Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.04.1986, Blaðsíða 3

Fréttir - Eyjafréttir - 23.04.1986, Blaðsíða 3
Pylsuvagn - selur svöngum næturhröfnum næringu Fyrir skömmu hóf Pór Krist- jánsson starfrækslu pylsuvagns. Vagn þessi er hinn sami og rekinn var hér fyrir tveimur árum. Undanfarið hefur vagninn staðið ofan við Gestgjafann við Heiðarveg en hann hefur einnig leyfi til þess að standa við hlið Samkomuhúss Vestmannaeyja. Vagninn er opinn frá kl. 22.00 til 03.00 á föstudags og laugar- dagskvöldum og í honum er hægt að fá ýmiskonar næringu, s.s. pylsur og hamborgara ásamt viðeigandi drykkjarföngum. Svangir næturhrafnar ættu því ekki að kveljast ef þeir skella sér í pylsuvagninn til Þórs því þar mun af nógu af taka. Að sögn Þórs hefur reksturinn gengið vel hingað til og sagði hann í samtali við blaðið að hann væri bara bjartsýnn á fram- haldið. Fréttir óska eigendum pyls- uvagnsins til hamingju með nýja fyrirtækið. auglýsir Helgartilboð: Ný svið.............98kr./kg. Kjúklingar.......... 215 kr./kg. Pekingendur........ 299 kr.lkg. Lœrissneiðar....... 332 kr./kg. Saltkjöt............ 219 kr./kg. Lifur.............. 144kr./kg. Nýru................ 108 kr./kg. Lybbís tómatsósa lítil. 38,50 kr./stk. K.J. grænar baunar 1/2 26,40 krJds. River hrísgrjón... 36,30 kr./ds. Apríkósur 1/1 dósir...... 69 kr./kg. OPIÐti! 19.30 ALLA virka daga. Bakarí á stadnum. Heimsendingarþjonusta Guðmunda Steingrímsdóttir:_ Hægri stefna er andstæð hagsmunum launafólks Heimildir um íslenska verkalýðsbaráttu fyrirsíðustu aldamót eru af fremur skorn- um skammti. Blöð og tímarit samtímans láta sig fremur litlu varða fyrstu spor stéttar- félaganna. Á 19. öld urðu í flestum löndum Evrópu miklar breyt- ingar í atvinnumálum. Nýjar atvinnugreinar risu upp með áður óþekktum starfsaðferð- um. Fólk þyrptist úr sveitum í leit að atvinnu og bæir tóku að rísa. Iðnbyltingin á 18. og 19. öld skóp verkalýðsstétt nútímans og var forsenda að stofnun stéttarfélaga verka- fólks. Togaraútgerð fól í sér iðn- byltingu íslendinga en hún hafði líka sínar skuggahliðar því vinnuharka var mikil og laun mjög lág, verkalýður hafði rétt fyrir brýnustu nauðsynjum og var réttlaus með öllu. Verkafólk fékk greitt fyrir vinnu sína með loforðun um vöruúttekt og yfirleitt voru það kaupmenn sem áttu útgerðina. Bilið milli ríkra og fátækra jókst. V erkalýðshreyfingin átti lengi undir högg að sækja Verkalýðshreyfingin stóð framan af í stríði við atvinnu- rekendur um að fá sig viður- kennda sem samningsaðila fyrir vinnandi fólk. Forystumenn félaganna voru settir á svartan lista, þeim sagt upp störfum og látnir þola ýmiskonar önnur Guðmunda Steingríinsdóttir. Stefna Alþýð- ubandalagsins er stefna jafnréttis og bræðralags, hún er barátta fyrir réttinum til sómasamlegs lífs allra þjóðfélags- þegna. óþægindi vegna starfs síns í þágu samtakanna. Krafan um 8 stunda vinnudag mætti lengi vel mikilli andstöðu, eins var með hvíldartíma á togurum. Mörg verkföll hafa verið háð á íslandi og hefur sam- heldni fólksins oft verið með ólíkindum. Lífskjörin í dag eru á öllum sviðum ólík því sem gerðist áður fyrr. Verkalýðshreyfingin hefur breytt öllu íslensku þjóðfé- lagi til hins betra. Sóknarstríð - varnarstríð Hvernig hefur kjarabarátta breyst frá því sem áður var? Áður var alltaf verið að berj- ast fyrir raunverulegum kjarabótum, en nú snýst kjarabarátta aðallega um það að ná aftur svo og svo stórum hluta þess sem rænt hefur verið af vinnandi fóki með hinum og þessum ráðstöfun- um atvinnurekenda og mis- vitra ráðantanna. Verkalýðsbarátta hefur alltaf verið vinstri sinnuð Hvítflibbaðir hægri menn hafa aldrei barist fyrir bættum kjörum launafólks, heldur voru það vinstri menn sem börðust fyrir stofnun verka- lýðsfélaga og eigum við þeim mönnum mikið að þakka. Launafólk, hugsið um það að þegar þið kjósið hægri öflin yffir ykkur eruð þið í raun að kjósa á móti baráttu ykkar fyrir bættum kjörum. Stefna Alþýðubandalags- ins er stefna jafnréttis og bræðralags, hún er barátta fyrir réttinum til sómasam- legs lífs allra þjóðfélags- þegna. mun S.Á.Á. einnig taka við slík- um tilkynningum bæði fyrir og eftir fundinn í síma 91-82399, en þess má geta hér að að S.Á.Á. og Lionshreyfingin á íslandi hafa tekið virkan þátt í undirbúningn- um að stofnun Landsamtak- anna. Vímulaus æska - stefnt að stofnun Landssamtaka foreldra fyrir vímulausa æsku í sjónvarpssal 26. apríl n.k. 8. mars s.l. var haldinn kynn- ingarfundur í Reykjavík og ná- grenni, fyrir foreldra vegna undirbúnings að stofnun Lands- samtaka foreldra fyrir vímulausa æsku. Var sá fundur mjög fjöl- mennur og þótti takast með af- brigðum vel. A fundinupi var kjörin 16 manna undirbúningsnefnd, og hefur hún ákveðið að stofnfund- ur samtakanna verði 21. apríl kl. 21.00. Fundurinn verður haldinn í sjónvarpssal. í beinni útsend- ingu, svo unnt sé að ná til sem flestra foreldra í landinu sam- tímis. Þá má cinnig geta þess tð sama kvöld verður í sjónvarpað frá einum átta borgum heims. tónleikum um víða veröld í líkingu við Live-Aid tónleikana. Það eru sömu aðilar og þá sem standa að baki þessum tónleik- um og vilja þeir með þeim vekja athygli á þeim vímuefnavanda sem nú blasir við ungu fólki um allan heim. Tilgangurinn með stofnun þessara Landssamtaka foreldra er að vekja sem flesta foreldra til umhugsunar um eiturlyfjaflóðið sem steypist nú í æ ríkari mæli yfir nágrannaþjóðir okkar, því fastlega má búaast við því, að fenginni reynslu að þróunin verði svipuð hér á landi. Hér á landi eru foreldrar nú þegar uggandi út af fregnum sem berast í fjölmiðlum um aukna notkun vímuefna hér á landi, bæði löglegra og ólöglegra, ekki síst meðal barna og unglinga. Það er því ekki úr vegi að skora á foreldra hér í Vest- mannaeyjum að taka virkan þátt í stofnfundinum, t.d. með því að hringja í þau símanúmer sem birt verða á skjánum 26. april- n.k., og skrái sig i samtökin. Þá 3. maí n.k. verður svo Sam- norrænn baráttudagur mót vímuefnum. Mallorka og Ibisa BROTTFARIR Mallorka: 7/5, 31/5 (upppantað), 22/6, 8/7, 29/7, 19/8, 9/9 og 30/9. Ennþá eru laus sæti í aðrar ferðir. Ibisa: Allt uppselt nema í ferðirnar 22/6 og 09/9. Tekið er á biðlista ferðirnar 08/7 og 19/8. Bæklingar og myndbönd fást hjá umboðs- manni Polaris í Vestmannaeyjum, Ingveldi Gisladóttur Bröttugötu 26. 0 2270. FERÐASKRIFSTOFAN POLARIS \H )I V KIS

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.