Hafnarfjörður - Garðabær - 20.09.2013, Side 6

Hafnarfjörður - Garðabær - 20.09.2013, Side 6
HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ Í GÓÐUM HÖNDUM Snjallt að kíkja á okkur á adal.is Við erum með órar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á þeim öllum. Hlökkum til að sjá þig! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -0 4 6 7 Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár Reykjavík Grjóthálsi 10 Sími 590 6940 Reykjavík Skeifunni 5 Sími 590 6930 Hafnarfjörður Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900 Kópavogur Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935 Reykjanesbær Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970 www.adalskodun.is og www.adal.is Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt. Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900 20. september 2013 Verstöðin Hafnarfjörður: Í 16. sæti yfir kvótahæstu sveitar- félögin með 7.812 þorskígildistonn Tíu stærstu útgerðarfyrirtæki landsins er með liðlega helming kvóta yfirstandandi fiskveiðiárs sem hófst 1. september sl. 50 stærstu út- gerðarirnar eru með liðlega 86% kvót- ans. Af einstaka útgerðarfyrirtækjum er HB-Grandi með mestan kvóta, eða nær 43 þúsund þorskígldistonn sem er 11,2% heildarkvótans. Stálskip í Hafnarfirði er í 21. sæti með 4.792 þorskígildistonn, eða 1,3% heildar- kvótans. Þegar skoðað er úthlutun í einstaka fisktegundum kemst útgerðar- fyrirtækið Stálskip í Hafnarfirði á lista yfir 10 hæstu í gullkarfa, er í 8. sæti með 1.656 þorskígildistonn. Þorskur er sem fyrr langveigamesta fisktegundir, en leyft verður að veiða 171.170 þorskí- gildistonn af þeim gula. Síðan kemur karfi/gullkarfi með 44.899 þorskíg- ildistonn, 36.028 þorskílgildistonn af ufsa og 34.936 þorskígildistonn af ýsu. Í fyrsta skipti er nú úthlutað kvóta í þremur fisktegundum, þ.e. í blálöngu, gulllaxi og litlum karfa. Höfuðborgin Reykjavík er kvóta- hæsta verstöð landsins með nær 51 þúsund þorskígildistonn sem er lið- lega 13% heildarkvótans. Síðan koma Vestmannaeyjar með 42.770 þorskí- gildistonn og Grindavík með 32.159 þorskígildistonn. Hafnarfjörður er í 16. sæti með 7.812 þorskígildistonn sem er 2% heildarkvótans. Kvótahæsta skipið á fiskveiðiárinu 2013 – 2014 er með meiri kvóta en verstöðin Hafnar- fjörður, en Brimnes RE, togari Brims, er með 9.506 þorskígildistonna kvóta. Framlegð sjávarútvegsins aldrei meiri Framlegð íslenska sjávarútvegsins hefur aldrei verið meiri en hún varið árið 2011. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Íslands- banka um sjávarútveg. Í skýrslunni kemur fram að hagnaður sjávarútvegs fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði hafi verið 80 milljarðar króna árið 2011 og hafi þá aukist um 26 prósent milli ára. Bankinn áætlar að afkoma greinarinnar hafi verið ívið betri í fyrra en árið 2011 og svipað verði uppi á teningnum í ár. Þrátt fyrir þetta hefur fjárfesting dregist saman og var hún aðeins 9% af framlegð í hittifyrra. Þó eru merki um að fjárfesting hafi aukist í fyrra, og einhverjar hreyfingar eru í nýsmíði fiskiskipa erlendis. Störfum hefur fjölgað síðustu ár, úr 7.200 árið 2008 í 9.000 í fyrra. Fjögur af hverjum fimm störfum í sjávarútvegi eru utan höfuð- borgarsvæðisins. Hafnarfjarðarhöfn. 6 Óvissa einkennir stjórnmálin Ef ég ætti að velja eitt einkenn-isorð fyrir stjórnmál líðandi stundar myndi ég nefna óvissu. Ég hef aldrei þekkt til annarra eins spurningamerkja og nú hrannast upp á hinum pólitíska himni. Forsætis- ráðherrann segir ríkisstjórnina í þann veginn að slá heimsmet í skuldaniður- fellingum. En þegar gengið er á hann og aðra væntanlega heimsmethafa - aðstandendur þessa loforðs ríkisstjórn- arflokkanna – um útfærslur, verður fátt um svör. Hins vegar er ég ekki í hópi úrtölumanna og bíð spenntur að sjá hvað upp úr hattinum kemur. Vildu ekki varnarvopn Íslands! Í þessu sambandi vill gleymast að fyrri ríkisstjórn hafði á prjónunum áform að ná hluta af því fjármagni sem er- lendir kröfuhafar nú vilja ná út úr landinu en geta ekki vegna gjaldeyr- ishafta. Hvað er þarna verið að tala um? Við hrun bankanna afskrifuðust gríðarlegir fjármunir, mörg þúsund milljarðar króna. Eftir í þrotabúunum sátu hins vegar umtalsverðir fjármunir, 1500 til 1700 milljarðar. Erlendir aðilar – eða Íslendingar í erlendu dulargervi - sem eiga kröfur í bú gömlu bankanna vilja aðgang að þessum eignum í er- lendri mynt. En þar stendur hnífurinn í kúnni því þeir komast ekki framhjá gjaldeyrishöftunum,varnarvopni Ís- lands. Óskiljanlegt var þegar núvernadi stjórnarflokkar neituðu að styðja þá- verandi ríkisstjórn í því að setja þrota- búin undir höftin í mars 2012 því hefði það ekki verið gert væru okkur allar bjargir bannaðar og tómt mál að tala um einhvern samfélagslegan ávinning af fjármagnsflutningum út úr landinu – hvað þá að slegið yrði heimsmet fyrir ávinninginn. Gamlar hugmyndir Ýmsar leiðir hljóta að vera til skoðunar. Hugsanlega þarf að bíða átekta um sinn, einfaldlega vegna þess að kröf- uhafarnir ákveða sjálfir að bíða. Þá þarf á þolinmæði að halda. Engu óðagoti. Ef þeir eru hins vegar áfjáðir að komast út sem fyrst má setja á þá ríflegan út- gönguskatt eða fara í ferli kaupa og sölu þar sem ríkið kæmi við sögu. Slíkir kostir voru ræddir í síðustu ríkisstjórn. Um það var þáverandi stjórnarand- stöðu fullkunnugt. Þannig að vanga- veltur um að ná í þessa fjármuni eru ekki nýjar af nálinni. Sá stjórnmála- maður sem fyrstur setti fram úthugs- aðar tillögur um þetta efni var Lilja Mósesdóttir ef ég man rétt. Óvissa í ríkisfjármálum En það er ekki aðeins áð óvissa ríki um hvert stefni í þessu stóra máli. Óvissa er einnig um hvert stefnir í ríkisfjár- málunum eftir að ríkisstjórnin ákvað að falla frá margvíslegri veigamikilli skattlagningu. Fyrir bragðið verður rík- issjóður af milljörðum króna sem ella hefðu gagnast við eflingu velferðarþón- ustunnar, hvort sem er heilbrgiðsþjóðn- ustu, menntakerfi, löggæslu, skapandi greinum og vísindarannsóknum eða í öðrum mikilvægum geirum. Hvað launafólk áhrærir er nú ham- ast við festa í sessi það viðhorf að ekki megi hreyfa við launum. Það hefur hins vegar verið gert! Efri hluti launa- þjóðarinnar hefur verið á blússandi launaskriði eins og fram hefur komið í fjölmiðlum á meðan láglaunahópar og millitekjufólk stendur í stað. Þarna þarf að rétta hlutföllin af og það verður aðeins gert með því að hækka neðri hluta launastigans. Ögmundur Jónasson þingmaður VG í Suðvestur kjördæmi Ögmundur Jónasson alþingismaður.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.