Kópavogur - 15.08.2014, Síða 14
14 15. ágúst 2014
Hefurðu búið erlendis?
já, í Frakklandi.
Ef já, hvernig er Ísland í saman-
burðinum?
Kaldara...
Hver er stærsti sigur þinn?
Börnin að sjálfsögðu :)
Hver eru þín helstu áhugamál?
Bamvera með fjölskyldunni, crossfit.
Hver er þinn helsti kostur?
ehhhh...
En galli?
úff!!!!
Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi?
Erfitt að gera upp á milli... en Mývatn er
í miklu uppáhaldi.
En í Kópavogi?
Kópavogsdalurinn.
Eftirlætis íþróttafélag?
Breiðablik auðvitað :)
Hvað áttu marga „vini“
á Facebook?
761
Uppáhaldstónlistarmaður
eða tónlistarstefna?
Er algjör alæta á tónlist...
Hvaða bók eða listaverk hefur haft mest
áhrif á þig og hvers vegna?
Útlendingurinn eftir Camus, man bara
hvað ég fann hitann frá sólinni í bók-
inni.
Hvert sækirðu afþreyingu?
Sjónvarp, útvarp, bók eða net?
Allt þetta, kannski síst útvarp.
Hvað vildirðu verða þegar þú yrðir
stór?
Hjúkrunarkona eða ljósmyndari.
Hvert var fyrsta starfið, og hvað
hefurðu tekið þér fyrir hendur fram
að þessu?
Fyrsta starfið var að sjálfsögðu barna-
pössun. Svo sjoppur, bæjarvinnan,
veitingastaðir, Vinnuskólinn í Kópavogi
(sem ég sakna enn!) svo lá leiðin í inn-
anlandsflugið þar sem ég starfaði sem
flugfreyja í tæp 5 ár og í dag starfa ég
hjá Icelandair.
Af hverju flug?
Skemmtileg vinna, frábærir vinnufélagar
og óreglulegur vinnutími sem ég elska :)
Ef þú værir ekki á fullu í fluginu, hvað
myndir þú vilja gera?
Ljósmyndari.
Áttu þér fyrirmynd í leik eða starfi?
Get ekki sagt það, en hef unun af því
að fylgjast með hinni ungu Annie Mist
Þórisdóttur sem tvisvar sinnum hefur
orðið heimsmeistari í CrossFit.
Hvað er að þínu mati mikilvægast fyrir
Kópavog?
Að vera alltaf Kópavogur :) engar sam-
einingar takk!
Hvaða stundir í lífinu eru gleðilegastar?
Þegar maðurinn minn er á landinu og við
njótum samverustunda með börnunum.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
Ferðast og hreyfa mig.
Leiðinlegast?
Get ekki sagt mér finnist gaman að
þrífa :) svo er ægilega þreytandi að vera
í kringum neikvætt fólk.
Hvað gerir þú þegar þér leiðist eða ferð
í fýlu?
Hvað er að fara í fýlu?? er það eitthvað
fyrir fullorðna???
Hvenær líður þér best?
Með fjölskyldunni og svo líður manni
alltaf vel eftir góða æfingu í CrossFit
Reykjavík!
Hvað er svo framundan hjá Arndísi
Þorvaldsdóttur?
Haustið nálgast sem mér finnst frábær
tími, allt að detta í rútínu og kertatíminn
framundan!
Dvergshöfða 27, 110 Reykjavík
Sími 535 5850 - framtak.is
Guðmundur Arnfinnsson yrkir
Hér geisar hin gamla spilling
og gullkálfsins siðlausa hylling
ríkir hér enn,
því ráðþrota menn
ei hemja þann taumlausa trylling.
Þá Edvard Taylor Jonsson
Skrafa seggir nú á ný
um naska Hönnu Birnu.
Hægt mun gang’að hnýsast í
hennar sálarkirnu.
Sigrún Haraldsdóttir yrkir limrur
Þórlindur þagði en brosti
er þefaði af gulleitum osti,
hann tinað vægt
og tautaði hægt;
hvað ætli kvikindið kosti?
Í bólinu Sturlaugur Sterki
Stebbu gaf örlítið merki,
hún uppá sig vatt
og umlaði hratt;
ég er með vindgang og verki.
Þá Jón Ingvar Jónsson
Það vex á mér vömbin og spikið,
svo varla mér líst nú á blikið.
Vömbin út tútnar
til vinstri og þrútnar
svo helvíti hratt og svo mikið.
Hjálmar Freysteinsson yrkir
Það bar til um þessar mundir
- þokkalegt að tarna -
Hönnu Birnu hitnaði undir
en hýrnaði yfir Bjarna.
Húrra fyrir stjórnendum sem
hækka launin sín,
hafa ei lengur smáaura í vösum.
Ég tel að þessi “leiðrétting” sé tíma-
bær og fín
og 2006 á næstu grösum.
Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir
um salernisaðstöðu ferðamanna á
Akureyri
Ferðamenn fjölmargt hér líta,
þeir fræðast um búhag og ýta
og skoða og sjá,
þá skyggir helst á
að í kirkjunni kostar að skíta.
vísnastund 5
Pétur Stefánsson
pest@visir.is
Arndís Björg Þorvaldsdóttir
Saknar enn vinnuskólans
Arndís Björg Þorvaldsdóttir er uppalin í suðurhlíðum Kópavogs en hefur
farið víða á fullorðinsárum. Hún starfar hjá Icelandair og hefur lengi verið
á flugi. Hún stundar CrossFit af miklum móð, en finnst yndislegast að eiga
góðar stundir með manni sínum, Geir Torfa Fenger flugmanni, og dætr-
unum Birnu og Ölmu. Hún nam við MK og hélt svo til náms í frönsku, lauk
prófi frá Háskóla Íslands og bjó svo um hríð í Frakklandi. Arndís segist enn
sakna vinnuskólans í Kópavogi, þar sem hún vann sem unglingur og finnst
mikilvægt að Kópavogur verði áfram Kópavogur. „Engar sameiningar!“
segir hún. Arndís Björg Þorvaldsdóttir er í yfirheyrslunni að þessu sinni.
Arndís hefur lengi verið í fluginu.
Arndís og geir ásamt dætrunum, en myndin er tekin skammt frá Eyrarbakka.