Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 5

Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 5
ADAM OG EVA AUGLÝSIR: Tókum upp í gær frá Karnabæ Á HERRANA: Á DÖMURNAR: MEIRIHÁTTAR: MEIRIHÁTTAR: Herravestispeysur Dömudress - pils og jakkar, í brúnu og svörtu. Herrarúllukragapeysur euxur w Herra bolir og peysur ^ peySur Herrajakkaföt Leöurpils, stærðir frá 34. ^ Herraskyrtur röndóttar ir Herrabuxur, svartar og teinóttar. Ath. Eigum ótrúlegt úrval á börnin og unglingana ■ E EunocAno JÓLATILBOÐ Verðum með 10% afslátt á úlpum og útigöllum á börn á meðan birgðir endast. tJo** m s. 1134. Olís opnar sjálfvirka þvottastöð - Fyrsti bíllinn rann í gegn í morgun. Olís við Græðisbraut, opnaði í morgun, sjálfvirka þvotta- stöð, þá fyrstu I Vestmannaeyj- um. Að sögn Magnúsar Sveins- sonar umboðsmanns Olís er um að ræða mjög fullkomna þvottastöð, algerlega sjálf- virka. í framtíðinni verður boðið upp á fjögur þvottastig. Fyrsta stig er þvottur, annað stig þvottur og undirvagn, þriðja stig þvottur og bón og fjórða stigið innifelur í sér öll hin stigin. Þvottastöðin tekur alla venjulega fólksbíla og sendiferðabíla, mest 2.30 m. á hæð og 2.10 m. á breidd, og tekurþvotturinn u.þ.b. lOmín. í gærkvöldi var þvottastöðin prufukeyrð og reyndist hún mjög vel, og fyrsti bíllinn rann svo í gegn í morgun. Þvottur og bón fyrir bílinn kostar 500 kr. sem er sama verð og hjá þvottastöðvum í Reykja- vík. Verndaður vinnus-taður: Bjarni Jónasson kærir stj órnina - Jón Kjartansson: Ekki búið að birta mér stefnu. - Bjarni Jónasson: Hef orðið fyrir aðkasti. Bjarni Jónasson fram- kvæmdastjóri Kertaverksmiðj- unnar Heimaeyjar hefur kært Jólablöðin streyma út Nú er háannatími í prent- smiðjum landsins enda jóla- blaðaútgáfan í hámarki. Fyrsta jólablaðið í Eyjum leit dagsins Ijós s.l. mánudag, og var það Eyjablaðið, og Fylk- ir og Sportfréttir komu út í gær. Þeir sem einhverra hluta vegna misstu af þessum blöðum, geta nálgast þau í Eyjaprent, Strandvegi 47. Jólablað FRÉTTA kemur út n.k. þriðjudag, 22. desember (sjá nánar annarsstaðar). stjórn Verndaðs vinnustaðar í kjölfar uppsagnar hans, en þar er kertaverksmiðjan til húsa. Jón Kjartansson formaður stjórnarinnar staðfesti þetta í samtali við blaðið í gærkvöldi. Sagði hann að ekki væri búið að birta sér stefnu, þannig að hann vissi ekki efni kærunnar. „En það er ekki hægt að kæra menn fyrir að reka,“ sagði hann að endingu. „Það er rétt,“ sagði Bjarni Jónasson þegar hann var spurð- ur um kæruna, „en maður kærir ekki stjórn, maður kærir ein- staklinga." Átti hann við að hann kærði hvern stjórnar- meðlim fyrir sig. „Ég get ekki útskýrt þetta á einfaldan hátt, ég hef orðið fyrir aðkasti og þar koma margir við sögu. Það var samin skýrsla sem var mjög neikvæð í minn garð og mína persónu. Henni var dreift víða og í kjölfar þess bíður starfsfer- ill minn hnekki og ég missi atvinnuna.“ Sagði Bjarni að mikil röskun hefði orðið á sínum högum við þetta, sem hann kallaði rógburð og upp- spuna. „Ég á þetta ekki skilið, ég hef unnið þarna af trú- mennsku og reynt að rækja mitt starf sem allra best,“ sagði Bjarni að lokum. r I TV] rkETTll ISVAR í V U IKU 0 Þessir unnu við frágang á þvottastöðinni í Olís í gær, en hún opnaði í morgun. Skilaboð Litaður ljós- ritunarpappír Eigum á lager A4 EXTRA COPY 80 gr. ljósritunarpappír frá Finnlandi. Litir: Bleikur, beige, gulur, grænn, rauður og blár og auðvitað hvítan einnig. 500 arkir í hverjum pakka. ---------------------------

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.