Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.04.1986, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 23.04.1986, Blaðsíða 12
Framhaldsskólinn: Dimmitering S.l. föstudag fór fram hin ár- lega dimmitering hjá 3. og 4. árs nemendum Framhaldskólans í Vestmanna- eyjum. Dimmiteringin á sér mikla hefð hér á landi. og er hún allsstaðar í heiðri höfð í mennta- og framhaldsskólum. Dimmitering felur í sér í stuttu máli það að nemendur 4. árs kveðja skólann sinn með pompi og pragt síðasta kennsludaginn. og 3. árs nemendur eru þeirra verðugir þjónar. og nemendur klæðast furðu- búningum í tilefni dagsins. Að þessu sinni tókst mjög vel til, búningar 3. og 4. árs ne- menda voru sérstaklega skemmtilegir. og allir skemmtu sér konunglega. Veisla var haldin í Bárugöt- unni árla morguns, síðan ekið um bæinn í opnum vagni, og loks var endað í Framhalds- skólanum þar sem kennsla var trufluð eftir mætti. Á myndinni hér til hliðar má sjá nemendur 3. og 4. árs í fullum skrúða í Bárugötunni. Otskriftar- nemendur eru þessir svart- klæddu en þeirra auðvirðulegu þjónar (3. árið) eru þessir hvít- klæddu, en þeir stóðu sig þokka- lega við að mata stúdents- efnin stórgáfuðu. Málverkasýning í Akóges 24.-27. apríl Magnús Guðnason Kirkju- lækjarkoti Fljótshlíð mun opna sýningu sína á morgun, sumar- daginn fyrsta kl. 2 e.h. Magnús hefur málað af og til í 35 ár. Málaralistin hefur togað í hann frá unga aldri, og við þá iðju unir hann sér vel og hefði helst kosið sér að leggja það fyrir sig sem æfistarf. Samt æxlaðist það svo til að hann lærði húsa- smíði og hefur starfað við þá iðn ásamt búskap. Tíðarandinn var ekki jákvæður málaralist sem ævistarfi í þá daga. Flann hefur haldið fjórar sjálf- stæðar sýningar og tekið þátt í tveim samsýningum. Á fyrstu sjálfstæðu sýningu sinni hafði hann 41 mynd og seldi 40. Þetta vakti verðskuldaða athygli sem von var. Nú er tækifærið hjá okkur að líta inn og njóta málverka hans. Par getur að líta myndir úr öllum áttum og fjölbreytileg mótíf. Aðgangur er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir á sýning- una. Magnús mun hafa opið daglega frá kl. 2-10 e.h. til og með sunnudegi 27. apríl. □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.