Fréttir - Eyjafréttir - 14.11.1996, Qupperneq 14
14
Fréttir
Fimmtudagur 14. nóvember 1996
Sigmarþór Sveinbjörnsson skrifar:
Óréttlætí skapar óánægju
-Skoðum allar hliðar málsins
Það hefur verið fróðlegt að fylgjast
með skrifum Frétta nú síðustu vik-
umar, þar sem rætt hefur verið um
fólksfækkun, mannlíf, náungabak-
nag, atvinnumál og framtíðar- horfur
okkar Eyjamanna. Skilaboðin til
bæjarbúa eru skýr, hér eru næg
tækifæri það vantar einungis
frumkvæði og áræði í okkur Vest-
mannaeyinga, við eigum ekki að
gagnrýna (baknaga) neitt hér í
Vestmannaeyjum og alls ekki þessi
ofurmenni sem fyrir náð og miskunn
koma hingað að bjarga okkur úr
aumingjaskapnum.
Skrattinn sér um sína
Á síðustu vikum hefur oft komið upp
í hugann orðatiltæki sem einn ágætur
vinur minn notaði, hann var
meðeigandi í útgerð hér í bæ fyrir
nokkrum árum, og borgaði þá enga
skatta þrátt fyrir góð laun. Þegar ég
spurði hann hvers vegna hann sleppi
svo vel með allar þessar tekjur, svaraði
hann stutt og laggott ;,Skrattinn sér um
sína“ og þar með var það útrætt mál
af hans hálfu.
Það sem fyrst vakti athygli mína var
skemmtileg samsetning viðmælenda
blaðsins þegar spurt var: Hver er
framtíð Vestmannaeyja hvað varðar
atvinnu, mannlíf og fólksfjölda? Það
skal tekið fram að ég er ekki að gera
lítið úr þessum einstaklingum sem rætt
var við síður en svo, en mér flaug það
svona í hug að presturinn,
skólastjórinn, og sjúkrahúsfram-
kvæmdastjórinn væru svona sæmilega
öruggir um að þeirra störf yrðu ekki
lögð niður í náinni framtíð. Þá var rætt
við son eins stærsta útgerðarmanns,
kvótaeiganda og fiskverkanda í
Eyjum, hann var bjartsýnn á
framtíðina ef rétt væri á málum haldið,
vonandi stendur þessi ágæti ungi
maður sig vel (eins og faðir hans og
afi) þegar hann tekur við fyrirtæki
föður síns, þvi hann er einn af þeim
sem eiga eftir að ráða fjöreggi þess
fólks sem hér á eftir að búa í
framtíðinni.
Tap á botnfiskvinnslunni
Einn viðmælandi blaðsins var fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar,
hann sagði í stuttu máli þetta:
Kjarkinn og kraftinn virðist vanta í
Eyjamenn, stjórnendur og starfsfólk
stóru fyrirtækjanna hafa vanrækt
bolfiskvinnsluna á liðnum árum.
Framtíð byggðar í Vestmannaeyjum
er að mestu undir Vestmannaeyingum
sjálfum komin, og möguleikar okkar
liggja fyrst og fremst á sviði
sjávarútvegs. En framkvæmdastjórinn
heldur áfram og segir að undanfarin ár
haft stóru fyrirtækin snúið sér að
vinnslu uppsjávarfisks með góðum
árangri, en sterk markaðsstaða
Islendinga í Japan fyrir þessar
loðnuafurðir muni snúast á næstu
árum, og þá muni mikilvægi
botnfiskveiða og vinnslu væntanlega
aukast á nýjan leik, hann segir að
Eyjamenn verði að taka sér tak í
bolfiskveiðum og vinnslu því við
séum langt á eftir öðrum í vinnslu á
bolfiski. Þetta er auðvitað mjög gott
fyrir okkur sauðsvartan almúgann að
vita, ekki hvað síst það starfsfólk sem
þarna er verið að gagnrýna (ekki
baknaga) og unnið hefur í þessum
stóru fyrirtækjum. Vonandi er það
ekki rétt sem hinar „illu tungur"
segja, að Vinnslustöðin HF. ætli með
sameiningu við Meitilinn í
Þorlákshöfn að færa bolfiskvinnslu
til Þorlákshafnar, en nú upp á síðkastið
hafa skip frá Vinnslustöðinni landað
bolfiskafla þar, en það er vonandi
tímabundið vegna síldarvinnslunar.
Vælukjóaháttur
Mikil uppbygging hefur verið f
Vinnslustöðinni HF. og ísfélaginu HF.
( þó minna sé talað um ísfélagið, það
ágæta fyrirtæki í tjölmiðlum) á síðustu
árurn og mikið fjárfest í tækjum
tólum, og steinsteypu til að gera
fyrirtækin hæfari og hagkvæmari til
vinnslu sjávarafurða. Ég er sannfærður
um að Vestmannaeyingar óska þess
af heilum hug að stjómendum þessara
stóru fyrirtækja takist í framtíðinni að
efla þau og styrkja, þvi á þeim byggist
framtíð okkar Eyjamanna, svo einfalt
er það í mínum huga. Eg skil því ekki
þann vælukjóakafla í viðtali fram-
kvæmdastjórans þar sem hann er að
tala um baknag náungans, nema hann
kalli gagnrýni yfirleitt baknag. Þá
gætum við eins kallað minnihluta í
bæjarstjómum og á Alþingi
baknagara. En kannski er þetta sett
fram til að gefa blaðamönnum Frétta
tilefni til að skrifa um baknag og
einelti framúrskarandi aðkomu-
manna, og segja mönnum í leiðinni að
halda sér saman svona í eitt skipti
fyrir öll. Ég hef ekki áður heyrt að
aðkomumönnum væri svo illa tekið
hér í bæ, heldur þveröfugt hafa margir
haft á orði að aðkomumenn væru
fljótir að aðlagast Vestmanna-
eyingum, enda mikill hluti eyjamanna
aðfluttur og eru þeir því í raun að
aðlagast öðmm aðkomumönnum.
Fólk er á móti óréttlæti
Ég verð að viðurkenna að ég hef heyrt
töluverða gagnrýni á stjórnendur
Vinnslustöðvarinnar hf. en sú
gagnrýni er ekki vegna þess að
fyrirtækinu gangi vel og þetta séu
öfundarraddir, heldur er fólk á móti
óréttlæti sem þama er viðhaft gagnvart
því fólki sem vinnur hjá fyrirtækinu.
Þar er fólki sagt upp störfum sem
unnið hefur hjá fyrirtækinu í tugi ára
og staðið sig með miklunt sóma allan
sinn starfsaldur, þetta skapar mikið
neikvætt óþarfa umtal um fyrirtækið
og stjómendur þess, auk þess skapar
þetta óöryggi hjá þeim sem ennþá fá
fyrir náð að vera áfram, umræða af
þessum toga verður ekki svo
auðveldlega kveðin niður.
Rótgróin andúð á
aðkomufólki?
Skrifari á fimmtudegi tekur baknag
fyrir og talar um rótgróna vantrú sem
við Eyjamenn höfum á aðkomufólki
sem ræðst hingað til ábyrgðarstarfa,
þar tekur hann t.d íþróttaþjálfara sem
dæmi.
Undirritaður hefur haft takmark-
aðan áhuga á íþróttum, þó hefur áhugi
minn á fótbolta farið vaxandi sem
varð til þess að ég fór að lesa
íþróttasíður Frétta, og það sem meira
er, ég fór nokkrum sinnum á völlinn í
sumar. Þar sem ég hef ekki minna
gaman af áhorfendum en leiknum
sjálfum labba ég yfirleitt tvo hringi
kringum völlinn á leik. Þannig get ég
hlustað á sérfræðingana sem segja mér
hvemig þessir menn út á vellinum
standa sig, hvort kantamir séu rétt
notaðir og réttir ntenn séu á
varamannabekknum, þannig má nýta
sér sérfræðingana sem eru umhverfis
allan völlinn. Það er oft óvægin
gagnrýni (baknag) sem leikmenn,
dómari og þjálfari fá, hjá þessum
sérfræðingum.
En þetta er sagt í hita leiksins og er
oftast gleymt eftir leikinn, ég tala nú
ekki um ef hann vinnst. En þá kentur
til kasta Frétta sem em með sérstaka
íþróttasíðu, þar sem skrifuð er
gagnrýni (baknag) sem að mínu mati
var mjög neikvæð fyrir liðið í sumar
og leiðandi fyrir neikvæða umræðu f
bænum. Einhverstaðar stendur :
maður líttu þér nær. Það má benda
skrifara á af því hann er kennari, að
allir skólar í Vestmannaeyjum nema
Stýrimannaskólinn hafa aðkomu-
menn og konur sem skólastjóra, ekki
man ég eftir sérstakri gagnrýni
(baknagi) gagnvart þessu ágæta
fólki,og ég held að það hafi ágætis
starfsfrið fyrir gagnrýnendum
(baknögurum) þessa bæjar. Þessi
pistill blaðamannsins var að mínu mati
ósanngjarnt baknag á Vestmanna-
eyinga.
Útflutningur á ferskum fiski
Fyrir nokkrum árum hlustaði ég á
erindi ungs manns sem var hér að
vinna í Eyjaberg frumkvöðlastarf í
fullvinnslu sjávarafurða, starf hans
hefur nú þróast í fullvinnslu sem
kallast 200 mflur og er nú einn af
vaxtarbroddum Vinnslustöðvarinnar
hf. Hann þekkti þessi mál vel og var
að reyna að koma á framfæri skoð-
unum sínum um framtíð
Vestmannaeyja sem hann hafði
auðsjáanlega áhyggur af. Meðal gagna
sem hann sýndi fundarmönnum voru
úrklippu úr enskum blöðum af
Humber-svæðinu í Englandi. Þar var
verið að skrifa um rífandi uppgang í
fullvinnslu sjávarafurða. Á forsíðu
eins blaðsins var fyrirsögnin 5000 ný
störf á síðustu 10 árum, hann spurði
fundarmenn hvort þeir gætu giskað á
hvaðan þessi störf kæmu. Hann
svaraði því sjálfur og benti á að þessi
störf kæmu mestöll frá íslandi og
væru flutt út í gámum.
Hann benti fundarmönnum á að ef
við í Vestmannaeyjum ætluðum að
halda uppi 5000 manna byggðarlagi
yrðum við að fullvinna þann
takmarkaða afla sem kæmi að landi.
annars spáði hann því að í
Vestmannaeyjum færi fólki fækkandi
og eftir tíu til fimmtán ár yrði innan
við 4000 manns í Eyjum, enda þyrfti
ekki fleiri. Margt bendir til að þessi
ungi maður hafi haft nokkuð til síns
máls, alla vega fer fólki hér fækkandi
samkvæmt nýjustu tölum Frétta. En
hvers vegna? Fréttir sögðu okkur í
síðasta blaði að við ættum mesta kvóta
á öllu landinu en hvert fer hann? Er
virkilega ekki eitthvað að þessu
kvótakerfi, þegar þetta er ritað eru 33
atvinnulausir þrátt fyrir að fækkað hafi
um hátt í 200 mans á síðustu tveimur
árum?
Fækkun skipa og
fiskvinnsluhúsa
Framkvæmdastjórar Skipalyftu og
Vinnslustöðvarinnar benda báðir á
nauðsyn þess að koma hér upp litlum
fyrirtækjum á víðara sviði en er, og er
það eflaust rétt. Þeir nefna báðir að hér
eigi fólki eftir að fækka ef ekkert
verði að gert. En það virðist ekki vera
auðvelt að gera slíkt eftir því sem
menn hafa sagt mér sem eru að reyna
þetta, hvort sem það er nýtt eða
hefðbundnar greinar.
Með kvótakerfmu og þar með fækkun
skipa og fiskvinnsluhúsa var
grundvelli kippt undan mörgum
útgerðum og fyrirtækjum hér sem
annað hvort eru hætt eða eru í
andarslitrunum. Þetta er hið besta mál
að mati þeirra sem hafa fengið stórar
sneiðar af kvótakökunni, það er í
daglegu tali kallað hagræðing.
Minni fyrirtæki
þrífast ekki hér
Staðreynd málsins er sú, að
minni fyrirtæki fá ekki að
þrífast hér ef þau eru að taka
eitthvað frá þeim stóru. Það
hræðir líka einstaklinga frá því
að stofna fyrirtæki, að þeir sem
hafa lent í erfiðleikum eru
miskunnarlaust settir á hausinn
og eignir þeirra færðar þeim
stóru með hjálp banka og
peningastofnana. Fréttir gætu í
næstu blöðum rætt við þá sem
hafa orðið undir í þessum
ógeðslega slag, það ætti að
vera hægt að finna þá þó þeir
séu fluttir og flúnir margir
hverir frá Eyjum. Það væri
verðugt verkefni ágætu blaða-
menn, ef þið viljið í alvöru
kanna orsakir mannfækkunar í
Vestmannaeyjum. Það er ekki
nóg að ræða við þá sem eru
ofaná með auraráðin og fólk sem
er með allt sitt áhreinu.
Það er t.d. ekki saman að jafna,
manni eða mönnum sem eru að koma
upp fyrirtæki og hafa lagt allt sitt
undir og hafa lítil laun, og mönnum
sem hafa 600,000 til 800,000 kr. á
mánuði (árslaun verkamanns) og er að
fjárfesta með fjármagni sem þeir eiga
ekkert í. Já, þá er auðveldara að vera
kokhraustur.
Lærum að sam-
gleðjast öðrum
Lærum að samgleðjast með öðrum, er
fyrirsögn á grein í fréttum á dögunum,
þar er einelti og baknag krufið og
gefið í skyn að þetta sé orðið mikið
vandamál hér í bæ, og bærinn sé með
fjölda sálsjúkra öfundsýkispúka sem
ekki geta unnt þeim sem gengur vel að
njóta þess. Að mínu mati er það
ósanngjamt og rangt að halda því fram
að Vestmannaeyingar gleðjist ekki ef
einstaklingum og fyrirtækjum gengur
vel. Vestmannaeyingar eru aftur á
móti þannig gerðir, að ef óréttlæti er
látið yfir þá ganga, standa þeir saman
og segja sína meiningu hvort sem hún
passar öllum eða ekki.
Kvótakerfið hefur skapað ótrúlegt
óréttlæti sem fólgið er í því að verið er
að drepa niður einstaklingsframtakið í
útgerð, fiskvinnslu og þjónustu og
færa það á örfáar hendur, sem hafa
gróðasjónarmiðið eitt að leiðarljósi.
Það skiptir ekki nokkru máli fyrir
þessa menn þó landsbyggðin sé að
fara í rúst og fjöldi manna sé búinn
eða við það að tapa öllu sínu á þessari
helstefnu, áfram skal haldið, sama
hvað á gengur.
Pollýönnuleikur
Það er auðvelt að skrifa eins og
blaðamaður Frétta þegar hann hefur
eftir viðmælendum sínum: Og ég held
að tími sé kominn fyrir Vestmanna-
eyinga að velta þessum hlutum
alvarlega fyrir sér og gera það upp við
sig í eitt skipti fyrir öll, hvort þeir séu
ánægðir að búa hér á Heimaey. Ef svo
er ekki eiga þeir að flytja annað. Þeir
sem vilja búa hér þurfa að fara í
Pollýönnuleik, reyna að sjá jákvæðu
hliðamar á tilverunni. Annað hvort
lögum við það sem fyrir er eða förum
annað.
Þetta er einfalt hjá þessum
viðmælanda að segja: Ef þú ert ekki
ánægður þá skaltu hundskast burt úr
bænum. Þetta er ekki svona einfalt,
auðvitað vilja allir Vestmannaeyingar
vera hér í þessum fallega bæ ef þeir
komast sæmilega af, en það er
einfaldlega ekki þannig í dag. Þess
vegna eru óánægjuraddimar áberandi
í daglegu tali manna.
Eins og áður sagði eru 33 á at-
vinnuleysiskrá þrátt fyrir að fækkað
hafi um 90 manns það sem af er árinu.
margir sem hafa vinnu hafa það lítil
laun, að þau duga ekki fyrir mat og
öðmm nauðsynjum, hvað þá öðru
rándýmm orkureikningum, afborg-
unum og viðhaldi eigna. Þámá koma
hér fram að alltaf er verið að sauma
meira og meira að gamalmennum,
sjúklingum og þeim sem minna mega
sín, og alltaf breikkar bilið milli þeirra
sem hafa minnstu og mestu laun, hvar
endar þetta? Gengur þetta endalaust?
Risið upp gegn yfirgangi
Er nokkur furða þó fólkið sé að rísa
upp á móti þessum yfirgangi þeirra
sem allt vilja gleypa?. Við meigum
ekki og eigum ekki að þegja yfir
óréttlætinu sem viðgengst í þjóð-
félaginu í dag, við höfum málfrelsi
sem því miður er ljóst og leynt verið
að reyna að hefta með öllum tiltækum
ráðunt.
Við skulum nota þetta málfrelsi bæði
í daglegu tali og í blöðum, og berjast
fyrir rétti okkar til að allir fái að lifa
sómasamlegu lífi, það er ekki
sjálfgefið að aðeins nokkrir menn fái
notið þeirra gæða sem hafið gefur
okkur.
Ég vil enda þassar hugleiðingar á
þessum orðum Ólafs Friðrikssonar
framkvæmdastjóra Skipalyftunnar
sem ég vil gera að mínum: -Það sem
líklega kemur til með að ráða úrslitum
í atvinnu og byggðarþróun Vest-
mannaeyja, er framtíðarskipulag í
sjávarútvegi. Og hann spyr: -Komum
við til með að búa áfram við það kerfi
sem nú er við lýði þar sem kvótinn
heldur áfram að safnast á fáa stóra
aðila, eða verður kerfmu breytt þannig
að möguleikar opnist fyrir frjálst
framtak ungra áhugasamra manna.
Sigrnar Þór Sveinbjörnsson
Höfundur er er Vestmannaeyingur