Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.1998, Page 1

Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.1998, Page 1
25. árgangur • Vestmannaeyjum 22. janúar 1998 • 3. tölublað • Verðkr. 140,- • Sími: 481 3310 • Myndriti: 481 1293 Gullborg VE 38 til sölu: Byrjunin á enn frekari fækkun í Eyjaflotanum -Lítill kvóti og neikvæð afstaða í garð útgerðarmanna aðalástæðan, segir annar eigandinn Gullborg VE 38, einn frægasti bátur Vestmannaeyja frá upphafi, er til sölu ásamt 338 þorskígilda kvóta. Er hún ein þriggja Eyjabáta af minni gerð sem auglýstir hafa verið til sölu að undanförnu. Annar eigandi Gullborgar segir að kvótinn sé ekki nægur til að standa undir rekstrinum og neikvæð umræða í þjóðfélaginu í garð útgerðarmanna geri það ekki fýsilegt að reyna að halda áfram baráttunni á þessum vettvangi. „Ég held að þetta sé bara byrjunin á því að bátum í Eyjum af þessari stærð fari að fækka meira en orðið er,“ segir Friðrik Benónýsson, annar eigandi Gullborgar, sem auglýsti hana til sölu í Morgunblaðinu sl. sunndag. „Áður var búið að auglýsa Skúla fógeta VE og Hrauney VE og ég hef grun um að þeim eigi eftir að fjölga. Það er heldur ekki hvetjandi fyrir okkur. sem stöndum í að gera út, hvað umræðan í þjóðfélaginu er neikvæð í okkar garð. Eftir að farið var að tala um auðlindaskatt á útgerðina er litið á okkur sem þjófa. Það er hreint með ólíkindum að ein stétt skuli þurfa að sitja undir slíku." Gullborg VE 38 er um 100 brúttó- lesta eikarbátur, smíðaður í Nyborg í Danmörku árið 1946 fyrir Færeyinga sem ætluðu að stunda á henni veiðar við Grænland. Hún keypt til Islands í kringum 1950 og endurbyggð frá grunni á árunum 1967 og 1968 og þá var sett í hana ný aðalvél sem reyndar var þá tíu ára gömul. Kvótinn er 338 þorskígildi, 218 tonn þorskur, 62 tonn ýsa, 68 tonn ufsi, 9,4 tonn karfi og 0,5 tonn af steinbít. „Ef ég fæ gott tilboð hika ég ekki við að selja bátinn. Það var ekki meiningin að gera Gullborgu út í vetur en við eigum megnið af kvótanum eftir. Hann er reyndar það lítill að hann dugar ekki nema í ljögurra til ftmm mánaða úthald. Við erum ekki einir um að vera í þessari stöðu, því fæstir bátar í Eyjum hafa rekstrarkvóta og þá er ekki um annað að ræða en leigja kvóta en sá markaður er alltaf að þrengjast." Gullborg er sennilega frægasta aflaskip Vestmannaeyja frá upphafi. Benóný Friðriksson, betur þekktur sem Binni í Gröf eða Binni á Gullborginni, var skipstjóri frá því báturinn kom til landsins þangað til hann hætti sjómennsku árið 1972. Þá tóku synir hans þeir Friðrik og Benóný við útgerðinni. Binni var þekkt aflakló og margfaldur afla- kóngur í Eyjum á meðan hann var upp á sitt besta. í frægu kvæði Ása í Bæ, segir hann um Binna í Gröf að hann hafí dregið um 60.000 tonn djúpum sjávarins. Það verður að teljast góður árangur á ekki stærra skip._____________________________ í frostinu í síðustu viku lagði Daltjörnina í fyrsta skipti á þessum vetri. Þeir voru færri en ætla mætti sem gripu tækifærið til að bregða undir sig skautunum. Rósa Sigurjónsdóttir lát þó ekki segja sér það tvisvar og sveif um ísinn í góða veðrinu á sunnudaginn. Það segist hún gera flesta vetur. ísinn var óvenju sléttur og sagði Rósa þetta hina bestu hressingu. Ráða ólíkir hagsmunir siðferði í sjávarútvegiP Síðastliðinn þriðjudag var haldið fyrsta umræðukvöldið um siðfræði sjávarútvegs. Góð mæting var á fundinuni, þótt heldur hafi hann verið dauflegur og menn ekki alveg verið með það á hreinu hvaða llötur væri heppilegastur til þess að taka á málefninu. Hafsteinn Guðfinnsson sjávarlíffræðingur flutti framsöguerindi en í panel sátu Amar Hjaltalín, fulltrúi fiskvinnslufólks. Amar Sigurmundsson, fulltnii landvinnslunnar, HilmarRósmundsson fulltrúi útgerðarmanna, Pétur Árnmarsson full- trúi smábátasjómanna og Valmundur Val- mundsson fulltri Sjómannafélagsins Jötuns. Almennt voru menn bundnir af efnahags- og byggðarsjónarmiðum í málfluttningi sínurn. Kannski spurðu menn ekki réttra spuminga á þessu umræðukvöldi. kannski vegna þess að menn áttu erfitt með að finna sjónarhól líffríkisins og staðsetja sig þar, enda ekki að furða því nokkuð langt er síðan maðurinn yfirgaf heimkynni hafsins. Þannig tjarlægist maðurinn alltaf uppruna sinn á mörgum sviðum. Hafsteini Guðfinnssyni sjávarlíffræðingi talaðist ágætlega, en heldur var erindi hans nteira grundað á sagnfræði en siðfræði þrált fyrir að hafa í upphafi máls síns skilgreint hugtakið siðfræði út frá orðabókinni, ergo; það að breyta rétt, það að hegða sér rétt. Sjónarhóli lífnkisins vai' því lftill gaumur gefinn, hins vegar var mun meira fjallað um þær rannsóknir sem Hafrannsóknastofnun stendur að og hefur staðið að. en hvort þær rannsóknir ættu að vera í þágu heildarinnar eða hagsmunahópa var ekki skilgreint. Hvemig á maðurinn að hegða sér í umgengni við lífríkið þannig að hagsmunir heildarinnar séu hafðir að leiðarljósi? Menn vissu jafnvel hvað væri rétt og hvað væri rangt. en hagsmunahópamir höfðu allir misjafnar skoðanir á því með hvaða hætti ætti að nálgast þetta „rétta". Hin vísindalega hlutlæga aðferð verður að vera óháð hagsmunum einstaklinga og stofnanna, annars er hætta á fyrirfram pöntuðum niðurstöðum, sent koma heildinni lítt til góða. Virtist sem hagsmunir réðu meira og minna siðferðisgrundvelli sjávarútvegsins. Menn hafa yfirleitt fögur orð um það að hverju beri að stefna, en það er oft stutt í það sem sumum finnst einkenna siðferðisgmnn þjóðar- innar; nefnilega „jretta reddast allt saman“. Það vantaði sárlega að menn veltu fyrir sér hugtökum eins og ábyrgð, dómgreind, vali, sekt, sakleysi og svo mætti lengi telja. Menn búa yfir mörgum hugtökum sem þeir geta beilt fyrir sig til að spyrja spuminga sem náttúran stillir mönnum frammi fyrir, en svörin geta að sama skapi verið jafn rnörg. Að loknum framsögum var svarað fyrir- spumum úr sal. Páll Marvin Jónsson lýsti til dæmis eftir sjónanniði lífríkisins, en sagðist sjálfur ekki vera nógu heitur umhverfissinni til þess að geta talað lyrir það. Kannski gæta umhverfissinnar þessa íjöreggs sem menn náðu ekki að höndla á fundinum og í framhaldi af því er rétt að spyrja hvort ástæða sé til að fá einn slíkan í panelinn. YGGI IR LDUNA gingamálain ' ægilegan I Bílaverkstæðið BRAGGINN síf. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími 48132 Vetraráœtlun Alla daga nema sun. sunnudaga Frá Eyjum: Kl, 08:15 Kl: 14.00 Frá Þorl.höfn: Kl. 12:00 Kl: 18.00 Heriólfur BRUAR BILIÐ Sími 481 2800 Fax 481 2991 Bókabúðin Heiöarvegi 9 - Sími 481 1434

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.