Hafnarfjörður - Garðabær - 31.10.2014, Blaðsíða 6

Hafnarfjörður - Garðabær - 31.10.2014, Blaðsíða 6
31. Október 20146 menningin Hildur björgvinsdóttirÆvintýrin í Mússílandi „Mussikids Academy er í raun vörulína af tölvuleikjum fyrir spjaldtölvur sem kenna tónfræði, tónheyrn, tónlistarsögu og tónsmíðar og kynna um leið góða tónlist fyrir börnum. Leikurinn gerist í Mússílandi þar sem aðalpersónurnar eru fjórir karakterar sem kallast Mussikids eða Mússí- krakkarnir. Þau drífa leikinn áfram og lenda í alls kyns ævintýrum; byggja brú yfir fljótandi hraun, þræða sig í gegnum syngjandi fuglaskóg með þyrnirósum og finna rétta lykla að dyrum völundarhúss svo ég nefni einhver dæmi.“ segir Margrét Júlíana Sigurðardóttir, hugmyndasmiðurinn á bak við leikinn Mussikids Academy. Áskoranirnar í leiknum segir hún allar vera tónlistarlegs eðlis sem henti hverjum og einum þar sem hefðbundin verðlaunakerfi virka hvetjandi á þann sem spilar. Óraunhæfar kröfur til tónmenntakennara Margrét Júlíana hóf sjálf ung að leika á hljóðfæri eftir eyranu, áður en hún byrjaði í formlegu tónlistarnámi. Þannig komst hún langt án þess að tileinka sér almennilega nótnalestur og fræðin á bak við tónlistina. 16 ára sat hún hraðnámskeið í Tónlistarskólanum í Reykjavík þar sem öll tónfræðin var kennd á einu bretti og óskaði þess þá að hún hefði fengið þessi nýju verkfæri fyrr í hendurnar. Það sama segir hún gilda um tónheyrn, hún sé eingöngu þjálfun sem börn geti vel lært séu þau hvött áfram. „Þetta er í raun eins og að læra nýtt tungumál og ætti eiginlega að vera kennt með sama hætti og tungu- málin, þegar börnin eru ung og helst þrisvar til fjórum sinnum í viku. Mér finnst við til dæmis gera alveg fárán- legar kröfur til tónmenntakennara að ætla þeim að leggja inn einhvern grunn með því að kenna þetta fag í 40 mín- útna bekkjarkennslu einu sinni í viku. Það þarf alveg kraftaverkafólk til þess að það takist. Sömu sögu er að segja með tónfræðina í tónlistarskólunum enda hafa margir þeirra gefist upp á að kenna yngstu nemendunum með þessum hætti og taka tónfræðina í staðinn inn í hljóðfæratímana sem eru oftast einkatímar og það eru auðvitað mjög dýrar mínútur.“ Margir hætt vegna tónfræðinnar Hugmyndina að leiknum segir Margrét Júlíana hafa fæðst við komu spjaldtölv- unnar á markaðinn. Hún hafi fljótlega séð að hægt væri að nota tölvuna til að kenna aukagreinar tónlistarinnar, til dæmis sé hægt sé að setja nótu á streng og með einni snertingu heyra hvernig sú nóta eða laglína hljómar. „Maður þekkir svo marga sem hafa grátið það að hafa hætt í tónlistarnámi vegna þess að þeim leiddist tónfræðin, náðu kannski aldrei að skilja hana al- mennilega og fóru þannig á mis við mikil lífsgæði. Því að það að geta notið tónlistar og ég tala ekki um að geta spilað á hljóðfæri eða sungið og jafnvel samið tónlist, þetta er auður sem verður aldrei frá manni tekinn og sem maður býr að alla ævi. Þannig að það má kannski segja að þetta sé mín tilraun til þess að bæta úr þessu, með því að auðvelda aðgengi barnanna að þessari þekkingu og auka skilning þeirra á því sem er á bak við það sem við heyrum.“ Ætlar sér stóra hluti „Frá því að ég byrjaði að vinna með þessa hugmynd fyrir þremur árum hafa forritarar verið mjög vandfundnir, sérstaklega fyrir mig sem kem úr allt öðrum geira. Ég tek það reyndar fram að ég hef ekki verið ein í þessu, bróðir minn Snæbjörn Sigurðsson viðskipta- fræðingurinn í fjölskyldunni hefur verið með mér í þessu frá upphafi og fjölmargir aðrir hafa stutt við mig með ýmsum hætti.“ Margrét Júlíana segir þau hafi fengið ítalskan tækni- stjóra, Marco Bancale, sem búsettur er á Íslandi, til samstarfs við sig við hönnun á leiknum og í gegnum hann hafi þau komist í samband við ítalska fyrirtækið Studio Evil til að vinna ver- kefnið áfram. Það hafi gengið ágætlega en þeir hafi hinsvegar verið í mörgum öðrum verkefnum og hönnunin hafi því gengið hægar en ella. „Ég hef alltaf ætlað mér stóra hluti með Mussikids og þá verður maður að hafa fólk með manni sem ætlar líka alla leið.“ Fyrsti leikurinn að verða til Fyrir um það bil tveimur mánuðum fóru hjólin að snúast hratt. Fyrir til- viljun komst Margrét Júlíana í samband við Hilmar Þór Birgisson, rafmagns- og tölvuverkfræðing, sem fékk nýlega styrk frá Rannís fyrir meistaraverkefni sínu í Háskóla Íslands. Verkefnið fólst í að búa til forrit sem breytir söng eða hljóðfæraleik í nótur og hafði Hilmar Þór stofnað lítið fyrirtæki í kringum það. „Pabbi Hilmars heyrði í mér í útvarpinu og benti honum á að hafa samband við mig sem hann og gerði - og okkur hálfbrá báðum þegar við áttuðum okkur á því að við værum í raun að vinna að nákvæmlega sama hlutnum. Nokkrum vikum síðar fórum við svo að ræða um samstarf sem var eiginlega alveg borðliggjandi, Hilmar og félagar hans hafa allt sem mig vantar og við höfum allt sem þá vantar. Við byrjuðum svo að vinna saman fyrir tveimur vikum síðan og nú algjörlega flýgur þetta áfram. Með því að sam- þætta allt það sem við höfum verið að gera í sitt hvoru horninu er okkur að takast að búa til prótótýpu að fyrsta leiknum, Brúarleiknum í Mússílandi, á aðeins örfáum vikum. Nokkuð sem ég hafði gert ráð fyrir að myndi taka marga mánuði til viðbótar. Og ég þori varla að segja það en þetta er hrikalega flott. Hilmar og félagar hans eru al- gjörir snillingar á sínu sviði og þetta er svo gaman að maður sofnar og vaknar hlæjandi þessa dagana.“ Að fullbúa tölvuleik og markaðssetja hann er afar kostnaðarsamt að sögn Margrétar Júlíönu. Samhliða gerð prótótýpunnar er nú undirbúin fjáröflunarherferð í gegnum vefinn Kickstarter auk þess sem leitað er eftir fjárfestum í verk- efnið. Styrkur til rannsókna Í sumar hlaut Mussikids Academy stóran styrk frá Nordplus, ætluðum til rannsókna á áhrifum leiksins á náms- árangur barna í tónlistarnámi, bæði í tónmennt í grunnskólum og tónfræði í tónlistarskólum. Þá verður skoðað hvernig nemendur og kennarar nýta sér forritið. Rannsóknin mun fara fram bæði í grunnskólum Garðabæjar og Tónlistarskóla Garðabæjar og í fimm grunnskólum í Eistlandi. „Um leið fáum við góða innsýn inn í það hvað er að virka og hvað ekki í leiknum. Eins langar okkur að skoða hvort að þetta hafi áhrif á færni í öðrum greinum til dæmis stærðfræði. “ „Mér finnst við gera alveg fáránlegar kröfur til tónmenntakennara að ætla þeim að leggja inn einhvern grunn með því að kenna þetta fag í 40 mínútna bekkjarkennslu einu sinni í viku. Það þarf alveg kraftaverkafólk til þess að það takist,“ segir Margrét Júlíana. Skjámynd úr leiknum. UltraGrip 8UltraGrip Ice+ UltraGrip 8 Performance Ultragrip Ice Arctic Goodyear gæðadekk færðu hjá okkur Klettagörðum 8-10 | 104 Reykjavík | Sími: 590 5100 | Suðurhrauni 2b | 210 Garðabær | Sími: 590 5290 | www.klettur.is NÝTT DEKKJAV ERKSTÆÐI BJÓÐUM EINNIG:

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.