Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.01.1998, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 15.01.1998, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 15.janúar 1998 Fréttir 9 Janúar „Við vitum að sjómannaverkfall er yfirvofandi og það er ólga undir niðri og togstreita. Eitthvað sem haldið hefur verið leyndu vekur ugg. Þetta er eitthvað sem tengist Vestmannaeyjum í heild. Það veldur óróa. Þetta er hugsanlega eitthvað sem veldur erfið- leikunr sem manneskjan ræður ekki við. Eitthvað úr náttúrunni, veður eða slíkt.“ Febrúar „Verkfallið verður ekki langvinnt og leysist fljótt, ef af því verður. Þetta verður góður efnahagslegur mánuð- ur.“ Mars „Efnahagslífið verður á uppleið. Miklir möguleikar eru fyrir hendi. Ef pólitíkusar standa sig ekki er hætta á því að tækifæri gangi okkur úr greipum og þrengingar gætu orðið." Apríl „Eitthvert atvinnuleysi mun gera vart við sig. Þurfum á styrk okkar að halda til þess að sýna að við getum unnið okkur út úr erfiðleikum. Einn maður í atvinnulífinu sem verður áberandi neikvæður." Maí „Karlmaður kemur inn í atvinnulífið með sniðugar hugmyndir sem ntunu valda því að hlutimir munu fara að ganga betur. Þessi maður er úr Vestmannaeyjum og kemur ferskur inn.“ Júní „Stjómendur fyrirtækja verða að passa sig á því að láta græðgina ekki ná tökum á sér. Eiginhagsmunapot er ekki af því góða. Meiri samvinna þarf að koma til.“ Júlí „Tvö ólík fyrirtæki eða tvö ólík öfl fara í samvinnu og beina kröftum sínum í góða farvegi." S Agúst „Mjög góður mánuður í öllu tilliti. Mjög bjart yftr honum.“ September Jer að reyna á samvinnu hinna ólíku aðila frá því í júlí. Einhver krísa kemur upp, sem á að geta leyst, ef menn treysta á hinn fijálsa vilja.“ Október „Rísa upp öfl sem beita sér gegn menningar- og skólamálum. Þarf að vinna vel að skólamálum. Neikvæð umræða í gangi, sem nær jákvæðri lendingu, ef hlustað verður á góð rök.“ Nóvember „Gæti reynst erfiður á öllum sviðum. Mikil neikvæðni í gangi og eitthvað sem getur skeð sem ekki verður ráðið við“ Desember „Birtir mjög til. Nýtt fyrirtæki verður stofnað. Upphaf málefna sem reynast Spuming um það hvort hann er reiðubúinn að gefa eftir. Hann hefur að minnsta kosti verið í einhverjum viðræðum." Fer hann heim? „Það eru tveir menn sem vilja fá hann til baka, en sært stolt aftrar honum. Hann er því mjög á báðum áttum. Hann hefur ekki tekið ákvörðun, en er undir mikilli pressu frá tveimur mönnum." Aflabrögð og sjávarsókn „Árið byrjar ekki vel (samanber engin loðna né sfid ennþá). Það rætist hins vegar úr og loðnu- og sfidarvertíð verður gjöful. Sjósókn verður erfið vegna veðurs. Hins vegar er bjart yfir peningalega séð og lítur vel út. Menn eiga þó að passa sig á græðginni, að hún nái ekki yfirhöndinni og gæti sín að fara vel með auðlindina og þann hagnað sem hún gefur í aðra hönd. Málið er að veiða skynsamlega og eyða skynsamlega." Veður og árferði „Það verða ríkjandi austan og sunnan áttir. Fyrripartur ársins verður vætu- samur. Síðari hluti sumars verður hins vegar mjög góður og sólríkur. Janúar og febrúar verða erfiðir, þó frekar rigningarsamara en að það snjói. Hugsanlega koma tveir hvellir með snjó. Haust og vetur renna að miklu leyti saman svipað og varð á síðasta ári. íþróttir Bæjarstjómar- pólitíkin Sjálfstæðismenn: „Ef sjálfstæðis- menn vinna bæjarstjómarkosning- amar, þá verður það mjög naumt. Forsendurnar em þær að eitthvað kemur í bakið á þeim, sem þeir átta sig ekki á að geti skaðað þá. Einhverjir eiga eftir að ganga sárir frá þeirri baráttu. Þeir verða ekki vel á verði í kosningabaráttunni og það gæti komið þeim í koll. Einhver maður er tvístígandi sem nær kosningu, en ekki ljóst hvar í flokki hann mun standa. Þessi maður verður lykilmaður í úrslitunum." Framsóknarflokkurinn: „Þaðverða einhver tímamót hjá Framsókn og endalok einhvers tímabils. Rógur og leiðindi verða í gangi. Oeining innan flokksins vegna peningamála.“ Alþýðuflokkur: „Alþýðuflokksmenn em fastbundnir í einhvem drauma- Handboltinn: „Handboltaliðinu geng- ur ágætlega en á í einhverju fjársvelti. Liðið fær ekki nægilegan stuðning og missir mjög trúlega einn leikmann. Liðið á eftir að koma á óvart tvisvar á árinu.“ (þessi spá var gerð sl. föstudag.) Knattspyman „Það verða tveir menn mjög áberandi og liðið byrjar ekki vel. Það verður rótleysi í liðinu sem berja verður niður strax ef árangur á að nást. Þetta er ekki síst spuming um andlega uppbyggingu. Það verður að sameina strákana betur. Þegar þeir hafa unnið bug á rótleysinu á liðið góða möguleika á Islandsmeistaratitlinum og bikarnum. Mér sýnist þeir muni halda íslandsmeistaratitlinum og vinna bikarinn af Keflavík. Spilið þeirra fræga frá því í fyrra kemur að minnsta kosti upp og í betra samhengi." Menningarmál „Einhverjir einstaklingar reyna fyrir sér til eflingar menningarlífinu. Það er hins vegar peningaleysi sem hrjáir. En þeir ná að vekja áhuga fólks. Hefur frekar verið hálfkák það sem gert hefur verið fram að þessu. Heimamaður kemur fram sem ætlar sér að rífa upp menningarstarfsemi. Ungur maður setur upp mynd- listarsýningu sem vekja mun mikla athygli. Eg held að það sé heima- maður. Þessi maður er erlendis núna. Það er fullt af tækifærum, en það er mannanna að nýta þau sjálfum sér og öðrum til góðs.“ FRÉTTIR Að lokum bið ég Matthildi að spá fyrir framtíð Frétta. „Blaðið á eftir að ganga ágætlega. Það em miklar breyt- ingar framundan og miklar fram- kvæmdir verða á árinu sem munu verða til góðs. Matthildur Sveinsdóttir spáir í spilinn. Keltneskur kross með örlög ársins fóigin í sér. munu bæjarfélaginu mjög vel. Konur verða mjög framarlega í því sam- bandi. Einnig er nauðsynlegt að skapa pláss fyrir andlegar hliðar lífsins." Jákvæðir straumar „I heildina verður árið gott og heildarmyndin er jákvæð. Peninga- og atvinnumál verða íjafnvægi. Það á ekki að þurfa að vera atvinnuleysi hér eða fátækt af neinu tagi.“ veröld eða útópíu. Innandyramál hjá þeim veldur því að þeir verða ekki sterkir. Það em líka mannabreytingar hjá þeim." Alþýðubandalag: Einhverjar sam- vinnuhugmyndir era í gangi, en menn em ekki nógu samhuga. Alþýðu- bandalagið vill fá bæjarstjórastólinn, ef af einhverju samstarfi verður. Alþýðubandalagið kemur betur út úr kosningunum heldur en Framsókn, ef þeir fara ekki í samkrull með Framsókn. Þeir eru því betur staddir einir og sér heldur en að fara í framboð með einhverjum öðmm“ Georg Þór Kristjánsson: Vegna þeirrar sérstöðu sem Georg Þór hefur haft í bæjarstjómaipólitíkinn bið ég Matthildi að leggja sérstaklega fyrir hann. „Það er mikið hugsað og hann þjáist af heimþrá. Hann er á báðum áttum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.