Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 17.12.1987, Blaðsíða 7
Úr bók Árna Johnsen: Fleiri kvistir - Drukku sopa af eigin eggjaseyði • Fleiri kvistir, bók Árna Johnsen. Áður hafði Binni (í Gröf) róið með karli einum smávöxn- um. Koba gamla. Pá var aldrei róið langt. Kobi vildi síður blúss siglinguuna. Hann var einn af þessum ljúflingskörlum sem elskuðu strákana sína og vildu ekki stofna lífi þeirra í hættu. Aftur á móti bauð hann þeim heirrutil sín þar sem allt var skúrað í hólf og gólf með ilrr.andi handsápu og þar átti hann til að leika sálmalög tímunum saman á tvöföldu nikkuna sína. Einhverju sinni um eggjatímann langaði Binna að skreppa í berg eftir eggjum. Hinn frómi maður Kobi mátti ekki heyra minnst á slíkt, en fyrir þrákelkni Binna lætur sá gamli undan upp á smá snakk. Eggjaþjófnaður þótti stórglæp- ur. Kattliðugur kemur Binni úr berginu og stóri ketillinn er fylltur af eggjum. Vatnið er farið að sjóða þegar þeir sjá rösklega róið í áttina til þeirra. Þar fara jarðamenn og eggja- eigendur. Kobi vill nú henda þýfinu í sjóinn en Binni var ekki alveg á þeim buxunum. Hann drífur kaffi í ketilinn og byrjar að veifa eggjabændun- um í gríð og erg. Þegar þeir eru komnir í kallfæri býður hann þeim í kaffisopa, þeir hafi verið að hella á könnuna. Við þétta góða boð hverfur öll tortryggni jarðamanna eins og dögg fyrir sólu og þeir sötrðu í sig soðið af eigin eggjum og var ekki annað að sjá en þeim þætti sopinn góður. SJÁLFSTÆÐISMENN! Súpufundur í hádeginu á laugardag, 19. des. á Skútanum. Frummælandi: Magnús Kristinsson. EYVERJAR WFrá v Framhalds- skólanum Útskrift stúdenta og afhending einkunna á haustönn 1987, verður í Félagsheimilinu við Heiðarveg föstudaginn 18. des. kl. 13:00. Allir velunnarar skólans eru vel- komnir. Prófsýning verður á sal skólans sama dag kl. 14:15 - 15:00. Stundatöf lur vorannar 1988 verða afhentar í skólanum mánudag- inn 11. jan. 1988 kl. 10 f.h. Skólameistari Reynið FKÉTTIK á þriðjudögum J afnrétti karla og kvenna Aukin réttindi kvenna - fullt jafnræði kynj- anna - er ein af mikilvægustu forsendum friðar, þótt það sé ekki eins almennt viður- kennt. Að hafna slíku jafnræði er ranglæti í garð helmings jarðarbúa og vekur skaðleg viðhorf og venjur meðal karlmanna, sem þeir bera með sér frá heimilinu inn á vinnustaðinn, inn í stjórmálastarfsemi og að endingu inn á svið alþjóðasamskipta. Engar röksemdir eru til, hvorki siðferðileg- ar, líffræðilegar eða hagnýtar, sem geti réttlætt slíka höfnun. Aðeins þegar konur hafa verið boðnar velkomnar til samstarfs á öllum sviðum mannlegra athafna, er mögu- leg að skapa siðferðileg og sálfræðileg vaxtarskilyrði fyrir alþjóðlegan frið. Andlegt svæðisráð Baháí‘a í Vestmannaeyjum. Elín Alma Arthúrsdóttir: í stjórn Byggð- arstofnunar Elín Alma Arthúrsdóttir hef- ur verið kosin í stjórn Byggðar- stofnunar, en stjórnin er kosin af Alþingi eftir hverjar kosn- ingar. Elín Alma sagöi í gær að hún heföi svo sem ekki mikið um þetta að segja. Þetta væri svo ný til komið og fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar verður ekki fyrr en 5. janúar n.k. „Það fyrsta sem mönnum dettur í hug þegar minnst er á Byggðar- stofnun er Byggðarsjóður, en innan stofnunarinnar fer fram ýmiss önnur starfsemi. Unnið er að þróunarverkefnum, öflun upplýsinga og fleira mætti telja“, sagði Elín. Að lokum gat hún þess að hún væri eini stjórnarmaður- inn, sem ekki sæti á Alþingi. Er það í samræmi við þá stefnu Alþýðuflokksins að kjósa ekki # Elín Alma Arthúrsdóttir. Alþingismenn í bankaráð og stjórnir á vegum hins opinbera.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.