Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.11.1996, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 14.11.1996, Blaðsíða 11
ilnæmi. Hann hefur öðlast nýtt líf með nýju alnæmislyfi. í tíu ór ór var hann með |ir frá þeirri ótrúlegu lífsreynslu að vera heimtur úr helgreipum dauðans á elleftu stundu hommar kæmu þangað í miklum fjölda. Fordómar voru á mörgum skemmtistöðum og lesbíur voru nán- ast ekkert á þessum stöðum. Smitaður og sneri blaðinu við ,Jig kynntist fljótlega öðrum manni sem var mun yngri en ég. Hann var að norðan og við ákváðum að flytja til Akureyrar. Það var lífsreynsla út af fyrir sig og var ótrúlegt hvað við mættum miklum velvilja á meðal Akureyringa. Þar bjuggum við í opnu sambandi og leið vel. Ég vann sem flokksstjóri hjá unglingavinnunni og mætti velvild unglinga, sem oft eru taldir erfiðastir þegar fordómar eru annars vegar. Ég dró mikið úr skemmtanalífinu og leið vel fyrir norðan. Aldursmunurinn skipti engu máli upp á ástina að gera, hún blómstraði. Það má segja að ég hafi verið í blóma lífsins á þessum tíma. En umræðan um alnæmi var komin í hámæli á þessum tíma og beindust spjótin aðallega að hommum. Við vorum að hvetja hver annan til að fara í mótefnamælingu. Ég hafði litla ástæðu til að halda að ég væri smit- aður, taldi mig vera hólpinn þar sem ég vai' í parsambandi. En ég ákvað samt að fara í mótefnamælingu því ég vildi vera viss. Niðurstaðan varð sú að ég greindist HIV-jákvæður. Þetta var í október 1985. Ég vissi varla hvað það þýddi að vera HlV-jákvæður. Lækn- irinn tilkynnti mér niðurstöðuna úr alnæmisprófinu. Ég var hissa og vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við. Ég var illa upplýstur um alnæmis- veiruna og mér fannst læknamir vera það líka. Þeir ráðlögðu mér að koma til þeirra um leið og ég fengi kvef eða flensu. Ég sagði íjölskyldunni og nánustu vinum fljótlega frá þessu. Samt fannst mér þetta allt svo óraun- verulegt, eins og ég væri ekkert smitaður. Það slitnaði upp úr sam- bandinu fyrir norðan. Fáfræði fólks um alnæmi var það versta. Það hélt að ég væri að hrökkva upp af, að þetta væri dauðadómur sem gengi strax í gildi. En ég hélt minni ró,“ segir Jón Helgi sem lýsir hans persónu nokkuð vel. Æðrulaus og jákvæður tókst hann á við lífið í nýju ljósi, smitaður af alnæmisveirunni. Ekki fannst Jóni Helga þetta vera dauðadómur. En að sjálfsögðu gerði hann sér fljótt grein fyrir því hversu alvarlegur hlutur þetta var. En stóri dómur varð til þess að Jón Helgi sneri blaðinu algjörlega við. Hann fór að lifa heilsusamlegu lífi. Ömurlegt að horfa á eftir vinum og félögum í gröfina „Lífið heldur áfram og ég ákvað að hugsa betur um mig. Ég fór að hreyfa mig meira, _ hætti allri neyslu og reykingum. Ég tók strax þá afstöðu að lifa með alnæmisveirunni með heil- brigðara og betra lífi. Ég stundaði jógahugleiðslu í nokkur ár, fór reglulega í sund og hjólaði mikið. Mér leið vel og var fullfrískur. Ég fór í Myndlista- og handíðaskólann til að læra skúlptúr. En svo fóru vinir mínir að veikjast og deyja, bæði hér heima og í útlöndum. Þetta var ungt fólk, strákar og stelpur, í blóma lífsins. Dauðastríðið tók yfirleitt eitt til tvö ár. Að sjálfsögðu hjálpaði ég og hjúkraði vinum mínum sem veiktust eins og mér var frekast unnt. Það tók mikið á að horfa á nána vini deyja. Viðhorf mitt til lífsins breyttist, ég þroskaðist sem persóna en það var ömurlegt að þurfa á horfa á eftir vinum og félögum í gröfina." Jón Helgi hefur verið virkur innan Alnæmissamtakanna í gegnum árin. Hópur innan samtakanna stofnaði sjálfstyrktarhóp fyrir sjö árum og hefur haldið fundi nokkuð reglulega. Hópurinn hefur fengið til sín gesti, haldið námskeið o.s.frv. Tilgangurinn hefur verið að þjappa þessu fólki saman. Þá var Jón Helgi með fræðslu í samtökum samkynhneigðra, Sam- tökum 78. Jón Helgi hefúr verið í Samtökum 78 frá því þau voru stofn- uð og hefur verið þar mjög virkur. Hann segir að starfið í báðum þessum samtökum hafi gefið sér mikinn styrk. Hins vegar hafi hann á köflum verið að brenna upp innan Alnæmissam- takanna því hann sé annað og meira en alnæmisveira eins og hann hafi stund- um fengið á tilfinninguna. Þess vegna hefúr hann reglulega tekið sér frí. Kraftaverk! Jón Helgi var með alnæmisveiruna í tíu ár áður en hann veiktist og fékk alnæmi. Það gerðist fyrir rúmu ári. Skilgreiningin á því að vera kominn með alnæmi felst í því að þá fara T hjálparfrumur í ónæmiskerfinu undir 200. Ónæmiskerfið verður þá alnæmt fyrir öllu og þaðan er nafnið, alnæmi, komið. „í tíu ár var ég búinn að hafa veiruna í mér. A þessum tíma var ég búinn að horfa upp á fjölmargra vini og kunningja deyja úr alnæmi, ég veit hreinlega ekki hversu marga. Ég vissi því hversu hræðilega alnæmi getur leikið fólk. Tækifærissýkingar blossa upp, hver annarri hryllilegri. Ég hafði stundum hugsað með mér hvaða tæki- færissýkingu ég hefði helst viljað sleppa við. Ég fékk sýkinguna sem ég var búinn að hræðast hvað mest að fá, sýkingu í auga og tapaði sjón að hluta. Þokublettir eru í sjóninni á köflum. Ég hræðist mest af öllu í dag að missa sjónina.“ I hálft ár lá Jón Helgi rúmfastur, eða frá því snemma sl. vetur og fram á vor. Frá febrúar og fram í júlí fékk hann sýkingar sem lögðust víða á líkamann. Móðir hans, Erla, fluttist til Reykjavíkur til að hjúkra syni sínum. Jón Helgi valdi að fá að liggja heima, fannst það betri kostur en að liggja á sjúkrahúsi. Á einu ári lagðist hann fjórtán sinnum á sjúkrahús vegna lyfjagjafar. Jón Helgi fór strax á sterk lyf en var alltaf að fá sýkingar í lyfja- brunninn. Jón Helgi lá á milli heims og helju í sumar og háði sitt dauðastríð að mati lækna. En Jón Helgi er enginn venjulegur maður. Hugarfar hans er einstakt. Hann segist ekki hafa verið tilbúinn að deyja strax og hélt í vonina. Hann sá ljós í enda ganganna. „Ég er svo mikil baráttumanneskja, ég gefst aldrei upp. Mér fannst ég eiga svo mörgu ólokið í lífinu," segir Jón Helgi. Þessi orð lýsa honum vel. Og kraftaverkið gerðist. Þetta er ekkert annað en kraftaverk. Upprisan hófst við komu David Bowie „Ég miða upprisu mína við þegar tónlistarmaðurinn David Bowie kom til landsins en ég fór tónleikana hans í Laugardalshöll og hann er minn uppá- halds tónlistarmaður ffá unglingsárun- um. Ég hef alltaf reynt að hafa húmorinn í lagi allan tímann. Um það leyti fékk ég nýtt alnæmislyf sem vísindamenn höfðu verið að prófa og lofaði góðu. Um þrjár tegundir er að ræða af þessu nýja lyfi en ég fékk lyfjakokteil. Ég byrjaði á þessum nýja skammti í byrjun ágúst en þá var ég orðinn mjög veikur. Læknar segja að mér hafi á köflum ekki verið hugað h'f. Strax við íyrstu gjöf fór ég að hressast, þrátt fyrir að vera svona langt leiddur. I því felst kraftaverkið. Þeir sem eru með veiruna í sér en hafa ekki veikst eiga góða von í framtíðinni. En ég var orðinn svo veikur. En ég hresstist ótrúlega fljótt, ónæmiskerfið tók við sér og er enn á hraðri uppleið. Veiru- magnið hefur verið á niðurleið. Samt er ónæmiskerfið ekki orðið nógu sterkt til að berjast við augnsýking- una,“ segir Jón Helgi. Eftir að hafa fengið nýja alnæmis- lyfið, á elleftu stundu, og fengið óvænta framlengingu á líflínunni, hefur leið Jóns Helga legið beint upp á við. Hann er gangandi kraftaverk, og um leið gangandi tilraunadýr. Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Vísindamenn vita ekki sjálfir hversu áhrifaríkt nýja alnæmislyfið er. Vissu- lega lofar það góðu og Jón Helgi og aðrir alnæmissjúklingar njóta góðs af. Það varð Jóni Helga til bjargar að ísland var eitt fyrsta landið sem fékk nýja alnæmislyfið til prófunar. „Ég braggaðist það vel á nokkrum dögum að ég ákvað að skella mér til Berlínar og Prag 10. ágúst sl. Það var yndislegt að komast út úr sjúklings- hlutverkinu í smá tíma og í annað umhverfi. Ég hafði svo sannarlega gott af þessari ferð og kom endur- nærður til baka. Við heimkomuna tók ég upp þráðinn eins og áður en ég veiktist og fór að synda og hjóla. Ég varð að taka mér frí frá námi í Myndlista- og handíðaskólanum í haust. En ég gat ekki setið aðgerðalaus frekar en fyrri daginn þrátt fyrir veikindi. Ég skellti mér í tungu- málanám í Miðbæjarskólanum í haust,“ segir Jón Helgi, sem missti 25 kg í veikindum sínum og fékk nær- ingu í æð. Jón Helgi hefur náð að bæta á sig 15 kg aftur. Jón Helgi fullyrðir sjálfur að krafta- verk hafi átt sér stað í ágúst. Blóð- prufur í dag koma vel út. Auk nýja alnæmislyfsins segir Jón Helgi að heilsusamlegt lífemi hafi hjálpað sér mikið. Auk þess hefur hann notað mikið af homopatalyfjum sem hann segir að hafi haft góð áhrif á sig. Leitaði í trúna ,JÉg lifi fyrir einn dag í einu eins og er eftir að hafa öðlast nýja von. Er á meðan er. Ég þori ekki að spá mikið í framtíðina. Ég bý alltaf við þann ótta að það komi bakslag í batann. Mér finnst þetta vera stöðugt álag og er aldrei í fríi. Ég er alveg búinn að sætta mig við að lifa fyrir daginn í dag. En einhvers staðar blundar í mér von um frekari skólagöngu. Og jafnvel að horfa í áttina að rómantíkinni. Ég var búinn að afskrifa sjálfan mig sem til- finningaveru. En ég vona að einhvers staðar sé ljós og að ég verði gjald- gengur aftur.“ Jón Helgi leitaði í veikindum sínum í trúna. Innan Samtakanna ‘78 er starf- andi trúarhópur þar sem kristnir hommar og lesbíur hafa reynt að stíga skrefið í átt til trúar. Jón Helgi segir að þetta sé góður hópur sem rækti sína trú. Þau hafa fengið presta og guð- fræðinga til að koma á fundina til að vera með þeim. Hópurinn hefur fengið inni með fundi sína á biskupsstofu á Laugaveginum. „Kirkjan er að vakna til lífsins gagnvart samkynhneigðum. Stórkost- legt var að upplifa það að samkyn-hneigðir skuli nú geta verið gefnir saman í hjónband. Þetta var stórt skref fyrir samkynhneigða. En við stoppum ekki þar. Við erum að heyja mannrétt-indabaráttu. Ég hef starfað meira og minna fyrir Samtökin 78 síðan þau voru stofnuð. Þar er gott starf í gangi og þetta er besta árið í sögu samtakanna." Hef aldrei litið á mig sem fórnarlamb Jón Helgi komst að því í veikindum sínum að hann á góða að. Fjölskyldan reyndist honum einstaklega vel, fél- agar í samtökunum, hjúkrunarfólk og vinir og kunningjar. Hann er þeim mjög þakklátur. Hann segir að þegar móðir hans kom til Reykjavíkur til að hjúkra honum í veikindunum, hafi hún verið hissa hversu stóra stóra fjöl- skyldu hann ætti að. Viðhorfið á íslandi gagnvart sam- kynhneigðum og alnæmi hefur breyst mikið á 10 til 15 árum. Alnæmi er ekki hommasjúkdómur eins og Jón Helgi kemst að orði. Þegar hann lítur til baka segist hann skynja mikla viðhorfsbreytingu í þjóðfélaginu. Ungt fólk sé jákvæðara í dag í garð sam- kynhneigðra, það spái ekki sérstaklega í því hvort viðkomandi sé hommi eða lesbía. Enn heyrist hjáróma raddir í þjóðfélaginu en þær séu á undanhaldi. „í veikindum mínum hef ég lært að vera heiðarlegur gagnvart mínum innra manni. Ekkert svar er endanlegt en stundum þurfum við að fá kjafts- högg til að skilja skilaboðin. En heiðarleiki og kjarkur standa upp úr hvað mína reynslu varðar. Stundum þarf kjark til að lifa lífinu. I veikindum mínum hef ég aldrei litið á mig sem fómarlamb. Enginn skóli er auðveldur og ég lít á veikindi mín sem erfiðan lærdóm sem hefur þroskað mig sem persónu. Ég er sama tilfinningaveran þrátt fyrir veiru,“ segir Jón Helgi. Tengslin við Vestmannaeyjar hafa alltaf verið fyrir hendi. Jón Helgi hefúr mikið unnið með föður sínum í máln- ingarvinnu á sumrin til að safna pening fyrir skólanum. Foreldrar hans búa í Eyjum en öll systkinin sjö hafa flust í burtu frá Eyjum. Jón Helgi hefur alltaf komið til Eyja um jólin og um páskana. Eftir að Jón Helgi veikt- ist hafa sumir Eyjamenn spurt foreldra hans um heilsu sonarins. Þeim hefur þótt vænt um það. Veikindi Jóns Helga hafa þjappað íjölskyldunni saman. Og vinir hans, sem eru veikir en hafa fengið nýja alnæmislyfið, hafa risið úr öskustónni eins og Jón Helgi. „Það er gleðilegt að við skulum hafa öðlast nýja von. Ég er þakklátur fyrir það,“ sagði Jón Helgi Gfslason, sem að lokum bað fyrir bestu kveðjur út í Eyjar. Þorsteinn Gunnarsson Sex af sjö systkinunum í kringum 1970. í efri röð eru Sigríð og Heba, í neðri röð Jón Helgi, Halla, Ragnar og Jóhann. Rósalind kom síðar í heiminn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.