Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 14.11.1996, Side 17

Fréttir - Eyjafréttir - 14.11.1996, Side 17
Fréttir 17 Fimmtudagur 14. nóvember 1996 Bifreiðaskoðun Bifreiðaskoðun verður í Vestmannaeyjum dagana 18.-21. nóvember nk. Skoðað er í skátaheimilinu við Faxastíg. Tímapantanirog nánari uppl. ísíma 481-2315 & 800-6333 BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF. 4(ÁRGREIÐSLUSTOFAIIwxQ7/y y' ( f//( ( -ápnar fimmtudaginn í næstu viku að Bárustíg 17 ' Tímapantanir í síma 481 3323 (heimasími: 481 3225 til opnunardags) Q/fácwta árgreiðsiumeistari + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur ómetanlegan vinarhug, stuðning og samúð við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa Loga Snædal Jónssonar Boðaslóð 16 Vestmannaeyjum Sérstakar þakkir færum við: Útgerð og starfsmönnum Bergs-Hugins ehf. Séra Bjama Karlssyni, Kvenfélagi Landakirkju, Oddfellowreglunni, Elliðaeyingum, skipveijum á Smáey Ve og tjölskyldum þeirra. Guð blessi ykkur öll. Halla Gunnarsdóttir Jón Snædal Logason Berglind Kristjánsdóttir Sigrún Snædal Logadóttir Þorsteinn Waagfjörd Sæbjörg Snædal Logadóttir Halla Björk Jónsdóttir. A-A fundir A-A fundir eru haldnir sem hér segir í húsi félagsins að Heimagötu 24: Sunnudaga kl. 11:00, mánudaga kl. 20:30 (Sporafundir), þriðjudaga kl. 20:30 (kvennadeild), miðvikudaga kl. 20:30, fimmtudaga kl. 20:30, föstudaga kl. 23:30 og laugardaga, opinn fjölskyldu- fundur, reyklaus, kl. 20:30. Móttaka nýliða hálfri klukkustund fyrir hvern auglýstan fundartíma. Athugið símatíma okkar sem eru hvern fundardag og hefjast 30 mln. fyrir ákveðinn fundartíma og eru í 2 klst. í senn. Halla Éinarsdóttir Ijósmyndari Skólavegi 6, Sími 481 1521 Símboði: 845 4755 Alhliða Ijósmyndun Passamyndir í öll skírteini Nýr sölulisti vikulega Skrifstofa í Vestmannaeyjum að Heimagötu 22, götuhæð. Viðtaístími kl: 15:30 -19:00 þriðjudaga til föstudaga. Skrifstofa í Rvk. Garðastræti 13, Viðtalstími kl: 15:30 ■ 19:00, mánudaga, Sími 551-3945 Jón Hjaltason, hrl. Löggiltur fasteignasali Eðvald Sigurðsson „Deddi“ er sögumaður vikunnar 260 dagar í fyrstu ÍBV þjóðhótíðina Ég œtla að segja eina þjóð- hátíðarsögu í tilefni þess að nú eru 260 dagar í fyrstu ÍBV þjóðhátíðina. Þannig er að Vignir bróðir hefur komið á Þjóðhátíð í mörg ár. Hann hefur alltaf pantað far tímanlega með Herjólfi en stundum vildi klefapöntunin eitthvað riðlast og jafnvel detta alveg út. Hálfum mánuði fyrir Þjóðhátíð hitti ég Sæsu Vídó niðri í bæ og hún sagði mér að nú væri Vignir búinn að panta far og að honum hefði við það tækifæri verið sagt á skrifstofu Herjólfs að hann yrði að borga fyrir' bílinn um leið og pantað væri. Hann var ekkert mjög hress með þetta vegna fyrri ófara með klefapantanirnar. Þetta var á þeim dögum sem Heijólfur vart líka með afgreiðslu í Reykjavík. Hann dreif sig því niður á afgreiðslu, borgaði fyrir bílinn og krafðist þess að fá að borga líka fyrir klefann og fá að vita númer hvað hann væri. Þegar Sæsa hafði sagt mér þetta, kom púkinn í mig og um kvöidið hringdi ég í Vigni og fór að spjalla um Þjóðhátíðarundirbúninginn og reyndi að veiða uppúr honum númerið á klefanuin sem auðvitað tókst ásamt sögunni um ófarir liðinna ára. Nú liðu nokkrir dagar en þá kom Helga Gústa í kaffi til okkar. Ég spurði Helgu hvort hún væri til í smá sprell. Helga var strax til í það, ég tengdi segulbandið við símann til að eiga samtalið á spólu svo ég gæti spilað það seinna fyrir Vigni. Nú, Helga hringdi í Vigni og sagðist vera á skrifstofu Heijólfs og því miður hefðu orðið mistök með klefann. Gömul kona ætti pantaða neðri kojuna og hvort honum væri ekki sama þótt henn fengi eina koju í næsta klefa. Vignir var nýbúinn að kveikja sér í vindli sem hann tók hálfan í ieinum smók, og sagði þessari stúlku á skrif- stofu Heijólfs að slíkt kæmi sko ekki til greina og svo þuldi hann alla sína raunasögu af viðskptum sínum við fyrirtækið og það kæmi sko ekki til greina að vera í öðrum klefa. Hann hefði pantað og greitt fyrir þennan klefa og þar ætlaði hann að vera. Helga sagði þá að þetta væri nú mjög öldruð kona og gæti ekki verið í efri koju. Nei! ég læt ekki klefann og nú var vindillinn búinn. Helga vildi nú gera gott úr þessu og bauðst til að taka frá einn bekk af flugvélasætum í Sjónvarpsherberg- inu ef han léti kojuna. NEI!. Og nú var kveikt í öðrum vindli og sveinninn alveg að springa af illsku. Helga reyndi að róa hann og kom með eitt tilboð í viðbót. Nú skyldi hún tryggja honum og honum einum einn bekk úti á dekki. Enn eitt stórt NEI! Nú sprungum við Helga úr hlátri og gátum ekki meir og Helga sagði Vigni að þetta væri bara smá Þjóðhátíðarsprell. Það tók hann svolítinn tíma að róa sig. Svo ein af Ævari. Það var á sunnudagsmogni tveimur tímum áður en Ási Friðriks vaknar, að við í Svarta Genginu vorum á leið upp Helgafells- brautina. Það var þoka og rigning og frekar lélegt skyggni. Þegar við nálgumst veginn sem liggur með Helgafelli hróparÆvar: Nei!, sjáið þið þama er Siggi í Húsavík kominn út að labba. Þetta var nú bara biðskyldumerki svo eitthvað var Ævar syfjaður þennan morguninn. En eftir þetta heita biðskyldumerki Siggi í Húsavík, hjá Svarta Genginu. Það er náttúrulega ekki hægt að sleppa því að skjóta á Sigga Svaita. Siggi var í vandræðum með að fá handlangara svo hann réði Hafnfirðing til sín. Þegar Hafn- firðingurinn fór í fyrsta helgarleyfið spurði pabbi hans hann: „Hvar eru Vestmannaeyjar“? Heyrðu, ég er ekki alveg klár á því sagði strákurinn en þær hljóta að vera nálægt Afríku, því hann Siggi fer alltaf heint í mat. Ég œtla að skora á undinnann minn í vita og hajharmál, Ásgeir kvartvitavörð að vera nœsta sögumann Kiwanisfélagar Fundurí kvöld kl: 19:30 Húsfundur á eftir Stjórnin Ársæll Árnason HÚSASMÍÐAMEISTARI Bessahrauni 2, sími 481-2169 Boðsími 845-2885 ALHLIÐATRÉSMÍÐI ALHLIOA BIFREIÐAVIÐGEHÐIR BÍLAMÁLUK & RÉTTINGAR FLOTUM 27 • SÍMI 4B1-2782 - FAX 481-3210 Öll almenn heimilistækja og raflagnaþjónusta. EINAR HALLGRÍMSSON Verkstæði að Skildingavegi 13 ® 481 -3070 & h® 481 -2470 Far® 893-4506. Húsasmíði Öll almenn smíðavinna. Geri föst verðtilboð Ragnar Gíslason Húsasmíðameistari Hólagötu 22, sími 481 3153 Verkstæði Skildingavegi 8B

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.