Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.1988, Síða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.1988, Síða 1
Fiskupp- boð kl. 16:30 alla virka daga æFMv& Sími11777 # Þessa skcmmtilegu mynd tók Einar Hallgrímsson út í Ysta-kletti fyrir skömmu. Þarna sést lundaveiðimaður líta yfir Heimaey og einnig má sjá Herjólf á leið út hafnarmynnið. Þjóðhátíðin: Allt að verða upp- selt með Herjólfi — Aukaferð á föstudagskvöldið. „Það hefur verið gífurlega sala hjá okkur síðustu dagana. Þcgar er upppantað fyrir híla og í kojur alla vikuna. Og það er nánast að verða uppselt fyrir farþega ■ báðar föstudagsferð- irnar, en eitthvað er ennþá laust með seinni ferðinni á fimmtu- daginn,“ sagði Magnús Jónas- son framkv.stj. Herjólfs í sam- tali við FRÉTTIR. Að sögn Magnúsar er þegar búið að bæta við aukaferð á föstudaginn kl. 22 frá Eyjum og kl. 02 frá Þorlákshöfn. „Samkvæmt þeim söluaðil- um sem ég hef rætt við í Rcykjavík er langmesti straum- urinn á Þjóðhátíð, enda veður- útlit hér sunnanlands einstak- lega gott,“ sagði Magnús enn- fremur. Til að koma gestunum aftur til meginlandsins, fer Herjólfur aukaferð kl. 01:00 á aðfaranótt þriðjudagsins, og verður því í stanslausum ferðum fram á þriðjudagskvöld. Bragi Ólafsson: „Allt að fyll- ast hjá okkur“ - En ég hvet fólk til að panta strax, vegna aukavéla Bæjarráð: Afsögninni hótað vegna Þorbjörns Pálssonar Forysta starfsmannafélagsins hefur nú lagt fram formlegar skýringar á mjög alvarlegum ásökunum á hendur Þorbirni Pálssyni, en eins og kom fram í síðasta hlaði höfðu þau hótað úrsögn úr starfskjara og starfs- matsncfnd, vegna samstarfs- örðugleika við einn bæjarfull- trúann og samkvæmt heimild- um m.a. talað um trúnaðar- brot. f bæjarráði á mánudaginn var bæjarstjóra falið að afla formlegra skýringa varðandi málið, frá Þorbirni Pálssyni. Þorbjörn Pálsson er nú er- lendis, en þegar talað var við Guðmund Þ.B. Ólafsson for- mann bæjarráðs í gær vildi hann ekkert um málið segja. „Þetta varðar Þorbjörn og meðan hann hefur ekki skýrt sín sjón- armið, tel ég ekki tímabært að það sé rætt opinberlega," sagði hann. „Hér er á ferðinni mjög al- varíegt mál,“ sagði Sigurður Jónsson einn bæjarfulltrúa minnihluta Sjálfstæðisflokks- ins. „Bæjarráð og bæjarstjórn verða að taka þetta til mjög alvarlegrar umfjöllunar. Þor- björn er borinn mjög þungum sökum af forystu Starfsmanna- félags Vestmannaeyjabæjar. Það er verulega alvaríegt, þeg- ar starfmenn bæjarins hóta að segja af sér trúnaðarstörfum. vegna þess að ekki sé hægt að vinna með einum bæjarfulltrúa meirihlutans í samningamál- um. Bæjarstjórn verðurað taka á þessu máíi,“ sagði hann að endingu. Nú er spurningin, verður þetta mál rætt á lokuðum fundi í bæjarstjórn? Á morgun er búið að ákveða 7 ferðir, flestar eru fullar og kominn biðlisti í sumar vélarn- ar að sögn Braga Ólafssonar hjá Flugleiðum. Á föstudaginn verða þær í það minnsta 10 og eru þær flestar fullbókaðar, nema í morgunvélina, sem fer klukkan 7,25 úr Reykjavík. „Það er búið að yfirfara allar þessar pantanir og fá þær staðfestar. Ég veit ekki hvað mörg sæti eru enn laus í þessar 17 vélar, en ég vil nota þetta tækifæri til að hvetja fólk til að panta sem fyrst, sérstaklega ef þarf að bæta við fleiri vélum,“ sagði Bragi. Að endingu sagðist hann vonast eftir góðu veðri, þá kæmi fólkið hingað. Næstu FRÉTTIR koma út fimmtudaginn 4. ágústn.k. Gleðilega Pjóðhátíð FRÉTTIR Gott veður alla helgina Unnur veðurfræðingur sagði í morgun í samtali við blaðiö að veðurútlit væri gott á Vestmannaeyjasvæð- inu fram á mánudag. Á föstudag verður hæg norð-austan átt, bjart og hiti 10-15 stig. Á laugardag hæg breytileg átt og bjart. Á sunnudag og mánudag verð- ur svipað veður, cn gæti orðið skýjað hér við strönd- ina. Scm sagt, 100% Þjóð- hátíðarveður. Nýtt f rá Adidas Ódýrir joggingskór. Str. 31/2-11. Litur: gráblár. Verö kr. 1.650. ★☆★ Hettupeysurnar vinsælu. Litir: blátt, grænt og grátt. Verö kr. 2550-4990. ★☆★ Regngallar fyrir hitaskúr- ina á Þjóðhátíð eru að seljast upp. Komið strax og ákveðið ykkur. ★☆★ Matin Bleu, frönsku krumupgallarnir á börn og fullorðna. ★☆★ Strigaskór á alla fjöl- skylduna. Margir litir. ★☆★ Mjúkir rafsoðnir gúmmigallar frá FIS. Litir: grátt/bleikt, blátt/blátt. Str. 6-14. Verð kr. 2998. Einnig til á fullorðna. Verð kr. 4990. ★☆★ Leitið ekki langt yfir skammt ef ykkur vantar sportlegan fatnað eða skó! ★☆★ Við eigum meira, miklu meira úrval en nokkurn grunar. Ferða- og þjóð- hátíðargallann færðu frá hvirfli til ilja hjá:

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.