Hafnarfjörður - Garðabær - 04.04.2014, Blaðsíða 14

Hafnarfjörður - Garðabær - 04.04.2014, Blaðsíða 14
14 4. apríl 2014 „Mögulegt að lifa af tónlistinni en erfiðara að lifa án hennar“ Hafnfirðingurinn Kristján Tryggvi Martinsson er að gera frábæra hluti í djasstónlist, og hlaut á dögunum þrenn verðlaun í flokki djass og blús á Íslensku tónlistarverðlaununum. Verðlaunin voru fyrir tónverk ársins, tónhöfund ársins og plötu ársins - Meatball Evening - með K tríó, en Kristján starfrækir hljómsveitina, sem hann stofnaði í ársbyrjun 2008. Svanur Már Snorrason ræddi við Kristján. „Ég er fæddur í London árið 1986 og fluttist til Hafnarfjarðar þegar ég var eins árs gamall,“ segir Kristján spurður um uppruna sinn, og bætir við: „Ég bjó á Hringbraut til fimm ára aldurs, og fluttist svo í Setbergið; stundaði nám í Setbergsskóla og svo í Flensborgar- skóla. Þar var gott að vera og félagslífið var frábært. Úr Hafnarfirðinum fór ég svo til Amsterdam í framhaldsnám í tónlist, fyrir um sex árum síðan.“ Úr bílskúrssveitum í FÍH Kristján segir að hann hafi aldrei tekið ákvörðun um að leggja tónlistina fyrir sig, en óhætt er að segja að hann sé fjölhæfur. „Ég byrjaði í píanótímum í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, átta ára gamall, og nokkrum árum síðar bætt- ist þverflautan við. Þegar unglingsárin nálguðust bætti ég svo þriðja hljóð- færinu við og fór að spila á rafbassa í nokkrum bílskúrshljómsveitum, til dæmis Climax Hysteria - með Jóni Jónssyni og fleirum góðum - Lodix og rappsveitinni Diplomatics. Ég held ég hafi bara aldrei tekið ákvörðun um að verða tónlistarmaður, það bara þróaðist í þá áttina, og svo var ekki aftur snúið.“ - Hvað varð til þess að þú lagðir fyrir þig píanóið og djassinn? „Píanó-djass hefur alla tíð heillað mig, og frá og með tólf ára aldri lærði ég djass hjá Carli Möller í Tónlistar- skóa Hafnarfjarðar. Það var svo loka- hnykkurinn í ferlinu þegar Helgi Eg- ilsson, vinur minn úr norðurbænum, hringdi í mig og stakk upp á því að við sæktum saman um í Tónlistarskóla FÍH í Reykjavík. Á þeim tíma spilaði ég mikið á bassa og þess vegna lá beinast við fyrir mig að sækja um á bassa, en þar sem Helgi er bassaleikari sannfærði hann mig um að sækja frekar um á píanó svo við gætum spilað saman. Ég hef ekki enn séð eftir því.“ - Hverjir eru þínir helstu áhrifavaldar? „Það eru þeir Fats Waller og Glenn Gould, þeir eru svo eftirminnilegir og voru samkvæmir sjálfum sér frá a til ö.“ Mikið á flakki Það er hellingur að gera hjá Krist- jáni, hann er á fullu í námi sínu í Amsterdam, og þá spilar hann mjög mikið. „Núna er ég að ljúka EUJAM mastersnámi mínu með áherslu á jazz píanó og tónsmíðar. Námið krefst þess að maður sé á miklu flakki. Fyrsta önnin var hér í Amsterdam, önnur önnin í Berlín, þriðja önnin í París og fjórða önnin, sem lýkur í júní, er í Amsterdam. Því miður er ekkert skipulagt með K tríóinu á Ís- landi í bráð, en fyrstu vikuna í maí fer hljómsveitin í vikutúr til Lettlands, og fyrstu vikunna í júní spilum við í Amsterdam. Hér í Amsterdam spila ég einnig í mörgum öðrum hljóm- sveitum. Secret Swing Society er ein þeirra sem er í miklu uppáhaldi hjá mér, en þar spila ég á harmoniku, og hljómsveitin mun halda tónleika á Ís- landi í ágúst.“ Erfitt að lifa án tónlistar - Skipta tilnefningar og verðlaun miklu máli fyrir tónlistarmenn? „Óbeint skipta tilnefningar máli. Annars vegar til að fá staðfestingu á því að maður sé að skapa tónlist sem fólki líkar og hins vegar að koma manni á framfæri.“ Hvernig gengur að lifa af tónlistinni? „Það er nú misjafnt eins og mánuðirnir eru margir. Ég held að það sé alveg mögulegt að lifa af tónlistinni en erfiðara að lifa án hennar.“ Félag eldri borgara í Garðabæ Félag eldri borgara á Álftanesi MARKMIÐ ÞINGSINS ERU AÐ LEITA SVARA VIÐ ÞVÍ: • hvaða væntingar þeir hafa sem komast á efri árin á næstu árum og áratugum • hvernig stuðla megi að farsælum efri árum íbúa í Garðabæ í nútíð og framtíð Niðurstöður þingsins verða afhentar Garðabæ sem innlegg í stefnumótunarvinnu í málaflokknum. UNNIÐ VERÐUR MEÐ ÞJÓÐFUNDARFYRIRKOMULAGI BOÐIÐ VERÐUR UPP Á VEITINGAR Framtíðarþing um farsæl efri ár í Garðabæ verður haldið í Sjálandsskóla þriðjudaginn 8. apríl kl. 17-20 ÞÁTTTAKENDUR ÓSKAST Óskað er eftir þátttakendum úr eftirfarandi aldurshópum: • 75 ára og eldri • 55-75 ára • 55 ára og yngri Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið gardabaer@gardabaer.is eða í síma 525 8500 eigi síðar en 3. apríl nk. Taka þarf fram nafn, kennitölu, netfang og símanúmer. Þátttaka er öllum heimil en fjöldi þátttakenda er takmarkaður

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.