Fréttir - Eyjafréttir - 23.04.1986, Blaðsíða 11
Landkrabbi skrifar:_
Bæta kratar við sig?
Jæja, mínir elskulegu les-
'endur, þá er ég enn á ný
sestur við skriftirnar. Nú eru
línurnar farnar að skýrast í
þessum framboðsmálum öll-
um saman. Gömlu flokkarnir
allir má segja búnir að klastra
saman listum og brosa nú
breitt til okkar óbreyttra
kjósenda.
Samkvæmt öllum venjum
þykir mér rétt að draga fjöðr-
ina nú fram og fjalla aðeins
um framboðin og horfur í
komandi kosningum. Einn
þáttur er reyndar enn óviss
þ.e. hvort Bjarni Jónasarnær
sér á flug eður ei. Hann
virðist ekki geta gert upp við
sig hvað hann á að kjósa og
reynir að böggla saman fram-
boði. Honum tókst það næst-
um í Dagskrá, en
prentun með væntanlegum
lista var stöðvuð eftir aðeins
11 blöð, þrátt fyrir að margt
gott fólk væri þar á ferð.
Kannski hafa þeir ágætu
frambjóðendur séð að sér og
hallað sér að nýju að gömlu
flokkunum. Allavega sér
maður að einn sem var á
listanum var snarlega gerður
að kosningastjóra hjá
krötum.
Og þá er einmitt komið að
aðalatriðinu. Við byrjum í
þessum þætti að fjalla um
kratalistann eða framboð
jafnaðarmanna eins og þeir
sjálfir vilja kalla það. Skrítið
að Alþýðuflokkurinn skuli
ekki bjóða fram hér.
30 völdu listann
Einu sinni þegar Alþýðu-
flokkurinn var stór og sterkur
talaði hann mikið um opin
prófkjör. Það væri sko það
eina sanna og rétta. Það ætti
að gefa fólkinu sjálfu kost á
að velja fólk á listann. Þetta
sjónarmið var látið ráða árið
1982. Þorbjörn Pálsson kom
þá og sigraði, sumir sögðu
með aðstoð, ja við segjum
ekkert meira.
Síðari hluta febrúar um
svipað leiti og íhaldið hélt
prófkjör var lista jafnaðar-
manna keyrt í hvert hús. Kom
þá í ljós að piotkjör sem hinn
almenni borgari eða stuðn-
ingsmenn flokksins fengu að
taka þátt í var ekki lengur
nógu gott. Aðeins 30 manna
hópur valdi þá 18 sem listann
skipa. Hér hefur því orðið
um mikla kúvendingu að
ræða, en kannski á hún ekk-
ert síður eftir að skila árangri.
Það á eftir að koma í ljós.
Guðmundur Þorlákur
Bjarni, tómstunda og íþrótta-
fulltrúi náði með þessari að-
ferð að tryggja sér efsta sætið,
en i almennu prófkjöri 1982
hafnaði hann í 2. sæti.
Guðmundur er harður í
horn að taka, er laginn við að
auglýsa sjálfan sig upp, ágæt-
ur ræðumaður, en samt veru-
lega umdeildur. Hann á ör-
ugglega eftir að verða Sjálf-
stæðismönnum erfiður í
kosningabaráttunni.
Það hlýtur að vekja nokkra
athygli að Guðmundur skuli
skipa efsta sætið og pota nú-
verandi efsta manni niður í 2.
sætið.
ALI BABA
Þorbjörn Pálsson komst
óvænt í fyrsta sætið síðast
einsog áðurgreinir. Þorbjörn
hefur þetta kjörtímabil verið
í minnihluta og átt ýmsa
sprctli, stimdum ágtelti cn á
milli nokkuð vtifasama.
Slundum htila llokksmenn
h;ms litt hrilist af öl'galullum
árásum hans a mcirihlutann.
Stundum halá mcnn átt crfitt
mcð að ;itta sig á málflutn-
ingnum. Á köflum hcfur
hann svo klórað meirihlutan-
um nokkuð hrcssilega.
Auðvitað vekur það furðu
að æðsta ráðið hjá krötum,
þ.e. 30 manna hópuririn skuli
eftir tillt puðið í Þorbirni færa
hann niður í annaö sætið og
þannig kannski koma í veg
fy-ir að hann verði bæjarfull-
trúi.
Þorbjörn ætlar sér örugg-
lega stóra hluti og sýna fram
á að hann sé Ali Baba þeirra
krata og fari léttilega inn í
bæjarstjórn.
Næstu sæti
Margt ágætis fólk er í næstu
sætum. Sólveig Adólfsdóttir
lagði mikið uppúr að fá þriðja
sætið eftir að Elín Alma gaf
það frá sér. Sólveig er þekkt
fyrir störf sín innan félags-
samtaka eins og t.d. hjá mál-
freyjum og hjá íþróttafélag-
inu Þór. Hún þykir hafa
ákveðnar skoðanir og gefur
ekkert eftir hafi hún tekið
eitthvað í sig.
Samkvæmt venju skipar
Ágúst Bergsson eitt af efstu
sætunum. Ágúst er duglegur
og vel liðinn maður sem
styrkir listann heilmikið.
Kristjana Þorfinnsdóttir er
á listanum eins og áður. Hún
hefur verið krataliðinu drjúg-
ur liðsstyrkur og segist ekkert
skammast sín fyrir að bera
merki jafnaðarmanna í barm-
inum.
Margt annað ágætisfólk
skipar listann. Það er þó
nokkur kraftur í krötunum.
Þeir munu berjast hart til að
ná tveimur mönnum og það
gæti því orðið harður slagur
milli þeirra Þorbjörns og
Arnars Sigurmundssonar á lista
Sjálfstæðismanna hvor þeirra
fengi sæti í næstu bæjarstjórn.
Það á eftir að koma í ljós.
Rétt er í lokin að velta
aðeins fyrir sér hvaða mögu-
leika kratar eiga í næstu kosn-
ingum. Auðvitað getur þetta
allt saman breyst þann tíma
sem eftir er fram að kosning-
um. Ég held að kratar séu
alveg öruggir með að fá einn
fulltrúa, þeir fengu algjört
lágmark síðast og koma til
með að bæta einhverju við
sig.
Auðvitað eiga þeir mögu-
leika á tveimur, en til þess
þurfa þeir að bæta við sig
miklu fylgi. Þeir voru á nokk-
uð myndarlegu flugi- fyrir
nokkru og hjálpaði Jón for-
maðurekki síst í þeim efnum.
Nú virðist að Jón hafi maga-
lent hálf illa með flokkinn og
Bryndís hjálpað vel til. Allt
þetta hefur áhrif hér í Eyjum,
enda virðist mesta púðrið far-
ið úr krötum.
Það skal samt ítrekað að
slagurinn í vor gæti hugsan-
lega staðið milli þeirra Guð-
mundu hjá kommum, Arnars
hjá íhaldinu og Þorbjarnar
hjá krötum.
Til þess að verða öruggir
með tvo menn þurfa krata að
fá ein 600 atkvæði. Það gæt>
orðið nokkuð þungur róður
hjá þeim blessuðum.
Við látum þetta nægja í bili
en tökum upp þráðinn í næstu
blöðum um önnur framboð.
íbúð til leigu
4ra herbergja einbýlishús,
með setustofu, kjallara og
bílskúr, til leigu.
Upplýsingar ® 2957, eftir
kl. 18.00 n.k. laugardag.
Bíll til sölu
Daihatsu Charade, árgerð
'80, lítið ekinn.
Upplýsingar S 1190.
Systrafélagið
Alfa
Inga Haraldsdóttir,
Faxastíg 2A S 1439.
Elín Guðlaugsdóttir,
Bessastíg 10 & 1645.
Ásta Arnmundsdóttir,
Fjólugötu 8 S 1871.
SmáauglvNÍiigar
ÍBÚÐ ÍBÚÐ
Við erum á götunni, 3 stelp-
ur með tæplega 1 árs barn,
í byrjun júní. Okkur vantar
tilfinnanlega 3ja-4ra her-
bergja íbúð á leigu. Við
erum reglusamar og getum
fengið meðmæli.
Upplýsingar S 2834 eftir
kl. 5.
íbúð til sölu
2ja herbergja íbúð til sölu,
við Foldahraun.
Upplýsingar S 2586 á kvöld-
in og hjá fasteignasölum.
TIL SÖLU
Húsgrunnur til sölu, að
Nýjabæjarbraut 8a.
Upplýsingar hjá Jóni
Hjaltasyni.
Hjólhýsi
14 feta hjólhýsi til sölu.
UpplýsignarS 1757.
íbúð til sölu
4ra - 5 herbergja íbúð með
bílskúr við Herjólfsgötu, no.
8, efri hæð, er til sölu.
Upplýsingar á staðnum eða
S 2570.
Til sölu!
Rúmgóð og björt íbúð á
besta stað í bænum. íbúðin
er efri hæð og ris í tvíbýli
og getur verið laus mjög
fljótlega. Alls konar greið-
slukjör koma til greina.
Nánari upplýsingar S
2050.
íbúð óskast
Óskum að taka íbúð á leigu
með kaup í huga, helst 3ja
eða 4ra herbergja, má
þarfnast einhverra lag-
færinga. Nánari upplýsing-
ar veittar í síma 91-611296
eða 98-2917.
Bíll til sölu
Fiat Uno ES, árgerð '84,
ekinn 26.000 km. Sparneyt-
inn bíll.
Upplýsingar að Dvergham-
ri 38. Sími 2288.
Til sölu
Barnavagn, barnakerra,
fururúm, teakrúm með
náttborði og borðstofuborð
og 4 stólar, allt mjög vel
með farið.
Upplýsingar © 2917.
íbúð óskast á leigu
Par með 1. barn óska eftir
u.þ.b. 3ja herbergja íbúð á
leigu í eitt ár.
Upplýsingar gefur Þor-
steinn eða Jónína S 2403.
íbúð óskast
Óska eftir 3ja til 4ra her-
bergja íbúð á leigu í
óákveðinn tíma með kaup í
huga. Einhver fyrirfram-
greiðsla ef óskað er.
Upplýsingar S 97-2352 eða
98-2917.
Bíll til sölu
Svartur Daihatsu Charade
1000 XTE, V-801, 5 gíra,
árgerð 1983.
Upplýsingar S 2434 eftir
kl. 19.00.