Hafnarfjörður - Garðabær - 20.09.2013, Qupperneq 4

Hafnarfjörður - Garðabær - 20.09.2013, Qupperneq 4
4 20. september 2013 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar: Átta mánuðir til bæjarstjórnarkosninga Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skipa 11 fulltrúar. Í kosningunum 2010 fengu Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn 5 fulltrúa hvor og Vinstri hreyfingin grænt fram- boð 1 fulltrúa. Samfylking og Vinstri grænir mynda meirihluti í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar, bæjarstjóri er Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir og forseti bæjarstjórnar Margrét Gauja Magnúsdóttir og formaður bæjarráðs Gunnar Axel Axelsson. Reglulegir fundir bæjarstjórnar eru haldnir hálfsmánaðarlega, á miðviku- dögum kl.14:00 í Hafnarborg en með fundunum er hægt að fylgjast í út- varpi á FM97,2. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks eru Valdimar Svavarsson, Rósa Guðbjarts- dóttir, Kristinn Andersen, Geir Jónsson og Helga Ingólfsdóttir. Fyrir Samfylk- inguna sitja í bæjarstjórn Margrét Gauja Magnúsdóttir, Gunnar Axel Ax- elsson, Eyjólfur Sæmundsson, Sigríður Björk Jónsdóttir og Lúðvík Geirsson og fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð er það Guðrún Ágústa Guð- mundsdóttir bæjarstjóri. Átta mánuðir eru nú eftir af kjörtímabili bæjarstjórn- arinnar en sveitarstjórnarkosningar fara fram í lok maímánaðar 2014, líklega laugardaginn 31. maí. Ekkert hefur heyrst um það hvort núverandi bæjarfulltrúar sækjast eftir því að sitja áfram á framboðlistum flokka sinna, en búast má við nú á haustdögum að margir fari að hugsa sér til hreyfings, alltaf eru einhverjir fýsandi þess að gera sig gildandi í pólitík en styttra kann að vera í prófkjör eða uppstillingu hjá stjórnmálaflokkunum. Framsóknar- flokkurinn náði ekki inn manni í bæj- arstjórn Hafnarfjarðar vorið 2010 en líklegt verður að teljast að Framsóknar- menn í Hafnarfirði hugsi sér aftur til hreyfings. Við síðustu bæjarstjórnar- kosningar var kjörsókn afar dræm, eða aðeins 65% en þá voru liðlega 17.800 manns á kjörskrá í Hafnarfirði. HAFNARFJÖRÐUR / gARÐAbæR 19. TbL. 3. ÁRgANgUR 2013 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is. Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, sími: 898-5933 & netfang: geirgudsteinsson@simnet.is. Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 13.500 eintök. dreifing: Póstdreifing. Veffang: fotspor.is Fríblaðinu er dreiFt í 13.500 e intökum í allar íbúðir í HaFnarFirði / Garðabæ Að elska fjölskyldu sína þykir flestum sjálfsagt mál, en að elska óvin sinn og bera fyrir honum virðingu er hreinn kærleikur. Kærleikurinn er einfaldur, sýndu hann því það er svo auðvelt og kostar ekkert. Einelti er allt of algengt hér á landi, og oft líðst það þrátt fyrir fögur orð um að tekið sé með festu á slíkri vanvirðu. Stúlka sem var fædd með skarð í vör hefur þurft að þoka slíkt einelti alla tíð. Það lýsir hins vegar afar bágum karakter þeirra sem slíkt stunda, jafnvel heimsku. Sumt af því sem við þessa fallegu stúlku hefur verið sagt er þannað að ekki er hægt að hafa það eftir hér. Þessi harðneskja í samskiptum fólks birtist með ýmsum hætti og er allt of algeng er í nútíma þjóðfélagi. En kannski hafa þeir unglingar sem telja einelti ekk- ert athugavert það eftir háttarlagi þeirra fullorðnu. Þeir verða kannski varir við harðneskjulegar innheimtuaðgerðir í garð foreldra sinna frá bönkum, tryggingafélögum og fleiri stofnunum, jafnvel inni á eigin heimilum og finnst því ekkert athugavert að endurspegla það. Hafa skal í huga að sumar innheimtuaðgerðir eru ekkert annað en gróft einelti. Virðing þjóðarinnar fyrir Alþingi er í molum, og þar er við engan annan að sakast en sjálfa þingmennina. Þingmenn þjóðarinnar ættu að sýna hver öðrum meiri kærleika, þá gengju þingstörfin kannski betur á Alþingi og meiri virðing yrði borin fyrir stjórnmálamönnum almennt og þeirra verkum. Flest kosningaloforð stjórnarflokkanna sem gefin voru á vordögum hafa ekki enn séð dagsins ljós, en vonandi stendur það til bóta, a.m.k. hefur forsætisráðherra boðað stórfellda hjálp til handa þeim heimilum sem verst standa fjárhags- lega. Almenningur vill trúa því að svo verði, annars fer allt í bál og brand og þá verður svokölluð búsáhaldabylting aðeins hjóm eitt í samanburði við þær aðgerðir sem reiður almenningur gæti gripið til. Hveitibrauðsdögum ríkisstjórnarinnar lauk 1. september sl., nú bíður þjóðin raunhæfra aðgerða frá henni. Vonandi ber bæjarstjórn Hafnarfjarðar gæfu til að selja þær byggingalóðir sem nú er verið að auglýsa í Smárahlíðinni. Þar með þéttist byggðin á Völlunum, tiltrú unga fólksins á svæðinu eykst, fleiri þjónustufyrirtæki sjá hag sinn í því að setjast þar að. Þjónusta bæjarfélagsins gagnvart íbúum þessa svæðis ætti líka að aukast um leið og fjárhagur bæjarsjóðs batnar, kafsundinu úr dýfunni sem tekinn var við efnahagshrunið 2008 fer kannski að ljúka. Með aukinni hagsæld batnar þjónustan, ekki bara við íbúana á Völlum, heldur við alla Hafnfirðinga. Það á líka við íbúa nágrannasveitarfélagsins, Garðabæjar. Þar stendur til að bjóða út byggingalóðir í fallegu landi, en það er öllum sveitarfélögum nauðsyn að geta boðið ungu fólki byggingalóðir, og það á öllum tímum, ekki bara í nálægð sveitarstjórnarkosninga. Ef það gerist ekki leita leita íbúarnir yfir lækinn þar sem aðstaðan og þjónustan er betri. Það er alveg deginum ljósara. Geir A. Guðsteinsson ritstjóri Er raunverulega von á hjálp við heimili í fjárhagsvanda? Leiðari margrét Gauja magnúsdóttir stjórnar bæjarstjórnarfundinum. bæjarstjórn Hafnarfjarðar á fundi 18. september sl. Þrír bæjarfulltrúar voru fjarstaddir og tóku varamenn sæti þeirra á fundinum. Skarðshlíð á Völlunum - framtíðar byggingasvæði í Hafnarfirði Lóðir í 1. áfanga Skarðshlíðar eru komnar í sölu. Um er að ræða lóðir við Hádegisskarð, Bergsskarð, Drangsskarð, Bjargsskarð, Glimmerskarð og Vikurskarð. Byrjað var að taka á móti umsóknum laugar- daginn 7.september sl. en umsóknar- frestur er til til 27. September nk. Sótt er um á ,,Mínum síðum“ hjá Hafnar- fjarðarbæ. Skarðshlíð er um 30 ha að stærð og liggur upp að hlíðinni sunnan og vestan í Ásfjalli. Svæðið er í hlíð sem hallar mót suðri og liggur í skjóli fyrir norðan- og austanáttum. Efst í hlíðinni verða einbýlishús, þar fyrir neðan par- og raðhús og fjölbýlishús næst Ásvalla- brautinni, sem er aðkoman inn í hverfið. Í hverfinu er fyrirhugað að byggja 4–6 deilda leikskóla og hjúkrunarheim- ili. Byggðin er tengd náttúrunni með tveimur grænum ósnortnum svæðum þvert inn í byggðina og tengist þannig þungamiðju hennar. Leitast var við að hafa sjálfbæra þróun og vistvænt skipulag að leiðarljósi við hönnun Skarðshlíðarhverfis. Þéttriðið stíganet er í hverfinu, í tengslum við megin göngustíga, hjólreiða- og al- menningsvagnakerfi bæjarins. Skarðshlíðin hefur upp á allt að bjóða. Á svæðinu, í Vallahverfinu, er sundlaug, íþróttamiðstöð Hauka og öflugt skólasamfélag, m.a. Hraunvalla- skóli og leikskólar. Stutt er í ósnortna náttúruna, Ásfjall, Ástjörn, Hvaleyrar- vatn, Helgafell og Bláfjöll. séð yfir skarðshlíð en svæðið er tilbúið, og þar geta hafist framkvæmdir innan tíðar hjá þeim sem þar fá úthlutað lóðum. ekki er ósennilegt að undir hlíðinni sé gott skjól fyrir norðanáttinni.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.