Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.01.1998, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 15.01.1998, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 15.janúar 1998 Sælkeri vikunnar - Humar og skötuselur Sœlkeri síðustu viku Hallgrímur Sigurðs- son, skoraði á nafna sinn Guðmundsson að taka við sem hann gerir hér með. „Eg þakka nafna fyrir að troða mér inn í þennan þátt. Eg ætla að fara að hans beiðni og koma með eitthvað úr sjónum, bæði humar og skötusel, hvort tveggja einfalda og góða rétti. Pönnusteiktur humar í rifsberja- sósu: 1 kg humar 1/2 tsk. salt 1/2 tsk. pipar 3/4 tsk. paprikukrydd 1/4 stk. gullostur 6 - 7 msk. rifsberjahlaup 2 pelar rjómi Kippum humrinum úr skelinni og setjum hann á vel heita piinnu. Gott er að nota djúpa pönnu. Stráum salti, pipar og paprikukryddi yfir og látum krauma í u.þ.b. eina mínútu. Síðan setjum við ostinn og rifsberjahlaupið út í og veltum öllu saman þar til ostur og hlaup em við það að bráðna niður. Þá hellum við rjómanum út á og sjóðum vel saman. ekki lengur en 4 mínútur. Þar með er rétturinn tilbúinn og best að bera hann fram á pönnunni. Með þessu er borið ristað brauð og hrásalat og milt hvítvín hentar einkar vel með þessu. Ofnhakaður skötuselur með rjóma- piparostasósu: 1 skötuselshali. ca. 1-1,3 kg 5()()-6(K) g fryst grænmetisblanda (eftirlætisblanda) 2 þeyttar eggjahvítur 60-100 g hvítlaukskryddsmjör Takið skötuselinn t'rá beininu og hreinsið hann vel. Skerið raufar þvert á fiskinn með jöfnu millibili, 2 cm djúpar. Setjið fiskinn í eldfast mót, skerið kryddsmjörið niður og raðið því í raufarnar. Penslið hann mjög vel með eggjahvítunni. Græn-metis- blöndunni er raðað í mótið kringum fiskinn. Sett í 170-180° heitan ofn í 25 til 30 mín. Með þessu berum við pipar- ostasósu, ferskt salat og Golden Rice hrísgrjón. Mjög gott er, þegar búið er að sjóða hrísgrjónin, að setja Camembertost saman við þau og láta allt bráðna saman. Ef fólk vill endilega þamba meira af hvítvíni þá er það svo sem í lagi. Piparostasósa: 1-2 piparostar 1-3 pelarrjómi Magnið fer alveg eftir því hve sterka sósu fólk vill. Bræðið ostinn við vægan hita í potti og hellið rjómanum saman við. Einfaldara getur það varla verið. Eg ætla að skora á Guðmund Ágústsson að taka við matseldinni í sælkeraþættinum. Ég hef sjálfur kynnst snilld hans í eldhúsinu og veit að enginn verður svikinn af þvf sent hann kentur með.“ Munið ódýra Bakkaflugið. Hvenær sem þér hentar. Bílaleiga á Bakkaflugvelli Pantanir í síma 481 3255 % 7 A? VESTMANNAEYINGAR ATHUGIÐ ! Kl. 8.00 frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur Kl. 18.00 frá Reykjavík til Eyja Pantanir hjá íslandsflugi í síma 481 3050 Vorum mikið kysstir Eins og fram kemur í blaðinu i dag buðu þeir útgerðarmenn á Byr VE, Sævar Brynjólfsson og Sveinn R. Valgeirsson, eldri borgurum í Vestmannaeyjum til lúduveislu á dögunum og þótti hún heppnast frábærlega vel. Veislan varhaldinað Hraunbúðum og margréttað, þ.á.m. grálúða, lúðusúpa, innbökuð lúða, lúða með hnetum, lúða í brúnni sósu upp á gamla mátann og svo lúðuhausar. Yfirumsjón með matseldinni hafði Sigurður Gíslason hjá Veisluþjónustunni en naut aðstoðar matreiðslufólks á Hraunbúðum. í tilefni af þessu ágæta framtaki er Sveinn Valgeirsson Eyjamaður vikunnar þetta sinnið. Fullt nafn? Sveinn Rúnar Valgeirsson. Fæðingardagur og ár? 5. október 1951. Fæðingarstaður? Reykjavík. Fjölskylduhagir? Kvæntur Þóru Guðjónsdóttur. Við eigum synina Nökkva, Guðjón Emil og Leó Snæ. Menntun og starf? Stýrimannaskólinn. Útgerðarmaður og skipstjóri. Laun? Frekarhoruð. Helsti galli? íhaldsmaður. Helsti kostur? Að vera sjálfstæðismaður. Uppáhaldsmatur? Auðvitað lúða; smjörsteikt smálúða. Versti matur? Hákarl. Uppáhaldsdrykkur? í augnablikinu er það Bacardi og kók. Uppáhaldstónlist? Ég hef gaman af bæði klassík og blús. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Alls konar veiðimennska. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að sitja leiðinlega fundi, til að mynda er ég að fara á einn með hafnar- stjóranum og hlakka ekkert til þess. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Stinga henni i vasann. Uppáhalds stjórnmálamaður? Guðjón bæjarstjóri. Uppáhalds íþróttamaður? Hermann Hreiðarsson.. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Nei, engum. Ogþó, Veiðifélaginu í Álsey. Uppáhaldssjónvarpsefni? Fréttir. Uppáhaldsbók? Pólstjarnan er eina bókin sem ég hef lesið tvisvar. Hver eru helstu áhugamál þín? Veiðimennska. Hvað metur þú mest í fari annarra? Að menn séu sjálfum sér samkvæmir. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Illgirni.. Fallegasti staður sem þú hefur komiðá? Álsey. Hvernig datt ykkur í hug að fara að bjóða í lúðuveislu? Það kom nú nokkuð af sjálfu sér. Við höfum gegnum tíðina verið að gefa eldri borgurum lúðuhausa og það er eins og verið sé að gefa þeim gull. Svo datt okkur í hug að efna til smáveislu og létum verða af því Hvernig voru móttökurnar? Égmyndi segja að þær hefðu verið mjöggóðar. Allavega vorum við mikið kysstir. Svo þakkaði kór eldri borgara okkur fyrir með söng og það var virkilega skemmtilegt. Má eiga von á frekari veisluhöldum? Já, við stefnum að því að halda þetta aftur að ári ef okkur endist aldur og heilsa til. Annars eru það kokkarnir sem eiga mestan heiðurinn af þessu, þetta var alveg frábært hjá þeim. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð? -Lúða? Sævar Brynjólfsson, hann er svo líkur stórlúðu. -Útgerð? Öfugur hlaupareikningur. -Sævar Brynjólfsson? Bjartsýni. Eitthvað að lokum? Við erum bara ánægðir með hversu vel þessi veisla tókst og hve viðtökurnar voru góðar. Nýfceddir Vestmannaeyingar (f Drengur Þann 29. okt. sl. eignuðust Guðný Guðinundsdóttir og Hersir Sigurgeirs- son dreng sem hefur verið skírður Sesar. .Hann vó 15 merkur og var 51 cm og er hér í faðmi móður sinnar. Fjölskyldan er búsett í Kalifomíu í Bandaríkjunum. Drengur Þann 28. nóvember eignuðust Vallý Ragnarsdóttir og Ómar Öm Magnússon dreng sem skírður hefur verið Magnús Örn. Hann vó 16,5 merkur og var 55 cm að lengd. Það eru hinir stoltu foreldrar sem eru með drengnum á myndinni. Ljósmóðir var Guðný Bjarnadóttir Stúlka Þann 6. janúar eignuðust Sara Guðjónsdóttir og Sigurjón Andrésson stúlku. Hún mældist 53 cm og vó 15 merkur. Það er hinn nýbakaði faðir sem heldur á dótturinni. Fjölskyldan er búsett í Reykjavík Drengur Þann 24. desember eignuðust Sigurlína Guðjónsdóttir og Smári Harðarson dreng. Drengurinn vótæpar 17 merkur og var 54 cm að lengd. Það er Sigríður Margrét stóra systirsem heldur á bróður sínum á myndinni. Ljósmóðir var Drífa Björnsdóttir

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.