Hafnarfjörður - Garðabær - 28.06.2013, Síða 4
4 28. júní 2013
Hellisgerði 90 ára:
Var fyrst eingöngu opið á
sunnudögum á sumrin
Síðastliðinn sunnudag var 90 ára afmæli Hellisgerðis fagnað. Há-tíðin hófst við gamla ræðupúltið
og flutti Guðrún Ágústa Guðmunds-
dóttir bæjarstjóri ávarp. Skemmtileg og
fjölbreytt tónlistaratriði voru á sviðinu,
meðal annars Pollapönk og Jón Jóns-
son og slegið var upp harmonikkuballi.
Það var góð stemning í blíðskaparveðri
og Hafnfirðingar á öllum aldri voru
samankomnir í þessum fallega skrúð-
garði. Hollvinafélag Hellisgerðis stóð
fyrir hátíðarhöldunum en félagið var
stofnað á síðastliðnu ári. Á fésbókar-
síðu félagsins kemur fram að tilgangur
félagsins sé að standa vörð um og styðja
við Hellisgerði.
Það var að tilstuðlan Málfundafé-
lagsins Magna sem garðurinn varð að
veruleika. Á fundi félagsins árið 1922
kom upp sú hugmynd að setja upp
blómagarð í Hafnarfirði og hafa þannig
áhrif á útlit bæjarins. Einnig var til-
gangurinn að koma upp skemmtistað
fyrir bæjarbúa og vekja áhuga þeirra
á blóma- og trjárækt. Stofnuð var
nefnd innan málfundarfélagsins sem
hafði það hlutverk að finna heppilegan
stað fyrir skrúðgarðinn og koma hug-
myndinni í framkvæmd. Bæjarstjórn
Hafnarfjarðar afhenti síðan málfundar-
félaginu landsvæðið Hellisgerði og
ræktun hófst.
Jónsmessuhátíð var haldin árlega
frá árinu 1923 og var það helsta fjár-
öflunarleiðin til uppbyggingar og
gróðursetningar í garðinum. Fyrstu
áratugina var Hellisgerði einungis
opið almenningi á sunnudögum til að
vernda viðkvæman gróðurinn. Síðar
var garðurinn opinn alla daga ársins á
sumrin og um langt skeið hefur hann
verið opinn almenningi allt árið um
kring.
LHÞ
Eldri borgarar hvattir til hreyfingar:
Hvíldarbekkir með vissu millibili
á helstu gönguleiðum bæjarins
Verkefnið Brúkum bekki var formlega sett af stað síð-astliðinn mánudag. Það er
Öldungaráð Hafnarfjarðar, Félag eldri
borgara og Félag sjúkraþjálfara sem
standa fyrir verkefninu. Tilgangurinn
með verkefninu er að stuðla að frekari
hreyfingu eldri borgara.
Settir verða upp bekkir með 250 –
300 metra millibili víðsvegar í bænum
sem gerir eldri borgurum kleift að fara
út að ganga og geta sest niður á bekki.
Búið er að teikna upp göngukort með
staðsetningu bekkjanna. Leitað var til
bæjarstjórnar, fyrirtækja og félagasam-
taka í Hafnarfirði að koma að verkefn-
inu. Bekkirnir eru merktir gefendum
og Slysavarnarfélagið Landsbjörg hnit-
merkir hvern bekk.
LHÞ
HAFNARFJÖRÐUR / gARÐAbæR
14. TbL. 3. ÁRgANgUR 2013
Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@
fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri:
Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@
fotspor.is. Ritstjórar: Hólmfríður Þórisdóttir, sími 699 0450, netfang: holmfridur@vedurehf.is, Sigurður Þ
Ragnarsson netfang: hafnarfjordur@vedurehf.is, Ljósmyndaar: Þórir Snær Sigurðarson, sími 615 2049,
Þórður Ingi Bjarnason, sími 822 0068, Blaðamenn: Linda Hrönn Þórisdóttir, Þórir Snær Sigurðarson. Umbrot:
Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 13.500 eintök. dreifing: Póstdreifing. Veffang: fotspor.is
Fríblaðinu er dreiFt í 13.500 e intökum
í allar íbúðir í HaFnarFirði / Garðabæ
Þjóðhátíðin var haldin með pompi og prakt í síðustu viku og ekki er annað að heyra en að menn hafi almennt verið afar sáttir við hvernig til tókst að halda hátíðina í miðbænum. Þrátt fyrir minniháttar tafir
á umferð í stuttan tíma þá voru lokanir á götum auglýstar vel í blöðum og á
vefnum. Aðalskipuleggjandi hátíðarinnar segir einmitt í viðtali hér í blaðinu
að hugmyndin sé að halda áfram á þessari braut að ári.
Það var vel til fundið að gæða miðbæinn lífi með þessum hætti og sjálfsagt
muna margir eftir þeim tímum þegar dagskráin var haldin á Thorsplani- fyrir
hellulögn. Kvölddagskráin fór svo fram við Lækjarskóla þar sem komið var
fyrir sviði á planinu og árvisst að einhverjir féllu (létu sig falla) í lækinn. Þá
„hittu allir alla“ en meðan hátíðin var haldin á hinu víðáttumikla Víðistaðatúni
var það ekki raunin.
Það er full ástæða til að lífga upp á miðbæinn okkar enda er verið að gera
ýmislegt í þá áttina nú í sumar. Í dag eru ansi athyglisverðar verslanir á
Strandgötunni sem leggja áherslu á hönnun og skart og má segja að Strand-
gatan sé að taka á sig blæ Skólavörðustígs í Reykjavík með skemmtilegar
hönnunarverslanir á hverju horni.Hugmyndir unglingaráðs Hafnarfjarðar
hníga einmitt að því að blása lífi í miðbæinn mneð ýmsum hætti og eru þær
hugmyndir allrar athygli verðar.
Allt á hálfum hraða
Á þessum árstíma er eins og hægi á öllu í þjóðfélaginu. Júlímánuður er helsti
sumarleyfistími landans og martröð fjölmiðlamanna tekur við. Illögulegt er
að ná sambandi við embættismenn og stjórnendur á þessum tíma þar sem
meirihluti þeirra er í fríi. En lesendur vilja samt sem áður frá fréttir úr bænum
sínum og lesa viðtöl við áhugavert fólk. Því tökum við ekki sumarleyfi fyrr
en í lok júlí og þá einungis í tvær vikur.
Lifið heil
Hólmfríður Þórisdóttir
Komum lífi í
miðbæinn á ný
Leiðari
Hvað veistu um bæinn þinn eru laufléttar spurningar um Hafnarfjörð og sögu hans.
Svar á bls 14
HVAÐ VEISTU UM BÆINN ÞINN? ?Spurningin í þessu blaði er:Húsið var byggt árið 1886 og rúmaði um 300 manns en þá bjuggu rúmlega 400 manns í Hafnarfirði. Það var fyrsta samkomuhús bæjarins. Hvaða hús er þetta sem enn stendur?
Einn bekkur kominn á sinn stað,
kærkomið að setjast niður og kasta
mæðinni áður en haldið er lengra.
Framkvæmdanefnd verkefnisins, frá vinstri, Gylfi Ingvarsson, formaður Öldungaráðs Hafnarfjarðar, Haraldur Sæmunds-
son, sjúkraþjálfari, jón Þór Brandsson, sjúkraþjálfari, jón Kr Óskarsson, formaður Félags eldri borgara í Hafnarfirði
og Kristján Björnsson, varaformaður Félags eldri borgara í Hafnarfirði.
Bæjarstjórinn tók sig vel út í ræðupúltinu.
jón jónsson spilaði í Hellisgerði á yngri árum, ungur og óþekktur. Hann tók
lagið í afmælishófinu, eldri og þekktari í dag.Leikhópur frá
Englandi heimsækir
Gaflaraleikhúsið
Þriðjudaginn 2 júlí flytur enski leikhópurinin Spindrift Theatre þríleikinnC ydonia: Marsiah,
Me, Whilst being Humane og Phew:
Kisuleikur í Gaflaraleikhúsinu. Í leik-
hópnum eru íslensku leikonurnar
Sólveig Eva Magnúsdóttir og Bergdís
Júlía Jóhannesdóttir en þær luku námi
í Rose Bruford leiklistarskólanum í vor.
Verkin eru útskriftarverkefni leikarana
í leikhópnum og eru skemmtilegar til-
raunir með innihald og form.
Gaflaraleikhúsið hefur síðastliðin
sumur verið vettvangur fyrir nýja leik-
ara og sviðslistafólk sem hafa menntast
í erlendum leiklistar- og dansskólum
og vilja kynna sig á heimaslóðum og
það er ánægjulegt að bjóða upp á það
enn einu sinni. Sýningin byrjar kl 20.00
og hægt er að panta miða í síma 565
5900 og ámidasala@gaflaraleikhusid.is