Fréttir - Eyjafréttir - 13.12.1988, Blaðsíða 7
FRÉTTIR - Þriðjudaginn 13. desember 1988
Krakkar í
jólakorta-
hugleiðingum
Nú fer hver að verða síðastur að
fá sér jólakortaefni fyrir jólin.
Efnið í kortin færðu á FRETTUM
7
LESENDABRÉF
Frá Bréfberum:
Skammdegi$bæn
UPPHAF:
ÍBUNDNU MÁLl B/£N ER GERÐ,
Á BORÐIÐ LEGGJUM SPILIN.
SUMIR ERUSEINTÁ FERÐ,
OG SJÁ VARTHANDASKILIN
DÆMI:
PÓSTFREYJURNAR PLÆGÐUSNJÓ,
OG PLÆGÐU MYRKRIÐ LÍKA.
PÓ HÚSIÐ YFIR BIRTUBJÓ,
EN BA UÐ ÞEIM ENGA SLÍKA.
ÚRBÓT:
ER BERUM YKKUR BLÖÐ OG PÓST,
BRÝNUST VIRÐIST ÞÖRFIN.
VIÐ ÚTIDYR SÉ LESTRARLJÓS,
ÞAÐ LÉTTIR OKKUR STÖRFIN.
NIÐURSTAÐA:
ÞÚ MUNTSPARA ÞREYTTUM SKREF,
ENÞAÐ SEM UPPÚR STENDUR:
JÓLAKORT OG KRÖFUBRÉF,
KOMASTíRÉTTAR HENDUR.
BRÉFBERAR
Fleiri og fleiri bátar
koma með ruslið í land
- Vantar fleiri ruslílát á bryggjurnar.
Skipverjar á loðnubátnum
Sighvati Bjarnasyni VE, sem
landaði fyrir skömmu, vöktu
athygli blaðsins á því að rusla-
ílát á bryggjunum eru ekki
nógu stór.
Koma þeir með allt sorp sem
til fellur í land. Sögðu þeir að
alltaf fjölgaði bátum sem það
gera. Er þetta orðið það mikið
að kassarnir á bryggjunum eru
orðnir of litlir og of fáir.
Blaðið snéri sér til Sigurgeirs
Ólafssonar hafnarstjóra sem
sagði að þetta stæði til bóta.
Unnið væri að því að smíða
ruslagáma og yrði þeim komið
fyrir fljótlega. „Við verðum
varir við þetta, að fleiri bátar
koma með ruslið að landi, sem
er mjög ánægjuleg þróun. Vil
ég hvetja sjómenn til að hafa
samband við hafnarverði, ef
það vantar kassa, við erum
með nokkra til vara, ef með
þarf,“ sagði hann.
Jólapóstur
Til að tryggja skil á pósti fyrir jól þarf hann að póstleggjast í
síðasta lagi eftirtalda daga:
Flugpóstur til landa utan Evrópu . . . mánudag 12. desember
Flugpóstur til Evrópulanda .fimmtudag 15. desember
Innanlands .........laugardag 17. desember
Innanbæjar ........miðvikudag 21. desember.
Afgreiðslutími pósthússins er alla virka daga frá kl. 09:00 til
kl. 16:30. Auk þess verður opið í desember sem hér segir:
Laugardaginn 17. desember . frá kl. 09:00 til 16:00.
Frá 19. til 23. desember .. opið til kl. 18:00.
Laugardag24. desember (aðfangadag)... frákl. 09:00til 12:00
PÓSTUR OG SÍMI
VESTMANNAEYJUM
————————————
Við minnum ykkur á að koma
tímanlega með jólafatnaðinn í
hreinsun fyrir hátíðarnar!