Hafnarfjörður - Garðabær - 04.04.2014, Blaðsíða 4
4 4. apríl 2014
Viljum við nýta okkur beint lýðræði við
úthlutun styrkja í sveitarfélögunum?
Hvað er beint lýðræði?
Beint lýðræði er form lýðræðis þar sem vald til stjórnmálaá-kvarðana er falið almenningi
með kosningu þar um. Andstæðan við
beint lýðræði er fulltrúalýðræði. Í því
tilviki kýs almenningur fulltrúa sem
sitja í umboði þeirra.
Fjárveitingar til stærri verkefna
sem ekki falla undir skylduverkefni
sveitarfélaga
Nú eru bæjarstjórnarkosningar í vor
og því hollt að taka upp umræðu varð-
andi með hvaða hætti bæjarbúar telja
eðlilegt að bæjarfulltrúar geti ráðstafað
skattfé íbúa til annarra verkefna en
þeirra sem falla undir skylduverkefni
sveitarfélaga. Gunnar Einarsson, bæj-
arstjóri í Garðabæ, benti á við umræðu
um skylduverkefni sveitarfélaganna á
bæjarstjórnarfundi í síðastliðinni viku
að leikskólarnir féllu til að mynda ekki
undir skylduverkefni sveitarfélaganna.
Ég tel mig geta fullyrt að sátt ríki um
það meðal bæjarbúa að bærinn taki
þátt í niðurgreiðslum til leikskólanna
í bænum. Hitt tel ég mig þó einnig
geta fullyrt að fjárveitingar til frjálsra
félagasamtaka í bænum upp á tug og
í sumum tilfellum hundruði milljóna
hljóti að liggja á gráu svæði. Í þeim til-
fellum myndi ég vilja sjá bæjaryfirvöld
beita beinu lýðræði í auknum mæli.
Styrkir til frjálsra
félagasamtaka
Á bæjarstjórnarfundi í Garðabæ í síð-
ustu viku lagði ég til við afgreiðslu vilja-
yfirlýsingar til gólfklúbbs GKG varðandi
uppbyggingu nýrrar félagsaðstöðu að
bæjarbúar fengju að kjósa rafrænni
kosningu um málið á vef Garðabæjar.
Tillögunni var hafnað af bæjarfulltrúum
Sjálfstæðisflokks en varabæjarfulltrúi
Samfylkingar vék af fundi undir þessum
lið vegna óhæfis. Grundvöllur viljayfir-
lýsingunnar við GKG er að Garðabær
fjármagni til helminga á móti Kópa-
vogsbæ 80% af heildarkostnaði við
byggingu nýrrar félagsaðstöðu sem
áætlanir gera ráð fyrir að muni kosta
rúmar 630 milljónir krónur. Þannig
myndi hlutur Garðabæjar nema á þriðja
hundrað milljónir króna.
Mikilvægi jafnræðis
í skólastarfi
FÓLKIÐ- í bænum (M-listi) lagði
til í árslok 2013, við gerð fjárhagsá-
ætlunar, að framlög til bæjarreknu
grunnskólanna yrðu aukin um 500
milljónir króna á árinu 2014, þannig
að þeir nytu sambærilegra framlaga
til kennslukostnaðar og einkareknir
skólar (sjá skiptingu til einstakra skóla
í dálkinum „viðbótarframlög“ í með-
fylgjandi mynd). Tillöguninni var
hafnað af bæjarfulltrúum Sjálfstæðis-
flokks og bæjarfulltrúi Samfylkingar
sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Óljóst
er hvernig meirihlutinn getur rökstutt
fjárveitingar upp á fleiri hundruð millj-
ónir til frjálsra félagasamtaka í bænum
þegar slíkur halli er í fjárveitingu til
skylduverkefna sveitarfélagsins.
Fjárveitingar til skólanna
í Garðabæ á árinu 2013
Á meðfylgjandi mynd má sjá fjár-
veitingar til skólanna í Garðabæ.
Kennslukostnaður pr. barn er fundinn
út með því að draga húsnæðiskostnað
frá heildarframlögum. Húsnæðiskostn-
aður er misjafn meðal skólanna, meðal
annars vegna lélegrar nýtingar sumra
þeirra. Í þessum tölum er reiknað
með að húsnæðiskostnaður Barna-
skóla Hjallastefnunnar sé sá sami og
Hofsstaðaskóla. Húsnæðiskostnaður
skólans er samkvæmt framlögðum
gögnum mun lægri en húsnæð-
iskostnaður Hofsstaðaskóla í núverandi
húsnæði og þannig liggur svigrúm í
framsetningunni fyrir viðbótarkostn-
aði hjá skólanum sem hugsanlega er
umfram bæjarskólana eða sem nemur
um tveimur stöðugildum. Meirihluti
barnanna í skólanum eru úr Garðabæ.
Alþjóðaskólinn fær lægri heildarfram-
lög en Barnaskóli Hjallastefnunnar en
greiðir ekki húsaleigu í Sjálandsskóla.
Börn úr Garðabæ eru um þriðjungur
barna í skólanum.
Björt framtíð
fólksins í bænum
FÓLKIÐ- í bænum mun sameinast
Bjartri framtíð í Garðabæ í næstu sveit-
arstjórnarkosningum. Björt framtíð
mun beita sér í þágu beins lýðræðis,
stjórnmálaákvarðanir eiga ekki að vera
valdatæki þröngra hagsmuna.
HAFNARFJÖRÐUR / gARÐAbæR
7. TbL. 4. ÁRgANgUR 2014
Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466,
netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang:
as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík.
Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is, Veffang: fotspor.is, Ritstjóri:
Ingimar Karl Helgason, sími: 659-3442 netfang: ingimarkarlhelgason@gmail.com,
Matarblaðamaður: Svavar Halldórsson. Sími. 869-4940. Netfang. svavar@islenskurmatur.is,
Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 13.500 eintök. dreifing: Póstdreifing.
Fríblaðinu er dreiFt í 13.500 e intökum
í allar íbúðir í HaFnarFirði / Garðabæ
Það eru sannarlega gleðileg tíðindi að það dragi saman með launum kynjanna hjá Garðabæ, eins og nýleg könnun sýnir. Samkvæmt henni eru konur með lítillega hærri grunnlaun en karlarnir en karlarnir eru
samt með hærri heildarlaun. Konur eru oftar í lægra starfshlutfalli en karlar.
En launamunur er ekki bara prósent. Hér er meira að baki. Krónurnar í lau-
naumslaginu skipta líka máli. Það eru krónurnar sem borga af húsnæðinu,
matinn, bílinn, leikskólagjöldinn og sumarfríið, svo örfáir liðir séu taldir upp.
Enda þótt kynbundinn munur mælist lítill í prósentum, og launamun kynjanna
megi skýra með ýmsum þáttum, til að mynda eins og starfshlutfalli, þá myndi
maður ætla að hátt í förutíu þúsund krónur á mánuði, munur á launum karla
og kvenna í 70-100 prósenta starfi hjá Garðabæ, skipti máli. Þessi munur
leggur sig í heil mánaðarlaun þegar árið er undir. Ef þetta skýrist af því að
karlar vinni meiri yfirvinnu og konur séu almennt í minna starfshlutfalli, þá
getum við líka litið á það. Vinna konur eitthvað minna, eða vinna þær meira
á heimilinu, og fá ekkert borgað fyrir?
Aftur og aftur, meira að segja hjá fólki af minni kynslóð, sem kom í heiminn
um miðjan áttunda áratuginn, er vinnuálag af ólaunuðum störfum í meira
mæli á herðum kvenna en karla. Hér erum við að tala um að fara með börn
á leikskóla og sækja, sjá um þvott, elda mat og þrífa og svo framvegis. Þetta
er sem betur fer langt í frá algilt og þessi staða fer batnandi.
Við karlarnir megum og eigum að vera óhræddir við að láta til okkar taka
heima hjá okkur. Heimilisstörf eru ekki kvennastörf heldur samvinna. Bar-
áttan fyrir jöfnum launum karla og kvenna fer ekki bara fram á vinnustöðum.
Jafnréttisbaráttan er líka heima.
Ingimar Karl Helgason
Launamunurinn
Leiðari
Má bjóða þér Bjarta framtíð?
Í síðustu sveitarstjórnarkosningum reyndist mörgum Hafnfirðingum erfitt að finna atkvæði sínu sama-
stað. Samfélagið gekk í gegnum upp-
lausnartíma og margir vildu sjá afger-
andi breytingar í stjórnmálum. Við
sem þetta skrifum hefðum svo gjarnan
viljað sjá nýjungarnar sem spruttu upp
víða um land ná til bæjarins okkar.
Það er óþægileg tilfinning að skila
auðu. Okkur fannst vanta frjálslyndan,
grænan og víðsýnan valkost sem setti
þjónustu við almenning framar sér-
hagsmunum og byggði stefnu sína
á langtímamarkmiðum frekar en
skammtímareddingum.
Einhvers staðar stendur skrifað að
fólk fái ekki hugmyndir, heldur séu
þær á sveimi þar til einhver grípur
þær og gerir þær að veruleika. Mörg
okkar tóku virkan þátt í því að gera
hugmyndina að lands-
málaflokknum Bjartri
framtíð að veruleika og
höfum síðan þá unnið
að því ötullega að gera
Bjarta framtíð að raun-
verulegum valkosti í
bæjarstjórnarkosningum
í Hafnarfirði. Við erum
nefnilega sannfærð um það að
grundvallarmarkmið Bjartrar fram-
tíðar um að gera pólitík skemmtilega
og aðlaðandi, efla samskipti þvert á
flokka og styrkja samræðu og samstarf
eigi sannarlega erindi við Hafnarfjörð.
Bjartsýni og traust, víð-
sýni og grænar áherslur
Björt framtíð treystir fólki og vill aukna
aðkomu almennings að ákvarðana-
töku, upplýstara samfélag og gegnsæi í
stjórnsýslu. Grundvöllur
alls þess er greiður að-
gangur að upplýsingum
um bæjarmálin og
ákvarðanatöku í bæjar-
stjórn.
Stefna Bjartrar fram-
tíðar er græn og frjálslynd
og leggur áherslu á fjölbreytt
atvinnulíf þar sem fremsti virkj-
unarkosturinn er hugaraflið og orkan
í fólkinu. Framtak einstaklinga og fyr-
irtækja til að efla atvinnulíf í bænum og
auðga bæjarbraginn er okkur hjartans
mál.
Enn eru umbrotatímar í íslensku
samfélagi og sannarlega næg verkefni
framundan í bæjarmálunum í Hafnar-
firði. Björt framtíð býður sig fram til
þátttöku í þeim og hlakkar til vorsins.
Björt framtíð í Hafnarfirði
Höfundur er
María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi
FÓLKSINS- í bænum í Garðabæ (xm.is)
Rafbílavæðing
- gegn hávaða, loftmengun sem veldur
lungnakrabba og er efnahagslega jákvæð
Í Evrópusambandinu hafa nú verið samþykktar reglur um að minnka skuli notkun jarðefnaeldsneytis
og auka notkun lífefnaeldsneytis á
bílaflotann. Eðlilega þarf að rækta líf-
efnaeldsneyti með einhverjum hætti
og kom nýverið í ljós að ekki væru
nægar býflugur til þess að standa
undir þessum áformum. Það er yfir-
leitt betra að rannsaka fyrst og fram-
kvæma svo! Þessar reglur þýða það að
Ísland þarf líka að auka notkun lífefna-
eldsneytis og í okkar tilviki þurfum
við að flytja það inn fyrir dýrmætan
gjaldeyri, en jarðefnaeldsneytið nú
er ódýrara en lífefnaeldsneyti. Á
Íslandi er hins vegar mikil innlend
orka og við getum hæglega rafvætt
bílaflota landsins ef vilji er fyrir því
hjá stjórnvöldum á öllum stigum.
Með því að nota innlenda orku eins
og rafmagn værum við að slá margar
flugur í einu höggi. Rafbílar eru svo
til hljóðlausir og hávaðamengun væri
svo gott sem úr sögunni og óþarft að
fara í dýrar framkvæmdir vegna þess.
Við þyrftum heldur ekki að kaupa
dýrt lífefnaeldsneyti til landsins
fyrir okkar dýrmæta gjaldeyri sem
við eigum af skornum skammti þar
sem rafmagn er innlend framleiðsla.
Við værum einnig að leggja mikið til
loftslagsmála.
Í Evrópusambandinu hafa verið sett
lög um loftmengun vegna útblásturs
bíla og loftmengun hefur nú verið
flokkuð af World Health Organization
(WHO) í sama flokk og reykingar, því
svo hættulegur er útblásturinn með
tilliti til lungnakrabbameins. Nýverið
hóf Evrópusambandið málaferli á
hendur Bretum vegna þess að þeir ná
ekki markmiðum nýrra laga um loft-
mengun fyrir tilsettan tíma. Raunar
eru mörg fleiri lönd í Evrópu sem ekki
ná þessum tímamörkum. Krabbamein
er almennt mjög dýr sjúkdómur fyrir
öll ríki og því mikilvægt að stöðva allt
það sem honum veldur. Við erum það
sem við borðum og öndum að okkur
og umhverfismál eru alltaf efnahags-
mál + heilbrigðismál = umhverfismál.
Á Íslandi er þetta auðvelt, því með því
að rafbílavæða flotann er loftmengun
sem þessi svo til úr sögunni.
Vandamálið er helst það að borgar-
og bæjaryfirvöld um allt land þurfa að
hugsa það og skipuleggja hvernig þeir
ætla að gera fólki kleift að hlaða bílana
sína heimavið eða nálægt heimilum
sínum. Það þarf að byggja upp inn-
viðina og það er hlutverk stjórnkerf-
isins. Þetta er áskorun í átt til nýrra
tíma.
Vilborg G. Hansen
Höfundur er landfræðingur,
og ritstjóri á Umhverfisfréttir. is