Fréttir - Eyjafréttir - 22.01.1998, Side 15
Fimmtudagur 22. janúar 1998
Fréttir
15
Bíkardraumurinn útí
Grátlegt hjá
strákunum
Það var rafmagnað andrúmsloft í
höllinni. þegar Eyjamenn mættu
Val í undanúrslitum bikarkeppn-
innar, hér í Eyjum í gærkvöldi.
Stemmningin var frábær, með
hljómsveitina Stallahú í broddi
fylkingar. Eftirlitsdómari leiksins
hafði einhverjar athugasemdir við
spilamennsku hljómsveitarinnar og
stoppaði leikinn tvisvar í byrjun
leiks. Það virkaði sem yítamín-
sprauta á stuðningsmenn IBV sem
studdu lið sitt dyggilega. Það dugði
ekki til, því Valur vann 22 - 23.
Valsmenn byrjuðu leikinn af aðeins
meiri krafti en Eyjamenn misstu þá
aldrei langt framúr sér. Fyrri hálfleik-
ur einkenndist af mikilli spennu og
baráttu. Vamir beggja liða voru mjög
þéttar og því áttu bæði lið í talsverðu
basli með sóknarleik sinn. Staðan í
hálfleik var jöfn, 12- 12. Seinnihálf-
leikur var jafn fjörugur og sá fyrri og
voru bæði lið að spila bráðskemmti-
legan handbolta. Spennan hélst allt til
loka og skildu aðeins I - 2 mörk liðin
að. Því miður voru Valsmenn sterkari
í lokin og rétt mörðu sigur, 22-23.
Eyjamenn eiga heiður skihnn fyrir
góða frammistöðu í gærkvöldi.
Greinilegt var að strákamir ætluðu að
selja sig dýrt, sem þeir og gerðu en
það dugði ekki til í þetta skiptið.
Homamenn IBV höfðu ekki úr miklu
að moða en skyttumar stóðu sig vel,
með Robertas fremstan í flokki.
Sigmar Þröstur varði vel að vanda
og hreiniega lokaði markinu á síðustu
tíu mínútunum. „Þetta var alveg
grátlegt. Við vomm að spila mjög vel,
stuðningurinn var frábær og sigurinn
gat alveg eins lent hjá okkur í lokin.
Nú er bara að taka sig saman í
andlitinu og koma okkur í úrslita-
keppnina í deildinni,” sagði Svavar
Vignisson, sem stóð sig mjög vel í
gærkvöldi ásamt þeim Robertas,
Sigmari Þresti og Guðfinni.
Dómarar leiksins þoldu illa spenn-
una í leiknum og vom engan veginn
starfi sínu vaxnir, sem bitnaði reyndar
á báðum liðum.
Mörk ÍBV: Robertas Pauzuolis 6,
Zoltán Belánýi 6/5, Guðfinnur
Kristmannsson 4, Svavar Vignisson 3,
Hjörtur Hinriksson 1, Erlingur
Richardsson 1, Sigurður Bragason 1.
Varin skot: Sigmar Þröstur 14.
Áttu aldrei von
gegn Stjörnunni
Án Andreu Atladóttur áttu ÍBV-
stelpurnar aldrei möguleika á móti
Stjörnunni í undanúrslitum bikar-
keppni HSI í gærkvöldi. Leikur-
inn fór fram í Garðabæ og lauk
með 25 mörkum Stjörnunnar gegn
17 mörkum IBV. I hálfleik var
staðan 12 - 8 Garðbæingum í vil.
Stjaman gaf strax tóninn og skoraði
fyrstu tvö mörkin. Um miðjan
hálfleikinn var eins og IB V missti alla
trú á að geta unnið og komst Stjaman
í 12-6. ÍBV náði þó að skora tvö
sfðustu mörkin fyrir hálfleik. Það
dugði þó ekki til því Stjarnan hélt
uppteknum hætti. Það var ekki fyrr en
að IBV hætti að sjá von um sigur að
þær fóru að leika af meiri yfirvegun
og tókst þeim aðeins að klóra í bakk-
ann á síðustu tíu mínútum leiksins.
Jón Bragi Amarsson, þjálfari, segir
að leikurinn hafi verið lélegur af hálfu
IBV og stúlkumar hafi vantað alla trú
á að geta unnið leikinn. „Við getum
ekki ætlast til að vinna leiki þegar við
erum að brenna af í hraðaupphlaupum
og klikka á dauðafærum. Stjörnu-
stúlkur höfðu heppnina, hefðina og
reynsluna með sér og mikil stemmn-
ing var á leiknum sem hjálpaði þeim
líka. Á meðan gekk ekkert upp hjá
okkur,“ segir Jón Bragi.
Hann segir að mikill missir hafi
verið að Andreu Atladóttur sem
meiddist þegar fimm mínútur voru
eftir af síðustu æfingu fyrir leikinn.
„Það var búið að undirbúa leikinn með
hana inni f myndinni og það hafði sín
áhrif að hana vantaði í liðið.“
Mörk ÍBV: Ingibjörg 6, Sandra 5,
Guðbjörg 4 og Stefanía 2. Eglé varði
um 20 skot og var langbest í liði IBV.
I síðustu viku áttust við í Nissan-
deildinni IBV og Víkingur hér í
Eyjum og náði leikurinn aldrei að
verða spennandi þar sem yfirburðir
ÍBV voru miklir í leiknum. Fyrir-
fram var búist við jöfnum baráttu-
leik þar sem Víkingar eru
næstneðstir með þrjú stig og eru að
berjast fyrir tilveru sinni í deildinni.
Leikurinn fór rólega af stað og var
jafnræði með liðunum fyrstu 15
mínútur leiksins. Um miðjan fyrri
hálfleik skildi svo á milli liðanna þar
sem ÍB V komst í 6 marka forystu, 12-
6. Vömin og markvarslan small
saman og sóknarleikurinn varð liprari.
Víkingar stóðu hinsvegar í stað og
voru oft á tíðum sem áhorfendur að
leiknum.
Eyjamenn héldu uppteknum hætti í
síðari hálfleik og var munurinn mestur
II mörk, 28-17. ÍBV mætti ekki
mikilli mótspyrnu í leiknum en
spiluðu engu að síður skynsamlega og
héldu haus. Robertas virðist fara vax-
andi með hverjum leik, Belló og
Hjörtur eru fljótir upp og skora mikil-
væg mörk, einnig raðaði Erlingur inn
góðum mörkum. Sigmar Þröstur var
sem klettur í markinu og er ekki að sjá
að drengurinn sé kominn hátt á
fertugsaldur.
Til marks um yfirburði ÍBV í
leiknum fengu allir varamenn liðsins
að spila síðustu mínútur leiksins.
„ Við byrjuðum leikinn illa en eftir
að vömin small saman og Simmi fór
að verja náðum við hraðaupphlaupum
og lögðum þar með gmnninn að sigri
okkar. Ég er ánægður með okkar leik
en h'til mótspyma Víkinga kom mér á
óvart,“ sagðj hinn smái en knái
homamaður ÍBV, Zoltan Belanyi að
leikslokum.
Mörk ÍBV: Belló 7/3, Erlingur 7,
Robertas 7, Hjörtur 4, Svavar 2,
Sigurður 2, Guðfinnur 2 og Haraldur
2 (stal boltanum 3 sinnum glæsilega).
Varin skot: Sigmar Þröstur 14,
Reynir 1.
Sverrir til Malmö FF?
Sverrir Sverrisson, miðjumaður-
inn sterki hjá IBV, er á leið til
Svíþjóðar til reynslu hjá úrvals-
deildarliðinu Malmö FF. Hann
verður í um eina viku og spilar
a.m.k. einn æfingaleik með þeim.
Jóhannes Ólafsson, formaður
knattspymudeildar IBV, sagði í
samtali við FRÉTTIR að einhver
alvara væri í þessu en hinsvegar
væri Sverrir samningsbundin ÍBV.
,Þetta mál kom nú bara upp á borðið
í fyrradag en þá óskaði sænska
félagið eftir að fá Sverri til reynslu.
Hlutimir em fljótir að gerast þannig
ef við erum að missa leikmenn, þá
verðum við bara að bregðast við
samkvæmt því, “ sagði Jóhannes.
Aðalfundur
Aðalfundur Fiskmarkaðs Vestmannaeyja verður haldinn
föstudaginn 6. febrúar kl. 17.00 í Akóges við Hilmisgötu.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundar aðalfundastörf.
Stjórnin.
~/mo>
FISKMARKAÐUR VESTMANNAEYJA HF.
Hið vaska lið Framherja.
I | C3&03 h
n - • y /.
Góður árangur Framherja
-Sameining litlu félaganna ákveðin
Framherjar náðu sínum besta
árangri til þessa, þegar þeir urðu í
öðru sæti í sínum riðli í 4. deildinni
í Islandsmótinu í innanhússknatt-
spyrnu.
Framherjar léku til úrslita á móti
Leikni frá Fáskrúðsfirði og töpuðu
með einu marld, 2-3. Sigur vannst á
Víkingi frá Ólalfsvík 4 - 1 og á
Eyfell-ingi 8-2. Framherjar gerðu
jafntefli gegn Neista Hofsósi 8-2.
Framherjar áttu því bestu vömina
að mati Hjalta Kristjánssonar, stjóra
Framherja og þeir voru einnig með
besta markahlutfallið.
Mörk Framherja: Amsteinn I. Jó-
hannesson gerði 6 mörk, Einar
Gíslason 3, Sigmar Helgason 3, Ómar
Smárason 2 og Jónatan Guðbrandsson
2. Ingólfur Jóhannesar var bestur
Framherja ásamt Einari sem lék
einnig í markinu.
Aðaifundur
Félag kaupsýslumanna heldur aðalfund laugardaginn 7. febrúar á
Hertoganum, Vestmannabraut 28. Fundurinn hefst með borðhaldi kl.
20.00 (8).
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
3. Skemmtiatriði.
Vinsamlegast hafið samband hjá Axel Ó., sími 481-1826 eða Mozart
sími 481-1820.
Mætið vel Nýir félagar velkomnir.
Félag kaupsýslumanna.
Samdning
Nýlega var ákveðið að Framherjar og
Smástund sendi sameiginlegt lið í 3.
deild íslandsmótsins í knattspymu
undir nafninu KFS, (Knattspymufé-
lagið Framheijar/Smástund).
Nýr formaður er Magnús Stein-
dórsson. Þjálfari verður Hjalti Krist-
jánsson. KFS hefur boðið ÍBV allt það
samstarf sem þeir kæra sig um.
Bærinn felldi niður styrk til Framherja
og Smástundar á síðasta ári. Félögin
em því skuldum vafin. Þeir sem vilja
styrkja hið nýja félag geta tippað á
félagsnúmer félagsins sem er 904.
Tippað er á föstudögum á Helga-
fellsbraut 20, kl. 20.00. Félögin hafa
ekki heldur fengið Lottópeninga frá
ÍBV og njóta því engra styrkja
starfsemin kostar 1 milljón á ári.
Tap gegn Val
Annar flokkur karla í handknattleik
spilaði einn leik í íslandsmmójinu
hér heima um síðustu helgi. ÍBV
liðið fékk þá lið Vals í heimsókn og
átú á brattann að sækja allan tímann
og tapaði með 8 marka mun, 14 -
22.
Eyjastrákar máttu sín lítils gegn
sterkri vöm og góðum markmanni í
byrjun leiks og náðu ekki að skora
fyrsta mark sitt fyrr en rúmlega 13
mínútur vom liðnaraf leiknum. En
í vöminni stóðu þeir sig vel ásamt
góðri markvörslu Reynis og var
staðan, 7-9 í hálfleik. í seinni
hálfleik tóku Valsmenn leikinn í
sínar hendur og juku forsTot sitt
jafnt og þétt. Sóknarleikur ÍBV var
ekki nógu góður, boltinn gekk illa
manna á milli og vom strákamir að
reyna að gera allt upp á eigin spýtur.
Þó sáust einstaka góð tilþrif gegn
góðu liði Valsmanna, sem hafa á að
skipa einu besta liði landsins í
þessum aldursflokki. En lokatölur,
14-22. Reynir Pálsson, markmaður
stóð sig einna best Eyjastráka.
Ljóst er að í 2.flokki ÍBV er margir
efnilegir leikmenn, sem eiga
ömgglega eftir að skila sér upp í
meistaraflokk ef rétt er haldið á
málum.
Mörk ÍBV: Richard 4, Jón Helgi
3/2, Elías Ingi 2, Sigurður S. 1,
Unnar 1, Þorsteinn I, Sigurður E. 1
og Gunnar Bergur 1.
Varin skot: Reynir 11/1, Davíð
2/1.
Óheppnir
Helgina 9.-11 .janúar fór fram ís-
landsmótið í innanhússknattspymu
4.flokks karla. Strákamir voru
mjög óheppnir og misstu leiki niður
í jafntefii eða tap á síðustu sekúnd-
unum. Úrslit leikja urðu þannig:
ÍBV - Þróttur Vogum 1 - 0
ÍBV - ÍA 3-3
ÍBV - Þróttur Rvk. 2-3
ÍBV - Víðir Garði 1-1
ÍBV - KFR 2 - 1
Því miður komust Eyjastrákar ekki
í úrslit en marga ljósa punkta var að
sjá í leik þeirra. Sigurlás Þorleifs-
son stjómaði flokknum og Kristinn
R. Jónsson, sem mun þjálfa
flokkinn í sumar, var honum innan
handar.
Sott á brattann
Fimmta flokki karla gekk mjög illa
á íslandsmótinu í innanhúss-
knattspymu og vann aðeins 1 leik í
sínum riðli. Sigurlás Þorleifsson,
þjálfari, sagði að mikið hefði verið
um forföll hjá sínum strákum og
einnig hefði reynsluleysi verið
áberandi. „Það var þétt spilað,
aðeins 1 leikur á milli okkar leikja
þannig að það var margt sem varð
til þess að árangurinn varð ekki
betri en raun bar vitni," sagði
Sigurlás að lokum. En úrslit
leikjanna fóru sem hér segir:
ÍBV - ÍR 2-8
ÍBV - Fjölnir 0 - 3
ÍBV - FH 1-1
ÍBV - Njarðvík 3 - 2
ÍBV -Þróttur 0-7
Gísli í ÞórAk.
Varamarkmaður mfl.ÍBV í knatt-
spyrnu, Gísli Sveinsson, hefur
ákveðið að yfirgefa herbúðir Eyja-
manna og ganga til liðs við I.
deildar lið Þórs frá Akureyri. Þetta
kemur á slæmum tíma fyrir ÍBV,
sem þarf að finna annan markvörð.