Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 14.11.1996, Síða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 14.11.1996, Síða 10
- Vestmannaeyingurinn Jón Helgi Gíslason ló ó milli heims og helju í sumar með ( alnæmisveiruna en veiktist fyrir rúmu ári síðan. Jón Helgi stíklar á lífshlaupi sínu og seg „Ég var sjálfiir híssa á mér að ég skyldi segja já við því að koma í viðtal. En ég lít á þetta sem persónulega áskorun til að gera hreint fyrir mínum dyrum. Og þetta er hluti af mínu lífsviðhorfi að leggja ekki árar í bát.“ Þetta segir Vestmannaeyingurinn Jón Helgi Gíslason, betur þekktur sem Donni, sonur hjónanna Gísla Steingrímssonar og Erlu Jóhannsdóttur. Jón Helgi var greindur með alnæmisveiruna fyrir ellefii árum síðan. I kjöl- farið breytti hann algjörlega um lífsstíl, fór úr samkvæmisfatnaði iiæturlífsins í íþróttagalla heilbrigðs lífemis. I tíu ár hfði hann heilbrigðu lífi með veirunni, tók virkan þátt í starfi Alnæmissamtakanna og Samtaka 78 og leitaði í trúna. Fyrir rúmu ári veiktist Jón Helgi af alnæmi. I sumar lá hann á milli heims og helju en í ágúst átti. sér stað kraftaverk. Jón Helgi fékk nýja alnæmislyfið og komst upp úr rúminu, skrapp til útlanda í fri og syndir og hjólar sem aldrei fyrr. Jón Helgi segist alls ekki hafa verið tilbúinn til þess að deyja strax, hann á svo miMu ólokið í lífinu. Bjartsýni og lífsgleði einkenna Jón Helga. Bjartsýnin á lífið hefur flejtt honum yfir marga erfiða hjafia. Jón Helgi segir hér Vestmannaeyingum sögu sína enda hafa margir heyrt af veikindum hans án þess að vita meira. Jón Helgi ólst upp til níu ára aldurs í Eyjum. Ævintýraþrá blundaði í for- eldrum hans og ijölskyldan flutti öll til Ástralíu 1969. Þar bjó hún í fjögur ár. Öll sex bömin fóru með og það sjöunda bættist við í Ástralíu. „Það var erfitt að fara hinum megin á hnöttinn, í nýtt umhverfi og menn- ingu, að byrja í nýjum skóla og læra nýtt tungumál. Fyrsta skólaárið reyndi mjög á mig, allir gengu í eins skóla- búningum og aginn mun meiri en ég hafði vanist heima í Eyjum. En síðustu þrjú árin leið mér mun betur. Við flutt- um tvisvar innan Ástralíu, bjuggum fyrstu tvö ár- in í suður- hluta landsins og seinni tvö árin í norður- hluta lands- ins. Við flutt- um aftur heim til Eyja fimm mán- uðum áður en eldgosið hófst 1973. Það var eins og að fara úr öskunni í eldinn. Enn og aftur kom það niður á skólagöngu okkur systkinanna og rót- leysið hafði áhrif á okkur. í gosinu fluttum við upp á Kjalarnes og svo á Homafjörð í rúmt ár og svo aftur til baka til Eyja. Ég lauk gagnfræða- skólanum í Eyjum en fór svo út á vinnumarkaðinn, fyrst í Eyjum en ég flutti svo til Reykjavíkur 18 ára. Ég hef verið meira og minna í burtu frá Eyjum síðan en reyndar hef ég oft komið til Eyja á sumrin og verið að mála með pabba,“ segir Jón Helgi. Honum leið mjög vel í Eyjum á skólaámnum. Að sjálfsögðu var skemmtanalífið tekið með trompi. Jón Helgi átti góða vini, kvenkyns. Hann segist hafa valið þær sem vinkonur þegar leið á því honum fannst þær traustari vinir. Besm vinkonur hans þá, og em enn, em Þóranna Har- aldsdóttir og Sofffa Adólfs- dóttir. Þau em klíka í dag og haida enn góðu sambandi. Ákvað að lifa samkvæmt mínum tilfinningum „Mér bauðst vinna uppi á landi og fór þangað ásamt Soffíu. Ég fór að vinna í plastverksmiðju. Á þessum tíma var ég farinn að gera mér grein VTOTAL: þorsteinn Gunnarsson fyrir því að ég vai' mun spenntari fyrir strákum. Þetta voru mjög erfiðar til- finningar að eiga við. Ég hafði engar fyrirmyndir í þessu litla og þrönga samfélagi í Vestmannaeyjum þar sem fordómar voru auðvitað ríkjandi eins og annars staðar í þjóðfélaginu. Einu fyrirmyndimar vom úr bandarískum bíómyndum þar sem homminn var undantekningarlaust trúðurinn í mynd- inni. Við komuna til Reykjavíkur fékk ég ákveðið frelsi í þessum efnum. En Reykjavík var ósköp lítil borg á þessum árum líka og fordómar alls- ráðandi gagnvart samkynhneigðum. Ég var ekki enn kominn úr felum og ákvað því 19 ára að flytjast til Kaup- mannahafnar í algjört frelsi. Þar lifði ég hálfopnu lífi. Ég kom út úr skápn- um, eins og sagt er, gagnvart fjöl- skyldu minni 21 árs. Þá verða tímamót í mínu lífi og þungu fargi af mér létt. Ég ákvað að lifa samkvæmt mínum tilfinningum. Ég öfunda ungt fólk í dag. Fordómamir eru ekki eins miklir og það á auðveldara með að koma úr felum, sem betur fer. Á þessum tíma voru samkynhneigðir í miklum felu- leik á íslandi. Þögnin var svo rosaleg. I Kaupmannahöfn bjó ég í ljögur ár og öðlaðist frelsi og sjálfstraust. Þar lærði ég bólstrun en hef reyndar aldrei unnið við hana síðan. Mér leið sérlega vel í Danmörku. Danimir eru svo „lige- glad“ og kunna að lifa lífinu. Að sjálfsögðu djammaði ég mikið og lifði hátt. Eg drakk orðið mikið og eftir fjögur ár ákvað ég að fara heim ti! Islands f áfengismeðferð," segir Jón Helgi. Að lokinni áfengismeðferð fór Jón Helgi að endurmeta stöðu sína, hver hann væri og lífslöngun sína. Hann leitaði til vina og kunningja og kynnt- ist manni sem hann fór að búa með. Jón Helgi segir að þetta hafi verið sitt fyrsta fasta áfengislausa samband og það hafi verið mikil reynsla fyrir sig. Það tók hann einhvem tíma að koma sér af stað að nýju og 1983 fluttu þeir saman til Frakklands. I nýju umhverfi og meira frelsi fóm þeir félagar að lifa hinu ljúfa lífi að nýju. Upp úr sam- bandinu slitnaði og Jón Helgi flutti fljótlega heim upp frá því. Jón Helgi fór að vinna á veitingahúsi og tók þátt í næturlífi höfuðborgarinnar af fullum krafti. Á þessum árum sóttu samkyn- hneigðir aðallega Óðal og Klúbbinn. Það voru einu staðimir sem þoldu að

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.