Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.03.1986, Síða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 26.03.1986, Síða 1
□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ 13. árgangur Vestmannaeyjum 26. mars 1986 Guðni Hermansen verður með um páskana, sýningu á verkum sínum í Akóges. Sýnir Guðni 45 olíuinyndir. A myndinni sést eitt málverka Guðna sem finna má á sýningunni, en það nefmst Haustkvöld. Guðni Hermansen mun nú um páskana verða með sýningu á verkum sínum í Akóges. Einkasýningar Guðna eru nú farnar að nálgast 30, en síðast sýndi Guðni hér á páskunum fyrir tveim árum. Á þessari sýningu Guðna verða 45 olíumyndir, allt Eyja- stemmur, sem málaðar eru á síðustu tveim árum. Sýningin hefst kl. 20.00 á skírdag og verður síðan opin alla daga kl. 14.00 - 22.00 til annars í páskum en þá lýkur sýningunni. Allir eru boðnir velkomnir á sýningu Guðna og vonast lista- maðurinn til þess að sem flestir komi og líti á verk hans. S j álfstæðisflokkurinn: Framboðslistinn við næstu bæjarstjórnarkosningar - samþykktur einróma á fulltrúaráðsfundi flokksins. Á fulltrúaráðfundi Sjálf- stæðisfélaganna s.l. sunnudag, 23 mars, var framboðslisti Sjálf- stæðisflokksins við bæjarstjórn- arkosningarnar endanlega ák- veðinn og tillaga kjörnefndar um skipan listans var samþykkt einróma. Prófkjör fór fram dagana 22. og 23. febrúar og tóku 1600 manns þátt í því. Voru niðustöð- ur prófkjörsins lagðar til grund- vallar í meginatriðum við skipan listans. 1. Sigurður Einarsson, fram- kvæmdastjóri. 2. Sigurður Jónsson, skrifstofu- stjóri. 3. Bragi I. Ólafsson, umdæmis- stjóri. 4. Helga Jónsdóttir, húsmóðir. 5. Arnar Sigurmundsson, skrif- stofustjóri. 6. Ólafur Lárusson, kennari. 7. Ómar Garðarsson, sjómaður. 8. Unnur Tómasdóttir, kennari. 9. Stefán Runólfsson, fram- kvæmdastjóri. 10. Grímur Gíslason, blaðamað- ur. 11. Friðþór Guðlaugsson, vél- virki. 12. Þórunn Gísladóttir, skrif- stofumaður. 13. Gísli Ásmundsson, verkstjóri. 14. Oktavía Andersen, húsmóðir. 15. Hafliði Albertsson, verkstjóri. 16. Guðmundur Rúnar Lúðvíks- son, yfirmatreiðslumaður. 17. Sigurbjörg Axelsdóttir, kaup- maður. 18. Sigurgeir Ólafsson, hafnar- stjóri. Heiðurssæti listans skipa tveir fyrrverandi bæjarfulltrúar, Sig- urbjörg Axelsdóttir' 17. og Sig- urgeir Ólafsson 18. sætið, en hann skipaði 1. sæti listans við síðustu bæjarstjórnarkosningar. „Mér finnst þetta sterkur listi“, sagði Sigurður Einarsson, sem sl 'par efsta sætið „Listinn er sterkur vegna þess að hann er niðurstaða í prófkjöri, þar tóku þátt 1600 manns.“ „Gullgámur“ -Smáey fékk frábært verð fyrir gámafisk á Bretlandsmarkaði Það er óhætt að segja að gámur sem afli Smáeyjar VE var Dansleikur Á fundi bæjarráðs s.l. mánu- dag var óskað eftir umsögn vegna dansleiks á vegum knatt- spyrnuráðs ÍBV aðfararnótt II. í páskum. Bæjarráð gat fyrir sitt leiti fallist á að leyfa dansleikinn. seldur úr í gærmorgun hafi verið sannkallaður gullgámur. Aflinn úr gámnum sem aðallega var ýsa, vigtaði 15.587 kg. og seldist hann á 1.303.937 kr. sem gerir 83,65 kr./kg. í meðalverð. Sala þessi er algjör metsala og hefði heildarverðið sem fékkst fyrir þennan eina gám þótt þokkalegt fyrir tvo gáma. Fréttir óska þeim Smáeying- um til hamingju með þessa glæsi- legu sölu. CARRINGTON lávarður aðalframkvæmdarstjóri At- lantshafsbandalagsins á ferð í Vestmannaeyjum. „Þetta er einstæður staður, ég hef aldrei séð nokkuð honum líkt.“ Sjá einkaviðtal Frétta við lávarðinn bls. 10. Bæjarráð: Tölvur í Grunnskólana Á fundi bæjarráðs s.l. mánu- dag lá fyrir bref frá Kennara- félagi Vestmannaeyja, þar sem spurt var, hvenær von væri á tölvum í grunnskólana hér í Eyjum. I svari bæjarráðs kom fram að von væri á tölvunum á tímabilinu 10. -15. apríl n.k. Er það ánægjulegt að loksins sé farið að huga að tölvumálum grunnskólana hér í Eyjum, þótt fyrr hefði verið. 13. töliablað Fermingargjöfina færðuhjáokkur T.d. útvaipsklukkur, útvaip með segul- bandi og útvarps- klukkur með segul- bandi. Myndavélar, sjón- aukar, rakvélar, hleðslutæki og headfónar, og ódýru Ziemans útvarps- tækin frá aðeins 1190 kr. Krulluburstar og krull- ujárn. Hárblásarar og krullubursti með blæstri. Vorum að taka upp fallegar og ódýrar styttur svartar og hvítar. Litlir lampar - stórir lampar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.