar- stjórnar. Aðalskrifarar eru þau Helga Ingólfsdóttir og Gunnar Axel Axelsson. Í bæjarráði sitja: Gunnar Axel Ax- elsson, formaður ,Sigríður Björk Jóns- dóttir, Eyjólfur Þór Sæmundsson, Rósa Guðbjartsdóttir og Kristinn Andersen. Í fjölskylduráði eru þau Margrét Gauja Magnúsdóttir, formaður, Guðný Stef- ánsdóttir, Birna Ólafsdóttir, Geir Jóns- son og Guðrún Jónsdóttir. Umhverfis og framkvæmdarráð er skipað eftirtöldum: Margréti Gauju Magnúsdóttur, , formaður, Herði Þorsteinssyni, Árna Stefáni Jónssyni, Helgu Ingólfsdóttur og Ólafi Inga Tómassyni. Í fræðsluráði sitja: Eyjólfur Þór Sæ- mundsson, formaður, Helena Mjöll Jóhannsdóttir, Gestur Svavarsson, Helga Ingólfsdóttir og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir. Skipulags- og byggingarráð er skipað eftirtöldum: Sigríði Björk Jónsdóttur, formanni, Guðfinnu Guðmundsdóttur, Sigurbergi Árnasyni, Rósu Guðbjarts- dóttur og Ólafi Inga Tómassyni. Bæjarstjórn tekur sumarfrí Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er komin í sumarfrí. Næsti fundur hennar verður í ágúst og á meðan fundar bæjarráð eins og venjulega, aðra hvora viku. Næsti fundur hefur verið boðaður þann 21. ágúst. Fær ekki að skila inn lóð Eigandi lóðar við Breiðhellu óskaði eftir því að fá að skila lóð nr 3 en erindi hans var hafnað. Ástæðan er sú að núverandi eigandi fékk ekki lóðinni úthlutað og féll því ekki undir reglur bæjarins um lóðaskil. Foreldrar ósáttir við sumarlokanir á leikskólum Fulltrúi foreldra leikskólabarna í fræðsluráði lagði fram bókun á síðasta fundu ráðsins þar sem mót- mælt er 5 vikna lokun skólanna yfir sumartímann. Í bókuninni segir meðal annars að lokun leikskól- anna sé lengri en orlofsréttur flestra foreldra. Einnig segir: „Hafnarfjörður er með lengstu sumarlokanirnar af nágrannasveitarfélögunum og er það bænum ekki til sóma. For- eldrafélög leikskólabarna hafa alltaf mótmælt fimm vikna sum- arlokun leikskólanna og bindur miklar vonir við að sumarlokun verði stytt árið 2014.” Endurbætur á Fríkirkjunni Viðamiklar endurbætur standa nú fyrir dyrum á Fríkirkjunni í Hafnarfirði en í ár eru 100 ár síðan Fríkirkjusöfnuðurinn var stofnaður. Meðal þess sem verður endurnýjað eru gluggar í kór og á suðurhlið kirkjunnar, ásamt því að safnað- arheimilið þarfnast viðamikilla endurbóta. Leitað hefur verið til bæjaryfirvalda um stuðning við endurbæturnar sem kosta fleiri milljónir króna. STUTT OG LAGGOTT 6-10 ára 8 -19 júlí kl 9:00 - 12:00 11-14 ára 8 -19 júlí kl 13:00 - 16:00 Leiklistarnámskeið Skráning og nánari upplýsingar sími 565 5900 namskeid@gaaraleikhusid.is www.gaaraleikhusid.is Gaaraleikhúsinu við Víkingastræti Fyrir börn og unglinga Almenn ánægja með 17. júní: Hátíðahöldin líklega framvegis í miðbænum Mat manna er almennt að 17. júní hátíðin hafi tekist vel í ár en hátíðin var haldin í miðbænum að þessu sinni. Geir Bjarnason, sem hafði veg og vanda að hátíðinni, segir að þetta hafi tekist afar vel. Þrátt fyrir veðrið hafi þát- tökumet verið slegið í skrúðgöngunni og aldrei hafi eins margir farið í innan- bæjarstrætó. Aðsóknarmet var slegið í Byggðasafninu og almenn ánægja hafi verið með hvernig til tókst. „Almennt fann fólk eitthvað við sitt hæfi. Austurgötuhátíðin var al- veg frábær og kemur fólk úr öðrum sveitarfélögum þangað til að kíkja á dýrðina og nú hefur t. d. fulltrúi annars sveitarfélags verið að spyrja hvernig þetta sé eiginlega hægt. En Austurgatan fyllist af fólki og þar er allskonar í gangi bazar, matarsala, sýn- ingar og svo framvegis fyrir utan hve gatan er skemmtileg. Nóg var að gera í veitingahúsunum og í mörgum versl- unum þó að þær hafi kannski ekki selt mikið. Þannig að jú þetta verður trúlega áfram þarna á næsta ári ‘‘ sagði Geir í samtali við Bæjarblaðið Hafnarfjörð. „Það sem menn voru að agnúast útí og við munum skoða og reyna að laga er að umferð komst ekki frá Holtinu meðan að skrúðgangan gekk framhjá í 20 mínútur, mönnum fannst vanta bílastæði í miðbæinn en við lokuðum fyrir umferð bíla þar. Svo voru ein- hverjir að kalla eftir kvölddagskrá sem við vorum ekki með en framkvæmdin er nokkuð dýr á þessum viðburði. ‘‘sagði Geir að lokum. Gert að rífa sólskála þrátt fyrir bygginga- leyfi frá bænum Eigendum sólskála við Hvammabraut hefur verið gert að rífa sólskála sem leyfi hafði fengist fyrir hjá bæjaryf- irvöldum. Ástæðan er sú að málið var kært til Úrskurðarnefndar sem felldi leyfið úr gildi. Forsagan er sú að leyfi var gefið fyrir byggingu sólskála á svölum fjölbýlishúss árið 2010. Þegar byggingunni var lokið kom í ljós að sólskálinn var ekki nákvæmlega á þeim stað sem leyfið var byggt á. Ná- grannarnir kærðu þá byggingaleyfið til Úrskurðarnefnar umhverfis – og auðlindarmála sem felldi leyfið úr gildi. Bjarki Jóhannesson, skipulags- og byggingarfulltrúi í Hafnarfirði segir að mál sem þetta séu ekki algeng. „Þetta kemur þó einstaka sinnum fyrir, þar sem þetta er lögboðinn réttur fólks til að fá skorið úr málum án tilheyrandi lögfræðikostnaðar, ef það telur að rétti hafi verið hallað eða hagsmunir bornir fyrir borð. “sagði Bjarki í samtali við blaðið. „Sjaldgæft er að afgreiðslur okkar séu ógiltar, en kemur þó fyrir eins og í þessu tilviki.” Draumur hjólabrettafólks rætist Hafnarfjarðarbær og Brettafélag Hafnarfjarðar skrifuðu undir samkomulag þann 17. júní um aðstöðu fyrir hjólabrettafólk. Aðstaðan verður að Flatahrauni 14 þar sem Björgunar- sveit Hafnarfjarðar er nú til húsa. Björgunarsveitin mun flytja starfsemi sína í nýtt húsnæði í haust. Meðlimir í Brettafélaginu munu geta nýtt sér þessa æfingaaðstöðu en einnig er stefnt að því að hafa opið hús fyrir aðra áhugamenn. Þessi samningur er tilraunaverkefni sem stendur til ársins 2015. -LÞH Samningurinn handsalaður. Mynd: Þórður Ingi Ábendingar um efni í blaðið sendist á netfangið: hafnarfjordur@vedurehf.is Margrét Gauja er forseti bæjar- stjórnar og leiðir tvær nefndir á vegum bæjarins. Víkingahátíð var hluti af 17. júní hátiðinni í ár.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.