Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.1988, Side 2

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.1988, Side 2
FRÉTTIR - Miðvikudaginn 27. júlí 1988 LmmjA Messa inn í Herjólfsdal kl. 14:00 n.k. föstudag. Sr. Jóhann Hlíðar. BETEL Fimmtudagur: Kl. 20:30 Biblíulestur Sunnudagur: Kl. 11:00 Lofgerðarstund. Kl. 16:30 Vakningasam- koma. Allir velkomnir. Skrifstofan er opin kl. 2-5 daglega. AÐVENTKIRKJAN Biblíurannsóknir alla laug- ardaga kl. 10.00. AA-FUNDIR: Mándaga kl. 20:30 Fimmtudaga kl. 20:30 Föstudaga kl. 23:30 Laugardaga kl. 17:00 Sunnudaga kl. 11:00 í húsi félagsis. AL ALON Fimmtudaga kl. 20:30 Mánudaga kl. 20:30 Kvenfélagið Líkn Eftirtaldar konur selja minningarkort fyrir félagið: Auður Guðmundsdóttir, Heiðarvegi 59, S 1463. Bergþóra Þórðardóttir, Kirkuvegi 43, K 1144. Jórunn Bergsdóttir, Brekkugötu 1, S 1534. Oddný Ögmundsdóttir, Foldahraun 40E, ® 2212. Ferðamaður þakkargóðar móttökur Eftirfarandi bréf var sent Arnaldi Bjarnasyni bæjarstjóra af þýskum ferðamanni, sem hingað kom með skemmti- ferðaskipinu Odessa fyrr í sumar. Fór Arnaldur þess á leit við blaðið að fá það birt og ekki nema sjálfsagt að verða við þeirri ósk. Heiðraði bœjarstjóri. Sunnudaginn 12. júní kom ég með ms. Odessa til hafnar í Vestmannaeyjum. Fyrstu áhrifin voru stórkost- leg: Að sjá þennan fallega bæ, eldgíginn og fuglabjörgin var eins og ævintýri. Það fyrsta sem kom mér á óvart var hversu vinsamlega var tekið á móti okkur. Fólk veifaði til okkar, bílar komu f nánd við skipið og við sáum gleðisvip á fólkinu. Ungur maður á VW-jeppa ók mér að hóteli einu í bænum og sagði mér hvar ég gæti keypt póstkort og frímerki. Að því loknu ók hann mér víða um bæinn, sagði mér hvernig var umhorfs í eldgosinu. Hann ók mér til baka til hafnarinnar. Ég skrifaði á kortin og ætlaði í bæinn í leit að póstkassa. Á hafnarbakkanum stóð rauður BMW-bíll og í honum sátu tveir ungir menn sem buðust til að fara með mig að pósthúsinu. Þeir óku mér líka til baka. Þessar fáu klukkustundir í bæn- um yðar eru þær skemmtileg- ustu sem ég upplifði í þessari sjóferð. í Reykjavík sá ég vídeóspólu í verslun einni, sem sýnir eld- gosið 1973. Þessa kassettu lang- ar mig til að eignast. Ég legg ávísun, 200 þýsk mörk. í bréfið. Ég bið yður að gjöra svo vel að senda mér þessa kassettu. Af- gangurinn á að renna til ein- hvers í sambandi við uppbygg- ingu í bænum. Það væri mér mikil ánægja ef þér gætuð gjört svo vel að hafa upp á nöfnum og heimilis- föngum hinna þriggja ungu manna svo ég geti sent þeim þakkarbréf. Með fyrirfram þakklæti fyrir aðstoð. Guð geymi ykkur öll í Vest- mannaeyjum. Með mikill virðingu, yðar Erich Schaefer. Þjóðhátíðarblaðið kemur út á morgun Þjóðhátiðarblað Vestmanna- eyja 1988 kemur út á morgun, stærra og efnismeira en nokkru sinni fyrr. í blaðinu sem er 96 blaðsíð- ur, kennir ýmissa grasa. M.a. Viðtal við Ingibjörgu Ólafs- dóttur frá Vatnsdal um veit- ingatjaldið á Þórsþjóðhátíð og Þjóðhátíðarstússið. Rætt er við Hauk Guðjónsson vörubíl- stjóra frá Reykjum um bekkja- bílaakstur á Þjóðhátíð í 30 ár. Runarnir Gíslason og Alfreðs- son eru í viðtali um 20 ára brennustarfsafmæli á Fjósa- kletti, og Þorgeir Baldursson ríkisstjóri er einnig í léttu spjalli í grein sem ber yfirskrift- ina, „Þar sem fagmennirnir versla er þér óhætt.“ Þá eru í blaðinu tvær skemmtilegar smásögur, önnur eftir Ólaf R. Sigurðsson: „Fræðingurinn og blíðan“, og hin eftir Harald Guðnason: „Halli og Lilli á Þjóðhátíð". Ingi Sigurðsson ritar um knatt- spyrnuþanka frá Þjóðhátíð. Þá stiklar Bjarni Sighvatsson á stóru um sögu og hlutverk Hjálparsveitar Vestmannaeyja á Þjóðhátíð, undir’yfirskrift- • Forsíðan á Þjóðhátíöarblaðinu. inni: „Suma vantar varnartæki gegn fólksfjölgun og sumir eru fastagestir". Auk þessa er að finna styttri greinar, Ijóð og myndasyrpu í lit. Blaðsölubörn munu sclja blaðið á morgun og kostar stykkið 300 kr. Eyjaprenl hf. sá um alla prentvinnu ;i Þjóðhátíðarblað- inu, íþróttafélagið Þórerútgef- andi og ritsljóri þess er Þor- steinn (iunnarsson. Skötuhjú á leiðinni inn í Dal. BORGÍBÆ EIGUM ALLT í TJALDIÐ (nema vínið): ♦ Lunda, reyktan og nýjan. ♦ Hangikjöt ♦ Flatkökur + Bland ♦ Diska, hnífapör, glös o.m.fl. ♦ Meira að segja Þ j óðhátíðar skapið KÍKIÐ VIÐ! ÞAÐ BORGAR SIG Gleðilega Þjóðhátíð! JONSBORG Sólbaðsstofa til leigu Sólbaðsstofa til leigu frá 1. september 1988. Upplýsingar aðeins veittar á staðnum. Snyrti- og sólbaðsstofa Ágústu Guðnadóttur Miðstræti 14 (i a m im 11 ii m ^Smmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Útgefandi: Eyjaprent hl. Vestmannaeyjum Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Valtýsson HS 11332 ★ Blaðamenn: Þorsteinn Gunnarsson Hs 11376 og Ómar Garðarsson H® 12878 ★ Prentvinna: Eyjaprent hf. ★ Auglysingar og ritstjórn að Strandvegi 47 II. hæð, símar 11210 & 11293 ★ FRÉTTIR koma út tvisvar i viku, siðdogis á þriðjudögum og fimmtudögum. ★ Blaðinu er dreift ókeypis I allar verslanir Vestmannaeyja ★ Auk þess fæst blaðið á afgreiðslu Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli, afgreiðslu Herjólfs I Reykjavík, Verslunin Tröð Neðstu-Tröð, Kópavogi, i Skálanum og Duggunni Þorlákshöfn og Versluninni Sportbæ Austurvegi 11 a Selfossi ★ Frettir eru prentaðar 12700 eintökum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.