Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 29.01.1998, Síða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 29.01.1998, Síða 6
o Fréttir Fimmtudagur 29.janúar 1998 Frá útskriftinni í Amýóuhúsinu á föstudaginn. Opna hraðskákmótið í Sparisjóðnum: Helgi Ólafsson vann allar sinar skákir 43 Ijúka fiskvinnslunámskeiðum: Nemendur í Eyjum að nálgast eítt Þúsund Benedikt Ragnarsson leikur fyrsta leikinn fyrir Helga uið upphaf mótsins. Fremst á myndinni er Sigurjón Þorkelsson en hann varð í 3. til 4. sæti í mótinu. Síðasta föstudag fór fraru útskrift á fiskvinnslunámskeiðum í Alþýðu- húsmu. Að þessu sinni luku 43 starfsmenn fiskvinnslustöðvanna í Eyjum grunn- námskeiðum Starfsfræðslunefndar fiskvinnslunnar, en þau hófust 12. janúar sl. Bóklegi þátturinn sem tekur 40 klukkustundir skiptist í 10 þætti og fjalla þeir um margvísleg mál sem tengjast starfi fiskvinnslufólks. Af leiðbeinendum á námskeiðunum voru átta úr Eyjum og tveir ofan af landi. Verkleg þjálfun starfsfólks fer fram í fyrirtækjunum og er lögð áhersla á að starfsfólk eigi kost að kynnast sem flestum þáttum í fiskvinnslu. Staifsfræðslunámskeið fiskvinnsl- unnar fóru af stað með skipulögðum hætti haustið 1986 og á þessum 11 árum hafa 920 starfsmenn í fisk- vinnslu og bræðslum lokið þeim hér í Vestmannaeyjum. Þessi námskeið eru haldin í samvinnu fiskvinnslu- fyrirtækja og verkalýðsfélaga undir yfirstjóm Starfsfræðslunefndar fisk- vinnslunnar. Nefndin sem hefur að- setur í Sjávarútvegsráðuneytinu sér um námskeiðahald fyrir fiskvinnslu- fólk um land allt. Nýráðinn starfs- maður nefndarinnar Guðrún Eyjólfs- dóttir, fyrrv. fréttamaður á Útvarpinu var viðstödd útskriftina í Alþýðu- húsinu sl. föstudag. Það hefur verið siður við þessa útskrift hin seinni ár hér í Eyjum að við hvert hundrað sem lýkur námskeiðum fylgir ferðavinningur. Dregið var um hver væri númer 900 og reyndist hin heppna vera Svava Eggertsdóttir starfsmaður í Vinnslu-stöðinni. Af þessum 43 starfsmönn- um sem luku námskeiðum voru 27 úr ísfélaginu, 13 úr Vinnslustöðinni og tveir frá Aðgerðaþj ónustunni. Um síðasta laugardag var haldið opið hraðskákmót á vegum Taflfélags Vestmannaeyja í tilefni þess að fimm ár voru liðin frá lokum á svonefndri biðskák aldarinnar. En skák þeirra Helga Olafssonar síðar stórmeistara og Andra Hrólfssonar fór í bið daginn fyrir eldgosið 1973, en lauk nákvæmlega 20 árum síðar. Alls tóku 20 keppendur þátt í hrað- skákmótinu sem fór fram í fundarsal Sparisjóðsins, en í þeim sal luku þeir Helgi og Andri sinni gömlu biðskák og Helgi varð útnefndur Skákmeistari Vestmannaeyja 1973, þann 23. janúar árið 1993. Umhugsunartími á keppenda til að Ijúka hverri skák var átta mínútur og voru alls tefldar 11 umferðir eftir svokölluðu Monradkerfi. Helgi Ól- afsson sigraði á mótinu með 11 vinninga, í öðru sæti varð Össur Kristinsson með níu vinninga, en Össur var formaður Taflfélags Vm. 1972-1977, í þriðja til fjórða sæti Andri Hrólfsson og Sigurjón Þorkelsson með 8 Vi vinning og í fimmta sæti varð Amar Sigur- mundsson með sjö vinninga. Björn ívar Karlsson, yngri hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir mjög góðan árangur á mótinu, en hann ásamt nokkrum öðrum hlaut sex vinninga. Sem fyrr sagði voru keppendur á hraðskákmótinu tuttugu talsins og var öll aðstaða til keppni til fyrirmyndar í Sparisjóðnum. Forráðamenn Taflfé- lagsins færa Benedikt Ragnarssyni sparisjóðsstjóra bestu þakkir fyrir lánið á fundarsalnum og allar móttökur sem áttu sinn þátt að gera skákmótið hið eftirminnilegasta. Ferðamál Opinn fundur um ferðamál verður mánudaginn 2. febrúar í Rannsóknasetrinu að Strandvegi 50, 3. hæð kl. 20:00 Allir velkomnir. Fyrir hönd ferðamálaráðs Vestmannaeyja, Páll Marvin Jónsson. Frá uinstri, Andri, össur, Helgi og Arnar en peír skipuðu fjögur af fimm efstu sætunum á mótinu og lentu peir í nær sömu sætum á skákpinginu 1973. Sigurgeir Jónsson skrifar tudegi Af gosfagnaði Það hefur vart farið fram hjá neinum að um síðustu helgi var þess rækilega minnst að aldarfjórðungur var liðinn frá því að eldgos hófst í Heimaey. Famar voru blysfarir á föstudag og endað í Herjólfi með ræðum og söng. A laugardag var efnt til golfmóts og skákmóts, nýr lóðs afhentur, málverkasýning og^ ókeypis í Byggðasafn, Náttúrugripasafn og íþróttamið- stöð. Svo á sunnudag var þessara tímamóta minnst með gosmessu í kirkjunni og almennum fundi á vegum bæjarstjómar. Þarna var sem sagt um þriggja daga dagskrá að ræða og er skrifara sagt að vel hafi til tekist. Fjölmiðlar ofan af fastalandinu létu sig heldur ekki vanta á svæðið og í einhverjum þeirra var minnst á hátíðahöld í tilefni gosafmælis, jafn dásamlega og það nú hljómar. Forráðamenn bæjarins gættu þess hins vegar vel að fram kæmi að allt þetta húllumhæ væri haldið í minningu gossins en ekki til að halda upp á það eins og seinheppnir útvarpsmenn á einni höfuðborgar- stöðinni komust að orði. Nú er ekkert að því að minnast atburða, hvort sem þeir em gleðilegir eða válegir, en skrifara fannst fullmikið í lagt með öllum þessum „hátíðahöldum." Honum þótti blysförin vel til fundin, messan sjálfsögð og í sjálfu sér allt í lagi með almennan fund. Hitt hefði mátt eiga sig og óþarfi að halda þríheilagt vegna þessara tímamóta. Eitthvað hlýtur að verða gert merkilegt í sumar þegar haldið verður upp á 25 ára goslok. Þá er í raun miklu eðlilegra að halda upp á viðburði. Sjálfsagt verður skipuð nefnd til að móta tillögur að því hvernig gosloka verði minnst. Og fyrst ekki nægðu rninna en þrír dagar til að minnast upphafs eldgoss, þá má reikna með að þar verði um viku að ræða að minnsta kosti þegar loka þeirra verður minnst. Skrifara er ekki kunnugt um að almennt hafi það tíðkast, hvorki á íslandi né annars staðar í veröldinni, að válegra atburða hafi verið minnst með miklum tilfæringum. Hann hefur a.m.k. hvergi rekist á það í annálum að Vestmannaeyingar hafi sérstaklega haldið upp á afmæli Tyrkjaráns, hvorki á 25 ára, 50 ára né 100 ára afmælinu og kannski ekki sérstök ástæða til. Þá veit hann ekki til að Evrópubúar haldi sérstaklega upp á upphafsdag seinni heimsstyrjaldarinnar, aftur á móti er víða mikið um dýrðir á vopnahlésdaginn þegar styrjöldinni lauk. Þann dag koma gjaman gamlir hermenn saman og gera sér glaðan dag. Skrifara þótti sem sagt fullmikið gert úr þessu 25 ára gosafmæli. Auðvitað var sjálfsagt að minnast þess en honum hefði þótt það mega vera gert á látlausari hátt, það lá við að hátíðablær svifi yfir vötnum. Einn kunningi skrifara (og kannski fleiri) er honum ekki sammála um þetta. Hann sagði fulla ástæðu að halda upp á að allir skyldu halda lífi í þessum hamförum. Skrifara rámar þó í að einn hafi látist vegna gaseitrunar, raunar þegar nokkuð var liðið á gosið. Og skrifara grunar að þeir sem allt sitt misstu í gosinu og fengu seint eða ekki bætt, hugsi ekki með sérstökum hlýhug til þessa dags fyrir 25 árum. Skrifari á það væntanlega fyrir höndum, eins og aðrir, að kveðja þetta jarðlíf einhvem góðan veðurdag. Hann á ekki von á því að fólk komi til með að fagna þeim degi sérstaklega í framtíðinni, jafnvel þótt 25 ár verði liðin frá andláti hans. Þó væri kannski ástæða til þess, ef til vill myndu einhverjir vilja fagna því að losna við annan eins bannsettan nöldrara sem röflar yfir öllum sköpuðum hlutum, hlutum á borð við 25 ára gosafmæli. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.