Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.1988, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.1988, Blaðsíða 6
FRET JTR - Miðvikudagmn 27. júlí 1988 FAME Á framabraut „From the basket to the bridge „Úr körfunni í hólinn.“ „Framtak og áræði eru undraverðir eiginleikar“, Það er vel við hæfi aö hefja grein |iessa um félaga minn Sigurjón Ingvarsson í Skógum á orðum þessum sem við fengum að láni í formála bókarinnar Kon- Tíki, ritaðan af þýðanda bókarinnar Jóni Eyþórssyni. Bók þessi, Kon-Tíki, er um norska dýrafræðinginn Thor Heyerdahl. sem sigldi við 6. mann á rúmum hundrað dögum yfir 8000 kílómetra breitt Kyrrahafið. Þaö eiga þeir Sigurjón sameiginlegt að vera báðir dýrafræðingar, en Sigurjón hefur sérhæft sig í svo- kölluðum dýralífsmyndum og síðán að vera formenn á skipum stnum. Það er einmitt þetta seinna sent ég ætla að skrifa um, þ.e. sjómennsku Sigur- jóns, eða Sía skvers, eins og hann et' kallaður um borð í skipi sínu. Ekki eru nema 4 mánuðir síðan ég stakk niður penna í tilefni af hinum skjóta frama., Sía skvers, hjá útgerð Sig- urðar Einarssonar. Þaö var þá sem Síi skver tók við plássi Magnúsar Richards- sonar, seni 1. stýrimaður á Suðurey VE 500. Síi skver stýrir mannskap sínum á milliþilfari Suðureyjar af mikilli röggsemi og segja, kunnugir Síi eigi ekki hvað minnstan þátt í því að Suðurey varð aflahæst ver- tíðarbáta á liðinni vertíð og það yfir land allt. Nú er eflaust marga les- endur greinar þessarar farið að lengja eftir vitncskju um hvernig Sigurjóni áskotnað- ist nafnið Síi skver. Það er skemmst frá því að segja að nú í vor var ráðinn á Suðurey, afleysingamat- sveinn, einn hinn færasti i i Skipstjórinn í góðu formi. fagi þessu. Með þeint Sía skver tókst vinskapur góður og um samdist hjá þeim að þar sem matsveinninn þyrfti hvort eö er að panta kost, þá myndi hann sjá um að panta bætningastykki fyrir Sía. Sýndist nú mat- sveininum, að sniðugt yrði að panta einn skver á kúlum til að eiga um borð, en, vegna einhvers misskilnings var settur upp heill toppur á netaverkstæði útgerðarinn- ar. Þeir sem hafa þckkingu á trollum, vita að toppur er fast að því að vera heilt troll. Sendi nú matsveinninn Sía skver eftir skvernum og birtist hann síðan á kajanum akandi á vörubíl með hálf- fulian pall af veiðafærum og eftir mikil hlátrasköll skips- félaga og annarra nær- Staddta, aö sér hefði þótt þetta vera frekar stórt af skver að vera. Það má geta þess til glöggvunar þeim sem ekki þekkja mun á skver og toppi, að það er svipað og að móðir sendir ungan son sinn út í búð eftir pela af Greinarhöfundur á miðjum aldri. rjóma og hann kæmi heim með sjö mjaltakýr í eftir- dragi. Ekki get ég sagt, eftir að hafa farið þrjá róðra með Sía skver nú í sumar, að ég hafi verið með skemmtilegri manni í aðgerð, en Síi skver var alveg ódrepandi að t jgja okkur strákunum sögur af sjómennsku sinni. Kemur mér nú í hugann saga sem Itann sagði okkur eftir að ég varð fyrir þvt, er ég var að gera að bolta þorski og út úr honum stóðu tvær ýsur og hafði orð á Sagði þ Síi, að þetta væri nú ekki merkilegt, hann hefði einu sinni fengið þorsk sem var svo stór að þegar hann hefði opnað á honum munninn, þá hefði verið svo mikill fiskur upp í honum, að það hefði þótt meðaigott hal það sem út úr þorskinum kom. Það hefur ekki komið fram í gtein þessari að ástæða skrifa þessarra eru þau að nú er Síi skver búinn að fara sinn fyrsta túr sem skipstjóri á Suðurey VE, svo með sanni má segja að frami Sía skvers á þessu ári se Ótrúlegur. Vil ég nú ljúka skrifum mínum um vin minn Sía skver á þvf að benda lesend- um þessa hnoðs á að utn næstu jól mun koma út ljóð- abók eftir Sía skver, en hann hefur fengist við að sjóða saman Ijóð á nóttunni þegar hann var að toga. Bók þessi mun heita, „NÓTT ÁN FESTU“ og læt ég fljóta með eina stöku með leyfi höfundar. Eg að Imla, Siggi að smala, Siggi að heyja, Eg að beygja, Tíu trossur fyrir mat. Með kveðju, ,tora st0ppið. ÞJÓÐHÁTÍÐARGESTIR ATHUGIÐ! Sýnum nú samstöðu, vegna mikillar umferðar Þjóðhátíðarhelgina, og stuðlum að slysalausri hátíð. Góða skemmtun! - SLYSAVARNADEILDIN EYKYNDILL - EINS og menn hafa efalaust frétt, þá datt hliðið á Þjóðhá- tíðarsvæðinu um koll á mánudaginn. Sumir vildu kenna þetta norðan þemb- ingi sem var á þennan dag, en nú hafa Sælarnir komist að sannleikanum í þessu máli. Hafa þeir það fyrir satt að Ásmundur Frostver hafi rennt í Dalinn á vörubíl fyrir- tækisins meö kranann í uppréttri stöðu og keyrt hlið- ið um koll, hafi hann ætlað að sýna betri helmingnum, Dalinn áður en haldið var af landi brott í sumarleyfi. Og eins og gamalt máltæki segir: Sjaldan Ijúga Sann- leikarnir. Ekki eru þó allir vissir um sannleikann í máli þessu, telja heimildir óáreiðanleg- ar. Vilja þeir halda því fram að hliðið hafi fengið aðsvif, vegna hitamollunnar á mán- udagsmorguninn og dottið, en hvað satt er í því skal ósagt látið. ÞAÐ varð uppi fótur og fit í bænum s.l. laugardags- kvöld og simi lögreglunnar rauðglóandi, þegar það sáust eldtungur á Fjósakletti þar sem Þjóðhátíðarbrenn- an stendur. Voru nú ein- hverjir spellvirkjar búnir að kveikja í brennunni? Lögreglan fór á staöinn til að kanna málið. í Ijós kom að þarna voru brennupeyj- arnir að fagna verklokum með grillveislu og höfðu kveikt í nokkuð stórum varð- eldi sem var á stærð við heila Týsbrennu eins og einn brennupeyinn orðaði það. Þessi íþróttapólitík er söm við sig. SLÖKKVILIÐSSTJÓRI lýsti yfir áhyggjum sínum á fundi brunavarnarnefndar fyrir skömmu, yfir þrengsl- um á slökkvistöðvarlóöinni og baö hann fundarmenn að hafa augun hjá sér ef þeir sæju hentugt húsnæði. BÆJARRÁÐ hefur sam- þykkt að laun kjörinna endurskoðenda á árinu 1988 verði: Bæjarsjóður ...... 40.200 Hafnarsjóður.....13.800 Fjarhitun...........6.000 Vatnsveita......... 1.200 Rafveita ...........8.400 Sjúkrahús...........8.400 Um er að ræða framreikn- aðar tölur frá fyrra ári. AÐ gefnu tilefni hefur bæjarráö samþykkt að þátt- taka bæjarsjóös í veggja- framkvæmdum einskorðist við framkvæmdir þar sem skerðing lóða á sér stað og eða þar sem framkvæmdir bæjarsjóðs leiöa til óhjá- kvæmilegrar röskunar á garðveggjum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.