Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 13.12.1988, Side 4

Fréttir - Eyjafréttir - 13.12.1988, Side 4
FRÉTTIR - Þriðjudaginn 13. desember 1988 Jólahátíð án eldsvoða Eru bruna- varnir í lagi hjá þér? Þar sem óöum styttist til jóla vill Brunavaröafélag Vestmannaeyja benda fólki á aö athuga hvort reykskynjarar og slökkvitæki séu í lagi. Ef þú átt ekki slökkvitæki eöa reyksynjara þá fyrir alla muni vertu þér úti um eintak af hvoru tveggja, þar sem þessi tæki geta bjargað þér og þínum. Þú sem átt skápaskynjara (þ.e.a.s. óuppsettan reykskynjara sem þú geymir inn í skáp), settu hann upp eins og skot því hann gæti bjargað jólahátíðinni þinni. Brunavarðafélag Vestmannaeyja Reykskynjari getur bjargað lífi þínu LESENDA BRÉF Hugleiðing I Pegar jólin fara í hönd pá hugsaflestir um gjafir en hafiöi reynt að hugsa hve indælt er ástvin að eiga og elska hann og dá. Nú ástvinur minn er látinn og hugur minn reikar til baka ég stend mig þá sjálfan að því að gleyma öðrum en mér. Pegar ástvinur hverfur á braut þá söknuður verður mikill, en meiri verður sorgin er þú veist þú gerðir ei allt til að elska og dá þinn ástvin. Ási Arsþing I.B.V. Rekstur deilda ÍB V til fyrirmyndar - T æplega 3 j a millj ón króna hagnaður á rekstri í. B. V. Á fyrri degi ársþings íþrótta- bandalags Vestmannaeyja lágu fyrir rekstarreikningar ein- stakra deilda innan bandalags- ins fyrir starfsárið 1987-1988. Óhætt er að segja að reksturinn sé til fyrirmyndar þvi tæplega 3ja milljón króna hagnaður varð á rekstri deildanna. Velta þeirra var rúmlega 16.7 millj. kr. Þess ber þó að geta að Þór, Týr og Golfklúbburinn eru ekki inn í þessum tölum, þannig að búast má við að velta íþrótta- hreyfingarinnar í heild á síðasta ári nemi um 50 milljónir króna. Ef einstakar deildir eru skoðaðar kemur í ljós að aðal- stjórn ÍBV var rekin með 123 þús. kr. tapi., en alls velti hún um 450 þús. kr. Knattspyrnuráð ÍBV velti mest, eða rúrnlega 6.8 millj. kr. og hagnaður af deildinni varð rúmlega 1.5 millj. ki. Þess ber þó að geta að milljón af þessum peningum fór í að borga tap frá árinu áðúr. Handknattleiksdeild karla velti rúmlega 3 millj. króna og skilaði hagnaði upp á hálfa milljón. Hinsvegar eru þjálf- aralaun ekki í þessum tölum því þau voru borguð af Þór og Tý. Handknattleiksdeild kvenna velti rúmlega 2.8 millj. kr. og skilaði hagnaði upp á rúmlega 820 þús. kr. Velta sunddeildarinnar var tæplega 1.6 millj. kr. og hagn- aður deildarinnar var aðeins 4 þúsund krónur. Fimleikadeildin velti tæplega 1.2 millj kr. og skilaði hagnaði upp á 15 þúsund krónur. Loks velti frjálsíþróttadeild- in 853 þús. kr. og skilaði hagn- aði upp á 117 þúsund krónur. Sem fyrr segir voru Týr, Þór og Golfklúbburinn ekki inn í þessum tölum, en Bergur M. Sigmundsson formaður Golf- klúbbsins upplýsti það á þing- inu að tap á rekstri G.V. á síðasta starfsári var um 800 þúsund kr. Þrátt fyrir að þessar tölur gefi það í skyn að rekstur deild- anna gangi ljómandi vel, er greinilega mikið fyrir því haft að endar nái saman og stjórnar- menn eiga heiður skilinn fyrir vel unnin störf í þágu íþrótta- hreyfingarinnar í Vestmanna- eyjum. Ekki þarf annað en að skoða tekjuliði deildanna, þá kemur í ljós að helstu tekjur eru á Þjóðhátíð (alls 2.3 millj. kr.), í auglýsingaformi, og ýms- ir styrkir og sníkjur. Seinni þingdagurinn fer fram n.k. laugardag kl. 10 að Heið- arvegi 7 (uppi). Bærinn vill selja íbúðir í Reykavík Vestmannaeyjabær hefur farið fram á við Reykjavíkur- borg að kaupa átta íbúðir að Kleppsvegi 32 í Reykjavík, sem eru í eigu Vestmannaeyjabæj- ar, en þær voru keyptar fyrir gamalt Eyjafólk í gosinu. Reykjavíkurborg þykir ekki henta að kaupa íbúðirnar að svo stöddu, en hins vegar var gefið fyrirheit um kaup borgar- innar á umræddum átta íbúðum eftir því sem þær kunna að losna úr búsetu þeirra sem þar nú búa, enda semjist um kaup- verð og skilmála. Þakkir Um síðustu helgi gengu Kiwanismenn í hús og seldu sitt árlega jólasælgæti þar sem ágóði rennur óskiptur til líknarmála, og viljunt við þakka frábærar móttökur. Þeir sent misstu af því að kaupa jólasælgætið, geta nálgast það í Brimnes. Pok- inn kostar 250 kr. Með bestu kveðjum um gleðileg jól. Kiwanisklúbburinn Helgafell Vestmannaeyjum SMA auglýsingar TIL SÖLU T0 sölu Olympus OMIO í tösku með 50 og 28 mm. linsum og flassi. Á sama stað er til sölu Silver Cross barnavagn með stálbotn, blár. Upplýsingar í S 11567 eftir kl. 20. TIL SÖLU Rörarúm fyrir fullorðna til sölu (nánast ónotað). 1 og 1/2 breydd. Upplýsingar í S 11747 eða 118611 (Þura). TIL SÖLU Til sölu er barnakerra og hoppuróla, hvoru tveggja lít- ið notað. Upplýsingar í S 12382. TIL SÖLU Fishing Rod en Reel for sale, as new. Price: 7000 kr. (eða tilboð). Sími 12864 (Frank). Bí/ar BÍLL TIL SÖLU Mazda-626 2.0i árg. ‘88 (V- 2211) til sölu. Upplýsingar í S 11049 og 11498 (Jóhann). BÍLL TIL SÖLU Toyota Corolla árgerð '85 til sölu (V-216). Upplýsingar í S 11231. Dregið í ferðahapp- drætti Týs Dregið hefur verið í Ferðahappdrætti Knatt- spyrnufélagsins Týs. Eftirtali númer komu upp; 1 .....................1483 2 .....................1794 3 .....................1675 4 .....................1711 5 .....................1033 6 .....................1921 7 ......................120 8 ......................692 9 ......................102 10 ..................... 17 11 ....................1287 12 .....................373 13 ....................1074 14 .....................396 15 ....................1360 16 .....................379 17 ....................1891 Upplýsingar gefnar í síma 12861. ' Týr ÓDÝRT KONFEKT Þú ættir að líta á okkar verð á konfekti SMÁRABAR v/ Hilmisgötu Slökkvitækjaþjónustan Höfum til sölu á mjög hagstæðu verði ★ SLÖKKVITÆKI ★ REYKSKYNJARA ★ ELDVARNARTEPPI ★ BRUNASLÖNGUHJÓL Önnumst uppsetningu á reykskynjurum. Látið yfirfara slökkvitækið fyrir jólahátíðina. Opið alla virka daga frá 14-18 að Skildingavegi 10-12 (við hliðina á útsölumarkaði bæjarfógeta). SIMI SLÖKKVITÆKJAÞJÓNUST- UNNAR ER 12940 OG HEIMA 11190

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.