Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 29.01.1998, Page 7

Fréttir - Eyjafréttir - 29.01.1998, Page 7
Fimmtudagur 29. janúar 1998 Fréttir 7 LESENDABRÉF Snúum vöm í sókn Nú um nokkurt skeið hefur umræðan um atvinnumál okkar Vestmannaeyinga verið töluverð. Þessi umræða tengist að sjálfsögðu þeim raunveruleika sem við okkur blasir, sem sé því að íbúum í Vestmannaeyjum fer fækkandi. Það er bláköld staðreynd og í ljósi hennar verður að bregðast við og snúa vöm í sókn. Ekki dugir að berja hausnum við steininn og tönnlast á því að hér sé allt í lagi og fullkomið. Þannig er það einfaldlega ekki. Ég hef bæði í bæjarstjóm og í blaðagreinum bent á að bæjar- yfirvöldum beri skylda til að hafa frumkvæði í atvinnumálum, sér- staklega þegar á stendur sem nú. Ég hef ekki farið dult með þá skoðun mína að núverandi meirihluti bæjarstjómar hefur brugðist að þessu leyti. Það hefur reyndar orðið okkur Vestmannaeyingum nokkuð dýrt. Tillögurfelldar í nóveber 1995 lögðum við Guðmundur Þ.B. Ólafsson fram tillögu um að bæjarsjóður hefði frumkvæði að stofnun atvinnu- þróunarsjóðs og að bæjarsjóður fengi aðila innanbæjar og utan til að vera með. Tillaga þessi var felld. Á sama tíma lögðum við Guðmundur til að bæjarstjóm hefði frumkvæði að þvf að stofna al- menningshlutafélag eða félög til að koma á nýsköpun í atvinnumálum okkar Vestmannaeyinga. Þar kæmi bærinn inn sem hluthafi tímabundið. Tillaga þessi var einnig felld í bæjarstjóm. Ög enn lögðum við fram tillögu um að atvinnumálafulltrúa Vestmanna- eyjabæjar yrði falið að vinna úr hugmyndum sem við höfðum bent á í greinargerð um atvinnuuppbyggingu. Enn var tillagan felld. Átvinnu- málafúlltrúinn á þeim tíma átti að hafa annað að gera en að stússast í slíkum málum. Meðal annars af þessum ástæðum tel ég að bæjaryfirvöld hafi ekki sinnt skyldu sinni í atvinnumálum. Nú virðist þó einhver vera að vakna og er það út af fyrir sig gott þótt seint sé. Hvort það tengist eitthvað bæjar- stjómarkosningum þeim sem á næsta leiti eru skal ósagt látið. Um það verða bæjarbúar að dæma með hliðsjón af afgreiðslu á ofangreindum tillögum. Margt jákvœtt En þrátt fyrir þetta og sem betur fer hefur margt jákvætt gerst í atvinnumálum okkar Vestmanna- eyinga og sýnir það best að möguleikamir eru fjölmargir. Von- andi heldur sú þróun áfram af fullum krafti. Ég vil hér sérstaklega nefna stofnun Þróunarfélagsins sem ég held að geti átt drjúgan þátt í því að snúa vöm í sókn í atvinnumálum. Nýjustu hugmyndir félagsins um iðngarða em mjög áhugaverðar og verða vonandi til þess að ýta undir tjölbreyttara atvinnulíf í bæjarfélaginu og auka okkur bjartsýni á framtíðina. Þá hafa ýmsir einstaklingar stofnað hér fyrirtæki sem einnig hljóta að renna traustari stoðum undir atvinnulífið. í þessu sambandi nefni ég til dæmis fyrirtækið Tölvun sem á greinilega mikla og bjaita framtíð fyrir sér byggðarlaginnu til hagsbóta. Hér má einnig nefna þvottastöðina Ása, Lifrarsamlagið og fleiri fyrirtæki sem lofa góðu. Mörkum skýra atvinnustefnu. Ég tel hins vegar eina meginforsenduna fyrir því að hér í Eyjum verði vöm í sókn snúið vera þá að bæjaryfirvöld hafi skýra atvinnu- stefnu og frumkvæði á sviði atvinnu- HITACHI mála. Séu þær forsendur fyrir hendi er stórt skref stigið og þá þurfum við ekki að bera kvíðboga fyrir framtfðinni. Ragnar Óskarsson MIDSTO&IM Strandvegi 65 Sími 481 1475 Spílavíst Við stelpurnar, Imba og Erla hefjum spilavistina sunnudaginn 1. febrúar. Mætum öll kát og hress. Sjálfstæðisfélögin ■FMV2> FISKMARKAÐUR VESTMANNAEYJA HF. Aðalfundur Fiskmarkaðs Vestmannaeyja hf fyrir starfsárið 1997 verður haldinn föstudaginn 6. febrúar 1998 kl. 17.00 í Akóges við Hilmisgötu Dagskrá fundarins verður eftirfarandi: 1. Skýrsla stjórnar fyrir síðastliðið starfsár. 2. Rekstrar- og efnahagsreikningar félagsins ásamt endurskoðunarskýrslu endurskoðanda félagsins lagðir fram til staðfestingar. 3. Önnur venjuleg aðalfundarstörf 4. Önnurmál Aðstoð við M SKATTFRAMTOL Undirrituð stéttarfélög munu að venju aðstoða félagsmenn sína við skattframtöl. Félagsmenn eru beðnir að koma með eftirfarandi gögn: Afrit af skattaskýrslu fyrra árs. Launaseðla Kvittanir fyrir afborganir af lánum. Tilkynningu um fasteignamat. Hvaða ár fasteign var keypt. Viðskiptayfirlit úr banka. Skattskýrslur verða að hafa borist til skrifstofu viðkomandi stéttarfélags fyrir lokun fimmtudaginn 5. febrúar nk. Skýrslur sem berast eftir þann tíma verða ekki afgreiddar. Ath! Ekki er aðstoðaða við framtöl vegna atvinnurekstrar og umrædd aðstoð er eingöngu fyrir félagsmenn. Sjómannafélagið Jötunn Verkakvennafélagið Snót Verkalýðsfélag Vestmannaeyja Verslunarmannafélag Vestmannaeyja ^mAr% VESTIVIANNAEYJfl Verkstjórar! Aðalfundur Verkstjórafélags Vestmannaeyja verður haldinn á Hertoganum sunnudaginn 1. febrúarnk. kl. 13.00 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnurmál Kaffiveitingar Mætið vel Stjórnin Smáar Hómoði Ibúð óskast Óska eftir einstaklingsíbúð á leigu. Upplýsingar í síma 897 1185. Raggi. íbúð óskast Þriggja herbergja íbúð óskast til leigu í lágmark 1 ár. Ekki yfir 30.000 á mánuði. Upplýsingar í síma 481 2948 íbúð óskast Þriggja til fjögurra herbergja íbúð óskast á leigu. Óskað er eftir lágri leigu. Upplýsingar í síma 557 3832 Herbergi óskast Herbergi óskast með aðgang að baði og helst eldhúsi. Upplýsingar í síma 481 1919 í hádegi og á kvöldin. Fjallahjól týnt 26“ svart fjallagírahjól hefur tapast. Finnandi eða einhver sem gæti gefið upplýsingar um hvar hjólið er, er beðinn að hringja í síma 481 2970 Gleraugu í óskilum Gulllituð gleraugu í svörtu hulstri eru í óskilum hjá okkur á Fréttum Týndur brúsi I rokinu um áramótin fauk stór mjólkurbrúsi frá húsi Árna Johnsen, Höfðabóli. Þeir sem kynnu að hafa orðið brúsans varir, vinsamlega skilið honum til Árna, allavega innihaldinu, þótt einhver vilji hirða brúsann. Jakki týndur Dimmblár kvenjakki tapaðist á balli á annan í jólum. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 481 2722 Snyrtitaska tekin Ljósbrún snyrtitaska var tekin í misgripum í íþróttamiðstöðinni mánudaginn 19. janúars.l. Sá sem hefur töskuna undir höndum hringi í síma481 2194 Teikna og smíða: Sólstofur, útihurðir, glugga, utanhúss- klæðningar, þakviðgerðir og mótauppsláttur. Agúst Hreggviðsson Sími: 481-2170 Trésmiðaverkst: Miðstræti 23 481 2176 GSM: 897 7529 OA OAfimiiir eni holdnir í tumhcrberjji Lanriakirkju (fienjiið inn um odcildyr) rndmidajya kl. 20:00. m - finon Þriðjudogo: Byrjendofundir kl: 20:00 fllmennir fundir kl: 20:30 flð Heimogötu 24 Ársæll Árnason HÚSASMÍÐAMEISTARI Bessahrauni 2, sími 481-2169 GSM 899 2549 ALHLIÐA TRÉSMÍÐI

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.