Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.04.1986, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 23.04.1986, Blaðsíða 4
200 ára afmæli Reykj avíkurborgar Fyrir nokkru var blaðamönn- um víösvegar ai'landinu boðiö til Keykjavíkur á blaöamannafund af Reykjavíkurborg. Ástæða fyr- ir þessu boöi var að kynna fyrir landsbyggöarfólki 200 ára af- niæli Keykjavíkurborgar. Á fundinum byrjaði Davíð Oddsson að afhenda fjórum fyrr- verandi borgarstjórum, þeim Agli Skúla Ingibergssyni, Auði Auöuns, Birgi ísleifi Gunnars- syni og Geir Hallgrímssyni núm- eraða mynt, 2-5, sem sérstaklega var búin til í tilefni afmælisins. Peningnr. 1 hafði forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, feng- ið aflientan. Gripirnir voru síðan sýndir fréttamönnum. Meðal rnuna sem til sölu verða má telja fyrrnefnda minningar- Samanburður á fjölda funda í nefndum á vegum bæjarins Á vegum bæjarins cru hin- ar margvíslegu nefndir, ráð og stjórnir sem hvcr fyrir sig hcfur sínu hlutverki að gegna. Flestar eru þetta fjögurra ára nefndir. og er skipað í þær eftir hverjar bæjarstjórnarkosningar. 1981 1982 1983 1984 Hér á eftir fer samanburð- ur á fjölda funda. sern nefndir. ráð og stjórnir bæjar- ins hafa haldið árin 1981- 1985. 1985 Almannavarnanefnd 1 0 4 1 1 Áfengisvarnanefnd 9 9 7 2 4 Atvinnumálanefnd 1 4 5 10 5 Barnaverndarnefnd 11 5 13 9 15 Brunamálanefnd 2 5 10 7 6 Bygginganefnd 22 25 22 22 30 Byggingastjórn íb. aldraðra 0 0 0 17 23 Byggingastjórn hamarsskóla 0 0 0 9 2 Bæjarráð 53 55 81 73 78 Félagsmálaráð 36 37 37 40 40 Ferðamálanefnd 1 1 2 2 1 Hafnarstjórn 20 14 13 16 16 Heilbrigðisnefnd 9 7 14 8 9 Landnytjanefnd 5 4 3 0 2 Safnanefnd 3 7 9 6 9 Samninganefnd 12 23 8 42 15 Skólanefnd grunnskóla 9 21 17 11 12 Skólanefnd frmahaldsskóla 11 18 9 10 10 skólanefnd stýrimannaskóla 5 5 8 2 6 Stjórn veitustofnana 18 15 12 21 18 Stjórn verkamannabústaða 7 8 5 8 9 Stjórn íþróttamiðstöðvar 8 10 8 8 11 Stjórn lífeyrissjóðs 3 2 5 5 5 Tómstundaráð 14 12 19 13 24 Umferðarnefnd 1 1 2 4 4 Útgáfustjórn 2 3 1 1 1 Útsvarsnefnd i 1 2 3 3 Bæjarstjórn 16 19 18 21 17 peninga sem eru fáanlegir bæði úr silfri og eir. Peningurinn sem hannaður er af Tryggva Tryggva- syni. er framleiddur í 3000 núm- eruðum eintökum og er til sölu í öllum bönkum og sparisjóðum Reykjavíkur. Einnig voru kynntir postulíns- vcggdiskar, hannaðui af Tryggva og framleiddur af Bing og Gröndal Kaupmannahöfn, og handunnar bréfapressur úr silfri. Tilefni afmælisins Aö lokinni afhendingu pen- inganna skýröi Davíö Oddsson borgarstjóri frá tilefni afmælis- ins. Hann bauð sérstaklcga vel- komið fólk utan af landi. Hann fór einnig nokkrum orðum um togstreituna milli borgarinnar og landsbyggðarinnar og sagði þá togstreitu ástæðulausa þar sem Reykjavík væri höfuöborg landsins og því sameiginleg eign allra landsmanna. Pví væri 200 ára afmælið í raun afmæli allra 240 þúsund íbúa Reykjavíkur. Davíð lagði á það ríka áherslu að með borgarkynningunni væri ekki, eins og margir hefðu vilja halda, verið að auglýsa borgina sem betri en landsbyggðina. Markmiðið væri aðeins að sína fram á hlutdeild borgar í lífi landsmanna. Dagskráin Að loknu ávarpi Davíðs var blaðamönnum kynnt það helsta sem yrði á dagskránni á afmæl- isárinu. Má þar helst nefna List- ahátið, 31. maí, 17 júní sem verður með veglegra sniði en nokkru sinni fyrr. Tæknisýning Reykjavíkurboregar, 17. ágúst- 18. sept., en þar verður kynnt öll starfsemi borgarinnar með lík- önum, ljósmvndum og kvik- myndum. Sem dæmi má nefna að þar verður m.a. líkan af öllu íslandi þar sem hægt verður að sjá alla dýpstu dali og hæðir landsins ásamt líkani af Sund- ahöfn þar sem fólki gefst kostur aá ð stýra fjarstýrðum skipum til ogfrá bryggju. Hápunkturinn verður þó á afmælisdaginn, þann 18. ágúst. Pann dag verður fjölbreytt dagskrá sem höfðar bæði til barna og fullorðinna. Boðið verður m.a. upp á veitingar og stærstu köku sem mun hafa verið bökuö hér á landi^ Ýmsar sýningar verða og ber þar helst að nefna sýninguna: Reykjavík 200 ára, Kjarvals- stöðum 16.ágúst-28. september. Pað væri endalaust hægt að halda áfram að telja upp atburði sem verða til að minnast afmælis- ins en það væri of langt mál. Hinsvegar má fullyrða að það er alveg þess virði að dvelja nokkra daga sumarsins í sinni eigin höfu- ðborg og skemmta sér við það sem verður upp á að bjóða. Alveg örugglega verður eitthvað á boðstólunum við allra hæfi. Gunnar Már Sigurfinnsson Revkjavík ’86. FASTEIGNA- MARKAÐURINN Nýr sölulisti vikulega Skrifstofa í N estmannaevjum: Heimacötu 22 cotuhieö. \'idtáístínai:!.'.3o- |o.m þriðjudaca-tÖNtudaga SI >4" Skrifst. i Re\kja\ik: Garðastneti 13 Yiðtalstimi: 15.30- lo.oo mánudaca. S13045 JÓN HJALTASON, hrl. Almennur borgarafundur um málefni fatlaðra Félagið Proskahjálp í Vest- | mannaeyjum boðar til almenns borgarafundar um málefni fatl- aðra, þriðjudaginn 29. apríl kl. 20.30. Fundurinn verður haldinn í Alþýðuhúsinu. Til fundarins verða boðaðir efstu menn/konur á listum fram- boðsflokkanna til bæjarstjórnar- kosninga í vor. Framsögu flytja: Eggert Jóhannsson, fram- kvæmdasijni i Svæðisstjórnar Suðurlands. Sævar Guðbergsson, félags- ráðgjafi Svæðisstjórnar Suður- lands. Siguröur Jónsson, starfsmað- ur félagsmálaráös. Fuiltrúi foreldra fatlaðra barna í Vestmannaeyjum. Fulltrúi starfsfólks sem vinnur að málefnum fatlaðra í Vest- mannaeyjum. Fyrirspurnir og umræður \ erða að loknum framsöguerind- um. Kaffi á staðnum. Bæjarbúar! Núna gefst ykkur tækifæri á að kynna ykkur fyrir- komulag á málefnum fatlaðra hér í bæ og hugmyndum að nauðsynlegum breytingum sem tryggja fötluðum búsetu í heima- byggð sinni. Vestmannaeyjum. Mætum öll. Fréttatilkynning frá Þroskahjalp í Vestmannaeyjum. SPOEX SP0EX. samtök psoriasis og exemsjúk- linga uiru stofnuð 2S. ágúst 1972. Upphafs- og fyrsti íormaður samtakanna var Hörður Ásgeirsson. Samtök þessi eru stofnuð til þess ið sjúklingar geti miðlað öðrum af reynslu sinm. og fengið upplýsingar og hjálp. Talið er að ekki færri en 5000 íslendingar séu með psoriasis. auk allra þeirra sem þjást af exemi ýmiskonar, þannig að nú liggur fyrir að gera siórátak í að fjölga félögum og hafa þvi xcrið stofnaðar að undanförnu deildir víða um land. Nú er ætlunin að kynna starfsemina hér í Eyjum. og verður kynningarfundur haldinn í Snótarhúsinu að Heiðarvegi 7. laugardaginn 26. apríl n.k. kl. 14.00. klukkan 2 e.h. Jón Hjaltalín Ölafsson húðsjúkdómalæknir mun mæta á fundinn og heldur hann erindi um psoriasis, og annað erindi um exemsjúk- linga. Auk þessa mun hann svara fyrirspurn- um og sýna litskyggnur. Með Jóni í för verða tveir fulltrúar samtak- anna af Reykjavíkursvæðinu, og munu þau einnig halda erindi og svara fyrirspumum. Núverandi formaður samtakanna er Páll H. Guðmundsson. Áhugafólk og aðrir em hvattir til að kynna sér málefnið. Állar nánari upplýsingar veita Þyrí E 2460 og Gunnhildur S 2572. Fréttatilkynning

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.