Hafnarfjörður - Garðabær - 12.12.2014, Blaðsíða 4

Hafnarfjörður - Garðabær - 12.12.2014, Blaðsíða 4
4 12. Desember 2014 HAFNARFJÖRÐUR / gARÐAbæR 23. TbL. 4. ÁRgANgUR 2014 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is, Veffang: fotspor.is, Ritstjóri: Ingimar Karl Helgason, sími: 659-3442 netfang: ingimarkarlhelgason@gmail.com, Matarblaðamaður: Svavar Halldórsson. Sími. 869-4940. Netfang. svavar@islenskurmatur.is, Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 13.500 eintök. dreifing: Póstdreifing. Fríblaðinu er dreiFt í 13.500 e intökum í allar íbúðir í HaFnarFirði / Garðabæ Mikið er ég ánægður með krakkana í 8. bekk í Öldutúnsskóla. Í stað þess að halda pakkajól fyrir sig sjálf í skólanum fara krakkarnir með peninga sem annars hefðu farið í gjöf fyrir bekkjarfélaga og kaupa gjöf fyrir barn úti í bæ. Þessu hafa þau pakkað inn og gefið Mæðrastyksnefnd bæjarins. Því miður er það svo í okkar ágæta samfélagi að þeir eru fjölmargir sem búa við fátækt og erfiðar aðstæður. Hundruð manna í Hafnarfirði einum leita sér aðstoðar fyrir jólin, og margir raunar allt árið. Við veitum meðbræðrum okkar og systrum sannarlega stuðning í gegnum skattana okkar og þeim peningum er vel varið. Enga á að skilja útundan og það má svo sannarlega gera betur. En blessunarlega eru líka fjölmargir úti í samfélaginu sem eru boðnir og búnir og veita samborgurum sínum aðstoð og hlýju með óeigingjörnu starfi. En það getur mikið stress fylgt jólunum, líka hjá þeim sem alltaf hafa allt til alls. Það getur hreinlega tekið fólk á taugum. Allt á að vera svo frábært og fullkomið. Kreditkortið keyrt í botn. En jólin þurfa ekki að vera keppni um flottustu skreytingarnar, besta matinn og dýrustu gjafirnar. Hvernig líður þér þegar útvarpsþulurinn á Rás 1 segir: „Útvarp Reykjavík, útvarp Reykjavík. Gleðileg jól.“? Þá koma jólin og þessi dásamlegi friður. Jólin marka líka mikilvæga breytingu. Sólin fer loksins að hækka á lofti á ný, dagarnir lengjast og allt í einu kemur blessað vorið. Gleðileg jól kæru lesendur og hafið það sem allra best yfir hátíðarnar. Við sjáumst á nýju ári. Ingimar Karl Helgason Þá koma jólin Leiðari Gleðilega hátíð, bjart og farsælt komandi ár Aðventan er yfirleitt tími ann-ríkis. Allt er á fullu, viðburðir í skólum barnanna, fjölskyldur hittast, vinnufélagar gera sér glaðan dag og umhverfið breytir um svip með ljósum og skrauti. En aðventan er ekki síður tími íhugunar, endurlits og eftir- væntingar. Við höfum öll gott af því að hægja á okkur, staldra við, njóta augna- bliksins og lifa í núinu. Enda fylgja jólakveðjum manna á milli oftast ekki bara óskir um glaðar stundir á nýju ári, heldur ekki síður þakkir fyrir hið liðna. Á tímamótum er hollt að líta yfir far- inn veg, íhuga hvort gatan hafi verið gengin til góðs og leggja drög að fram- haldinu. Síðustu vikur í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafa einkennst af yfir- ferð yfir rekstur bæjarins og áætanagerð inn í framtíðina. Að öðrum verkefnum ólöstuðum, hlýtur fjárhagsáætlunin að teljast það mikilvægasta, grundvöllur alls annars starfs á vegum bæjarins. Ákvarðanir um reksturinn byggjast jafnan á mótaðri stefnu, fjárhagslegur grundvöllur þarf að styðja við sett markmið. Framtíðarbærinn Hafnarfjörður Samstarfssáttmáli meirihlutans sem lagður var fram síðastliðið sumar inniheldur meðal annars nokkur lyk- ilorð um stefnuna fram á veginn. Við viljum að Hafnarfjörður sé ábyrgur, aðgengilegur og áhugaverður fram- tíðarbær. Ábyrgur rekstur, aðgengi á öllum sviðum fyrir bæjarbúa og gesti og skemmtilegt mannlíf eru þannig okkar markmið og síðast en ekki síst skal ötul- lega stutt við yngsta fólkið okkar, sjálfa framtíðina. Helstu tíðindi endanlegrar fjárhags- áætlunar, helsta breytingin frá fyrstu drögum, hljóta því að vera þau ánægju- legu tíðindi að ekki reyndist nauðsyn- legt að hækka gjöld í leikskólum og tómstundaheimilum bæjarins, sem áður hafði virst óumflýjanlegt. Í áætlun fjölskyldusviðs bæjarins má meðal annars greina þau ánægjulegu tíðindi að þörf fyrir fjárhagsaðstoð hefur minnkað að undanförnu og að næsta ár verður þörfin minni en árið 2014. Samningar um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) sem byggðu á tveggja ára tilraunaverkefni sem lýkur um þessi áramót verða framlengdir, enda er bæjarstjórn einhuga um þá stefnu að fylgja því verkefni áfram. Rýnt til gagns Fjölmörg greiningarverkefni hafa verið sett af stað á undanförnum mánuðum, enda óhjákvæmilegt að nýr meirihluti og nýráðinn bæjarstjóri rýni gaum- gæfilega allar forsendur sem liggja til grundallar viðfangsefnum næstu ára. Nú stendur yfir alhliða rekstrarúttekt á starfsemi bæjarins, en einnig má nefna starfshóp um fyrirkomulag heilsdags- skóla og stuðning bæjarins við íþrótta- og tómstundaiðkun, yfirferð yfir fé- lagslegt húsnæði á vegum bæjarins, endurskoðun deiliskipulags í Skarðshlíð og almenna greiningu á möguleikum til þéttingar byggðar í Hafnarfirði. Verkefnalisti bæjarstjórnar þessa dag- ana er því að mörgu leyti líkur annríkri aðventu. Hér hefur einungis verið tæpt á örfáum málum, en í samræmi við stærð „heimilisins“ – þessa þriðja stærsta bæj- arfélags landsins – er sannarlega í nógu að snúast. En um leið er staldrað við, litið um öxl og rýnt til gagns, til undir- búnings frekari framtíðaráætlana. Fyrir hönd Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði vil ég óska bæjarbúum gleði og friðar um jól og áramót og farsældar á nýju ári, megi það reynast okkur öllum gæfuríkt. 100 ár af kosningarétti Þann 30. desember verður blásið í lúður og afmælisár boðið velkomið. Fluttur verður fyr- irlestur Bríetar Bjarnhéðinsdóttur sem hún hélt einmitt þann dag árið 1887. Hann er oft talinn marka upp- haf kvennabaráttunnar á Íslandi (fyr- irlesturinn má nálgast á heimasíðunni www. baekur.is og slá þar inn nafn Bríetar). Margt hefur að sönnu breyst frá árinu 1887. Það hefur þó komið þeim sem undirbúa flutninginn á óvart hversu margt er enn óbreytt og ógert. Það er full ástæða til að leggja leið sína í Iðnó þann 30. desember kl. 16. Allir eru velkomnir (gegn vægu gjaldi), en húsrými er takmarkað. Missið ekki af þessum upptakti! Á næsta ári verða liðin 100 ár frá því Kristján konungur X skrifaði undir lög frá Alþingi sem færðu konum kosn- ingarétt til Alþingis, mjög takmark- aðan að vísu, en langþráðan. Þetta gerðist þann 19. júní 1915 og alla tíð síðan hefur sá dagur verið sérstakur kvenréttindadagur. Þessa stórviðburðar verður minnst með margvíslegum hætti. Alþingi hefur samþykkt að láta um 100 millj- ónir rakna til afmælishaldsins. Sérstök framkvæmdanefnd, sem kjörin var á almennum kvennafundi í september 2013, hefur haft veg og vanda af að velja afmælisverkefni. Auk upptaktsins í Iðnó þann 30. desember eru verk- efnin þessi: 1) Safnasýningar Höfuðsöfn landsins munu setja upp sérstakar sýningar. Í Landsbókasafni opnar sýning 16. maí 2015 er fjallar um sögu og þróun kosningaréttarins. Í Listasafni Íslands opnar sýningin „Áhrifakonur í íslenskri myndlist“ þann 30. janúar, og sýning helguð Nínu Tryggvadóttur opnar 12. september. Þjóðminjasafnið heldur sýningu sem nefnist „Konur í 100 ár“ auk þess sem farið verður yfir grunnsýningu safns- ins með kynjagleraugum. 2) Hátíðahöld á Austurvelli Sérstakur hátíðaþingfundur verður í Alþingishúsinu fyrir hádegi þann 19. Júní 2015. Húsið verður opið al- menningi þennan dag og þar verður sérstök sýning með leiðsögn. Eftir há- degi verður efnt til almennrar hátíðar á Austurvelli. Meðal viðburða verða kvennatónleikar þar sem nokkrar af okkar fremstu tónlistarkonum munu koma fram. 3) Ráðstefna Framkvæmdanefndin mun ásamt fleirum gangast fyrir alþjóðlegri ráð- stefnu, sem tileinkuð verður kosninga- rétti kvenna, lýðræði og lýðréttindum. Hún verður haldin dagana 22. -23. október 2015. Meðal gesta verða Vigdís Finnbogadóttir, Gro Harlem Brundtland og Laura Ann Liswood. 4) Rit Rannsóknarrit, helgað 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna, mun koma út á árinu 2020, en þá fengu konur kosn- ingarétt til jafns við karlmenn. Sögu- félagi hefur verið falin umsjá ritsins. 5) Verkefnastyrkir Stofnaður var sérstakur sjóður um styrki vegna verkefna sem tengjast markmiðum afmælisársins. Mikill fjöldi umsókna barst þegar styrkir voru auglýstir í október og var sótt um til margháttaðra verkefna um allt land sem sýna mikinn áhuga, metnað og hugmyndaauðgi. Úthlutun er nú lokið, en styrkir verða aftur auglýstir í febrúar. Auk þessa má nefna að Íslands- póstur gefur út sérstakt amælisfrí- merki þann 30. apríl 2015. Sinfóníu- hljómsveit Íslands verður með tónleika þann 11. júní 2015 undir yfirskriftinni „Höfuðskáld og frumkvöðlar“ og á efnisskrá verða eingöngu verk eftir konur. Margt er enn í mótun víða um land, sem væntanlega verður greint frá síðar. Ég vil hér með hvetja alla skipu- leggjendur til að tilkynna viðburði til afmælisnefndar sem heldur úti sérstakri upplýsingavefsíðu með viðburðadagatali: www. kosningar- ettur100ara.is. Þar er skráður nokkur fjöldi viðburða og bætist ört í hópinn. Það er fljótlegt og gott að geta nálgast alla viðburði á einum stað. Fylgist með frá byrjun! Leikskólagjöld í Garðabæ Bæjarfulltrúar þurfa á hverjum tíma að takast á við ýmis álita-efni og hækkanir á gjaldskrám bæjarins voru til ákvörðunar nú sam- hliða gerð fjárhagsáætlunar. Almenna reglan fram að hruni var sú að gjald- skrár hækkuðu samhliða hækkun verð- lags. Ef það er ekki gert þá þýðir það að bærinn verji æ stærri hluta skatttekna íbúa til niðurgreiðslna á þjónustu fyrir þá sem njóta viðkomandi þjónustu. Kostnaður hjá Garðabæ við rekstur leikskóla og skóla hefur verið að hækka þar sem þjónustan hefur verið að aukast, sér í lagi gagnvart yngsta aldurs- hópunum. Áður fyrr var viðmið gjald- skrár á leikskólum þannig að foreldrar greiddu um 40% af heildarkostnaði og niðurgreiðslur bæjarins námu um 60%. Þrátt fyrir hækkanir á heildarkostnaði við rekstur leikskóla hin síðustu ár hafa leikskólagjöld ekki verið hækkuð í sam- ræmi við hækkanir verðlags og nemur því hlutfall bæjarins í niðurgreiðslum með leikskólum rúmlega 80% nú og hlutfall foreldra tæplega 20%. FÓLKIÐ – í bænum hefur lagt til að fastsetja hlutfall greiðslna foreldra í kostnaði leikskólagjalda. Þannig skapist grundvöllur fyrir sameiginlegu átaki bæjaryfirvalda og foreldra í að halda kostnaði í lágmarki. Einnig mætti hugsa sér að breyta samhliða, samsetningu leikskólagjaldanna þannig að ákveðinn fjöldi tíma daglega væri á grunngjaldi en kostnaður yrði meiri eftir því sem dvölin væri lengri. FÓLKIÐ- í bænum hefur lagt til í bæjarstjórn að rýna verklag vegna niðurgreiðsna til leikskóla og grunn- skóla og breyta þannig að fjárhæð fylgi barni óháð skóla og rekstrar- formi vistunarinnar. Með góðri rýni og samræmingu milli skólanna mætti sjá fyrir sér að hægt væri að ná hagræði í heildarkostnaði við rekstur leikskóla og grunnskóla, á sama hátt og Hafn- firðingar eru að gera undir forystu Haraldar Líndal bæjarstjóra. f.h. FÓLKSINS- í bænum, Höfundur er Guðlaug Kristjánsdóttir, Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og oddviti Bjartrar framtíðar Höfundur er Auður Styrkársdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns Íslands og formaður fram- kvæmdanefndar um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna Höfundur er María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.