Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.1998, Qupperneq 6

Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.1998, Qupperneq 6
6 Fréttir Fimmtudagur 22. janúar 1998 Sýning á málverkagjöf Gríms Marinós Grímur Marinó Steindórsson myndlistarmaður hefur gefið tuttugu og fimm málaverk til Listasafns Vestmannaeyja í tilefni þess að tuttugu og fimm ár eru liðin frá björgun Eyjamanna, vegna náttúruhamfaranna á Heimaey árið 1973. Verkin eru öll máluð á striga utan tvö sem máluð eru á viðarplötur. Málverkin verða til sýnis í anddyri safna- hússins frá 24. janúar til 10. febrúar. Grímur Marinó er fæddur í Vestmannaeyjum árið 1933 og sleit bamsskónum hér. Hann er jámiðnaðarmaður að mennt, en nam málun og höggmyndagerð í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Meðal þekktra íslenskra listamanna sem voru í skólanum þá voru Ragnar Kjartansson og Jón Gunnar Amason myndhöggvarar sem báðir em látnir. Hann hefur hlotið margar viðurkenningar og má þar nefna fyrstu verðlaun í samkeppni í tengslum við leiðtogafund Gorbatjofs og Reagans í Höfða árið 1987 og önnur verðlaun listahátíðar árið 1987. Grímur Marinó er búsettur í Kópavogi og hefur verið útnefndur bæjarlistamaður þar. Telma Róbertsdóttir sigraði í Facette-fatahönnunarkeppninni: Helgi Ólafsson, stórmeistari og Einar S. Einarsson að tafii á hraðskákmóti Sparisjóðsins og Visa árið 1993. Opið hraðskákmót Taflfélags Vestmannaeyja: Helgi Ólafsson meðal keppenda Opið hraðskákmót Taflfélags Vestmannaeyja verður haldið í fundarsal Sparisjóðs Vestmanna- eyja laugardaginn 24. janúar nk. og hefst það klukkan 15.00. Tefldar verða hraðskákir með átta mínútna umhugsunartíma en venju- lega eru fimm mínútur á skákina. Reiknað er með að mótið standi í fjórar klukkustundir og ljúki um kl. 19.00. Mótið er haldið í tilefni þess að liðin eru fimm ár frá því Helgi Olafsson og Andri Hrólfsson luku biðskák sinni á Skákþingi Vest- mannaeyja 1973. Skákin hafði þá verið í biðstöðu í nákvæmlega 20 ár og vakti þessi biðskák mikla athygli í fjölmiðlum á sínum tíma. Þeir félagar, Andri og Helgi verða meðal keppenda á hraðmótinu. Það er von forráðamanna Taflfélagsins að sem flestir taki þátt í mótinu og af þeim ástæðum verður umshugsunartími á skák lengdur úr fimm mínútum í venjulegri hraðskák í átta mínútur til að ljúka hverri skák. Þetta kemur sér vel fyrir keppendur sem ekki eru í góðri æfingu en þróunin hefur ennig verið í þá átt að lengja heldur umhugsunarfrest í hraðskákinni. Nú eru liðin 40 ár frá því núverandi Taflfélag Vestmannaeyja hóf starf- semi og er þetta mótshald liður í vetrardagskránni á afmælisárinu. Nánari upplýsingar um hraðmótið 24. janúar nk. veitir Sigurjón Þorkelsson í síma 481-2819. Telma Róbertsdóttir, 19 ára Eyja- mær, sigraði í Facette-fatahönn- unarkeppni Vogue og Völusteins sem haldin var á Ingólfskaffi í Reykjavík um síðustu helgi. Telma stundar nú nám í Förðunarskóla Islands og vinnur hálfan daginn á leikskóla í Reykjavík. Þetta er í þriðja sinn sem þessi keppni er haldin, en hún er bundin við við íslenska hönnuði sem ekki eru faglærðir. Telma segir að áhuginn á hönnun sé frekar ný til kominn en hún hafi hins vegar fiktað við að sauma lengi. „Eg hef alltaf verið hugmyndarík og mikið fyrir náttúruna og alltaf að gera eitthvað skapandi. Ég hef saumað föt á sjálfa mig, vegna þess að ég hef alltaf haft einhverja þörf til þess að vera ekki eins og aðrir.“ Hún segir að þema keppninnar hafi verið „Villt náttúra'*. „Þetta þema hentaði mér mjög vel,“ segir Telma. „Þetta er auðvitað mjög nærtækt en ég leitaði í það umhverfi sem ég þekki og leitaði fanga í fjörunni og sjónum. Keppendur urðu að gera grein fyrir því hvaða pælingum þeir vænj í og hverju þeir vildu ná fram. Sú hugmynd sem ég byggði mína hönnun á kalla ég „lagskipt líf‘. Þá lét ég höfuðið vera tákn fyrir fjöruna; hárið var sett þurrkuðum sölvunt með sandi og skeljum. Kkjólinn, sem gerður er úr sölvum var tákn fyrir það sem er undir yfirborði sjávarins og skómir, sem vom gerðir úr skeljum og sandi táknuðu botninn. Ég vildi hafa kjólinn aðsniðinn og kvenlegan, samt frjálslegan og villtan, án þess þó að hann væri gervilegur" Telma segir að kjóllinn sé kannski ekki mjög hentugur til þess að fara í honum á ball, vegna þess að það þurfi að úða hann með vatni til að halda honum mjúkum. Hins vegar hafi hann hentað nijög vel í módelsmíði og hugmyndakeppni. Langar þig til þess að vinna meira við fatahönnun? „Já, ég stefni að því að fara í fatahönnun í Iðnskólanum næsta haust og fara svo í nám erlendis í framhaldi af því. Ég veit hvað mig langar og tel að ég hafi góðan metnað til að standa TelmaRóbeitsdóttir. mig vel. Ég tók þátt í þessari keppni með það fyrir augum að vinna og það tókst.“ Að lokum vildi Telma koma á famfæri sérstöku þakklæti til systur sinnar Hrannar Róbertsdóttur sem var módel og hjálpaði henni mikið. Einnig vildi hún þakka Jónu Dóru Oskarsdóttur Islandsmeistara í förðun sem farðaði módelið og Hafþóri Benónýsyni og Brósa sem sáu um hárgreiðsluna. Að sjálsögðu er allt þetta fólk úr Vestmannaeyjum og óhætt að segja að allir hafi unnið vel saman. Telma fékk í verðlaun Facett saumavél og 30.000 króna fataúttekt í Vogue. Hugmynd að kjólnum sótt ínámúru Eyianna Sigurgeir Jónsson skrifar Af gosminningum Á morgun eru 25 ár liðin frá gosi. Einhvem veginn finnst skrifara miklu styttra síðan þeir atburðir áttu sér stað, margt af því sem gerðist í gosinu er enn ljóslifandi í huga hans. Skrifari man enn upphafið að þessu. Systir hans vakti hann upp um tvöleytið unt nóttina og sagði að Katla væri farin að gjósa. Skrifari klæddi sig upp í snatri og hugðist aka austur á eyju til að fylgjast með. Sú ferð var aldrei farin þar sem lögreglan ók um Hrauntúnið, ásamt öðrum götum, og tilkynnti að gos væri hafið austur á eyju. Þar með var afgangurinn af fjölskyldunni vakinn upp og látinn klæðast og bíða þess sem verða vildi. Þetta var aðfaranótt þriðjudags og engan hafði órað fyrir þessum ósköpum. Þó man skrifari að hann fór með fjölskylduna í sunnudagsbfltúr austur á eyju í blíðskaparveðri og þar lá við að hann missti bflinn út af veginum í gífurlegri hálku sem allt í einu hafði myndast á hluta vegarins rétt við Helgafell. Hvergi annars staðar bar á hálku. Á þeirri stundu velti skrifari þessu ekkert fyrir sér en síðar meir hefur hann oft hugsað um hvort þarna hafi verið einhverjar hitabreytingar sem ollu hálkublettinum. Ekki leið á löngu unt gosnóttina þar til tilkynnt var að fólk skyldi halda á hafnarsvæðið og siglt yrði til Þorlákshafnar. Ekið var niður á bryggju, ijölskyldubfllinn skilinn eftir á kajanum og haldið um borð í Gunnar Jónsson VÉ. Þar var þröng á þingi eins og raunar í flestum skipum Eyjaflotans og fór misjafnlega vel um fólk. Það sem skrifara er hvað efst í huga frá þeirri stundu, er sú stilling sem einkenndi alla, jafnt böm sem fullorðna. Það var engu líkara en ætti að fara í skemmtisiglingu, fólk jafnvel gerði að gamni sínu. Þegar búið var að leysa land- festar kom kunningi skrifara, skipveiji á Gunnari Jónssyni, Óli heitinn Færeyingur, dró upp hálffullan séneverbrúsa og sagði á sinn rólega og yfn-vegaða hátt: „Er tað ekki fínt at fá sér einn núna.“ Svo gekk brúsinn milli manna og þetta var bara rétt eins og á þjóðhátíð. Sjálf sjóferðin var ekki tiltakanlega skemmti- leg og fólk afskaplega sjóveikt enda talsverð kvika eftir suðvestanátt undanfarinna daga. Og flestir vom fegnir þegar komið var til Þorláks- hafnar. Þar biðu rútur eftir mannskapnum og var ekið rakleitt til Reykjavíkur. Þar var haldið rakleiðis að Austurbæjarskólanum þar sem móttaka hafði verið skipulögð. Skrifari hafði mestan hug á að halda rakleitt til síns fólks í Reykjavík en við það var ekki komandi. Allir urðu að fara inn í Austurbæjarskólann til skrásetningar. Hugmyndin með því mun hafa verið að halda kontróli og skipulagi þannig að enginn týndist í kerfmu. Ekki veit skrifari hvemig sú aðgerð tókst til en hitt veit hann að enginn týndist og allir komust klakklaust í land hvort sem kerfinu hefur verið að þakka eða einhverju öðm. Gefið hafði verið frí í skólum í Reykjavík þannig að unnt væri að hafa neyðarmóttöku þar. Starfsfólk skólannna sá um að taka á móti gestunum. Skrifari man enn glöggt eftir þeirri ágætu skáldkonu og kennslukonu, Vilborgu Dagbjartsdóttur, sem sá um hann og hans fjölskyldu. Þarna hefur lfldega verið um að ræða fyrsta vísi að áfallahjálp og fólst í því að rabba við fólk og gefa því heita súpu. Enginn fékk að fara úr skólanum fyrr en hann hafði verið skráður og sporðrennt a.m.k. einum diski af súpu. Þá loksins er þeirri athöfn var lokið, fengu gestir að fara á braut. Af mörgum minningum úr gosinu er þessi stund í Austurbæjarskólanum skrifara hvað minnisstæðust og þá hvað helst sómakonan Vilborg Dagbjartsdóttir sem sá um að spjalla við bömin í rólegheitum ásamt því að bera í þau súpu. Hafi hún ævarandi þökk fyrir. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.