Hafnarfjörður - Garðabær - 20.09.2013, Qupperneq 9

Hafnarfjörður - Garðabær - 20.09.2013, Qupperneq 9
920. september 2013 Dell bætir enn þjónustuna á Íslandi með ProSupport Dell kynnti á Haustráðstefnu Advania fyrir skömmu samning sem fyrirtækin hafa gert með sér um svokallaða ProSupport-þjónustu en Advania og forveri þess hafa um langt árabil verið þjónustuaðili Dell á Íslandi. Með ProSupport mun öll þjónusta við viðskiptavini Dell verða enn öflugri en áður. Með ProSupport er tryggt að varahlutir berist strax næsta virka dag séu þeir ekki fyrir hendi á Íslandi. Með þessari nýju þjónustu er einnig tryggt að viðskiptavinir njóti í neyðartilvikum þjónustu sérfræðings innan fjögurra klukkustunda frá þjónustubeiðni. Tímamótasamningur Samningurinn markar um leið tíma- mót í endurskipulagningu Dell á þjón- ustu sinni við viðskiptavini í náinni samvinnu við Advania. Með ProS- upport hefur Dell eflt varahlutalager sinn á Íslandi og sérfræðiþjónustan er nú enn öflugri en áður, m.a. með símaþjónustu allan sólarhringinn. Samhliða hyggst Advania kynna not- endum Dell aukið framboð þjónustu. Fyrir tilstilli ProSupport hafa Dell- notendur á Íslandi aðgang að stuðn- ingsneti á annað þúsund sérfræðinga í þremur þjónustumiðstöðvum og varahlutalager í Glasgow sé hans þörf. ,,Með ProSupport munu viðskipta- vinir okkar á Íslandi nú til fullnustu njóta allra kosta þjónustunnar sem Dell býður upp á og standa þannig jafnfætis notendum í Bandaríkjunum og í Evrópu. Dell leggur áherslu á að bjóða sérfræðiþjónustu sem hentar rekstrarumhverfi viðskiptavinanna. Hluti af bættri þjónustu okkar felst í margvíslegum valkostum í ábyrgð og ráðgjöf. Markmiðið er að við- skiptavinir njóti alls þess ávinnings sem lausnir Dell fela í sér. ProSupport þjónustan okkar er staðfesting þess að við viljum veita íslenskum neytendum allt það besta sem við höfum upp á að bjóða,“ segir David Spruyt, svæð- issölustjóri Dell á Íslandi. Betri þjónusta - aukið öryggi „Við hjá Advania erum afar ánægð og stolt yfir því að geta boðið við- skiptavinum okkar á Íslandi Dell ProSupport. Innleiðing á þjón- ustuframboðinu hérlendis er rök- rétt framfaraskref í samstarfi Dell og Advania á Íslandi. Notendum Dell búnaðar stendur til boða betri þjónusta og meira rekstraröryggi en áður hefur verið völ á hérlendis. Þjón- ustuinnviðir Advania og sérfræðingar okkar hafa nú undirgengist strangar kröfur og vottanir til þess að tryggja gæðu þjónustu við íslenska viðskipta- vini. Bætt þjónusta mun án efa auka á ánægju viðskiptavina okkar á Íslandi og auka jafnframt áhuga kröfuhörð- ustu kaupenda á búnaði frá Dell,“ segir Hafsteinn Guðmundsson, for- stöðumaður hjá Advania. Söfnuður Hafnarfjarðarkirkju bíður nýs sóknarprests: Messa, skírn og sunnudags skóli síðasta sunnudag Hafnarfjarðarkirkja var vígð 20. desember 1914 og verður því 100 ára á næsta ári. Áður áttu Hafnfirðingar kirkjusókn að Görðum á Álftanesi. Þegar Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi árið 1908 komst skriður á kirkjubyggingarmálið, þótt sú hugmynd hefði reyndar komið fram áður, t.d. um miðja 19. öld að byggð yrði kirkja í Firðinum. Hafnfirðingar leituðu til Rögnvalds Ólafssonar um teikningu að kirkju og skilaði hann teikningu í febrúar 1909. Samkvæmt henni var kirkjan úr steinsteypu og átti að taka 500 manns í sæti eða þriðj- ung íbúa kaupstaðarins. Var kirkjunni valinn staður í landi sem bæjarfógeti hafði til umsjónar við Strandgötu. Framkvæmdir við kirkjugrunninn hófust haustið 1913 og lauk smíð- inni á aðventu 1914. Yfirsmiður var Guðni Þorláksson, en hann andaðist úr lungnabólgu um það leyti sem smíði kirkjunnar lauk og var lík hans borið í kirkjuna á Þorláksmessu. Biskupinn, hr. Þórhallur Bjarnason, vígði kirkjuna 20. desember 1914. Síðasta sunnudag messaði sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, drengur var skírður og sunnudagsskóil var að venju í safnaðarheimili kirkjunnar. Margir vilja embætti sóknarprests 10 umsóknir bárust um embætti sóknarprests í Hafnarfjarðarprestakalli þegar starfið var auglýst nýverið en sóknarpresturinn, sr. Þórhallur Heim- isson, er fluttur til Svíþjóðar. Meðal umsækjenda eru nokkrir prestar sem hafa langan starfsferil í þjóðkirkjunni. Umsækjendur eru: • Cand. theol. Davíð Þór Jónsson • Séra Gunnar Jóhannesson • Séra Hannes Björnsson • Séra Ingólfur Hartvigsson • Séra Jón Helgi Þórarinsson • Séra Skúli Sigurður Ólafsson • Séra Stefán Már Gunnlaugsson • Mag. theol. Sveinn Alfreðsson • Séra Sveinn Valgeirsson • Séra Þórhildur Ólafs Embættið veitist frá 1. septem- ber. Biskup Íslands, sr. Agnes Sig- urðardóttir, skal skipa í embættið að fenginni umsögn valnefndar. Val- nefnd skipa níu manns úr prestakall- inu auk prófasts í Kjalarnessprófasts- dæmi. Valnefnd kom sér hins vegar ekki saman, málinu vísað til biskups sem fól sr. Kristjáni Vali Ingólfssyni vígslubiskup í Skálholti að útkljá málið. Búast má við úrskurði hans í þessari viku. sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson skírir Valdimar max Haraldsson. Viðstaddir eru Þóra Guðrún Ingimarsdóttir (móðuramma og skírnarvottur), Haraldur Arnórsson (faðir), ríkharður Daði Haraldsson (eldri stóri bróðir), Alexander Leó Haraldsson (yngri stóri bróðir), elísabet bjarnadóttir (móðir), Valdimar max Haraldsson (skírnabarn), birta maría Haraldsdóttir (stóra systir), Helga Jónsdóttir (föðuramma og skírnarvottur), Herdís Flink (föðurömmu systir, danska amman og skírnarvottur). stolt systkini með litla bróðir, Valdimar max, sem lék á alls oddi. sunnudagaskóli var að venju en umsjónarmaður hans er Nína björg Vilhelms- dóttir djákni. Ungir sem aldnir tóku virkan þátt í því sem þar fór fram. Félagar úr barbörukórnum sungu en við orgelið var Guðmundur sigurðsson. eyjólfur magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausna Advania og Janusz Hajdul, forstöðumaður Þjónustu- lausna Dell í mið- og Austur-evrópu handsala samkomulag um prosupport þjónustuna. Á myndinni f.v.: Hafsteinn Guðmundsson, forstöðumaður Lausnahóps Advania, David spruyt, svæðissölustjóri Dell á Íslandi, þá Janusz og eyjólfur, Christian Yob, forstöðumaður stoðdeildar Dell, Nicholas Lowe, sölustjóri, Vagelis Kouretzes, deildarstjóri vettvangsþjónustu Dell og Andrés Arnarson, sölustjóri Lausnasölu Advania.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.