Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 29.01.1998, Síða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 29.01.1998, Síða 13
Fimmtudagur 29. janúar 1998 Fréttir 13 LESENDABREF - Georg Þór Kristjánsson Aframhaldandi óháð framboðP Jón Hjaltason á ferð og flugi í 25 ár: Flugferðimar orðnar 2600 í síðasta tbl. Frétta eru hugleiðingar um framboðsmál fyrir komandi sveitarstjómarkosningar. Þar er sett spumingamerki við það hvort ég fari í áframhaldandi óháð fram eða fari með Sjálfstæðisflokknum. I símtali sem nýráðinn Fréttamaður, Benedikt Gestsson, átti við mig um væntanlegar kosningar rakti ég gang mála frá því að H-listinn varð að veruleika, alþingiskosningamar síð- ustu og svo daginn í dag. Því miður las ég grein Benna ekki yfir áður en hún fór í prentun því hann setur allt málið upp á þann veg að ég sé eingöngu að tala um komandi kosningar. Þama held ég að um sé að kenna ókunnugleika blaðamannsins. Það segir sig sjálft að þama em allsendis óskyld mál á ferðinni. Annars vegar sveitastjómarkosning- arnar og hins vegar alþingiskosning- arnar. Blaðamaður spurði mikið um stöðu mína sem SJÁLFSTÆÐIS- MANNS og samskipti mín við Sjálfstæðisflokkinn eftir að ég fór í sérframboð. Þessu er fljótsvarað. Samskipti mín við bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokkinn hafa engin verið á kjörtímabilinu þó svo að málflutn- ingur okkar hafi farið saman í mörgum málum. Engar bréfaskriftir hafa farið á milli mín og sjálfstæðismanna á kjörtímabilinu um eitt eða annað málefni. Aftur á móti skrifaði ég fram- kvæmdastjóra flokksins bréf fyrir prófkjör flokksins í Suðurlands- kjördæmi fyrir síðustu alþingiskosn- ingar til að vita um stöðu mína gagnvart þátttöku í prófkjörinu. Á þeim bæ þykir ekki við hæfi að svara þess konar fyrirspumum, alla vega fékk ég ekkert svar. Aftur í framboð? Hvort ég fer aftur í framboð er alveg óráðið enn sem komið er. Þessi spuming virðist Iiggja þungt á mörgum því ég hef verið spurður mikið um það upp á síðkastið. Já, það mikið að ég hallast ekki að neinni deyfð í kosningaspjallinu eins og sumir em að tala um. Það tekur alltaf tíma að undirbúa lista hvort sem um er að ræða prófkjör eða uppstillingu. Hvort sem ég býð mig fram eða ekki tel ég alveg nauðsynlegt að það verði boðið fram ÓHÁÐ FRAMBOÐ og í framhaldi af því kæmi út sú staða að óháða framboðið yrði f oddaaðstöðu. ÞÁ YRÐI GAMAN AÐ LIFA. Georg Þór Kristjánsson. Höjimdur erfidltrúi H-listans í bœjarstjóm. ferðast mikið með félaginu, hins vegar sé félagið með punktakerfi sem hafi nýst honum ágætlega. „Maður safnar upp punktum sem maður getur svo nýtt sér á öðrum leiðum. Þeir sem ferðast mikið og reyndar allir sem fljúga. Mig minnir að ég fái fimmhundruð punkta fyrir hvert flug á milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur. í sumar var punktainn- eign mín komin eitthvað yfir hundraðþúsund punkta. Ég notaði þá inneign til þess að fara til Halifax í Kanada og heimsótti þar frændfólk mitt í Lundar í Manitoba..“ Heldurðu að þetta sé upphafið að þessu punktaþjóðfélagi sem við lifum í núna? ,,Ekki skal ég nú segja neitt um það né fullyrða. Þetta er að minnsta kosti löngu til komið áður en punktar voru teknir upp í viðskiptum almennt, eins og nú tíðkast. Það má þó vel vera að þetta sé afleiðing af því.“ Með málarekstur í Eyjum og Reykjavík Jón segir að hann hafi rekið mál bæði fyrir Reykvíkinga og Vestmanna- eyinga, og að vinnutími sinn sé miklu meiri hér í Eyjum. Hann segist ekki velta mikið fyrir sér kostnaðinum við ferðimar heldur sé aðalatriðið að vinna í málunum og helst auðvitað að vinna þau líka. „En ég hef þurft að hafa þetta svona, útaf dómskipaninni og svo líka að Hæstiréttur er í Reykjavík. Kannski erég líka búinn að venja mig á þetta. En það stendur ekkert til að fara að breyta þessu og tekur ekki að breyta því. Ég er nú kominn á sjötugasta og fjórða aldursárið en ekki þar með sagt heldur að ég sé að setjast í helgan stein, að minnsta kosti ekíci á meðan ég er við sæmilega heilsu og ég get aðstoðað einhverja sem telja sig þurfa á mér að halda.“ Má segja að þriðja skrifstofan þín sé kannski í háloftunum? Jón hlær mikið þegar hann stendur frammi fyrir þessari spumingu, en segir að það sé nú kannski orðum aukið að segja að svo sé. „Hins vegar notar maður stundum tímann til þess að fara yfir eitt og annað, ef þannig stendur á. Maður er hins vegar aldrei laus við vinnuna ef út í það er farið. Maður er í þessu vakinn og sofinn. Mesta og stærsta vinnan við þetta er að afla gagna áður en farið er af stað og það þarf oft útsjónarsemi við gagnaöflun og slíkt" Jón er með skrifstofu sína við Heimagötu 22 í Eyjum, en sú gata liggur meðfram hraunjaðrinum, en öll húsin neðar í götunni fóm undir hraun. Hann segir að Viðlagasjóður hafi viljað kaupa húsið, en hann ekki viljað selja. „Þetta vora miklir örlagatímar og mér fannst eins og maður væri á mörkum hins byggilega heims. Ég hef lagt í miklar endurbætur á húsinu en það skemmdist töluvert í gosinu. Það brotnuðu allir gluggar í því, nema einn og herbergið sem nú er skrifstofa mín fylltist af gjalli og einn heljarinnar gjallsteinn endaði hér inn á gólfi. Það var nú hægt með aðstoð fjölda manna að velta steininum út og það sem eftir er af honum er ennþá úti í garði hjá mér. Það hefur að vísu molnað mikið úr honum síðan en steinninn hefur einhverra hluta vegna verið hér enn þá.“ Þrátt fyrir gos og margskiptan vinnustað, hefur aldrei hvarflað að Jóni að flytja frá Eyjum. „Þótt margt hafi breyst á þessum áram, sérstaklega ef litið er til atvinnuhátta, þá hefur ekki staðið til að flytja. Hér er mitt heimili og vamarþing og ég vil vera hér,“ segir Jón að lokum. Hvemig er að vera fjölskyldumaður og vera svona mikið á ferðinni? „Núna eru bömin uppkomin, en maður kom ósköp lítið nálægt uppeldinu, þegar þau voru yngri og heimilislífið kannski takmarkað á stundum, en þetta gekk allt saman ágætlega þrátt fyrir það.“ Ární Sigfússon Jón Hjaltasson hæstarréttarlög- maður er Vestmannaeyingum að góðu kunnur. Hann tók emb- ættispróf í lögfræði árið 1949 en hóf störf hjá Vestamanneyjabæ árið 1950. Hann vann hjá bænum sem innheimtulögmaður í sautján ár og rak jafnframnt henni eigin lög- mannsskrifstofu. Síðan hefur hann rekið sína eigin málflutnings- skrifstofu og fasteignasölu í Vest- mannaeyjum. Hann er fæddur að Hólum í Hornafirði, en kom til Eyja sem fulltrúi Gunnars Þorsteins- sonar sem þá var bæjarfógeti. Jón er mikið á ferðinni milli Reykja- víkur og Vestmannaeyja og er með skrifstofu á báðum stöðum, þó að málarekstur hans sé aðallega bundinn Vestmannaeyjum. ,Já ég fer til Reykjavíkur vikulega á hverjum laugardegi og kem aftur til Eyja á þriðjudögum,“ segir Jón. „Ég hef verið mikið á ferðinni síðan ég a, — öðlaðist málflutningsréttindi við Hæstarétt árið 1964, þó hafa dottið úr ferðir vegna veðurs, en þá hafði ég strandferðarskipin í bakhöndinni og svo síðar Herjólf." Pantar fyrir árið Jón segir að þessar föstu ferðir hafi komið til fyrst eftir gosið. „Ég panta alltaf flugið fyrir árið og þetta hefur verið föst regla í um tuttugu og fimm ár, eða síðan gosárið. Þetta eru hundrað og fjórar ferðir á ári sem gera tvöþúsund og sexhundruð ferðir þessi tuttugu og fimm ár. En auðvitað má lækka þessa tölu, því eitthvað hefur nú fallið úr þessi ár og stundum hefur þurft að bregða útaf, því ég hef verið með mál austur á landi og í grannbyggðum Reykja- víkur. Einnig eftir að dómskipaninni var breytt og Héraðsdómur fluttur til Selfoss." Nauðlending Jón segir að hann hafi sjaldan lent í neinu háskaflugi á þessum árum. Hins vegar hafi komið fyrir smá tilvik sem hafi kannski komið róti á menn. „Ég var til dæmis í vélinni sem var snúið við hér við Eyjar vegna þess að lendingarhjólin náðust ekki niður. Vélinni var þá snúið til Kefla- víkurflugvallar. Það var dálítið óþægilegt í vélinni á meðan reynt var að ná niður hjólunum, því hún flaug þá með skyndilegum hætti niður og reif sig svo upp aftur með ntiklum krafti til að ná hjólunum niður og það náðist niður annað hjólið. Svo var lent á öðra hjólinu og vélin var komin á það litla ferð þegar hún seig niður þeim megin sem ekkert hjól var svo að fólk varð ekkert mikið vart við þetta og það urðu sáralitlar skemmdir á vélinni. Það var svo vel staðið að öllu þama að engin vandræði hlutust af og allir komust heilir frá þessu, þó kenna hafi mátt hræðslu hjá krökkum um borð. Fólkið hélt mjög vel ró sinni og ég fór með næstu vél daginn eftir til Vestmannaeyja." Heimsótti frændfólk í Kanada fyrir punktana Jón hefur ekki fengið neina sérstaka viðurkenningu frá Flugleiðum eða Flugfélagi íslands, þrátt fyrir að hafa Bragi I. Ólafsson hjá Flugfélagi íslands: Líklega íslands- met hjá Jóni -Þó eru ekki til gögn því til staðfestingar Bragi I. Ólafsson hjá Flugfélagi Islands í Vestmanneyjum segir að samkvæmt þeim gögnum sem tiltæk eru hjá afgreiðslunt félags- ins á stærstu viðkomustöðum félagsins á landinu sé ekki hægt að staðfesta Islandsmet í flugi hjá Jóni. Bragi segir að enginn starfsamaður sem nú vinni hjá Flugfélagi fslands hafi það háan staifsaldur að hægt sé að staðfesta þetta heldur. „Vildarpunktakerfið hjá okkur er tekið upp árið 1992. þannig að örugg skráning er ekki til fram að því. Hins vegar ef litið er til tuttugu og fimm ára flugs Jóns Hjaltasonar sent farþega, þá held ég að það rnegi skrá það sem óstaðfest íslandsmet. Menn hafa kannski flogið vikulega milli einhverra staða í tíu eða fimmtán ár, en svo hafa orðið breytingar á því einhverra hluta vegna..“ Vitað er um nokkra Vestmanna- eyinga sent íljúga stundum oftar en einu sinni í viku og hafa gert til fjölda ára. Má þar nefna Amar Sigurmundsson og fleiri, hins vegar verður að teljast að Jón Hjaltason hafi flogið flest árin í reglulegu áætlunarflugi, eða í tuttugu og fimnt ár samfellt, svo fremi að veöur hamlaði ekki.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.