Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.11.1996, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 14.11.1996, Blaðsíða 20
FRÉTTIR Fretta- og auglýsingasíminn 481-3310 • Fax 481-1293 FLUTNINGAR • VESTMANNAEYJUM Daglegar ferðir hverl á land sem er. Vöruafgreiðsla Skildingavegi 4 Sími 481 3440 Vöruafgreiðsla ■ Reykjavik TVG Héðinsgafa 1 - 3 Sími 581 3030 Skoðunarferöir Veisluferðir , Grillferðir Iþróttahópferðir. Ódýr og ,góð þjonusta. GÍSLI MAGNÚSSON Brekastíg 11 sími 481-1909 QM Friðfinnur Finnbogason (4811166 & 481 1450 m MÚRVAL-IÍTSÝN “ m HRESSIR SKÁTAR: Strákarnir í skátaflokknum Fálkum og Einar Örn Arnarsson, flokksforingi þeirra, voru í útlegu í Skátastykkinu um helgina. Voru þeir á leið í sund þegar myndin var tekin og þar tókst þeim að nú úr sér hrollinum eftir kalda nótt. Lögreglustöðinni loknð á nóttunni frá næstu áramótum? Gangi niðurskurðaráform fjárlaga- frumvarpsins fyrir árið 1987 eftir má búast við að grípa þurfi til verulegra breytinga á starfsemi sýslumannsembættisins í Vest- mannaeyjum. Gæti svo farið að hætt yrði sólarhringsvakt á Iög- reglustöðinni sem myndi skapa óöryggi fyrir bæjarbúa. Að sögn Georgs Kr. Lárussonar, sýslumanns, hefur embættið mátt þola verulegan niðurskurð á fjárheimildum á undanfömum árum. Aðallega hefur niðurskurður þessi bitnað á lög- reglunni. „Við höfum reynt að halda uppi óbreyttri þjónustu með því í raun að „stela peningum" úr öðrum deildum embættisins og þannig náð að halda úti sólarhringsvakt á lögreglustöðinni. Hefur það reynst erfitt síðustu tvö árin. Með hliðsjón af væntanlegri skerð- ingu á árinu 1997, sem er í raun ekki mikil í krónum talið, sjáum við okkur ekki fært annað en að gera verulegar breytingar á rekstri fyrirtækisins. Þessar breytingar gætu leitt til þess að ekki reyndist unnt að halda stöðinni opinni allan sólarhringinn sem hefur þau áfyif að við getum ekki annast rekstur sjúkrabifreiðarinnar né útkalls- kerfis slökkviliðsins og vaktkerfa fjölda stofnana og fyrirtækja. Ef af verður þýðir þetta fækkun í lögregluliðinu úr 12 til 13 í 7 til 8 menn og þá emm við með sama þjónustustig í löggæslunni og var hér í Vestmannaeyjum um og eftir stríð. Við gemm allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að svona fari vegna öryggis bæjarbúa,“ sagði Georg.. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, segir að bæjarstjóm skori á stjómvöld að tryggja fjárveitingar til löggæslu i' Vestmannaeyjum. „Það er unnið á öllum vígstöðvum til að reyna að finna lausn á málinu," sagði Guðjón. Unnið allan sólar- hringinn í síldinni: Að- konw- fólktil bjargar Kífandi gangur hefur verið í síldveiðum alla vikuna og þar með vinnslunni. Hjá Vinnslu- stöðinni landaði Isleifur á fimmtudag 475 tonnum, Sig- hvatur Bjarnason á föstudag 450 tonnum, Gullberg á sunnudag 460 tonnum, Isleifur aftur á mánudag 500 tonnum og Sighvatur aftur á þriðjudag 700 tonnum. Eins og þiessar aflatölur bera með sér hefur verið stanslaus vinna alla vikuna og var unnið alla helgina í Vinnslustöðinni. Þór Vilhjálmsson og Viðar Elíasson sögðu að hjá þeim væri flakað allan sólar- hringinn á vöktum og saltað væri frá kl. átta á morgnana til tíu á kvöldin. Þá hefði vantað fólk til starfa um tíma en ræst hefði úr því, meðal annars með aðkomufólki auk þess sem atvinnuleysislistamir hefðu verið nær tæmdir og nú mætti segja að jafnvægi væri að komast á hlutina og þeir önnuðu vel að vinna úr þeim afla sem bærist. Samkvæmt upplýsingum blaðsins voru 32 á atvinnuleysisskrá sem er með því sem lægsta sem mælst hefur á uridanfömum ámm. Magnús Jónsson veðurstofustjóri: Magnús Jónsson, veðurstofu- stjóri, segir það af og frá að færa eigi veðurmælingar frá Stór- höfða niður í bæ eins og greint var frá í síðasta blaði. „Þetta hefur ekki komið til tals hjá mér eða öðmm sem hafa með mælingar að gera á vegum Veðurstofunnar," sagði Magnús í samtali við Fréttir. „Það er enginn fótur fyrir því að við ætlum að leggja niður veðurmælingar á Stórhöfða. Vita- og hafna-mála- stofnun hefur verið að leggja niður vitavarðastöður á flestum vitum og þar höfum við komið fyrir sjálf- virkum veðurathugunarstöðvum. En við höfum sagt þeim að við viljum halda í Stórhöfða. Hann hefur veðurfarslega sérstöðu auk þess sem Óskar Sigurðsson, vitavörður vinnur þar ómetanleg rannsóknastörf. Þannig að menn ætla ekki að flytja mælingar þaðan. Spurningin er hvort við fáum fjórða ættliðinn í vinnu þegar kemur að því að Óskar hættir," sagði Magnús Jónsson, veður- stofustjóri þegar rætt var við hann á þriðjudaginn. Eins og kunnugt er er Óskar þriðji ættliðurinn sem gegnir starfi vitavarðar í Stórhöfða. m m m m "I m VIKJJTLLBCO Jóla piparkökuhús (Þessi vinsælu, sem seldust upp á 2 dögum í fyrra) Verð áður kr: 398-- Nú aðeins kr: 318,- Kymiing í Clubkexog Kavli smurostar BKI kaffi extra 400 gr. 2 pakkar + Oxford kex Verð áðurkrH&l- Núaðeinskr: Annas Piparkökur Verð áður kr: 138.- Verð nú aðeins kr: 477,- 117,-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.