Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.01.1998, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 15.01.1998, Blaðsíða 11
Fimmtudagur I5.janúar 1998 Fréttir Fjörutíu og níu Eyjasjómenn í Slysavarnaskóla sjómanna: Nám við skólann skil- yrði fyrir skráningu -Þeir sem skráðu sig á námskeið fyrir áramót fá undanþágu frá reglugerðinni Kennarar og nemendur í Slysauarnaskóla Sjómanna. Nú um áramótin gekk í gildi ný reglugerð um skráningar sjómanna á skipum sem eru tólf metrar eða lengri. Reglugerðin kveður á um það að allir sjómenn sem eru á skráningarskyldum skipum verði að hafa lokið námskeiðum frá Slysavarnaskóla sjómanna. Skól- inn er nú með námskeið fyrir sjómenn í Vestmannaeyjum en hann er nú á tólfta starfsári og hefur margsannað gildi sitt þau ár sem hann hefur starfað. Efa menn ekki að sú þekking sem miðlað er í skólanum hefur komið sjómönnum til góða, jafnvel þótt þeir væru ekki á sjó. Hátt í þrettán þúsund manns hafa lokið námskeiðum frá skólanum þessi ár sem gerir rúmlega þúsund sjómenn á ári. Þráinn Skúlason, Halldór Almarsson og Einar Öm Jónsson eru kennarar við skólann og sjá um námskeiðahaldið þessa daga sem skólinn verður starfræktur hér í Eyjum. Halldór Almarsson segir að þeir hafi alla tíð verið í Eyjum í janúarmánuði. Þá þjálfi þeir nem- endur í Stýrimannaskólanum og þá sem eru á vélstjómarbraut. „Þetta er um hálfsmánaðar töm í senn, þá tökum við fyrsta stig stýrimanna- og vélskólans fyrri vikuna og annað stig stýrimanna seinni vikuna og reynum að koma inn eins mörgum auka- mönnum og við getum á grunnnám- skeiðin.“ Hann segir að skráðir nemendur í skólanum til hausts 1999 séu um átta hundruð. Hann giskar því á að um það tvö þúsund sjómenn eigi eftir að fara í skólann ef tekið er mið af öllu landinu. Þegar blaðamaður Frétta leit inn á námskeiðið var 31maður að hlýða á Þráin Skúlason, sem hélt mikla tölu um eldvamir. I heildina em hins vegar fjörutíu og níu manns skráðir í þessari töm. „Við höfum alltaf komið á Sæbjörginni," segir Halldór. „En nú er hún orðin það léleg að hún fær ekki haffæmiskírteini en við höfum ennþá von um að fá Akraborgina þegar þar að kemur.“ Halldór segir að allir sem stunda sjómennsku þurfi að hafa lokið námi í Slysavamarskóla sjómanna. „Vegna þess mikla fjölda sem enn á eftir að fara á námskeiðin var ákveðið að þeir sem skráðu sig fyrir áramótin fengju að sama skapi sjálfkrafa undanþágu frá reglugerðinni þangað til þeir hefðu lokið skólanum. Þannig að nú er búið að fullskrá á öll námskeið á þessu ári og fram á haust árið 1999. Við þurfum því eitt og hálft ár til þess að allir þeir sem ekki hafa lokið nám- skeiðunum hafi réttindi samkvæmt þessum nýju reglum. Halldór nefnir að margir þeirra sem höfðu samband við skólann fyrir áramótin væru menn sem stunda sjó tímabundið en verði samt að hafa þessi réttindi. „Hins vegar vil ég líka að það komi fram að þeir sem eru að byrja til sjós í fyrsta skipti. þurfa ekki að mæta á námskeið hjá skólanum fyrr en þeir hafa verið á sjó í sex mánuði. Þeir hafa því ákveðinn aðlögunartíma upp á að hlaupa. Það er mikil hreyfmg á mönnum í sjómannastéttinni, þannig að stundum getur verið erfitt að ná til allra.“ Hann segir að frá 1990 - 1996 sem þó er bara helmingur þess tíma sem skólinn hefur starfað, megi sjá marktæka fækkun slysa hjá sjó- mönnum. Árið 1990 hafi 620 sjómenn slasast en 1996 hefur þeim fækkað niður í432. Á þessu tímabili voru samt 3536 sjómenn frá vinnu og bótagreiðslur námu um níuhundruð milljónum. „Við skulum vona að þessa fækkun megi rekja til Slysa- vamaskólans og þeirrar fræðslu sem þar er miðlað. Meginþátturinn í kennslunni hjá okkur hefur miðast við það hvemig bregðast skuli við slysum og óhöppum, en það er von okkar að við getum farið að einbeita okkur meira að fyrirbyggjandi þáttum í framtíðinni. Að þessu leyti er skólinn kannski á byrjunarreit ennþá, en við sjáum fram á eitt og hálft ár í grunnnámskeiðum miðað við þann fjölda nýliða sem skráðu sig fyrir áramótin.“ Hótel ísland verður Broadway: Vestmannaeyjakvöld í vetur Ráðgert er að halda Vestmanna- eyjakvöld á Broadway, Hótel Is- landi í vetur. Tvisvar áður hafa verið lialdin slík kvöld á Hótel Islandi. Þær skemmtanir hafa tekist svo vel að ráðgert er að gera þær að föstum lið í rekstrinum. Ekki er enn búið að dagsetja næstu skemmtun en Vestmannaeyingar verða látnir vita með góðum fyrir- vara svo hægt verði að skipuleggja helgarferð á skemmtunina, þar sem Vestmannaeyingar hvaðanæva af landinu geta hist og átt góða kvöld- stund, með söng og dansi. Hróður Broadway hefur hefur borist víða um lönd og hafa stór- sýningar þær sem Ólafur Laufdal hefur sett upp átt miklum vinsældum að fagna meðal landsmanna. Sú breyting er ffamundan að veitinga- og skemmtistað Ólafs Laufdals á Hótel Islandi verður formlega gefið nafnið Broadway laugardaginn 31. janúar næstkomandi. í vetur verður haldið áfram með hina glæsilegu tónlistardagskrá Björg- vins Halldórssonar, „I útvarpinu heyrði ég lag“ og hefjast þær 17. janúar næst komandi. Þar fer Björgvin á kostum með frábærri stórhljómsveit undir stjóm Þóris Baldurssonar. Dagskráin hefur yfir sér dálítinn útvarpsblæ. Þar er stillt á ýmsar bylgjulengdir og allir finna sfna „rás“. Áðrir söngvarar sem taka þátt í sýningunni em Guðrún Gunnarsdóttir, Eyjólfur Kristjánsson, Ingi Gunnar Jóhannson og Pétur Guðmundsson. Gestir koma einnig í heimsókn og taka lagið. Kynnir er hinn nafntogaði útvarpsmaður Jón Axel Ólafsson. Útsetningar annaðist Þórir Baldurs- son, en um sviðsetningu og útlit sá Bjöm G Bjömsson. Sýningin hefur fengið mjög jákvæðar undirtektir gesta og aðsókn verið mjög góð. umHvað segja sjómennirnir Slysavarnaskólann? Gott námskeið fyrir alla sjómenn -segir Valmundur Valmundsson Valmundur Valmundur Valmundsson er á fyrsta stigi skipstjórnarbrautar Framhaldsskólans. Hann er einn þeirra sem er á námskeiði Slysa- varanaskóla sjómanna. Hann er ánægður með námskeiðið og segir að þetta sé nauðsynlegur þáttur í námi sérhvers sem ætli að stunda sjó sem atvinnu. „Við erum skyldaðir til þess að taka þetta námskeið sem hluta af náminu í Framhaldsskólanum. Þetta er mjög gott námskeið fyrir alla sjómenn. Eg hef verið á sjó í yfir tuttugu ár og margt sem hér er nefnt er ég að læra í fyrsta skipti.“ Hann segir að margt hafi komið sér á óvart og þá sérstaklega þau atriði sem kunna að konia fyrir úti á sjó og bregðast þurfi við með skjótum hætti. „Oft á tíðum hugsar maður hlutina í rangri röð þegar maður stendur frami fyrir þeim,“ segir Valmundur. En þar sem þú hefur margra ára reynslu til sjós, getur þú þá ekki líka miðlað einhverju af þinni reynslu? „Auðvitað gerir maður það. Ein af forsendununt fyrir þessum námskeiðum er að menn taki þátt í umræðum og miðli af reynslu sinni. Það er líka athyglisvert að nokkrir þeirra ungu manna sem eru á námskeiðinu og hafa verið stutt á sjó, eru mjög áhugasamir og dug- legir að spyrja og taka þátt í samræðum. Enda sjá menn það í hendi sér að þetta kemur okkur öllum til góða að geta unnið vel saman ef eitthvað kemur upp á. Þetta námskeið er kannski fyrst og fremst til þess að samhæfa mann- skapinn, á hugsanlegri örlaga- stundu.“ Hefur aðbúnaður og öryggismál ekki tekið stórstígum framförum síðan þú byrjaðir til sjós? „Það hefur auðvitað mikil breyting átt sér stað. Þegar ég byrjaði á sjó fyrir norðan lenti ég með mjög góðurn skipstjóra, sem gerði akkúrat það sem menn hafa verið að kenna á þessu námskeiði í sambandi við nýliðafræðsluna. Hann fór með mann um allt og sýndi hvar öryggisbúnaðurinn var í skipinu og hvemig ætti að nota hann. Hann kynnti mönnum hvernig ætti að slá af og beygja. Hins vegar kom maður stundum á önnur skip, þar sem þessunt málum var ekkert sinnt. Núna er maður orðinn meðvitaðri um það, ef að nýr maður kemur, þá veit liann ekki til dæmis um öryggisþætti skipsins, nema spyrja um það, en þvf miður gera fæstir það. En það þarf að leiðbeina mönnum unt öll öryggisatriði um borð og menn eru alltaf að skilja alvöru málsins betur og betur.“ Arni Sigurður Pétursson: Getur aldrei gert neinum illt Ární Sigurður Árni Sigurður Pétursson hefur verið á sjó í tvö ár með hléuni. Hann er á vélstjórnarbraut Fram- haldsskólans. Hann segir að menn læri mjög mikið á svona námskeiðum. „Ég er búinn að fara á grunn- námskeiðið, þannig að ég hef séð margt af þessu áður, en það kemur alltaf einhver viðbótarkunnátta. Góð vísa er aldrei of oft kveðin.“ Ámi segir kennarana ágæta og ganga röggsamlega frant í kennsl- unni en stundum geti komið upp spaugileg atvik sem nauðsynlegt er öðra hvoru til að létta á mann- skapnum. Hann segir andann mjög léttan og það þýði ekkert að láta sér leiðast. Það verði að hafa gaman af þessu líka Léstu skrá þig á þetta námskeið núna vegna þessara nýju reglna sem tóku gildi um áramótin ? „Þetta er hluti af vélavarðanáminu og fylgir því en þótt ég hefði ekki verið í náminu hefði ég samt farið á námskeiðið. Ég er mjög hlynntur því að þetta sé gert að skyldu. Nám- skeiðið getur aldrei gert neinum illt.“ Tllboð í Café Turninn Anna Antonsdóttir sem hefur haft rekstur Café Turnsins með höndum frá því hann fékk endurnýjað veitingaleyfi í haust, hefur gert kauptilboð í staðinn. Tilboðið hljóðar upp á sautján milljónir. Inni í því eru kaup á húsnæði og rekstri ásamt yfirtöku einhverra skulda, þó ekki allra. Á meðan samið verður um skuldir og tilboðið metið liefur verið gerður leigusamningur til eins mánaðar milli hins nýja rekstraraðila og fráfarandi rekstraraðila Sigurjóns Jakobssonar. Anna segir að reksturinn hafi gengið vel frá þvf hún tók við honum. Hún segir að tilboðið miðist við að kaupa söluturninn líka. Anna er bjartsýn á framhaldið og segir að unnið sé að ýmsum hugmyndum til að efla staðinn og gera hann að jákvæðum þætti í mannífinu, auk þess sem verið sé að vinna í því að stækka staðinn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.