Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.1988, Síða 4
FRÉTTIR - Miðvikudaginn 27. júlí 1988
• Einar og Guöjón við nýju gröfuna.
Einar og Guðjón sf.:
Taka í notkun nýja
og öfluga gröfu
Fyrirtækið Einar og Guðjón
sf. hafa nýlega tckið i notkun
nýja og nijög fullkomna gröfu
af gcröinni Marsey Ferguson,
eiga þeir þá oröiö 4 gröfur auk
vörubíls.
Bræðurnir Einar og Guðjón
Guðnasynir eiga og reka fyrir-
tækið, sem tók til starfa í
janúar árið 1963. Einar sagði
að þessi nýja grafa væri mikið
framfaraspor, sem gerði þeim
kleyft að auka þjónustuna til
muna. Grafan er með drif á
öllum hjólum, með svokallaðri
skotbómu, en hana er hægt að
lengja, ef þarf, opnanlega
framskóflu, stærri vél og mun
betra útsýni úr húsi en var á
eldri vélum. „Það eru nú orðin
11 ár síðan við fengum okkur
nýja gröfu síðast og eru fram-
farirnar stórkostlegar, ætli þær
verði ekki orðnar fjarstýrðar
eftir 11 ár,“ sagði Einar. Að
lokum sagðist hann vonast til
þess að viðskiptavinir kynnu að
meta þá bættu þjónustu sem
þeir geta boðið upp á.
um Þjóðhátíðina:
Föstudag kl. 11-19
Laugardag kl. 11-19
Sunnudag kl. 11-19
SMARABAR
v/Hilmisgötu
Sund:
Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra leit inn á FRÉTTIR í síðustu viku
þcgar Itann var á ferð hér í Eyjutn, og heilsaði upp á starfsmenn blaðsins.
Gunnar Andcrscn framkv.stj. Þjóðhátiðarnefndar Þórs var einnig
staddur á blaðinu ásanit syni sínum, og var myndin tekin við það tækifæri.
dóttir hafnaði í 2. sæti í 50 m.
baksundi (Vm.met), 100 m.
baksundi, 100 m. skriðsundi og
í 3. sæti í 50 m. flugsundi. Logi
Kristjánsson (15-17 ára) hafn-
aði í 4. sæti í lOOm. skriðsundi
(Vm.met) og 5. sæti í baksundi.
Pétur Eyjólfsson hafnaði í 4.
sæti í 50m. baksundi. A-telpna-
sveit ÍBV hafnaði í 2. sæti
(Vm.met) og Logi Kristjánsson
hlaut framfaraverðlaun fyrir
200 m. fjórsund, bætti tíma
sinn um 8,27 sek.
Aldursflokkameistaramót ís-
lands var haldiö á Akranesi um
helgina og var keppt mn sænid-
arheitiö, „Besta unglingaliö
landsins“. Skagamenn háru sig-
ur úr býtum meö 311 stig, enda
á heimavelli. Milli 40-50 krakk-
ar syntu fyrir IA og voru þau
vel aö sigrinum koniin.
14 manna hópur frá ÍBV
keppti á mótinu og fékk 92 stig
og krækti í 8. sætiö.
Eyjasundkrakkarnir settu 7
Vestmannaeyjamet og var upp-
skeran 10 verðlaunapeningar,
4 silfur og 1 brons.
Skemmtilegasta sund keppn-
innar var 4x100 m. skriösund
telpna þar sem ÍB V hafnaði í 2.
sæti, aðeins 5/10 úr sek. á
undan KR sveitinni og KR
sveitin var einungis 10/100 á
undan Borgfirðingum.
í ÍBV sveitinni voru
Radinka, Elísa, Anna og Auð-
ur. Þess má geta til gamans að
þetta var í fyrsta skipti sem
Auður og Anna vinna til verð-
launa á Sundsambandsmótum
og eru þær einstaklega vel að
þeim komnar því þær hafa æft
mjög vel og eru í mikilli
framför.
Helsti árangur Eyjasund-
fólksins varð þessi: Radinka
Hadzic hafnaði í 2. sæti í 100
m. baksundi og skriðsundi, og
í 4. sæti í 200 baksundi og 100
m. bringusundi, og setti 4 Vest-
mannaeyjamet. Elísa Sigurðar-
Góð heimsókn
Góður árang-
ur á A.M.Í.
Bæjarstjórnarkeppnin í golfi:
KRATAR SIGRUÐU
ÞRIÐJA ÁRIÐ í RÖÐ
Sólveg Adólfsdóttir vara-
bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins
sigraði í bæjarstjórnarkeppn-
inni í golfi sem fram fór s.l.
sunnudag. Þetta mun vera
þriöja áriö í röð scm kratarnir
bera sigur úr býtum í þessari
kcppni.
Fyrirkomulag keppninnar
var þannig að 10 bæjarfulltrúar
mættu til leiks, og fékk hver
oæjarfulltrúi vanan kylfing í lið
með sér. Sá vani sló upphafs-
höggið en síðan slóu þeir annað
hvert högg. Leiknar voru 9
holur.
Sólveig lék með Leifi Ársæls-
syni og léku þau á 22 höggum
nettó. í 2. sæti hafnaði Sjálf-
stæðismaðurinn Sigurður Ein-
arsson, meðspilari hans var
Guðmundur Ragnarsson, þeir
léku á 29 höggum nettó. 1 3.
sæti hafnaði Framsóknarmað-
urinn Andrés Sigmundsson,
meðspilari hans var Einar
Ólafsson, þeir lék uá 30 högg-
um nettó.
Oft sáust skemmtileg tilþrif í
þessu móti, sumir bæjarfull-
trúarnir léku eins og englar, en
öðrum gekk hörmulega, og létu
fr.á sér orðaleppa sem ekki eru
í frásögur færandi.
• Keppendur í bæjarstjórnarkeppninni í golfi.