Hafnarfjörður - Garðabær - 22.08.2014, Blaðsíða 6

Hafnarfjörður - Garðabær - 22.08.2014, Blaðsíða 6
22. ÁGÚST 2014 Hver er stærsti sigur þinn? Enn sem komið er það útskriftin úr Háskólanum í vor ásamt Íslandsmeist- aratitlunum. Hver eru þín helstu áhugamál? Að sjálfsögðu handbolti og yfirleitt flestar íþróttir. Einnig finnst mér gaman að baka en annars allt þetta helsta, útivera, vera með fjölskyldu og vinum, tíska og förðun. Ég er t.d. að fara hefja nám í förðunarfræði sem mig hefur lengi langað til að gera. Hver er þinn helsti kostur? Þrautseigja En galli? Heima hef ég heyrt að ég sé svolítil prinsessa, en ég veit ekki hvað þau eru að tala um. Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Dynjandi í Arnarfirði En í Hafnarfirði? Hvaleyrarvatn Eftirlætis íþróttafélag? Uppeldisfélagið á nú alltaf sérstakan stað hjá manni. Hvað áttu marga „vini“ á Facebook? Ég þurfti nú að athuga það en það stendur 683. Uppáhaldstónlistarmaður eða tón- listarstefna? Hún Queen B fær mig alltaf til að dilla mér. Uppáhaldsmatur og drykkur? Ég fæ mér ósjaldan Hamingjuhumar- bökuna á Saffran en humar er eitt það besta sem ég fæ. Og vatnið er besti drykkurinn. Hvaða bók eða listaverk hefur haft mest áhrif á þig og hvers vegna? Það sem ég hef lítið lesið annað en námsbækur undanfarin ár þá fannst mér Corporate Governance einstaklega skemmtileg og fróðleg bók. Hvert sækirðu afþreyingu? Sjónvarp, útvarp, bók eða net? Ég verð að viðurkenna ég er allgjört þáttanörd og fylgist vel með þeim á netinu. Hvað vildirðu verða þegar þú yrðir stór? Þegar ég var yngri vildi ég verða tann- læknir, þangað til í uppgötvaði að engum finnst gaman að fara til tann- læknis. Hvert var fyrsta starfið, og hvað hefurðu tekið þér fyrir hendur fram að þessu? Það var í Ecco skóbúðinni en amma og afi áttu þá skóverslun lengi vel. Núna starfa ég hinsvegar í Actavis og líkar það sérlega vel. Af hverju viðskiptafræðin? Ég fann mig vel í viðskiptafræðinni í Flensborg enda ótrúlega góður og skemmtilegur kennari hann Stefán Örn sem kennir flest viðskiptafræðileg fög þar. Þar ákvað ég að halda áfram með viðskiptafræði enda fræðigrein sem opnar inn á margt fyrir mann í framtíðinni. Af hverju handboltinn? Tvær bestu vinkonum mínar byrjuðu að æfa handbolta þegar við vorum 7 ára, svo ég ákvað að fara bara líka og sé ekki eftir því. Ef þú værir ekki á fullu í handbolta, værir þú í íþróttum, eða hvað tækirðu þér fyrir hendur? Líkamsrækt er hluti af mínum lífstíl svo ég myndi alltaf finna mér eitthvað að gera í tengslum við það. T.d. hef ég gaman af spinning, pilates eða að fara bara út að hlaupa. Áttu þér fyrirmynd í leik eða starfi? Ég verð að segja að foreldrar mínir eru til fyrirmyndar í einu og öllu sem þau taka sér fyrir hendur og hef ég ávalt getað leytað til þeirra. Hvað er að þínu mati mikilvægast fyrir Hafnarfjörð? Fagurt og gott mannlíf. Að því sögðu, hvað mega bæjaryfir- völd gera betur? Hér hefur verið frábær þróun í mann- lífinu í bænum og má sú þróun halda áfram. Hvaða stundir í lífinu eru gleðileg- astar? Þar verð ég að segja afmælisdagar fjölskyldumeðlima en mér þykir alltaf gaman þegar við komum saman öll fjölskyldan til að gleðjast. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Má segja, borða ís ? Nei nei, mér finnst skemmtilegast að vera í góðra vina hóp eða með fjöl- skyldu, að gera allt eða ekkert. Leiðinlegast? Ég verð að segja að fara til tannlæknis er ekkert það skemmtilegasta sem ég geri, annars finnst mér einnig ótrúlega leiðinlegt að bíða í röð. Hvað er svo framundan hjá Sigríði Arnfjörð Ólafsdóttur? Ég ákvað loksins að láta það eftir mér og skráði mig í nám í MoodMakeUp School, get ekki beðið eftir að byrja ! Lífsmottó: Brostu framan í heiminn og þá brosir heimurinn framan í þig og það hefur reynst vel. 6 Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir: Sér ekki eftir að hafa byrjað í handboltanum Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir býr í Norðurbænum í Hafnarfirði. Hún hefur lengi staðið í markinu hjá FH í handboltanum og er snúin aftur heim, eftir nokkur ár hjá Val og varð Íslandsmeistari síðasta vor. Sigríður fæddist á Patreksfirði en kom í Fjörðinn fimm ára og hefur búið hér síðan. Hún er viðskiptafræðingur að mennt, útskrifaðist frá HR í sumar, en áhuginn á viðskiptafræðinni varð til í Flensborg. Hins vegar ætlar hún í förðunarfræði í haust, og verður auk þess á fullu í markinu hjá FH. Sigríður Arnfjörð Ólafsdóttir er í yfirheyrslunni að þessu sinni. Samningur við FH handsalaður. Við útgáfu blaðs stúdenta í HR. Ásamt góðum vinkonum í afmæli. Á þjóðhátíð í Eyjum í góðum hópi. Skálað fyrir útskrift.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.