Hafnarfjörður - Garðabær - 20.09.2013, Side 2
2 20. september 2013
Hreyfing eykur blóðflæði
Hvað gerir BEETELITE
örvar Nitric Oxide framleiðslu strax.
Betra blóðflæði, 30% æðaútvíkkun,
30% meiri súrefnisupptaka, réttur blóðsykur,
aukin fitubrennsla, 20% meira þrek orka og
úthald, hraðar bata eftir æfingar.
Bættir árangur íþróttafólks allt að 20%
Örvar upptöku annara vítamína, fæðubótarefna.
U
m
b
o
ð
: w
w
w
.v
it
ex
.is
Hvað gerir VIAGRA - SILDENAFIL The release of nitric oxide molecules causes erection.
BEETELITE Rauðrófukristall
100% lífrænt og því fullkomlega öruggt
1 skot 30 mín. fyrir æfingar blandað í
150 ml af vatni. Endist 6 tíma í líkamanum.
Bætt blóðflæði 30 mín. eftir inntöku.
Fæst í World Class, Sportlíf,
apótekum og heilsubúðum
Nitric Oxide
Nóbelsverðlaun 1998 - Sameind ársins 1992
Iðnskólinn í Hafnarfirði hefur starfað í 85 ár
- næg atvinnutækifæri fyrir þá sem útskrifaðst frá málmiðnaðardeild
Iðnskólinn í Hafnarfirði var stofnaður 11. nóvember 1928 á fyrsta fundi Iðnaðarmannafélags
Hafnarfjarðar og rak félagið skólann
sem kvöldskóla til ársins 1955. Emil
Jónsson, bæjarverkfræðingur og síðar
forsætisráðherra í minnihlutastjórn
Alþýðuflokksins var fyrsti skólastjóri
skólans og gegndi starfinu til ársins
1944. Kennsla samningsbundinna iðn-
nema hefur farið fram allt frá stofnun
skólans. Helstu tímamót í sögu skól-
ans urðu þegar ríkið og bæjarfélagið
tóku við rekstrinum árið 1956 og varð
hann þá dagskóli. Með stofnun grunn-
deilda málmiðna 1974 var tekin upp
verkleg kennsla við skólann. Grunn-
deild tréiðna og verklegt nám fyrir
háriðnir hófst árið 1977 og á sama tíma
hófst kennsla í tækniteiknun. Síðasta
grunndeildin var stofnuð 1983 með
verklegri kennslu í rafiðnum. Verk-
deildirnar hafa verið, og eru ennþá,
kjölfesta skólastarfsins. Árið 1990 var
komið á fót hönnunarbraut að frum-
kvæði þáverandi skólameistara Steinars
Steinssonar en henni var síðan breytt í
listnámsbraut, s.kv. Aðalnámskrá fram-
haldsskóla, árið 1999. Útstillingadeild
var stofnuð haustið 1998. Frumdeild
var starfandi árin 1993-2002 og almenn
námsbraut tók til starfa haustið 2000.
Flutt í nýtt húsnæði árið
2000
Skólinn flutti í nýtt húsnæði í jan-
úar árið 2000 við Flatahraun 12. Í
því fólst veruleg stækkun og bylting
á allri aðstöðu nemenda og kennara.
Skólahúsnæðið er fjármagnað, reist og
rekið af einkaaðilum og er það fyrsta
fjölhæða stálgrindarhúsið sem reist er
hérlendis. Áður hafði Iðnskólinn verið
á tveimur stöðum þar sem bóknám fór
fram í húsnæðinu við Reykjavíkurveg
og verknámið var til húsa við Flata-
hraun. Í nýja skólanum var öll aðstaða
undir sama þaki en vegna mikillar að-
sóknar og fjölgunar í skólanum hefur
áhaldahús bæjarins verið gert upp og
notað sem kennslurými til bráðabirgða
meðan leitað er lausna við stækkun
skólans.
Iðnskólinn í Hafnarfirði er heilsu-
eflandi framhaldsskóli og á hverju
ári er unnið eftir ákveðnu þema, í
ár er það geðrækt. 13. September sl.
hófst dagskrá vetrarins. Sigurbjörn
Hreiðarsson, sem er leiðtogi átaksins í
skólanum, ræddi um það sem verður á
döfinni. Næst kom Ársæll skólameist-
ari og ræddi um mikilvægi þess að
láta áhyggjur og stress ekki íþyngja
manni um of. Eftir það var farið í
góðan göngutúr þar sem boðið var
upp á ávexti á leiðarenda. Að lokum
var hresst upp á andann með því að
hlusta á uppistand Ara Eldjárns.
Sterk hefð fyrir málm-
iðnaðardeildinni
Ársæll Guðmundsson skólameistari
segir að málmiðnaðardeildin sé og
hafi alltaf verið öflug í starfi Iðnskóla
Hafnarfjarðar, hefðin fyrir þeirri starf-
semi sé mjög sterk. Ávallt sé ásókn í að
ráða til starfa rennismiði, stálsmiði og
vélvirkja til starfa, ekki síst hjá stórum
og taustum fyrirtækjum í íslensku at-
vinnulífi, eins og t.d. Össur og Marel.
Í haust eru um 530 nemendur við Iðn-
skóla Hafnarfjarðar.
Iðnskólinn í Hafnarfirði.
Í kennslustund í málmsmíði.
Í tréiðnaðardeild. Vanda skal að fyrstu gerð.
Ársæll Guðmundsson skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði.
Hafnarfjarðarbær styrkir félaga-
samtök, fyrirtæki og einstaklinga
Bæjarráð Hafnarfjarðar veitir ár hvert félagasamtökum, fyr-irtækjum eða einstaklingum
styrki til starfsemi og þjónustu sem
fellur að hlutverki sveitarfélagsins
eða telst á annan hátt í samræmi við
stefnumörkun, áherslur og forgangs-
röð sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur
er til næsta sunnudags, 22.september.
Reglur um styrkveitingar er hægt
að nálgast gegn gegnum ,,Mínar
síður – umsókn um styrk – bæj-
arráðsstyrkur“ og þar er einnig hægt
að nálgast umsóknareyðublað. Gert
er ráð fyrir að úthlutun verði lokið
fyrir 1. desember nk. Horft yfir Hafnarfjörð.
Skólastjórar, síðar skólameistarar hafa verið:
Emil Jónsson verkfræðingur og, sfyrrverandi forsætisráðherra, skólastjóri í
16 ár 1928 – 1944
Bergur Vigfússon, skólastjóri í 12 ár 1944 – 1956
Snæbjörn Bjarnason véltæknifræðingur, skólastjóri í 1 ár 1956 – 1957
Sigurgeir Guðmundsson byggingafræðingur, skólastjóri í 18 ár 1957 – 1974
og 1975 – 1976
Steinar Steinsson véltæknifræðingur, skólameistari í 18 ár 1974 – 1975, 1976
– 1984 og 1985 – 1994
Jóhannes Einarsson véltæknifræðingur, skólameistari í 17 ár 1984 – 1985
og 1994 – 2010.
Núverandi skólameistari er Ársæll Guðmundsson.
Kennslustaðir Iðnskólans hafa verið:
Gamli barnaskólinn við Suðurgötu 1928-1929
Barnaskóli Hafnarfjarðar 1929-1939
Flensborg 1939-1957
Bókasafnið við Mjósund 1957-1972
Reykjavíkurvegur 74 frá 1972-1999 ásamt verkdeildahúsi við Flatahraun
1974-1999
Nú fer kennsla fram að Flatahrauni 12 og 14 og einnig í Gjótuhrauni.