Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 6
J ólarásin - hefur útsendingar á morgun á FM 89,2 # Nokkrir krakkar sem standa að Jólarásinni sem hefur útsending- ar á morgun á FM 89,2. Jólarásin, útvarp grunn- skólanema mun hefja útsend- ingar kl. 9 í fyrramálið til kl. 1 eftir miðnætti. Sent verður út alla daga fram að áramótum, nema aðfangadag og jóladag. Að sögn Viktors Ragnars- sonar í útvarpsnefnd verður músík aðaluppistaðan í dag- skránni, ásamt viðtölum og fleiru skemmtilegu. M.a. verð- ur bein útsending frá diskóteki annað kvöld fyrir 5. 6. 7. og 8. bekk í-Félagsheimilinu en Jóla- rásin sendir einmitt þaðan. Krakkarnir munu skipta á sig 3ja tíma vöktum og er sent út á FM 89,2. Viktor vildi sérstak- lega benda á að gæðin í útsend- ingunni væru svipuð og hjá öðrum útvarpsstöðum sem senda einnig út á FM en ekki LW eins og t.d. framhalds- skólanemar gerðu á sínum tíma. Krakkarnir hafa útvegað sér allan nauðsynlegan búnað til að gera þetta mögulegt, og hafa auk þess fengið að láni geislaspilara frá Sjónver. Útvarpið verður fjármagnað með auglýsingum (sími 1980) og vildi Viktor hvetja alla Eyja- menn til að hlusta á Jólarásina, útvarp Eyjamanna, á FM 89,2. Landsleikurinn við S-Kóreumenn fór norður: „Við erum svekktir“ - segir Steinar Jóshúa Óskarsson í handknattleiksráði ÍBV # Jóshúa Steinar Óskarsson „Við erum mjög svekktir yfir þessum málalyktum. Eftir landsleik íslands og Júgóslavíu í Eyjum í fyrra fengum við vilyrði hjá HSÍ um annan lands- leik mjög fljótlega, en þeir hafa greinilega snúist á sveif með norðanmönnum. Við pressuð- um stift á að fá landsleikinn til Eyja en því miður fer hann norður,“ sagði Jóshúa Steinar Óskarsson í handknattleiksráði ÍBV, í samtali við FRÉTTIR. Eins og kom fram í blaðinu fyrir skömmu vildi handknatt- leiksráð ÍBV fá ísland og Suð- ur-Kóreumenn til Eyja til að leika hér Iandsleik 20. des. n.k. FI.S.Í. hefur hins vegar ákveðið að Ieikurinn fari fram á Akur- eyri. Steinar Jóshúa sagði það ekki góðan vitnisburð fyrir H.S.Í. að aðeins hefðu tveir landsleikir farið fram í Eyjum í rúm 10 ár. „En það kemur dagur eftir þennan og við ætlum að þrýsta enn meira á H.S.Í. næst þegar stórlið verður hér á ferð. Við eigum beinlínis heimtingu á að fá landsleik hingað. Handbolt- inn í Eyjum er í mikilli upp- sveiflu og það væri svo sannar- lega enn meiri lyftistöng að fá einn stórleik hingað,“ sagði Steinar að lokum. Blómlegt starf hjá fimleikadeild ÍBV - fimleikasýning á laugardaginn. Fimleikadeild ÍBV sem stofnuð var 17. janúar s.l. mun halda fimleikasýningu á laugar- daginn þar sem allir flokkar munu koma fram. Mikil drift hefur verið í starfi fimleikadeildarinnar þetta árið. Tveir keppendur fóru á unglingamót Fimleikasam- bands íslands 14. febr. s.l. og stóðu sig mjög vel og fyrsta fimleikamótið í Eyjum var haldið 2. maí s.l. sem var viða- mikið og heppnaðist mjög vel. í haust réð fimleikadeildin Björk Ólafsdóttur fyrrv. ís- landsmeistara í fimleikum, sem þjálfara deildarinnar í vetur og Eitt andartak í 'umlerðlnnl getur koatað margar andvðkunætur. IUMFERÐAR RAO Ólöf Heiða Elíasdóttir var fengin til að starfa áfram við þjálfunina en hún hafði unnið mi'kið uppbyggingarstarf. Áhuginn hjá stúlkunum hef- ur einnig verið mikill og hafa mætt milli 90 og 100 stúlkur á æfingar. Nýverið sótti fimleikadeildin um styrk úr bæjarsjóði að upp- hæð kr. 200.000 vegna starf- semi á næsta ári, en fyrirhuguð eru kaup á stökkdýnu sem er ein aðalforsendan fyrir fram- haldi mótshalda á vegum deild- arinnar. Núverandi stjórn fimleika- deildarinnar skipa: Svanhildur Gísladóttir formaður, Kristín Finnbogadóttir, Jóna Lárus- dóttir, Fanney Ásbjörnsdóttir og Áslaug Bjarnhéðinsdóttir. Handbolti: 4ra liða mót 2. og3. janúar 2. og 3. janúar n.k. verður 4ra liöa handknattleiksmót í Eyjum, gagngert til þess aö ná jólasteikunum al' leikmönnum. Auk ÍBV taka 1. deildarliöin Stjarnan, KA og 1R þátt i mótinu. Nánar verður sagt frá því í blaðinu milli jóla og nýárs. Móttaka jólakorta verður í Skátaheimil- inu við Faxastíg 38 og í Strandbergi við Strandveg 39A. Opnunartími verður: 17. des. (fimmtudag) frákl. 9-22 18. des. (föstudag) frákl. 9-19 19. des. (laugardag) frá kl. 9-22 21. des. (mánudag) frá kl. 9-18 22. des. (þriðjudag) frákl. 9-18 23. des. (miðvikudag) kl. 9-22 Komið og sendið jólakortin innanbæjar hjá okkur. VIÐ BERUM KORTIN ÚT Á AÐFANGA- DAGSMORGUN. Gleðileg jól SKÁTAFÉLAGIÐ FAXI Ársþing ÍBV Ársþing ÍBV verður haldið n.k. sunnudag, 20. desember í Básum, kl. 13:30. Seinni þingdagur 17. jan. 1988. STJÓRN ÍBV Aðalfundur Aðalfundur íþróttafélagsins Þórs fyrir starfsárið 1986-1987, verður haldinn í nýja félagsheimilinu við Áshamar, þriðjudaginn 29. desember næstkomandi. DAGSKRÁ: # Venjuleg aðalfundarstörf. # Ýmis stórmál. Félagar! Látið ykkur ekki vanta á fundinn. STJÓRNIN Fimleika- sýning verður 19. desember n.k., kl. 2 e.h. í íþróttahúsinu. Kökubasar verður á sama stað eftir sýn- ingu. Allir velkomnir. Fimleikadeild ÍBV

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.