Kópavogur - 15.08.2014, Page 2

Kópavogur - 15.08.2014, Page 2
2 15. ágúst 2014 Nýr hjólastígur Nýr reiðhjólastígur við Ás-braut í Vesturbæ Kópavogs var tekinn í notkun í vor. Stígurinn er liður í því að framfylgja hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar frá árinu 2012. Frekari framkvæmdir hafa verið við stíga í Kópavogi í sumar. Breikkun stígsins sem liggur meðfram Hafnar- fjarðarvegi á leiðinni frá Garðabæ til Reykjavíkur er meðal þess sem gert hefur verið til þess að greiða leið hjólreiðafólks, segir á vef bæj- arins. Þá lagður í fyrra stígur með- fram Reykjanesbraut frá Mjódd yfir í Lindahverfi. Sá stígur var lagður í samvinnu við Reykjavíkurborg. Kópavogsbær lét árið 2012 vinna hjólreiðaáætlunin til fimm ára. Í henni er áhersla lögð á að tengja saman helstu leiðir stígakerfisins um Kópavog og tengja leiðirnar við nærliggjandi sveitarfélög. Þá er mark- mið hjólreiðaáætluninnar að stuðla að auknum hjólreiðum í bænum, segir á vefsíðu Kópavogsbæjar. TENNIS er skemmtileg hreyfing Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis. Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is Aðalmeðferð í Gálgahraunsmáli framundan Réttarhöld í svonefndu Gálga-hraunsmáli verða haldin í hér-aðsdómi Reykjaness um miðjan september. Hópur fólks, níu manns, eru ákærðir vegna mótmæla við vegagerð í Gálgahrauni 21. október í fyrra. Þá verður haldin aðalmeðferð í mál- inu og vitni kölluð til. Fólkinu voru birtar ákærur í janúar síðast liðnum. Tugir mótmæltu Tugir manna sem mótmæltu fram- kvæmdum Vegagerðarinnar í hraun- inu voru handteknir. Fólk var borið út af svæðinu og sumt sett í járn og í fangaklefa. Ómar Ragnarsson var í hópi hinna handteknu. Hann var ekki ákærður og heldur ekki fjölmargir aðrir sem handteknir voru þennan dag, heldur aðeins hluti hópsins. Jón H B Snorrason, saksóknari lög- reglu höfuðborgarsvæðisins, sagði við Reykjavík vikublað í janúar að fólkið væri ekki ákært fyrir að mótmæla, heldur að hlýða ekki fyrirmælum lög- reglu. „Það getur vel verið að það hafi þurft að hafa afskipti af einhverjum, leiða hann í burtu, og hann hafi eftir það látið sér segjast,“ segir Jón. Þá sé kannski ekki gert meira í málinu. Öðru máli kunni að gegna þegar fólk hafi komið aftur, sagði Jón H. B. Snorrason. Gagnrýni á lögreglu „Við stóðum vörð um náttúru- verndarlögin, auk þess sem stjórn- arskráin tryggir fólki þann rétt að mótmæla friðsamlega. Við teljum að stjórnarskráin sé okkar megin í þessu máli. En að taka okkur höndum og setja í fangelsi er algjörlega utan við allt sem heitir meðalhóf,“ sagði Gunnsteinn Ólafsson við blaðið í vetur, en hann er í hópi hinna ákærðu. Arion banki, Stefnir og lífeyrissjóðir umsvifamiklir á neytendamarkaði: Veruleg ítök í 80 prósentum af smásöluverslun Sjóðir í eigu og umsjón Arion banka, bankinn sjálfur og ýmsir lífeyrisjóðir eru stórir hluthafar í tveimur verslunarfyrirtækjum sem eru samanlagt með um eða yfir 80 prósenta markaðshlutdeild í smásölu- verslun á höfuðborgarsvæðinu. Í tilviki Arion banka er um að ræða sjóðstýringarfyrirtækið Stefni sem er dótturfélag bankans. Stefnir stýrir sjóðunum SÍA II sem á 27 prósenta hlut í Kaupási, og sjóðunum ÍS 15 og ÍS 5 sem eiga samanlagt um 11 prósenta hlut í Högum. Þess utan á Arion banki sjálfur ríflega 4,4 pró- senta hluti í Högum og óbeinan hlut í Kaupási einnig. Lífeyrissjóðirnir Gildi, LSR og fleiri eiga einnig gilda hluti í báðum verslunarfyrirtækjunum; beint og óbeint. Hagar reka meðal annars versl- anir Bónus og Hagkaupa. Kaupás á meðal annars verslanir Krónunnar og Nóatúns. Fyrirtækin reka hátt í 60 verslanir á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal ýmsar verslanir í Kópavogi. Sjá bls. 8. Skapandi sumarstörf Listamenn Skapandi sumarstarfa kynntu verkefni sín í lok júlí, en 25 listamenn hafa starfað við þetta í sumar. Verkefnin hafa verið af ýmsum toga. Meðal annars hefur verið haldin stuttmyndahátið, tón- leikar, hljóðinnsetningar og glerlist svo nokkuð sé nefnt. Vilja fjölga starfsfólki Í áætlun er að fjölga starfsfólki á starfsstöðvum fyrir fatlaða í Kópa-vogsbæ. Fjallað var um málið á fundi félagsmálaráðs í vikunni, sem samþykkti fyrir sitt leyti að fjölgað yrði um fimm þroskaþjálfa, en ekki sé gert ráð fyrir þessum starfsmönnum í fjárhagsáætlun. Þetta á við Dalveg þar sem eru nú rúm 15 stöðugildi. Á Marbakkabraut þar sem fyrir eru 7,5 stöðugildi. Kópa- vogsbraut þar sem nú eru 8 stöðugildi og á Skjólbraut og í Vallargerði þar sem um 6 stöðugildi eru nú á hvorum stað. Þetta tríó lék á lokahátíð skapandi sumarstarfsins. Eins og sjá má á mynd- ununum sem eru af Facebook síðu starfsins, var lokahátíðin vel sótt. Þessar stúlkur tóku þátt í símamótinu sem haldið var í Fífunni í lok júlí. Mikil þátttaka var á mótinu sem þótti takast vel þrátt fyrir vætutíð og stóðu Kópavogsliðin sig með ágætum. Skólasetning framundan Grunnskólar Kópavogs verða settir 22. ágúst. Bærinn rekur níu grunnskóla í 1.-10. bekk, auk þess sem Waldorfstefnan rekur einnig grunnskóla. Nemendur fara eftir skólasetningu með kennurum sínum til stofu. Í sumum skólum hefst kennsla samkvæmt stundarskrá strax, en í öðrum verður spjallað um veturinn og kennsla samkvæmt stundarskrá hefst mánudaginn 25. ágúst. Á vef bæjarins er foreldrum og nemendum bent á að kynna sér upplýsingar um stöðu mála á vefsíðum skólanna. Kennsla í MK hefst 22. Ágúst, sam- kvæmt heimasíðu skólans, en mótt- taka fyrir nýnema í bóknámi og nema á almennri braut matvælagreina og á skrifstofubraut verður þriðjudaginn 19. ágúst og fimmtudaginn 21. ágúst verðu móttaka eldri nema í bóknámi og annarra iðnnema. Færri á hjólastígum Talningar á hjólastígum í Kópa-vogsbæ í sumar sýna að dregið hefur úr umferð fótgangandi og hjólandi um stígana, miðað við síðasta sumar. Fram kemur í samtantekt sem gerð var fyrir bæjaryfirvöld að mögu- legt sé að veðurfar og framkvæmdir við stíga hafi haft áhrif. Mest umferð við hjólastíga er við bensínstöð N1 í Fossvogi. Þarna fóru um 350 manns um daginn sem talið var, um mitt sumar. Það eru heldur færri en á sama tíma í fyrra, þegar um fimm hundruð fóru um stíginn á taln- ingardegi; lang flestir bæði árin voru hjólandi, eða næstum níu af hverjum tíu. Nokkur fjölgun varð hins vegar á stígnum við Fossvogsbrún, þar sem brú er yfir Reykjanesbrautina. Þar fóru 200 um núna, en um 130 í fyrra. Í allt voru taldir um 1370 vegfar- endur á stígunum á talningardegi í ár, en í fyrra voru þeir um 2150.

x

Kópavogur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kópavogur
https://timarit.is/publication/987

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.