Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 29.01.1998, Page 12

Fréttir - Eyjafréttir - 29.01.1998, Page 12
12 Fréttir Fimmtudagur 29. janúar 1998 Sjálfvirkt eldfjallaviðvörunarkerfi í Vestmannaeyjum: Upplýsingarnar dreifast vítt og breitt um Evrópu Hörður Halldórsson tæknifræðingur og flxel Björnsson jarðeðlisfræðingur og flrmann Höskuldsson forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands. V 1 Nýi Lóðsinn er fyrsta stálskip sem smíðað er í Vestmannaeyjum. Skipalyftan: Nýr lóðs afhentur Á Nýjahrauninu er verið að koma upp mjög fullkomnum tækjabúnaði sem ætlað er að nema allar hreyf- ingar og breytingar í jarðskorpunni er bent gætu til þess að eldgos væri í aðsigi. Tækin eru sjálfvirk og berast upplýsingar frá þeim í hús Bæjarveitna og þaðan áfram til Norrænu eldfjallastöðvarinnar í Reykjavík og vítt og breitt um Evrópu. Mörg lönd koma að verkefninu og er það styrkt af Evrópusambandinu. Undirbúningur hefur staðið í á annað ár og er tilgangurinn að þróa kerfi sem sjálfvirkt vaktar eldfjöll. „Þetta er liður í tilraunaverkefni og er allur tækjabúnaðurinn greiddur af Evrópusambandinu," segir Ármann Höskuldsson, forstöðumaður Náttúru- stofu Suðurlands sem er aðili að verkefninu. „Tilgangurinn er að hanna sjálfvirkt eldfjallavöktunarkerfi og er þetta samstarfsverkefni rannsókna- stöðva í Belgíu, Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Ítalíu og Sviss. Hér heima koma Norræna eldfjallastöðin, Bæjar- veitur Vestmannaeyja og Náttúrustofa Suðurlands að verkefninu." Ármann segir að Vestmannaeyjar hafi orðið fyrir valinu vegna aðstæðna hér. „Hér eru þær einstaklega erfiðar til mælinga með sjálfvirkum mæli- tækjum. Er það ekki síst vegna þess að hér er veðrasamt, stór veður eru algeng og Heimaey er umlukt hafi með tilheyrandi brimi. Allt kemur þetta fram á mælitækjunum og þessi áhrif þarf að greina frá öðru sem gæti hugsanlega verið að gerast í jarðskorp- unni." Mælitækjunum er komið fyrir á Nýjahrauninu á svæðinu þar sem hraunhitaveitan var. Þeim er komið fyrir í stórum sívalning sem er grafinn í jörðu og út frá honum liggja nemar og mælar; segulmælar, viðnáms- mælar, skjálftamælar, þyngdarmælar og vind- og hitamælar. „Tækin kosta á annan tug milljóna króna og það skal bent á að öll eru þau mjög sérhæfð og nýtast engunt nema jarðvísindamönnum. Eins eru tækin mjög viðkvæm og þola illa hnjask. Það eru því vinsamleg tilmæli til fólks að takmarka óþarfa bílaumferð um svæðið, láta tækin í friði og toga ekki í rafmagnskapla sem það kann að rekast á. Munum, að það er okkur hagur að tækin séu í lagi." Kerfið er tengt kerfi jarðhallamæla sem eru í Stórhöfða og Ráðhúsinu. Ennfremur eru mælar í borholunni í Friðarhöfn sem mæla vatnsyfirborð og efnabreytingar og hita á vatninu. Hörður Halldórsson tæknifræðingur og Axel Bjömsson jarðeðlisfræðingur frá Norrænu eldfjallastöðinni hafa unnið að uppsetningu tækjanna á hrauninu og tölvubúnaðarins í húsi Bæjarveitna sem tekur á móti upplýsingunum og kemur þeim áleiðis til Reykjavíkur og Briissel í Belgíu. Þaðan fara gögn til hinna Evrópulandanna sem taka þátt í verkefninu og geta jarðvísindamenn í þeim fylgst jafnvel með því sem hér gerist eins og þeir á staðnum. Ármann og Hörður segja að þó að það þyki í fljótu bragði langsótt að lönd eins og Belgía, Þýskaland, Frakkland, Spánn og Sviss sjái sér hag f að taka þátt í verkefninu sé það að athuguðu máli mjög skiljanlegt. „Flest eldfjöll sem eru hvað atkvæðamest í dag eru á eyjum. Virk eldfjöll eru á Azoreyjum og Kanaríeyjum sem tilheyra Portúgal og Spáni. Þá eru í Indlandshafi og Karabíska hafinu nokkrar eldfjallaeyjar sem heyra undir lönd í Evrópu. Á eynni Montserrat hefur staðið yfir eldgos í um tvö ár og er hún nánast komin í eyði. Heyrir hún undir England og þar í grenndinni eru eldfjallaeyjar sem tilheyra Frakklandi. í Frakklandi sjálfu, Þýskalandi, Spáni, á Ítalíu og á grískum eyjum er líka að finna eldfjöll þannig að þessi lönd eru að eiga við sömu öfl í náttúrunni og við," segir Ármann. Hörður segir að ef góð reynsla verði af viðvörunarkerfinu hér verði það sett upp víðar. „En við þurfum ekki að fá upp eldgos til að sannprófa búnaðinn. Það er svo margt annað sem við mælurn sem kernur að notum. Og það sem kannski skiptir mestu máli, er að aðlaga búnaðinn aðstæðum eins og hér, þar sem bæði vindur og haf geta haft mikil áhrif," sagði Hörður að lokum. Nýtt hafnsögu- og björgunarskip var afhent hafnarstjórn við hátíð- lega athöfn laugardaginn 24. janúar síðast liðinn. Athöfnin fór fram í blíðskapar- veðri að viðstöddu miklu fjölmenni. Ólafur Friðriksson framkvæmdastjóri Skipalyftunnar, sem hefur haft veg og vanda af smíði skipsins, afhenti Sveini R.Valgeirssyni formanni hafnarstjóm- ar skipið, ásamt lyklum að því. Sveinn flutti síðan stutt ávarp og afhenti Ágústi Bergssyni skipstjóra Lóðsins lyklana. Að því loknu gaf Sigurgeir Ólafsson Vídó, fyrrum hafnarstjóri, skipinu nafnið Lóðsinn með því að brjóta kampavínsflösku á stefni skipsins. Tókst það í annari tilraun við mikinn fögnuð viðstaddra. Jóna Hrönn Bolladóttir flutti blessunarorð og óskaði áhöfn skipsins velfamaðar í starfi og að hún mætti sigla á guðs vegum. Við þetta tækifæri voru aíhentar gjafir sem Hafnarsjóði bámst til notk- unar í Lóðsinum. Fulltrúi Kiwanis- klúbbsins Helgafells, Guðmundur Jóhannsson, afhenti miðunarstöð til notkunar í Lóðsinum. Einnig afhenti Bára Jóney Guðmundsóttir formaður slysavamardeildarinnar Eykyndils ávísun að upphæð ein milljón króna til kaupa á björgunar- og sjúkratækjum til notkunar í Lóðsinum. Að athöfninni lokinni sigldi Lóðsinn út á höfnina. Þar sigldu eldri lóðsbátamir til móts við hann og þeyttu skipslúðra sína. Þótti það táknrænt að bjóða nýja Lóðsinn velkominn á þann hátt. Nýi Lóðsinn þakkaði svo fyrir sig með því að svara kveðju þessari með eigin skipsíúðri. Því næst var bmnadæla Lóðsins sett í gang og gekk af þeim stút ein kraftmikil buna yfir höfnina. Að lokinni þessari sýningu renndi Lóðsinn aftur að bryggju og gafst þá gestum tækifæri til þess að skoða skipið. Var ekki annað að sjá og heyra en að allir hafi verið ánægðir með skipið og það öryggi sem fylgir því að hafa traust og öflugt björgunar- og hafnsöguskip í Vestmannaeyjum. Upphafi gossi áhrifamikinn Þess hefur verið minnst um helgina að 25 ár voru frá upphafi Heima- eyjargossins sem hófst þann 23. janúar 1973. Hápunkturinn var blysför á föstu- dagskvöldið sem lauk með látlausri athöfn á Básaskersbryggju. Safnast var saman á þremur stöðum í bænum og gengið að mótum Hásteinsvegar og Heiðarvegar Jtaðan sem var gengið niður að höfn. Áætlað er að hátt í 2000 manns hafi verið í göngunni og gengu þeir undir logum tæpjega 800 kyndla. Á Básaskersbryggju flutti séra Bjami Karlsson hugvekju og Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri flutti ávarp. Tónlistarflutningur var í höndum Lúðrasveitar Vestmannaeyja og Kórs Landakirkju. Upphafs gossins var einnig minnst í Landakirkju og bærinn bauð ókeypis aðgang að söfnum og sundlaug.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.