Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 29.01.1998, Síða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 29.01.1998, Síða 8
8 Fréttir Fimmtudagur29. janúar 1998 Almennur borgarafundur um stöðu Vestmannaeyja ínútíð og framtíð: Hskur er og verður undir- staða byggðar í Eyjum -en líta verður til allra átta eftir tækifærum, ekki síst til upplýsingabyltingarinnar Haldinn var almennur fundur um stöðu Vestmannaeyja á sunnudaginn í tónleikasal Listaskólans. Um 140 manns mættu á fundinn og komu fram margar og athyglisverðar skoðanir um stöóuna. Var ekki annað að heyra en að möguleikar og vaxtarbroddar væru fyrir hendi í ríkum mæli, ef menn hefðu kjark og áræði til þess að nýta þá. Horfðu menn einkum til möguleikanna á sviði hugbúnaóar og upplýsingatækni. Hins vegar þótti mönnum að útlit í vinnslu sjávarafla væri þyrnum stráð braut, einkum í bolfiskvinnslunni þó kom fram að Vinnslustöðin ætlar að leggja aukna áherslu á bolfiskvinnslu í landi. Sem dæmi um geigvænlega þróun í sjávarútvegi voru nefnd, fækkun skipa, fækkun starfsfólks í fiskvinnslu, flutningur kvóta úr byggóarlaginu og iandanir afla utan Vestmannaeyja. Einnig var mönnum tíórætt um hagræðingu sem nauðsynlegt væri að vinna að og taka upp nýja launaskipan fiskvinnslufólks og breytt vinnufyrirkomulag. Landsbyggðin hefur tapað ímyndarstríðinu Frummælendur voru sjö og steig Orn D. Jónsson forsvarsmaður Ritts verkefnis, sem fjallar um svæðisbundna nýsköpun og kanna svæði frá ólíkum sviðum, fyrstur í ræðustól. Hann sagði að landsbyggðin hefði kannski tapað ímyndarstríðinu við stór Reykjavíkursvæðið. Hann sagði að í Ijósi atvinnuþróunar síðustu tveggja ára kæmi æ betur í Ijós mikilvægi þekkingar og menntunar. Vildi hann meina að menntunin væri lykilhugtak í þessari umræðu að menntunin væri öflugasta auðlindin.. Hann sagði að menn hefðu talið að Reykjavík myndi mettast af menntamönnum og þeir halda út á land, en raunin hefur ekki verið sú, heldur hafi þeir sest að í Reykjavík. í byggðarlagi eins og Vestmannaeyjum sem byggir afkomu sína á vinnslu sjávarafla hefðu menn trúað á mátt sérhæfingarinnar. Hins vegar væri þetta einnig spuming um það hvað menn vildu sætta síg við. „Þetta er spuming unt neyslu,“ sagði Öm. „Aðstæður hafa batnað en ekki nóg og fólk gerir einfaldlega meiri kröfur." Öm sagði að ef menn ætluðu að vera utan þess hrings sem höfuð- borgarsvæðið markaði, þyrftu menn að koma til móts við kröfur fólks og auka fjölbreytnina. Menn þyrftu einnig að spyrja sig þeirrar spumingar hvort þeir vildu vera í takt við það sem fólk vill. ef svo væri þyrfti engu að kvíða. Örn vildi og meina það að í Vestmannaeyjum væru boðleiðir stuttar og menn gætu tekið ákvarðanir og komið verkefnum í framkvæmd á skemmri tíma en í Reykjavík. Hann benti á að Vestmannaeyingar hefðu verið skjótir að tileinka sér nýjungar og sagði það gott dænti um það fyrirhugað Athafnaver ungs fólks í Vestmannaeyjum. Að lokum sagði hann að þróunin benti til þess að hagkvæmnin yrði látin ráða og þó að ntenn berðust við einhverja svartsýni á stundum væri svartsýnin oft tæki til þess að koma jákvæðum hlutum í gír. Bjarki Brynjarsson hjá Þróunar- félaginu drap á helstu atriði sem höfð hefðu verið í huga með stofnun félagsins. Hann sagði hlutverk félags- ins að finna leiðir og markmið til eflingar fjölbreytni í atvinnulífinu. Bjarki sagði að helstu þættir starf- seminnar byggðust á ráðgjöf, upplýs- ingaöflun, verkefnastjórnun fyrir fyrirtæki í Eyjum og og annars staðar auk nýsköpunar, eða hvemig hægt er að koma fótum undir ný fyrirtæki í Eyjum. Hann sagði það grundvallar- atriðið að rækta jarðveginn til þess að hægt væri að skapa rétt umhverfi. Hins vegar benti hann á að nauð- synlegt væri að hafa aðgang að sjóði þar sem hægt væri að fá áhættu- fjármagn til nýsköpunnar. Meðal þess sem hann sagði í gangi núna hjá Þróunarfélaginu væri uppbygging athafnaversins fyrir ungt fólk og verkefni þar sem skoða ætti hvaða möguleika menn hefðu til þess að hindra báta- og kvótasölu frá Eyjum. Davíð Guðmundssn hjá Tölvun sagði í framsögu sinni sem tjallaði unt framtíðarsýn í tölvu- og upplýsinga- tækni að sjö starfsmenn væru núna hjá fyrirtækinu og að nauðsynlegt væri að fjölga þeim. Hann sagði að fyrirtækið þjónustaði bæði bæinn og fiskvinnsluna og það væri löng hefð fyrir því. Það fyrirtækjasamstarf unt sameiginlegan rekstur tölvu- og samskiptanets hefði verið það stærsta á landinu á sínum tíma og að innra tölvunet í Eyjum ætti ekki sinn líka á Islandi. Hins vegar væri ljóst að bæta þyrfti tengingar milli lands og Eyja. „Það þarfa að efla þjóðbraut upplýsinga.“ sagði Davíð. ,JÞað snýst ekki síst um að efla tengingar við fyrirtæki annaðhvort í lofti eða með kapli." Hann sagði að grundvöllur væri góður fyrir frekari þróun á þessu sviði. Listasetur fyrir myndlistarmenn AIls komu þrettán fyrirspurnir frá áheyrendum að afloknum lfamsögum. Þær vom jafn fjölbreyttar og þær vora ntargar. Jóhanna Bogadóttir mynd- listarmaður spurði til dæmis hvort ekki væri vilji til þess hjá bæjaryfirvöldum um að koma á fót listasetri fyrir myndlistarmenn. Hún sagði að mörg byggðarlög um landið hefðu lagt metnað sinn í að koma upp slíkum setrum, þar sem fyrir væri vinnuaðstaða og listamenn gætu sótt urn að dvelja á slíku setri ákveðinn Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, sagði að þann 1. desember sl. hefðu íbúar í Vestmannaeyjum verið 4.640 og hefði þeim fækkað um rúm 2% á milli ára. Þessa þróun skoðaði hann í ljósi nokkurra staðreynda, s.s. breytinga sjávarútvegi. „Ef við skoðun þróun útgerðar hér í Eyjum og miðurn við báta yfir tíu rúmlestir þá voru þeir 50 árið 1986, árið 1990 voru þeir 60 og árið 1997 voru þeir 43. Árið 1984 var meðalrúmlestatalan 186, árið 1990 203 rúmlestir og árið 1997 302 rúmlestir sem er tæp 50% hækkun, sem segir kannski mest allt sem segja þarf. Það hefur fækkað um 17 skip á þessum sjö áram en sl. þrjú ár hefur skipum fjölgað og rúmlestatalan hefur hækkað unt 814 eða um 6,7%.“ Guðjón sagði að þrátt fyrir fækkun í flotanum hefði sjómönnum fjölgað um 100 á þessu tímabili á kostnað landvinnslunnar. Um fiskvinnsluna sagði Guðjón að sameining fyrirtækja, hagræðing í reksu i og tækniþróun hefði leitt af sér verulega fækkun starfsfólks. „Ef skoðuð er atvinnuskipting frá Byggðastofnun um ársverk í Vest- mannaeyjum þá hefur störfum í hvers konar fiskvinnslu fækkað úr600 árið 1985 í rúmlega 400 störf árið 1995. eða um 190 störf á einum áratug. í öðrum starfsgreinum eru sveiflur á milli ára, en fækkun hefur orðið í verslun frá 1985 og hjá iðnaðar- mönnum, þó svo að ég hafi það á tilfinningunni í dag að iðnaðar- tíma í senn. Nefndi hún Hafnarfjörð og Akureyri sem góðar fyrirmyndir í þessu efni. Vildi hún að fenginn yrði arkitekt til þess að teikna slíkt hús og mönnum hafi fjölgað hér í Eyjum frá 1995.“ Næst rakti Guðjón viðbrögð bæjar- stjómar við þessari þróun. „Bæjar- yfirvöld hafa gert sitt til þess að gera búsetuskilyrði hér sem best. Álögur á íbúa era í lágmarki, við erum með lægsta útsvar en það má geta þess að ef hæsta útsvar yrði lagt á, væru íbúar hér að greiða 40 milljónum meira, sem er það sama og fasteignagjalda- tekjur bæjarsjóðs af íbúðarhúsnæði.“ Þá nefndi hann lækkun á gjaldskrá hitaveitu og rafhitun urn 30% á síðasta ári og lækkun fargjalda á Herjólfi. Einnig uppbyggingu skólanna. „Það liggur fyrir áætlun hvemig ljúka skuli uppbyggingu grunnskólanna vegna einsetningar og síðan hefur fengist tjármagn til þess að ljúka hönnun við byggingu bóknámsálmu við Framhaldsskólann. Listaskólinn sem við erum hér í dag mun einnig vaxa og dafna á næstu árum með fjölþætta starfsemi á sviði menningar og lista. Félagsþjónusta er mjög góð. Við erum með fagmenntað fólk sem stjómar félagsgeiranum. Leikskóla- plássum hefur tjölgað ntikið og má segja að biðlistar era nánast ekki til á leikskólum. Málefni fatlaðra eru komin yfir til sveitarfélagsins og nýlega var ráðinn starfsmaður til þess að sinna þeim málaflokki sérstaklega. Atvinnumál fatlaðra eru hvergi betri en hér í Eyjurn." í menningarmálum sagði Guðjón stöðuna nokkuð góða og boðaði stækkun Fiska- og náttúrugripa- ekki væri verra að sá arkitekt væri úr Vestmannaeyjum. Nefndi hún til sög- unnar arkitekt sem nú býr í París og getið hafi sér góðs orðs í arkitektúr. safnsins sem er orðið of lítið. „Spuming er hvort ekki eigi að skoða það í stærra samhengi og koma hér á fót sjóminjasafni í samstarfi við náttúragripa og fiskasafnið og yfirvöld Rannsóknasetursins." Meðal annarra atriða sem hann nefndi er áframhaldandi uppbygging íþróttamannvirkja, framkvæmdir á vegum hafnarinnar, góða stöðu í heilbrigðismálum og gott vegakerfi í Vestmannaeyjum. Þá sagði hann Eyjamenn í forystu í sorphirðu og um- hverfismálum. „Rannsóknasetrið og þær stofnanir sem eru í Hvíta húsinu eru dæmi um gott sambýli menntaðra og metn- aðarfullra starfsmanna sem eru að vinna að mörgum góðum málum, þessu bæjarfélagi til heilla. Ágæm fundamtenn: ViðEyjamenn erum rúm I 1/2 % þjóðarinnar en eram með rúm 10% af aflahlutdeild og það er mjög mikilvægt að halda okkar hlut. í sjávarplássi eins og Vestmannaeyjum er það ljóst að þegar vel fiskast, þá hefur það margfeldisáhrif á allt atvinnulíf í bænum. Við höfum öll trú á þessu bæjarfélagi sem við búunt í og ætlum okkur að byggja það áfram upp af sarna myndarskap í ffamtíðinni. því ef við beram Vestmannneyjar saman við sambærileg bæjarfélög þá er ljóst að við erum að gera góða hluti í fíestum málum þó svo að alltaf megi gera betur og það ætlum við að gera í framtíðinni," sagði Guðjón að lokum. Bæjarstjórn hefur brugðist við aðstæðum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.