Fréttir - Eyjafréttir - 14.11.1996, Page 15
15
Fimmtudagurinn 14. nóvember 1996
Fréttir
Akvað að faraásjó með
einn fíngur á hægrí hendi
TRAUSTI BERGLAND TRAUSTASON: Þá kom í Ijós að þessi eini putti, sem eftir er, getur gert alveg ótrúlega
mikið. Með þvíað setja teygju á hnífinn og vettlinginn var ekkert mál að fara í aðgerðina.
Trausti Bergland Traustason er
29 ára Akureyringur sem
stundar nám við
Stýrimannaskólann í
Vestmannaeyjum í vetur. Nú er
það svo sem ekki fréttnæmt
þótt Akureyringar setjist þar á
skólabekk, þeir eru orðnir
nokkrir sem þaðan hafa komið
til náms hér við skólann. En
Trausti er frábrugðinn
skólafélögum sínum að einu
leyti. Hann er verulega fatlaður
á hægri hendi eftir alvarlegt
vinnuslys, vantar á hana alla
fingur nema þumalfingurinn.
Því hlýtur sú spurning að vakna
þegar menn sjá Trausta og
fötlun hans, hvernig hægt sé að
gera sjómennsku að sínu
aðalstarfí þegar aðeins einn
fíngur er til staðar á
aðalhendinni, hvort það sé í
raun mögulegt. Fréttir ræddu
við Trausta um líf hans fyrir og
eftir slysið og viðhorf hans í
dag.
Vélin spændi upp höndina
„Ég er Akureyringur í húð og hár og
eftir að hafa lokið grunnskólanum fór
ég fljótlega á sjóinn á togara. Þar var
ég í tvö ár og kunni ágætlega við
sjómennskuna. En 1985 ákvað ég að
bæta aðeins við menntunina og fór í
Framhaldsskólann á Egilsstöðum þar
sem ég var í námi fram til 1986. Þama
var ég kominn með unnustu,
Ingibjörgu Sigurbjömsdóttur, frá
Fáskrúðsfirði og við ákváðum að
flytja aftur til Akureyrar um haustið og
kaupa okkur íbúð. Ég fékk vinnu hjá
Skinnadeild Sambandsins og var í
starfsþjálfun þar þegar slysið átti sér
stað í septembermánuði, á fimmta
vinnudegi mínum hjá fyrirtækinu.
Ég var að vinna við völsunarvél, sem
skefur fituna innan úr gærunum.
Nýbúið var að brýna hnífana í vélinni
og ég var að þrífa jámsvarf at’
hnífseggjunum með vírbursta. A
vélinni var öryggisrofi en hlíf, sem átti
að vera yfir honum, vantaði. Svo
gerðist það þegar ég var með höndina
inni í vélinni að ég rak mig í rofann og
þar með kúplaðist að vélinni og hún
fór í gang. Vélin byrjaði strax að
spæna upp á mér höndina og hefði ég
ekki fengið hjálp, hefði hún sjálfsagt
klárað handlegginn upp að öxl. En
vinnufélagi minn var snöggur til,
kastaði sér á mig og náði að losa mig
úr vélinni.
Það var farið með mig í snarhasti upp
á spítala og þar tók úrvals læknalið við
mér, þeir sömu og tjösluðu þeim
fræga hesti Snældu-Blesa saman hér
um árið, svo að varla var nú hægt að fá
betra lið. Á skurðarborðinu var ég í
sex tíma samfleytt og síðan var ég í
fimm vikur á spítalanum, meira og
minna rænulaus af sterkum
verkjalyfjum og fúkkalyfjum. Ég rétt
man eftir því að þegar gestir voru að
koma í heimsókn, þá reis ég upp við
dogg í rúminu og sagði hæ og datt svo
bara út af aftur. Ég var á spítalanum
allt haustið, fékk þó að fara heim um
jólin, svona í hálfgerða heimsókn. Ég
var algerlega orðinn þreklaus um það
leyti og auk þess sótti kuldi í höndina.
Þumalfingurinn einn eftir
Það var ekki um að ræða að græða
aftur á það sem vélin hafði skafið af
hendinni, fjórir fingur höfðu spænst
upp en hluti af þumalfingrinum var á
sínum stað og var þræddur upp á tein
og honum púslað á stúfinn. Þetta var
það besta sem hægt var að gera úr
hlutunum við þessar aðstæður.
Við vorum nýbúin að festa kaup á
íbúð þegar þetta átti sér stað og
Sambandið sá um að greiða allar
afborganir af lánum meðan ég var á
spítalanum. Svo samdi ég um bætur
við Sambandið og það gekk án þess
að nokkur málaferli kæmu til.
Sjálfsagt hefði ég getað fengið hærri
bætur með málaþrasi en fannst það
ekki borga sig. Þessir samningar
gengu vel fyrir sig og ég var búinn að
fá allar bætur greiddar í maí 1987.
Ég var úrskurðaður 65% öryrki.
Fyrsta árið eftir slysið gat ég ekkert
unnið en síðan fékk ég vinnu hjá
Plasteinangrun á Akureyri. Þátókég
einnig meiraprófið í bifreiðaakstri en
hef raunar aldrei notað mér þau
réttindi. Ég starfaði einnig sem nætur-
vörður á Hótel Stefaníu meðan það
fyrirtæki var í rekstri og smám saman
lærðist mér að lifa með þessari fötlun
minni og beita hægri hendinni á nýjan
hátt. Ég var rétthentur fyrir slysið en
eftir slysið notaði ég vinstri höndina til
að skrifa með og náði að þjálfa mig
upp í því. Svo var það í sumar að mér
datt í hug að reyna að skrifa með þeirri
hægri og komst að því að það var
alveg hægt. í dag nota ég hægri
höndina meira til að skrifa en er í raun
jafnvígur á báðar.
Enginn eftirbátur annarra
En svo togaði það í mann að fara aftur
á sjóinn og það leist nú ekki öllum allt
of vel á. Ég held að flestum hafi þótt
þetta óðs manns æði, hálfhandalaus
maðurinn að ætla sér á togara.
Sennilega hefur sú vantrú bara fyllt
mann enn meiri þrjósku, ég var
staðráðinn í að sýna að ég gæti þetta.
Svo réði ég mig sem háseta á Harðbak
og var eingöngu lestarmaður til að
byrja með, sleppti aðgerðinni. Þetta
gekk allt eins og í sögu, engin
vandamál sem komu upp um borð og
ég vann á við hvem annan háseta. Það
var einstaklega góð tilfinning að finna
að maður var enginn eftirbátur annarra
um borð. Eftir fjóra mánuði ákvað ég
svo að reyna við aðgerðina líka. Þá
kom í ljós að þessi eini putti, sem eftir
er, getur gert alveg ótrúlega mikið.
Með því að setja teygju á hnífinn og
vettlinginn var ekkert mál að fara í
aðgerðina. Og ég held að ég gefi
öðrum ekkert eftir í aðgerð. Það eina
sem mér þótti erfitt um borð var að slá
úr patentlásunum, annað hefur ekki
háð mér, ég hef t.d. verið netamaður
og séð um að splæsa og gera annað
sem til hans starfs heyrir. Þá leysti ég
einnig af sem kokkur um tíma og það
var líka í besta lagi.
Andlega hliðin alltaf í lagi
Svo kom sú hugmynd upp á í vetur að
óvitlaust væri að fara í Stýri-
mannaskólann. Raunar var ég búinn
að ákveða að slá því á frest þar til á
næsta ári, þar sem unnustan átti von á
bami. En þegar ég talaði við Friðrik
Ásmundsson skólastjóra, hvatti hann
mig eindregið til að láta verða af þessu
núna, sagði m.a. að það væri
einstaklega gott að eignast böm í
Vestmannaeyjum. Ég hugsaði mig
um, fór svo einn túr en ákvað svo að
slá til og mæta. Ég sé ekkert eftir því,
mér líkar vel í Eyjunt, helst að veðrið
sé dálítið öðm vísi en á Akureyri.
Ég var mikið í íþróttum á ámm áður,
fótbolta, handbolta,^ körfubolta og
frjálsum íþróttum. Ég hef meira að
segja réttindi til að þjálfa frjálsar
íþróttir. En eftir slysið hef ég lítið
stundað slíkt, nema smávegis í
fótbolta. Ég fann nokkuð fyrir
draugaverkjum í hendinni fyrst í stað
en nú kemur það sjaldan fyrir. En
ennþá er kuldinn erfiður, höndin er
ansi kulsækin. Aftur á móti hefur
andlega hliðin verið í fullu lagi, alveg
frá slysinu og fram á þennan dag. Það
er ekki síst henni Ingibjörgu að þakka
hve vel mér tókst að jafna mig bæði
andlega og líkamlega á þessum
breyttu aðstæðum, hún á líklega
stærstan þáttinn í því. Svo hefur það
iíka hjálpað til að ég hef gegnum
tíðina átt frernur auðvelt með að sætta
mig við hlutina og laga mig að nýjum
háttum. Og ég hef yfir engu að kvarta
í dag.”
Sigurgeir Jónsson.
Norræna eldfjallastöðin:
Mælingar í Vesfmanneyjum í
samvinnu við Evrápusambandið
-Hægt verður a5 lesa allar upplýsingar af mælitækjum hér á skjá í Briissel
Menn frá Norrænu eldtjalla-
stöðinni í Reykjavík og Kon-
unglegu stjörnufræðistofnuninni í
Briissel í Belgíu eru að ljúka við að
koma upp tækjabúnaði í Vest-
mannaeyjum sem tengir mæla
stöðvarinnar hér beint við Belgíu.
Fram til þessa hefur verið hægt að
lesa upplýsingar af hallamælum,
hitamælum og vatnsstöðuna í
borholunni við Friðarhöfn á skjá í
Norrænu eldfjallastöðinni í
Reykjavík en nú verður einnig
hægt að sjá þær með sama hætti í
Briissel. Verkefnið er styrkt af
Evrópusambandinu og er gert ráð
fyrir að það kosti milli 40 og 50
milljónir króna.
Hörður Halldórsson, tæknifræð-
ingur Norrænu eldfjallastöðvarinnar,
er verkefnisstjóri. Auk hans vinna
Pálmi Símonarson verkfræðingur
NE. André Somerhausen frá Belgíu
og Ólafur Ólafsson bæjartækni-
fræðingur að verkefninu.
í samtaii við Fréttir segir Hörður
að NE hafi í mörg ár fylgst með
hallamælum í Ráðhúsinu og á Stór-
höfða og mæli sem fylgist með
vatnsborði í borholunni við Friðar-
Pálmi, Hörður og André við tölvurnar í húsi Bæjarveitna.
höfn. Er þetta gert til að mæla
breytingar sem gætu verið undanfari
goss. Vatnið í borholunni er nteðal
atriða sem fylgst er með því nokkrum
dögum fyrir Heimaeyjargosið flæddi
út úr henni. Þessar mælingar hafa
vakið athygli þjóða í Evrópu-
sambandinu sem styrkir verkefnið.
„Belgar, Frakkar, Spánverjar og
Svisslendingar koma að þessu
verkefni með okkur. Belgar hafa yfir
að ráða mikilli tækni til að mæla áhrif
himintungla á jörðina. Nú er verið að
þróa hana til að fylgjast með
eldíjöllum og hafa þeir smíðað ódýra
skynjara sem senda frá sér
upplýsingar urn örbylgju. Til að byrja
með eiga þeir aðgang að sörnu
upplýsingum og við og fá þær beint
til Brússel frá Eyjum. En í
framtíðinni er hægt að bæta við
skynjurum sern geta gefið
upplýsingar um hvaðeina sem að
notum kemur. Gæti það nýst okkur
vel urn leið og þeir eru að þróa þessa
tækni. Samstarftð liófst um mitt þetta
ár og lýkur eftir tvö ár,“ sagði
Hörður.