Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 29.01.1998, Qupperneq 11

Fréttir - Eyjafréttir - 29.01.1998, Qupperneq 11
Fimmtudagur 29. janúar 1998 Fréttir ii Tveir Eyjamenn í borgarstjómarslagnum í Reykjavík S Ami Sigfusar og Sigrún Elsa berjast á sinn hvomm vængnum Árni Sigfússon í einní af mörgum heimsóknum sínum til Eyja. Hér er hann ásamt Sigurði Reimarssyni brennukóngi með meiru og Guðjóni Hjörleifssyni bæjarstjóra. íg vona að lylamenn í Reykiank Rnnl Ul samstöðu með mér -segirArni Sigfússon borgarstjóraefni sjálfstæðismanna Árni Sigfússon borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins á ætt og uppruna sinn til Eyja, eins og allir vita. Er fæddur hér og uppalinn en fluttist til Reykjavíkur í gosinu. Hann segir menn vel stemmda eftir niðurstöðu prófkjörs flokksins og að listinn sé sterkur. „Við erum bjartsýn á árangur en tökum þetta síður en svo sem gefið!" segirÁmi. Aðspurður, segir hann að ör flutn- ingur fólks af landsbyggðinni til suðvesturhomsins sé visst áhyggjuefni fyrir landsmenn, en hann telur hægt að snúa þróuninni við, helst ef minni samfélög gerast framverðir nýjustu tækni. ,J>að er hins vegar athyglisvert að fólk er ekki að flytja til Reykja- víkur. heldur flytur það til annarra sveitarfélaga á svæðinu. Eg vil nefna í því sambandi, að í Reykjavík var á síðasta ári aðeins 1 % fjölgun á meðan fjölgunin nemur til dæmis 6% í Kópavogi. Þetta helgast að miklu leyti af framboði fbúðahúsnæðis og lóðaframboði, en þar hefur R-listinn ekki staðið sig sem skyldi. I Reykja- vík er félagslega kerfið hins vegar nú mjög opið og fólk í leit að fjárhags- aðstoð sækir því hingað vegna þess.“ Ámi segir að hvort sem horft er til stórra samfélaga eða lítilla, þá álíti hann að hvert samfélag þurfi að hafa sterka innri byggingu, sem býður íbúum þjónustu á flestum sviðum í samræmi við kröfumar á hverjum tíma. „Ég óttast ekki framtíð Vest- mannaeyja ef þessi innri bygging er til staðar. Með aukinni tæknivæðingu em miklir möguleikar og ég bendi á stórkostlega hluti sem verið er að gera í Hvíta húsinu í Eyjum. Ég fullyrði að hvergi á landinu sé meiri gróska af sama tagi en þar og þið þurfið að meta og virkja enn frekar þá hæfu einstak- linga sem koma þar að málum.“ Ámi segist ekki líta svo á að Reykjavík sé í samkeppni við landsbyggðina. Reykjavík er í aukn- um mæli að glíma við aðrar borgir í Evrópu og Bandaríkjunum. „Lítil sveitarfélög líta kannski á sig í sam- keppni við Reykjavík, þegar þau ættu að líta svo á að öll samfélög þurfa að bjóða stórt borgarsamfélag, því annars flyst það unga fólk, sem eftir slíku sækist, einfaldlega úr landi. Það er engu samfélagi hér á landi til góðs.“ Ámi segist ekki ætla að höfða neitt sérstaklega til Vestmannaeyinga í Reykjavík í kosningunum í vor. „Eyjamenn eru vanir að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Það upplag sem ég hef fengið hlýt ég að virða í öðmm. Ég vona þó að Eyjamenn í Reykjavík frnni til samstöðu með þeim sem er fæddur og uppalinn til 12 ára aldurs á þeim stað sem best er að alast upp. Ámi Sigfússon verður aldrei aðskilinn frá þeirri reynslu. Snobb- aramir telja það mína vankanta. Við vitum betur,“ segir Ámi að lokum. Sígrún Elsa Smáradóttir. HvetVestmannaeyinga og landsbyggðarfólk til að taka bátt í prðfkiörinu -segir Sigrún Elsa Smáradóttir frambjóöandi í prófkjöri R-listans Sigrún Elsa Smáradóttir matvæla- fræðingur er frá Vestmannaeyjum °g hyggst nú taka þátt í prófkjöri Reykjavíkurlistans þann 31. janúar næstkomandi. Sigrún hefur starfað í Alþýðu- bandalaginu og er félagi í Grósku sem em samtök ungliða innan stjómmála- flokkanna og áhugafólks um samstarf og sameiningu flokka á vinstri væng stjómmálanna. „Tilgangurinn með Grósku var að þrýsta á viðræður og ná sameiginlegum málefnagrundvelli í samstarfi og sameiningarviðræðum flokkanna á vinstri vængnum. I Grósku stjómaði ég í hópi sem sá um utanríkismál, en einnig er ég vara- formaður í Birtingu framsýn og hef starfað í ungliðahreyfingu Alþýðu- bandalagsins." Hún segir að það sé mikilvægt að vinna með öðmm og að hún búi að þeirri reynslu sem starfið í grasrótinni hafi veitt henni. J kosningunum í vor er lagt upp með ákveðna stefnu sem ekki þarf að versla með við myndun meirihluta. Þetta er allt saman klárt áður en gengið er til kosninga.“ Sigrún segir að hún hafi fengið einróma stuðning flokksfélaga sinna til þess að bjóða sig fram í prófkjörinu og ekki hafi komið upp neinn ágreiningur um veru hennar á listanum. „Ég hef ekki starfað beint í borgannála-pólitíkinni, hins vegar er ég í Reykjavíkurfélagi Alþýðubanda- lagsins. Ég hef ekki verið í neinum ráðum eða nefndum á vegum borgarinnar, en ég hef ekkert minni reynslu af borgarmálefnum þrátt fyrir það. í þessu prófkjöri er fólk með fjölbreyttan bakgrunn og það gefur einnig kost á endumýjun.“ Sigrún flutti frá Eyjum árið 1992 og segir það að vera aðkomumanneskja í borginni gefi aðra sýn á hana. „Ég fór til Reykjavíkur til náms og þekki því nokkuð til þess hvemig aðstaða námsfólks er þar, hvort sem um er að ræða félagslega aðstöðu eða aðra þjónustu. Það sem ég sakna mest frá því að búa út á landi er ákveðið öryggi sem maður hefur til dæmis að geta hleypt bömum sínum út að leika sér án þess að hafa verulegar áhyggjur af þeim. Sem landsbyggðarmanneskja gefur það manni aðra sýn á uppeldismál og hvernig þeim gæti verið háttað í borginni. Fólk verður kannski svolitlir einstæðingar þegar það yfirgefur uppmna sinn, sér í lagi ef það á fjölskyldu sína annars staðar álandinu. Þegarfólki af landsbyggð- inni er alltaf að fjölga í Reykjavík held ég að reynsla mín muni nýtast mjög vel.“ Hún segist ekki hafa starfað í pólitíkinni í Eyjum, nema þá að hún hafi komið lítillega að starfi Vestmannaeyjalistans fyrir síðustu sveitarstjómarkosningar. „Allir sem fara f framboð í fyrsta skipti búa að sinni eigin reynslu. Það er ekki nauðsynlegt að vera atvinnupólitíkus til þess bjóða sig fram, heldur að þekkja raunvemleika sinn og umhverfi og miðla þeirri þekkingu, til þess að efla félagslega meðvitund fólks. Ég skora bara á fólk að fjöl- menna á kjörstað og hvet Vestmannaeyinga og landsbyggðar- fólk í Reykjavík, sem telur að R-listinn eigi erindi í borgarstjórn Reykjavíkur til að taka þátt í prófkjörinu," segir Sigrún að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.