Fréttir - Eyjafréttir - 14.11.1996, Blaðsíða 8
8
Kemur mjög vel út
Svanfríður Jóhannsdóttir er tveggja barna móðir og það þriðja er á
leiðinni. Eldra barnið er 10 ára og það yngra 2ja ára. Eiginmaður hennar,
Sigurbjörn Egilsson, er sjómaður um borð í Gjafari. Svanfríður hefur
verið heimavinnandi síðan 1991.
„Mér tinnst þetta koma mjög vel út að vera heimavinnandi með tvö böm. Mér
finnst þægileg tilfinning að vera heima með bömunum sérstaklega þegar eigin-
maðurinn er mikið á sjó. Og þeint finnst gott að vita af mömmu heima,
sérstaklega eldri stelpan þegar hún kemur úr skólanum. Það er sólarhringsvinna
að sjá um heimilið og bömin þó komi auðvitað pásur inn á milli. Peningalega
tekur því varla fyrir okkur. Maðurinn minn getur notað skattkortið, við borgunt
ekki barnaheimilispláss og svo er bakað og sparað á ýmsan hátt sem ekki væri
eins auðvelt að gera og ef ég væri útivinnandi,“ segir Svanfríður.
Þrátt fyrir að vera heimavinnandi gætir Svanfríður þess að loka sig ekki af
innan veggja heimilisins. Hún reynir að komast innan um annað fólk, hittir vini
og kunningja og sækir mömmumorgna. Hins vegar finnst henni viðhorfið í
þjóðfélaginu enn frekar neikvætt gagnvart heintavinnandi húsmæðmm þótt það
sé að breytast og sé jákvæðara en áður.
„Stundum er sagt við mig: Ertu BARA heimavinnandi húsntóðir. Mértinnst
það hálf ntóðgandi. Auðvitað er jafnréttisgrundvöllur að konan vinni úti en
aðstæður eru þannig að maðurinn hefur meiri tekjumöguleika. Ég álít það hins
vegar forréttindi að vera heima með bömin á meðan þau em svona lítil. Og þetta
kemur öðruvísi út hjá sjómannsfjölskyldum þar sem konan ber ábyrgð á öllu í
landi," segir Svanfríður.
Svarar varla kostnaði að vinna úti
Sigríður Gunnarsdóttir er þriggja barna móðir og er heimavinnandi.
Börnin eru frá 2ja ára og upp í 7 ára. Eiginmaður hennar, Stefán Laufdal
Gíslason, er sjómaður. Hann rær á Sigurði VE sem landar mikið fyrir
norðan og því eru útilegurnar oft langar.
„Ég ætla að njóta þess að vera heima með bömunum mínum á meðan þau eru
lítil. Sá tími kemur ekki aftur. Þau eru voðalega ánægð með þetta og finnst þægi-
legt að hafa mömniu heima. Elsti strákurinn er á skólaaldri og þau yngri á
leikskóla. Stráknum finnst gott að koma heima úr skólanum og hafa mömrnu
heima," segir Sigríður.
Hún segir að vissulega hafi það kosti og galla í för með sér að vera heima-
vinnandi húsmóðir. Stundum sakni hún þess að vera ekki úti á vinnumarkað-
inum en á móti kentur öryggið að vera heima með bömin og ávallt til taks.
En hvernig finnst henni viðhorfið í samfélagi vera gagnvart heimavinnandi
húsmæðrum?
„Það er misjafnt. Sumir eru hissa og segja: Ertu bara heima. En rnargir eru á
þeirri skoðun að við eigum að njóta þess að vera heima meðan bömin em lítil."
Sigríður bendir jafnframt á að það svari varla kostnaði fyrir sig að fara út á
vinnumarkaðinn. Verkakonur hafi ekki meira en 500 kr. á tímann. Vinni þær
hálfan daginn hafi hafi þær ekki mikið upp úr krafsinu því eiginntaðurinn getur
notað skattkort konunnar þegar hún er heimavinnandi sem eru 22 þúsund kr. á
mánuði. Á móti sé hægt að spara ýmislegt sem heimavinnandi, t.d. með því að
sauma á bömin, baka o.s.frv.
Sigríður umgengst töluvert aðrar heimavinnandi húsmæður. Hún fer einnig á
mömmumorgna í Landakirkju á miðvikudagsmorgnum. Hún reynir að gera eitt-
Itvað fyrir sjálfa sig og er t.d. í Hressó. í haust lauk hún leiðbeininganámskeiði
í þolfimi og gæti hugsað sér að kenna þolfimi í framtíðinni.
Fréttir
Fimmtudagur 14. nóvember 1996
Heimavinnandi og líkar það vel
Mitt í allri jafnréttisumræðunni í dag eru til ungar mæður sem kjósa að vera heimavinnandi, sjá um
börn og bú og reka heimilið. Þær eru hluti af kynslóð sem er alin upp við þau viðhorf að konur fari
út á vinnumarkaðinn. Fyrr á öldinni var tíðarandinn, viðhorfið og félagslegar aðstæður þannig að
konur voru heimavinnandi. Á áttunda áratugnum komst jafnréttisumræðan á koppinn fyriralvöru,
konur fóru unnvörpum út á vinnumarkaðinn og karlar hafa tekið meiri þátt í heimilisstörfum og
uppeldi þótt enn virðist töluvert í land í þeim efnum enn sem komið er. En nú virðist sem að
hringurinn sé að lokast. Eftirsóknarvert virðist hja ungum konum að vera heimavinnandi þegar
börnin eru ung. En í samfélagi nútímans þarf orðið tvær fyrirvinnur til þess að ná endum saman og
þess vegna er ekki öilum mæðrum kleift að vera heimavinnandi. Blaðamaður ræddi við nokkrar
ungar heimavinnandi húsmæður um viðhorf þeirra og samfélagsins til þess að konan skuli vilja
vinna inni á heimilinu, a.m.k. tímabundið á meðan börnin eru lítil. Einnig var komið við á mömmu-
morgni í Landakirkju. Samantekt: Þorsteinn Gunnarsson
Samfélag heimavinnandi hús-
mæðra endurspeglast að mörgu
leyti í Möniniumorgnum í Landa-
kirkju. A hverjum miðvikudags-
morgni hittast mæður til að bera
saman bækur sínar. Flestar eiga
það sameiginlegt að vera heima-
vinnandi.
Að sögn séra Jónu Hrannar
Bolladóttur, er fyrirmyndin að
mömmumorgnum bresk. Þegar ný
fjölskylda flutti irtn í hverfið opnaðist
leið kvenna í kvennasamfélagið í
gegnum mömmumorgna.
„Þetta er lfka hugsunin með
mömmumorgna í íslensku kirkjunni.
Algengt er að konur, sem eru nýfluttar
hingað, hafa nýtt sér mömmumorgna
sem aðgengi í samfélagið. Ég ákvað
að hrinda mömmumorgnum af stað
þegar við komum til Eyja. Ég var ný
hér og græddi á því sjálf að hitta konur
á mömmumorgnum," segir séra Jóna
Hrönn.
Mæður og böm hittast í safnað-
arheimiii Landakirkju á miðviku-
dögum kl. 10. Á meðan bömin leika
sér fá mæðumar sér kaffi. margar taka
með sér handavinnu, og svo eru ýmis
mál rædd og konur miðla af reynslu
sinni. Upp úr kl. 11 er farið í
Landakirkju og þar fer fram 10 til 15
mín. helgistund.
„Ég lít einnig á mömmumorgna
þannig að konur séu að styðja við
trúarlegt uppeldi bama sinna.
Tilgangurinn er m.a. að mæður og
böm upplifi kirkjuna sem sitt annað
heimili. Oft em skemmtilegar umræð-
ur á mömmumorgnuin. Mæðurnar
skiptast á skoðunum um uppeldismál
og svo eru þjóðfélagslegar og heim-
spekilegar vangaveltur um ýmsa hluti.
Ég hvet konur sem em uýfluttar
hingað til að sækja mömmumorgna
því þær kynnast öðrum konum og
taka þátt í uppbyggilegu samfélagi,"
segir séra Jóna Hrönn.
Upphaflega átti að lialda fyrirlestra
fyrir konurnar af og til. En þar sem
bergmálar svo mikið í safnaðarheimil-
inu og bömin geta látið vel í sér heyra,
reyndist ekki grundvöilur fyrir því.
Þess í stað hittast konumar tvisvar á
ári án bama að kvöldi til og hafa það
huggulegt.
Forréttindi
að vera
heima með
börnin
Matthildur Úlfarsdóttir er þriggja
barna móðir og er heimavinnandi.
Frumburðurinn er í skóla en tví-
burarnir eru tveggja ára og á
leikskóla hálfan daginn. Heiinilis-
faðirinn, Jóhann Helgi Þráinsson,
er á sjó, á Gígjunni, en Matthildur
hefur að mestu leyti verið heima-
vinnandi síðan fruntburðurinn
fæddist.
„Mér finnst þetta koma Ijómandi
vel út. Elsta stráknum, Axel Frans,
finnst gott að vita af mömmu heima
og að koma heim. Hann talar um það
sjálfur. Sumir skólafélagar hans fara á
skóladagheimili og ég er viss um að
það er ágætt. En það hlýtur að vera
gott að koma beint heim úr skól-
anum,“ segir Matthildur.
Um viðhorfið í samfélaginu segir
Matthildur það vera upp og ofan. Hún
segist t.d. eiga vinkonu sem er að
vinna úti með lítil böm vegna þess að
peningalega þurft hún á því að halda.
Ef hún gæti myndi hún vera
heimavinnandi. Vinkona Matthildar
kallar heimavinnandi ltúsmæður
heimaliggjandi húsmæður en
Matthildur er alls ekki sammála því.
Áður fyrr hafi verið sjálfsagt mál að
konan væri heima og sæi um böm og
bú, sérstaklega í sjómannssamfélag-
inu. Svo haft konan farið út á vinnu-
markaðinn og viðhorfið hefði breyst.
En núna er hringurinn að lokasl því
konur sækist meira eftir því að vera
heima með bömunum og hugsa um
heimilið, sérstaklega í sjómannsfjöl-
skyldum. Forsendur séu allt aðrar þar
sem heimilisfaðirinn er í landi.
„Að vera heimavinnandi er erfltt
og ntjög kretjandi starf, það þýðir að
vera á sólarhringsvakt, 24 tíma. Ekki
gengur að taka sér veikindafrí þrátt
fyrir háan hita eða veikindi. Þar sem
eiginmaðurinn er mikið fjarverandi er
í mínum verkahring að sjá um flest
mál í landi, um heimilið, bömin og
ýmislegt fleira. Sem sjómannskona
liggur við að ég þurfi að gera við
bílinn og rafmagnið. Mér finnst for-
réttindi að geta verið heima með
bömunum mínum og búið þeim
hlýlegt og gott heimili. Ég trúi ekki
öðru en að fleiri konur myndu vera
heirna ef þær hefðu tækifæri tii þess,“
segir Matthildur sem t'er reglulega á
mömmumorgna í Landakirkju.