Hafnarfjörður - Garðabær - 20.09.2013, Síða 14

Hafnarfjörður - Garðabær - 20.09.2013, Síða 14
 8-10 ára (3-5 bekkur) 24 september - 26 nóvember 11-13 ára (6-8 bekkur) 24 september - 26 nóvember Örfá pláss eftir Skráning og nánari upplýsingar sími 565 5900 namskeid@gaaraleikhusid.is www.gaaraleikhusid.is Kennari er Ágústa Skúladóttir leikstjóri Ævintýra Múnkhásens, Ballsins á Bessastöðum og Dýranna í Hálsaskógi Leiklistarnámskeið Gaaraleikhúsinu í Hafnarrði Kænan veitingastofa - Óseyrarbraut 2 Hafnarfirði - Sími 565-1550 Heimilismatur í hádeginu 14 20. september 2013 PEPSI-deild karla: Atli Viðar bjargaði stigi í leiknum gegn Val Atli Viðar Björnsson kom inn á sem varamaður, skoraði tvö mörk og tryggði FH 3-3 jafntefli á móti Val í Kaplakrika á mánudag. FH var 1-3 undir þegar Heimir Guðjónsson sendi Atli Viðar inn á völlinn og hann bjargaði stigi um leið og hann bætti við markamet félagsins. FH-ingar komust í 1-0 í upphafi leiks en Valsmenn svöruðu með þremur mörkum á fjórtán mín- útna kafla í fyrri hálfleiknum. Þetta var annar leikurinn í röð þar sem Atli Viðar kemur inn á sem varamaður og tryggir FH stig en hann skoraði sigurmarkið á móti Fylki í síðustu umferð. Davíð Þór Viðarsson fékk rautt spjald eftir að flautað hafði verið til leiksloka fyrir mótmæli við dóm- ara leiksins. Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, og Lúðvík Arnarson, varaformaður sömu knattspyrnudeildar, sökuðu kollega sinn hjá Val, Börk Edvardsson, um að taka hlut af sölu leikmanna Hlíðar- endaliðsins eftir leik FH og Vals í Pepsi-deild karla í knattspyrnu og var nokkur hiti í mönnum eftir leik- inn. Slík framkoma er ekki sæmandi, hvorki FH-ingum eða Völsurum. Ingimundur Níels Óskarsson skor- aði fyrir FH á 8. mínútu, Atli Viðar Björnsson skoraði með skalla á 69. mínútu eftir hornspyrnu sem Vals- menn töldu vera kolrangan dóm og svo jafnaði Atli Viðar leikinn á 90. mínútu. FH er í 3.sæti PEPSI-deildar karla með 41 stig, þegar tvær umferðir eru eftir, 5 stigum á eftir KR sem á auk þess tvo leiki til góða. Líkur á að halda Íslandsmeistaratitlinum í Hafnarfirði eru því harla litlar. FH leikur næst gegn Fram næsta sunnudag á Laugar- dalsvellinum og í lokaumferðinni gegn Stjörnunni á Kaplakrikavelli en sá leikur gæti orðið barátta um 2. sætið í deildinni en Stjarnan er aðeins einu stigi á eftir FH með 40 stig. Frá leik FH gegn Val í kulda og trekki. boltinn í netinu og staðan 2:3 fyrir Val og vonir FH um stig tóku stökk. Evrópukeppnin í handknattleik: Haukar mæta Benfica í október Haukar unnu öruggan sigur á hollenska liðinu OCI Lions í Evrópukeppninni í handknattleik en báðir leikirnir voru leiknir á Ásvöllum samkvæmt sérstöku samkomulagi. Fyrri leikinn unnu Haukastrákarnir með tveggja marka mun en seinni leikinn 30:18, en þá höfðu þeir greinilega stúderað vel leik Hollendinganna og fyllt í þær brotalamir sem voru greinilegar í fyrri leiknum. Nú bíður Hauka annað og miklu stærra verkefni, en í október leika þeir gegn portúgalska félaginu Benfica. Rætt hefur verið um að efna til hópferðar á leikinn í Porúgal og fara þangað með liðinu í leiguflug- vél. En til þess þarf að fylla ákveðinn fjölda sæta. Haukar hafa leikið 97 Evrópuleiki síðustu 33 ár, unnið 46 leiki, tapað 44 leikjum en gert 6 jafntefli. Adam Haukur Baumruk og Sigurbergur Sveinsson skoruðu báðir fimm mörk fyrir Hauka í seinni leiknum og voru markahæstir. Í seinni leiknum gegn OCI Lions varði Giedrius 24 skot og átti ekki minnstan þátt í góðum sigri Hauka. Möguleikar Hauka á sæti í PEPSI-deild karla harla fjarlægir Haukar unni Tindastól 3-1 á heimavelli sínum, Schen-ken-vellinum sl. laugardag en mörk Haujka skoruðu Hafsteinn Briem, Hilmar Eiðsson og Antonio Savanti De Souza. Möguleikar Hauka í 1. deildinni í knattspyrnu að tryggja sér sæti í úrvalsdeild karla, PEPSI- deildinni, virðist vera fjarlægir þegar ein umferð er eftir í deildinni. Tvö efstu liðin fara upp, en í efsta sæti er Fjölnir með 40 stig og 12 marka mismun, Síðan koma þrjú lið með 39 stig, Vík- ingur með 27 mörk í plús, Grindavík með 18 mörk í plús og Haukar með 13 mörk í plús. Haukar leika í síðustu umferðinni næsta laugardag við Völs- ung á Húsavíkurvelli og verða treysta á Víkingur tapi fyrir Þrótti og Grindavík fyrir KA á sama tíma. BÍ/Bolungarvík lúrir þarna á eftir með 37 stig og gætu Vestfirðingarnir farið upp ef öll liðin fyrir ofan þá á stigatöflunni töpuðu sínum leikjum, en slík er afar ósenni- legt. Úr 1. deild falla Norðurlandsliðin KF og Völsungur en upp úr 2. deild koma HK í Kópavogi og annað hvort KV (Knattspyrnufélag Vesturbæjar) eða Grótta á Seltjarnarnesi, en þau leika gegn hvort öðru í lokaumferðinni. Frá leik Hauka í síðustu umferð gegn tindastóli frá sauðárkróki.

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.