Fréttir - Eyjafréttir - 14.11.1996, Qupperneq 2
Fréttir
Fimintudagur 14. nóvember 1996
Vestmannaeyjar / fjórða sæti
-á lista Vísbendingar sem gefur 30 bæjarfélögum einkunn eftir fjárhagsstöðu þeirra á árinu 1995.
I Vísbendingu, riti um viðskipti og
efnahagsmál, er 30 bæjarfélögum
gefin einkunn eftir fjárhagsstöðu á
árinu 1995. Eru Vestmannaeyjar í
4. sæti með einkunnina 7,6 en
meðaleinkunn bæjarfélaganna er
5,9. A toppnum trónir Selfoss með
8,4 í cinkunn en neðst á listanum er
Sauðárkrókur með 3,3.
Almennt batnaði peningaleg staða
þessara bæjarfélaga á milli áranna
1995 og 1994 og náðu 13 þeirra að
lækka skuldir sínar. Skattatekjur
jukust á síðasta ári, Ijárfesting
minnkaði og einnig útgjöld vegna
málafiokka. Athygli vekur að
Vestmannaeyjar bæta sig um einn
heilan á milli ára.
Uttekt Vísbendingar er unnin upp úr
ársreikningum bæjarfélaganna frá
árinu 1995 og er þar stuðst við nokkrar
kennitölur. íbúatjölda, breytingu á
íbúatjölda, rekstrartekjur á hvem íbúa,
peningalega stöðu á hvem íbúa,
peningalega samstöðu á íbúa, ábyrgðir
vegna þriðja aðila, breytingu á
skuldastöðu og veltufjárhlutfall.
Þegar litið er á þessar kennitölur og
þær bornar saman kemur ýmislegt
fróðlegt í Ijós. Tölur um íbúafjölda og
breytingu á íbúafjölda að hér bjuggu
4.804 um síðustu áramót og hafði
fækkað um 1.72%. Fækkun ibúa hefur
orðið í flestum bæjarfélögum úti á
landi ef Reykjanes er undanskilið og
Akureyri nær að halda sínu. Er
fækkunin mest á Eskifirði og
Bolungarvík þar sem íbúum fækkaði
um rúm 5% á síðasta ári.
Rekstrartekjur á íbúa í bæjar-
félögunum 30 eru mjög svipaðar eða
frá 101 þúsundi króna á íbúa upp í 120
þúsund. í Vestmannaeyjum eru þær
111 þúsund en heildartekjurnar eru
um 533 milljónir. Hafa ber í huga að
útsvarsprósentan hér er 8,4% en hæst
má hún vera 9,2%. Flest bæjarfélögin
Fréttir
Rólegheit
Eftir nokkrar annasamar helgar
kom að því að ró færðist yfir hjá
lögreglu. Bar síðasta helgi þess
merki að mikil vinna var í sfldinni
og því tiltölulega fáir að skemmta
sér. Sími hreyfðist varla hjá
lögreglu um helgina sem hafði þó
nóg að gera í venjulegu eftirliti.
Hún þurfti þó að hafa afskipti af
krökkum sem voru að kasta snjó í
rúður og tveir fengu gistingu.
Ölvunarakstur
Um miðjan dag á fimmtudaginn
barst lögreglu tilkynningu um að
bíll hefði lent út af á Hamarsvegi.
Þegar lögreglan kom á staðinn
vaknaði grunur um að ökumaður
væri ölvaður. Ekki urðu slys á fólki
og litlar sem engar skemmdir urðu
á bílnum.
Ekki með
í Morgunblaðinu í síðustu viku er
greint frá stofnun Sjávarútvegssjóðs
Islands. Þar eru taldir upp þeir sem
eiga aðild að sjóðnum og er
Lífeyrissjóður Vestmannaeyinga
sagður einn þeirra. Magnús Krist-
insson, stjómarformaður LV, segir
þetta ekki rétt. Þeirn hafi staðið til
boða að vera með en þeirra álit var
að nóg væri komið af sjóðum og
því ákveðið að vera ekki með.
nýta sér heimildina til fulls og má til
samanburðar geta þess að ef bæjar-
sjóður legði á 9,2% útsvar væru
rekstrartekjumar nálægt 120 þúsund
krónur á íbúa.
Peningaleg staða bæjarsjóða á hvem
íbúa er í öllum tilfellum nema einu
neikvæð. Þessi tala er fundin út með
því að leggja saman peningalegar
eignir sem f Eyjum eru 162 milljónir
og draga þær frá skammtímaskuldum
sem eru 172 milljónir og lang-
tímaskuldum sem eru 403 milljónir
króna. Samtals eru skuldirnar 574
milljónir en að frádregnum peninga-
legum eignum eru þær 412 milljónir
króna. íbúafjöldanum er deilt upp í
þessa tölu og samkvæmt því eru
skuldir bæjarsjóðs 86 þúsund á hvem
íbúa en meðaltalið er 97 þúsund.
Næst eru teknar fyrir heildarskuldir
bæjarsjóða og stofnana þeirra og er
það reiknað út á sama hátt og skuldir
bæjarsjóðanna. Þama lækka skuldir á
íbúa í 71 þúsund krónur sem er öfugt
miðað við flest hin bæjarfélögin.
Hækka skuldir sumra þeirra um meira
en helming á íbúa þegar stofnanir eru
teknar með.
Vestmannaeyjabær er eitt fjögurra
bæjarfélaga sem ekki er í ábyrgðum
vegna þriðja aðila, þ.e. veitir engar
bæjarábyrgðir. Ábyrgðimar eru mjög
mismunandi, eða frá 6 þúsund krónum
á íbúa upp í 84 þúsund.
Peningaleg staða á móti rekstrar-
tekjum er alls staðar neikvæð, allt frá
17% upp í 191 % sem segir að skuldir
eru orðnar nærri tvöfalt hærri en
tekjurnar. í Vestmannaeyjum er
hlutfallið 77% í mínus en meðaltalið
er mínus 90%.
Þrettán bæjarfélög náðu að lækka
skuldir sínar á síðasta ári og er
lækkunin frá 3% upp í 15% en hjá
öðrum hafa skuldir hækkað og er
Vestmannaeyjabær meðal þeirra. Hér
hækkuðu skuldir um 14% sem er rétt
ofan við meðaltal allra bæjarfélaganna
sem er 10% hækkun og hæst fer hún í
44% aukningu skulda á milli ára.
Að lokunt er það veltufjárhlutfallið
sem er 0,95 í Vestmannaeyjum. Það
rokkar frá því að vera 0,61 upp í 2,72
en meðaltalið er 0,91.
Að öllu þessu samanlögðu kemur í
ljós að Selfoss er með hæstu eink
unnina, 8,4 en Sauðárkrókur situr á
botninum með 3,3. Akureyri kernur
næst á eftir Selfossi með 8,
Seltjamames er í 3. sæti með 7,8 og
Vestmanneyjar í 4. sæti með 7,6. Þar á
eftir er Reykjavík með 7,4, Garðabær
7,1 og Mosfellsbær með 7.
Vestmannaeyjar bæta sig um einn
heilan á milli ára en í fyrra var
einkunnin 6,6 sem var sjöunda hæsta
einkunnin árið 1994.
Birgir Ólafsson slökkviliðsstjóri Flugmálastjórnar:
Búnaður til nð rúða við
eld í ílugvélum er til staðar
-en okkur vantar vatn efkviknar í byggingum vii flugvöllinn.
Slökkviliðsstjóri Flugmálastjórnar
segir að vatnslausi brunahaninn við
flugstöðina hafi engin áhrif á öryggi
í flugi. Þeir séu með búnað á
flugvellinum til að ráðast gegn eldi í
flugvélum en brunahaninn eigi að
sjá þeim fyrir vatni ef kviknar í
húsum við flugvöllinn.
Eins og kom fram í síðasta blaði er
brunahani vestan við flugstöðina
nánast vatnslaus og kemur að engum
notum við að ráða niðurlögum elds.
Svona hefur ástandið verið í 17 ár og
er tekist á um hver eigi að borga
uppsetningu á vatnstank sem
nauðsynlegt er til að koma vatni á
brunahanann.
„Þegar ég tók við þessu starfi fyrir
sex árum fóru frarn bréfaskriftir milli
mín og Vatnsveitunnar í Vestmanna-
eyjum um þetta mál,“ segir Birgir
Olafsson slökkviliðsstjóri Flugmála-
stjórnar, sem hefur yfirumsjón með
brunavömum á öllum flugvöllum
landsins nema Keflavíkurflugvelli.
flugvallarstjóri viðjJjiuaabíf
w , á VestmannaeyjaflugvellL^
„Við borgum gjöld til bæjarins af
flugstöðinni og öðrum mannvirkjum
Flugmálastjómar við flugvöllinn. Það
er því bæjarins að sjá um að við fáum
vatn eins og aðrir bæjarbúar," bætti
hann við en lagði áherslu á að
brunahaninn hefði ekkert með öryggi
flugvéla að gera.
„1 okkar reglum er gert ráð fyrir að
við höfum búnað, vatn og froðu til að
ráðast gegn eldi í flugvélum og þann
búnað erum við með á Vestmanna-
eyjaflugvelli. Meira að segja er talað
um að skipta um slökkvibíl á
flugvellinum, fá stærri í staðinn fyrir
þann sem nú er.“
Af æjatollum
Á þessu ári hafa málefni samkynhneigðra
verið öllu meira til urnræðu en venjan hefur
verið. Líkast til er ástæða þess sú réttarbót
sem þessi minnihlutahópur fékk með
lagasetningu fyrr á árinu og ekki vora allir
ýkja ánægðir með. Og í kjölfarið var rætt á
kirkjuþingi um sömu mál og hver afstaða
kirkjunnar ætti að vera til samkynhneigðra.
Ekki kom nú neitt úr þeim herbúðum sem
kalla mætti afstöðu, klerkar viðraðu
hugmyndir sínar og virtust ekki samstíga (og
sumt var með öllu óskiljanlegt venjulegu
fólki).
En eitthvað það skynsamlegasta, sem skrifari
hefur séð og heyrt úr þessari untræðu, las hann
í vikublaðinu Dagskrá á föstudaginn var. Þar
greinir sóknarpresturinn okkar, hann séra
Bjami, frá sinni afstöðu og það á skorinorðan
og auðskiljanlegan hátt. Hann telur að kirkjan
eigi að nota aðferðir Krists en ekki að flýja af
hólmi eða hreykja sér yfir aðra. Og nokkur
dæmi tekur séra Bjami úr bókinni góðu um
aðferðir Frelsarans:
„Hann settist niður og átti borðsamfélag með
fólki sem samtíðin fyrirleit.
Hann kraup við hlið konunnar sem átti að
grýta.
Þegar lærisveinamir rifust um hver væri
mestur, þá settist hann, kallaði til sín lítið bam,
setti það á kné sér og mælti: Hver sem
auðmýkir sjálfan sig eins og barn þetta, sá er
mestur í himnaríki.”
Og síðan heldur séra Bjami áfram: „Kirkjan
á að setjast niður með samkynhneigðum. Hún
verður að þrá samfélag við þá, rétt eins og hún
heldur faðmi sínum opnum mót öllu fólki.
Innan veggja hennar á ekki að „sussa” á eða
þagga niður raddir samkynhneigðra heldur á
hún að vera vettvangur allra manna til
útbreiðslu og mannræktar. þar á hvert manns-
barn að eiga athvarf í bæn og trú og þar á að
mæta hverjum og einum í þeirri umhyggju
sem ekki dæmir fyrir fram heldur elskar fyrir
fram. Kirkja Jesú kann ekkert annað en að
vera kærleikssamfélag. Hún getur ekkert
annað en hlustað og elskað. Og þetta eina sem
hún á og kann, er siguraflið sem sigrar
heiminn.”
Mikið afskaplega leið skrifara vel eftir að
hafa lesið þennan Ijómandi vel skrifaða pistil
sóknarprestsins. Mikið var þetta nú elskulegri
og mannlegri lesning en sumt af því
svartagalli sem hinir ýmsu æjatollar
þjóðfélagsins hafa látið frá sér fara á síðustu
mánuðum. Það er gleðilegt að a.m.k. einn úr
röðum þjóðkirkjupresta skuli leyfa sér að hafa
skoðun á málinu og það kærleiksríka skoðun.
Aftur á móti virðast flestir forystumenn
sértrúarsafnaðanna vera á öðru máli, þeir era
enn að forpokast í miðaldamyrkri bók-
stafstrúarinnar, rétt eins og aðrir æjatollar,
hvort sem þeir era í íran eða Afganistan eða
annars staðar á jarðkringlunni.
Kirkjan hefur í gegnum aldimar verið einkar
íhaldssöm stofnun. Það gekk mikið á áður en
þar á bæ var viðurkennt að jörðin væri
hnöttótt. Þá voru galdrabrennur miðalda Ijótur
blettur á stofnuninni. Og ekki er enn búið að
taka þróunarkenninguna alveg í sátt þótt farið
sé að rofa til í þeim málum núna í páfagarði.
En sem betur fer era í röðum kirkjunnar þjóna
rnenn sem gera sér grein fyrir því að
fordæmingin er ekki affarasæl aðferð þótt hún
hafi verið í tísku á miðöldum. Kærleikurinn er
betri rétt eins og séra Bjami benti á. Hafi hann
miklar og góðar þakkir fyrir þann pistil sinn.
Sigurg.
\
FRÉTTIR
Útgefandi: Eyjaprent hf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Fréttastjóri: Þorsteinn
Gunnarsson. Abyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent hf.
Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-
1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í
áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Novu, Skýlinu, Tvistinum, Pinnanum, Kránni, Búrinu,
Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Eyjakaup, Eyjakjör og Söluskálanum. I Reykjavík: hjá Esso
Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum.
FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða Eftirprentun, hljóðritun, notkun
Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.