Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.01.1998, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 15.01.1998, Blaðsíða 1
25. árgangur • Vestmannaeyjum 15. janúar 1998 • 2. tölublað • Verð kr. 140,- • Sími:481 3310 • Myndriti: 481 1293 Siguröur VE: íslandsmet í loðnuafla og líklega heimsmet Sigurður VE var aflahæsta loðnuskipið í íslenska flotanum á síðasta ári. Alls fékk skipið 50.081 tonn af loðnu og landaði 43 sinnum. Þar að auki landaði Sigurður rúmlega 5400 tonnum af síld úr norsk-íslenska stofn- inum. Eftir því sem blaðið kemst næst er hér um íslandsmet að ræða í loðnuafla. Einhver skip hafa áður landað meira aflamagni á árs- grundvelli en þá eru þar fleiri tegundir með, t.a.m. bæði síld og bolfiskur. En ekkert skip mun áður hafa landað meiri loðnu á einu ári. Kunnugir segja að hér sé urn heimsmet að ræða en öllu erfiðara er að sannreyna það þar sem aflatölur frá hinum ýmsu heims- homum liggja ekki á lausu. En alla vega er hér um mikinn afla að ræða sem skipstjóri og skipverjar mega vera hreyknir af. Enginn fýll I nokkrar vikur hefur enginn fýll sést í Vestmannaeyjum. Þetta er mjög óvenjulegt og er rakið til þess að lítið æti sé að flnna í sjónum í kringum Eyjar. „Það sést enginn fýll og hann hefur ekki sést hér í margar vikur,“ segir Kristján Egilsson forstöðu- maður Náttúrugripasafnsins. „Það gefur til kynna að hér sé ekkert æti að hafa. Ég ræddi við trillukarl sem ekki sagðist hafa séð fýl lengi en aftur á móti væri mikið af máf. Hann virðist vera svangur því trillukarlinn sagði að hann réðist óhikað á ftsk á línunni hjá ser.“ Kristján sagðist hafa rætt þetta við Óskar Sigurðsson, vitavörð í Stórhöfða sem merkt hefur um 17 þúsund fýla. „Óskar sagði að þetta væri mjög sérstakt. Það kernur fyrir að fýllinn hverfur í nokkra daga, sérstaklega fyrir ákveðin veður, en hann skilar sér alltaf aftur.“ Þróunarfélagið og Sparisjóðurinn sameinast um átak í atvinnumálum: Koma á upp vísl að iðn- görðum fyrir smáfyrirtæki Þróunarfélagið Vestmannaeyja hefur í undirbúningi stofnun Iðngarða í Vestmannaeyjum. Gert er ráð fyrir að Iðngarðarnir hýsi um tíu smáfyrirtæki á sviði léttari iðnaðar og er ætlaður frumkvöðl- um sem vilja vinna úr hugmyndum með það að markmiði að hefja sjálfstæðan rekstur. Gert er ráð fyrir því að þátttakendur í Iðngörð- unum sjái sjálflr um niðurhólfun og breytingar á húsnæðinu í samræmi við þarfir starfseminnar. Bjarki Brynjarsson, hjá Þróunafé- laginu, segist hafa tekið við sér eftir að hafa lesið lesendabréf sem birtist í Fréttum nýlega og skrifað var af Sigrúnu Gísladóttur þar sem hún lýsti yfir áhuga sínum á að komið yrði á fót svona starfsemi í Eyjum. „Ég ræddi við Sigrúnu og í framhaldi af því fór ég að athuga með húsnæði. Ég vissi af iðnaðarhúsnæði í eigu Sparisjóðs Vestmannaeyja á Flötum 25, en það pláss er um sexhundruð femietrar.'1 Benedikt Ragnarsson sparisjóðsstjóri segir að erindi Þróunafélagsins um leigu- og samstarfssamning hefði hlotið jákvæðar undirtektir á fundi stjómar sjóðsins í sl. viku. „Frum- kvæði Þróunarfélagsins að skapa betri aðstöðu fyrir smáiðnað er liður í því að auka fjölbreytni í atvinnulífinu í Vestmannaeyjum og ég tel það hið bestamál." Bjarki segir að að hugmyndin sé að Iðngarðarðamir verði sjálfbær eining, en vegna samnýtingar á húsnæði og búnaði verði hægt að halda kostnaði í lágmarki. „Við erurn þá að tala um sameiginlega símsvörun og bókhald, en það yrði þó ákvörðun fyrirtækjanna sjálfra. Einstaklingar sem óska eftir þátttöku í Iðngörðunum munu taka þátt í námskeiði um stofnun og rekstur smáfyrirtækja þar sem meðal annars markmið verði skilgreind og gerð viðskiptaáætlana. Auk þess mun hver einstaklingur njóta aðstoðar Þróunar- félags Vestmannaeyja í formi ráðgjafar í vinnu- og vömþróun." Það er liður í þessari hugmynd að Sparisjóðurinn taki virkan þátt í uppbyggingu Iðngarðanna í samstarfi við Þróunarfélagið. „Samstarfið yrði fólgið í því að gerður yrði víkjandi leigusamningur til eins árs, milli Þróunarfélagsins og Sparisjóðsins um afnot af húsnæði að Flötum 25, og framhaldið síðan metið í Ijósi reynsl- unnar. Með víkjandi leigusamningi er átt við að leiga yrði greidd í samræmi við fjölda þátttakenda. Þróunarfélagið yrði því ábyrgur leigutaki gagnvart Sparisjóðnum og Þróunarfélagið leigði síðan fyrirtækjunum. Þróunar- félagið legði hins vegar til námskeið og aðstoð í formi vinnuframlags til Þátttakenda í Iðngörðunum." Nýnapótekímars Apótekið, seni Sigmar Pálma- son. Andrés Sigmundsson og fleiri ætla að stofna, verður opnað í byrjun mars. Þeir keyptu Geysi við Skólaveg undir starfsemina og em þegar búnir að panta innréttingar. „Það á bara eftir að hreinsa til og þá tekur ekki langan tíma að korna upp innréttingum og flísaleggja. Geri ég ráð fyrir að það verði búið um mánaðamótin febrúar rnars og þá er okkur ekkert að vanbúnaði að opna apótekið. Við erurn í samstarfi við lyfjafræðing sem mun sjá um reksturinn,“ sagði Sigmar í samtali við blaðið. Félag eldri borgara varð tíu ára þann 7. janúar. í stjórn eru Hjörleifur Guðnason, Hilmar Rósmundsson, Kristjana Þorfinnsdótir, formaður, Rebekka Hagalínsdóttir, Guðrún Andersen og Sveinn Magnússon. Á myndina vantar Erlend Stefánsson. Ætla alla leið I gær var dregið í undanúrslitum bikarkeppninnar í handbolta seni bæði kvenna- og karlalið ÍBV komust í. Stelpurnar fá erfiðari andstæðinga því þær mæta Stjömunni, sem er í efsta sæti deildarinnar. á útivelli. Strákamir fengu aftur á móti heima- leikámóti Val. Ingibjörg Jónsdóttir, fyrirliði, segir þetta engan dauðadóm. „Þær voru í erfiðleikum með okkur síðast. Á góðum degi stoppar okkur ekkert og við ætlum í úrslitaleikinn." Þorbergur Aðalsteinsson.' þjálfari karlaliðsins, segir að best hefði verið að fá HK heima en telur þetta næst- besta kostinn. „Það er ekkert gefið. Þetta gæti orðið erfitt en við ætlum okkur alla leið. Leikimir fara fram næsta miðviku- dag og úrslit verða 7. febrúar. Stelpurnar höfðu fulla ástæðu til að fagna eftir sigur á Haukum. Bls. 15 EÆ Kodak GÆÐAFRAMKÖLLUN Bókabúðin Heiðaivegi 9 - Sími 481 1434

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.